Tíminn - 28.11.1987, Side 14

Tíminn - 28.11.1987, Side 14
14 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1987 FRETTAYFIRLIT TOKYO — Noboru T akeshita hinn nýi forsætisráöherra Jap- ans sagöi aö stjórn sín hygðist opna meira markaöi sína fyrir erlendum vörum til aö draga úr þeim gifurlega hagstæða við- skiptajöfnuði sem Japanar njóta. Takeshita sagði í ræðu á þingi að viðskiptadeilur væru eitt helsta vandamálið sem að Japönum steðjaði. DUBAI — Heimildarmenn Reuters fréttastofunnar sögðu að skipverjar á olíflutninga- skipinu frá Kúvait, sem (ranar gerðu árás á á fimmtudaginn, hefðu reynt að dulbúa skipið með því að mála yfir nafn þess. í staðinn máluðu þeir nafn tankskipsins Dacíu frá Rúmeníu en það skip er nú í þurrkví í Constanza í Rúmen- íu. SEOUL — Leiðtogi stjórnar- flokksins í Suður-Kóreu hvatti til þess að friðarsamningur yrði gerður við Norður-Kóreumenn og skipað yrði ráð til aö koma í veg fyrir að kóreustríðið árið 1950-'53 endurtæki sig. ÚTLÖND lilllll llllll!l JOHANNESARBORG — Kvikmyndaeftiriitið í Suður- Afríku hefur ekki sett sig á móti sýningum á mynd sir Richard Attenboroughs um blökku- mannaleiðtogann Stephen Biko. Hann lést í haldi lögregl- unnar í Suður-Afríku fyrir tíu árum. ABU DHABI-BlaðiðAI-ltt- ihad sagði að skæruliðarnir, sem flugu yfir landamæri Líba- nons og Israels á vélknúnum svifdrekum í árásarferð sína, hefðu upphaflega ætlað að framkvæma hana þegar á fundi leiðtoga Arabaríkjanna í Amman stóð fyrr í þessum mánuði. Vont veður og aukin öryggisgæsla ísraelsmanna kom þó í veg fyrir það. STOKKHÓLMUR - Ný 8 sönnunargögn hafa komii fram í vopnahneykslismálinu í Svíþjóð. Þau benda til þess að sænskur embættismaður, sem lést á dullarfullan hátt í janúar, hefði vitað um ólöglega sölu vopnaframleiðslufyrirtækisins Bofors í gegnum Bretland og til Mið-Austurlanda. MANILA — Fjöldi þeirra sem lést af völdum óveðursins sem gekk yfir miðhluta Filippseyja í vikunni var kominn upp í 380 manns í gær og var búist við að enn hærri tala ætti eftir að sjá dagsins Ijós. HARARE — Skæruliðar í Zimbabwe drápu sextán hvíta menn í árás á afskekkta trú- boðsstöð. Tveir Bandaríkja- menn og einn Breti voru meoal þeirra sem felldir voru en hinir voru frá Zimbabwe. Þetta var mannskæðasta árásin sem hvítir menn hafa orðið fyrir síðan landið hlaut sjálfstæoi. Breytingar á efnahagskerfinu í austri skapa vandamál þar sem og í vestri: Óhagstæður samanburður: Iðnaður ríkja í Austur-Evrópu invndi standa mjög höllum fæti yrði járntjaldið dregið skyndilega frá fyrir versiun og viðskiptum Slæma hliðin er líka til á glasnosti Gorbatsjovs Yesturveldin hafa alveg frá því kalda stríðið braust út haldið opin- berlega á lofti stefnu sem miðar að því að umbylta ríkissósíalisman- um austan megin járntjalds og mörg orð hafa verið látin falla um nauðsyn á að tjaldið verið dregið frá. Bandaríkjaforsetar hafa löngum verið áberandi hvað varðar þessi mál. Slökunarstefna Nixons var í þessum anda og Reagan hefur unn- ið að því að „snúa við þróun kommúnismans“. Ekki hefur árangur- inn verið mikill en nú virðist möguleiki á að breytingar muni eiga sér stað í austantjaldsríkjunum og er það ekki svo mikið að þakka ieiðicgutn vestan járntjalds heldur umbótastefnu eða öllu heldur breytingastefnu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, einatt nefnd giasnost ellegar perestroika. Fari svo að verulegar breytingar eigi sér stað í Austur-Evrópu, járn- tjaldið verði dregið frá að hluta og frjálsara hagkerfi og aukin alþjóða- viðskipti fylgi í kjölfarið, leiðir það eflaust til mikilla sviptinga. Margar efnahagsbreytingarnar verða síður en svo ánægjulegar. Verði hagkerfinu umbylt í Austur- Evrópu mun það fyrst í stað leiða til verri lífskjara fyrir almenning í þess- um löndum, verðbólga mun aukast og átvinnuleysi verður mikið. Vest- urlöndin munu einnig þurfa að taka á mörgum vandamálum' samfara þessu og Evrópubandalagið gæti t.d. þurft að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort taka eigi inn sex efnahagslega þjáð lönd, sem sannar- lega myndu leita eftir aðild. Það er ekki gamanmál að umbylta þjóðfélagi efnahagslega. Þetta hafa Júgóslavar og Ungverjar mátt reyna. Þessi ríki hafa staðið fyrir umbótum á ríkissósíalisma en raunveruleikinn er gífurleg verðbölga, erlend skuida- söfnun, misrétti og önnur vandamál s.s. harðvítugar þjóðflokkadeilur í Júgóslavíu. Mörg þessara vandamála munu án efa líta dagsins ljós í öðrum ríkjum Austur-Evrópu verði reynt að hrófla við viðskiptalífi sem hingað til hefur verið verndað fyrir sam- keppni og iðnaði sem byggir á stáli og trukkum og líkist vestrænum iðnaði stuttu eftir heimsstyrjöldina. Það væri hins vegar rangt fyrir Vesturlandabúa að álíta svo að um- bætur austantjalds séu ekki fýsilegar vegna þeirra gífurlegu skammtíma vandamála sem upp kæmu. Betra væri að búa sig undir vandamálin og leggja áherslu á hæga en stöðuga breytingu. Takmarkið ætti ekki að vera það að stevpa ríkissósíalisman- um í Austur-Evrópu af stóli heldur leggja áherslu á skynsamar framfarir í átt að Evrópu „frá Atlantshafi til Úralfjalla" eins og Carles De Gaulle dreymdi um. Newsweek/hb Bangladesh: Japan: Eru skæruliðarnir í Rauða hernum teknir að vígbúast? Það hefur lítið frést af Rauða hernum japanska, hópi borgar- skæruliða sem hafði sig mjög í frammi á síðasta áratug. Nú hefur hóp- urinn komist á forsíður dagblaða í Japan á nýjan leik og raddir eru uppi um að hann sé að skipuleggja nýjar ofbeldisaðgerðir til að flýta fyrir heimsbyltingunni. Borgin Seoul í Suður-Kóreu hefur verið nefnd í sambandi við þessar hugleiðingar, en Ólympíuleikarnar fara fram þar næsta haust. hann hafði ferðast víða að undan- fömu og meðal annars til Seoulborg- ar í Suður-Kóreu. Það ýtir undir grun um að Rauði herinn sé tekinn að vígbúast á ný og hafi hug á að endurvekja hryðjuverkastarfsemi sína í Austur-Asíu. hb/Reuter Neyðar- ástands lög Hossain Mohammad Ershad forseti Bangladesh lýsti yfir neyð- arástandslögum í landinu í gær og bannaði öll verkföll og mót- mæli er beindust gegn stjórnvöld- um. Forsetinn sagðist hafa verið neyddur til að setja lögin á vegna átakanna innanlands. Mótmælin gegn Ershad hafa verið að magnast að undanförnu en stjórnarandstaðan, sem 21 hópur á aðild að, hefur að undan- förnu staðið fyrir verkföllum og kröfugöngum í því skyni að koma forsetanum frá vöidum. hb Lögreglan í Japan tilkynnti í vik- unni að hún hefði handtekið annan æðsta mann Rauða hersins, Osamu Maruoka sem hefur verið útlagi í fjórtán ár. Maruoka var handtekinn skömmu eftir að hann laumaði sér inn í landið með flugi frá Hong Kong. Rauði herinn var stofnaður árið 1969. Liðsmenn hans voru öfgasinn- aðir vinstrimenn sem framkvæmdu mörg hryðjuverkin á síðasta áratug t.a.m. árás á flugvöll í ísrael þar sem 27 manns biðu bana og 76 særðust. Nú er talið að miili tuttugu og fjörutíu einstaklingar tengist Rauða hernum, flestir þeirra búa í Líbanon og hafa þar náið samstarf við skærul- iðahópa Palestínumanna. Japanska lögreglan segist við öllu búin eftir handtöku Maruoka. Hún óttast að skæruliðarnir grípi til að- gerða gegn sendiráðum Japana erl- endis til að freista þess að fá hinn 37 ára gamla Maruoka lausan. Þegar hann var handtekinn kom í Ijós að Sveitamenn í Senegal reyna ao bjarga ser eftir bestu getu: Rækta marijúana og græða á Evrópubúum Sveitamenn í Senegal eru sumir hættir hinu venjulega brauöstriti. Þeir hafa skipt á plöntum og rækta nú hampjurt af miklu kappi. Úr henni vinna þeir fíkniefnið marijúana sem þeir síðan selja evrópskum ferðamönnum og fá dágóðan skilding fyrir. Það var lögreglumaður frá þessu ríki í Vestur-Afríku sem skýrði frá þessu í gær. „Þorpsbúar á ferðamannasvæðum ferðamannaiðnaðar og meiri eitur- hafa gert sér grein fyrir þörfinni og hagnaðinum sem hægt er að fá út úr framleiðslunni", sagði Diarraf Faye yfirmaður í lögreglunni í Senegal á árlegum fundi alþjóðalögreglunnar Interpol sem fram fer í Nice í Frakklandi. „Það er greinilegt samband milli lyfjasölu“, sagði Diarraf. Ferðamenn frá Frakklandi og öðr- um evrópskum löndum koma til Senegal í tugþúsundatali ár hvert og hefur ferðamannaiðnaðurinn þar í landi blómgast á síðustu tíu árum. Eiturlyfjaverslunin hefur líka blómgast og tilraunir til að draga úr henni hafa verið máttlitlar. Ekki bætti úr skák þegar stjórnvöld ráku helminginn af ellefu þúsund manna lögregluliði landsins í aprílmánuði. Lögreglumennirnir voru reknir eftir að þeir höfðu farið í verkfall til að mótmæla fangelsun sjö starfsfé- laga sinna sem sakaðir voru um að hafa barið fanga til bana. Senegalbúar hafa löngum dundað sér við að rækta hamp svona með- fram annarri rækt en það er fyrst á síðustu árum sem þeir hafa grætt vel á framleiðslu þessari. Reuter/hb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.