Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 28. nóvember 1987
Tíminn 17
llllllllllllllllllllllll BÆKUR
Útgáfunefnd og útgefandi. Talið frá vinstri: Jón Eiríksson, Friðrik
Eiríksson, Ragnar Eiriksson, Bragi Þórðarson útgefandi.
r
drottins
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
bókina „Ár og dagur í víngarði
drottins". Hér er um að ræða
minningabók sem er gefin út í
tilefni af því að 7. nóvember 1987
hefði séra Eiríkur Albertsson, dr.
theol, skólastjóri
Hvítárbakkaskólans, orðið 100
ára, og eiginkona hans, Sigríður
Bjömsdóttir, 96 ára 5. júni sama
ár.
Efni bókarinnar er nokkurt
sýnishom af ritstörfum þeirra,
einnig greinar og ritgerðir annarra
um þau. Bókin greinir frá
foreldrum og bernskuheimili dr.
Eiríks, jólum um síðustu aldamót
á heimili Sigríðar Miklabæ í
Skagafirði. Þá em æskuminningar
Jóns Eiríkssonar frá heimilinu á
Hesti og skólanum á Hvítárbakka,
einnig þáttur um störf dr. Eiríks,
sem lagði gjörva hönd á margt.
Hann var prestur og prófastur,
rithöfundur, skólastjóri og bóndi,
sem hlífði sér hvergi. Þá er kafli
um merkisbóndann Bjarna
Pétursson á Grund í Skorradal.
Steinunn Finnbogadóttir
ljósmóðir segir frá kynnum sínum
af Sigríði og störfum hennar. Auk
þess em í bókinni greinar eftir:
Svein Skorra Höskuldsson,
Dagfinn Sveinbjörnsson, Björn
Jakobsson, Björn Bjarman, dr.
Jakob Jónsson, séra Einar
Guðnason og afmæliskveðja eftir
Þorstein Guðmundsson.
Ár og dagur í víngarði drottins
segir frá lifi og starfi merkishjóna,
sem settu svip á umhverfi sitt og
samtíð og hvöttu tii menningar og
framfara með fordæmi sínu.
Bókin er 165 bls. Prentuð í
Prentverki Akraness. Kápumynd
er eftir þýska málarann Verleger.
Ar og dagur
í víngarði
KRISTJÁN JOHANN JÓNSSON
UNDIR HÚFU
TOLIARANS
Helsprengjan
eftir Alistair MacLean
Undir húfu
tollarans
Iðunn hefur gefið út nýja bók
eftir meistara spennusögunnar,
Alistair MacLean og nefnist hún
Helsprengjan .
í kynningu útgefenda á efni
bókarinnar segir:
„ Ótrúlegir atburðir eiga sér
stað í Eyjahafi fyrir augum
Talbots skipstjóra og áhafnar
hans, sem em þar í
vísindaleiðangri á skipi sínu.
Neyðarkall berst til þeirra - en of
seint. Þeir horfa upp á brennandi
snekkju hverfa í öldurnar - og
andartaki síðar hrapar flugvél í
hafið á sömu slóðum.
Er þetta tilviljun eða býr hér
eitthvað dularfullt að baki? Tvö
stórslys og aðeins ein skipshöfn
til vitnis.
En Talbot skipstjóri er ekki allur
þar sem hann er séður. Með
ýmsum brögðum tekst honum að
afhjúpa sannleikann... skipulagt
samsæri hryðjuverkamanna og
eiturlyfjasmyglara sem gæti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar."
Bækur Alistair MacLean hafa
notið ótrúlegra vinsælda meðal
íslenskra lesenda og verið
söluhæstar spennubóka hér á
landi um árabil.
Andrés Kristjánsson þýddi.
eftir Kristján Jóhann
Jónsson
Iðunn hefur gefið út nýja
íslenska skáldsögu eftir Kristján
Jóhann Jónsson. Nefnist hún
Undir húfu tollarans og er önnur
skáldsaga Kristjáns. Sú fyrsta,
Haustið er rautt, kom út árið 1981.
1 kynningu útgefanda á bókinni
segir:
Undir húfu tollarans er
samtímasaga úr Reykjavík,
fjölskyldusaga, dæmisaga úr
íslensku þjóðfélagi. Segja má að
hér eigi ólíkar stéttir og
samfélagshópar sína fulltrúa.
Aðalpersónur em bræður tveir,
Karl kennari og Björn
iðnaðarmaður. Karl og fjölskylda
hans er í forgmnni. Ýmis
skyldmenni og vandamenn þeirra
bræðra koma hér við sögu og er
óhætt að segja að samskipti þessa
fólks gangi mjög á misvíxl.
Þjóðfélagið beinir fólki í ákveðna
farvegi sem örðugt er að rífa sig
upp úr. Öllu þessa margbreytilega
mannlífi og samspili lýsir
höfundur af kunnáttu og alúð s vo
að lesandinn fylgist með af lif andi
áhuga frá upphafi til loka...
MINNINGAR
HULDU Á.
STEFÁNSDÓTTUR
Húsfreyia í Húnaþlngi
Minningar
Huldu Á.
Stefánsdóttur
- Húsfreyja í Húnaþingi -
„Einhver ágætasta ævisaga
sem ég hef lesið síðari ár - og ég
hef lesið töluvert af þeim
sjálfsævisögum sem út hafa
komið - er ævisaga Huldu
Stefánsdóttur, bæði hvað snertir
frásagnarlist og mynd bókarinnar
af Huldu sjálfri sem manneskju og
persónu. Og svo er hún óþrotleg
náma um menningarblæ og
mannlíf þess tima sem hún er að
lýsa...“
Framangreind orð lét Sveinn
Skorri Höskuldsson, prófessor í
íslenskum nútímabókmenntum, falla
í umræðuþætti í Ríkisútvarpmu 21.
mars 1987, þar sem fjallað var um
íslenskar ævisögur, og þau eru
prentuð aftan á bókarkápu að
þriðja bindi æviminninga Huldu
Stefánsdóttur sem komið er út hjá
Emi og Örlygi.
Undirtitill bókarinnar er
Húsfreyja í Húnaþingi. Hulda varð
húsfreyja á Þingeyrum 1923 og
átti þar heima röska fjóra áratugi.
Á bókarkápu segir einnig:
„Útsýni er mikið og fagurt af
Þingeyrahlaði og sér þaðan vítt
um söguríkt hérað. Þangað leiðir
Hulda Á. Stefánsdóttir lesanda
sinn og svipast um með honum í
Vatnsdal og Þingi, bendir honum
á bæina og segir deili á þeim sem
þar áttu heima þegar eyfirska
stúlkan kynntist fyrst högum og
háttum Húnvetninga. Hún lýsir
Blönduósi og íbúum hans fyrir
meira en sextíu árum...
Gamalt og nýtt fléttast saman
og ýmist segir Hulda frá
samtíðarmönnum sínum og
atburðum á eigin æviskeiði eða
sest á gamla traðarbakkann á
Klaustrinu með lesanda sínum og
hrífur hann með sér langt inn í
liðna tíð við svanasöng á
Húnavatni og dularfullum
hófadyn gróinna gatna í
haustblíðunni. “
BvtUe
ALLT FYRIR
ÁSTINA
Allt fyrir
ástina
Út er komin hjá Hörpuútgáfunni
bókin „ Allt fyrir ástina", sem er 19.
ástarsagan sem út kemur á
íslensku eftir Bodil Forsberg, hinn
vinsæla danska skáldsagnahöfund.
„Beata vissi ekki hverjir voru
hinir raunverulegu foreldrar
hennar. Raunar hafði hún ekki
miklar áhyggjur af því í fyrstu, því
að fósturforeldrar hennar voru
kærleiksríkar og heiðvirðar
manneskjur. Áhyggjur hennar
snerust um það að gera upp hug
sinn milli Jaspar og Kim, sem
báðir elskuðu hana ákaft. Það
undarlega var að hún elskaði þá
báða. Hún komst þó fljótlega að
raun um að lífið var ekki aðeins ást
og sólskin. Hún varð fórnarlamb
manns með ruglaða dómgreind.
Hann reyndi að koma fram vilja
sínum við hana nauðuga.
Minningin um þá reynslu varð að
martröð sem hún upplifði stöðugt.
En þá gerðist atvik sem
gjörbreytti lifi hennar.
...Beata rak upp skelfingaróp
...Faðir Kims hélt á skammbyssu
í hendinni.. .Kim lá á gólfinu með
skotsár á brjóstinu.. .Hún stóð hjá
rúmi hans í þögulli skelfingu
...Kim horfði sljólega á Beötu og
Jasper. Einkennilegur glampi var
í augum hans...
Hún varð að velja á milli þeirra
tveggja, sem hún elskaði. Það
uppgjör hafði örlagaríkan og
óvæntan endi.
Þessi nýja ástarsaga Bodil
Forsberg er spennandi og
viðburðarík. Örlögin spinna
undarlega vefi. Þar takast á hin
góðu og illu öfl. Ótti og alsæla, ást
og afbrýði. Þessi bók veldur ekki
vonbrigðum.
Allt fyrir ástina er 172 bls. Skúli
Jensson þýddi. Prentverk
Akraness hf. annaðist prentun og
bókband.
Ólafur Guðmundsson, Hrossholti
Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum,
Dal. S. 93-41475
Vélsm. Hunv. Blönduósi S. 95-8145
J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119
Bílav. Pardus Hofsósi S. 95-6380.
Dragi Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-834
Vikurvagnar. Vík S. 99-7134
Ágúst Ólafsson, Stora Moshvoli,
Hvolsvelli S. 99-8313
Vélav. Sigurðar. Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840
G/ObUSf Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
I
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
Véiar frá vestur-þýsku FELLA verksmiðjunum
hafa verið í notkun á íslandi í nálega 30 ár og
enginn þarf að efast um gæðin.
FEIUK Sláttuþyrlur V. br. 1.92 m.
með knosara.
Raunverð kr. 154.000.-
Afsláttur kr. 15.000.-
Tilboðsverð kr. 139.000.-
FELLIK Stjörnumúgavélar
V.br. 3.10 m.
Raunverð kr. 85.000.-
Afsláttur kr. 10.000.-
Tilboðsverð kr. 75.000.-
Tilboð þetta gildir til áramóta, eða meðan
birgðir endast. Mjög hagstæðir greiðslu-
skilmálar.
Látið ekki happ úr hendi sleppa
TILB0ÐSVERÐ
FEUA
Sláttuþyrlur og
stjörnumúgavélar