Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. nóvember 1987
Tíminn 3
Heimatilbúin sprengja sprakk í andiit ungs drengs:
Forðaði sér logandi og
nær sjónlaus inn í hús
Fimmtán ára gamall drengur,
Árni Eiríkur Árnason, brennd-
ist illa í andliti og hár hans sviðn-
aði þegar heimatilbúin sprengja
sprakk í Grindavík hinn 12. þ.m.
Óttast var í fyrstu að sjón hans
hefði skaðast varanlega, en Árni
hefur náð fullum bata og sár
hans eru að mestu gróin.
Nú fer brátt í hönd sá tími,
sem fjöldi unglinga fer að fjatla
við sprengiefni. Ur kínverjum,
flugeldum og öðru sprengi-
skrauti, sem selt er fyrir áramót,
má útbúa sprengjur, sem að
sögn lögreglu geta verið hættu-
lega kröftugar.
Fimm sprengjur
í Grindavík á ári
Með heimatilbúinni sprengju var
heill vörubíll sprengdur í loft upp
fyrir nokkru svo hús nötruðu í næsta
nágrenni. Sigurður Ágústsson, yfir-
varðstjóri, sagði að lögreglan í
Grindavík hefði fimm eða sex sinn-
um á ári afskipti af öflugum heima-
tilbúnum sprengjum sem unglingar
fara með og nýlega hafi þeir tekið af
krökkum fullan plastpoka af göml-
um haglaskotum.
Öðrum til varnaðar féllst Árni
Eiríkur á að spjalia við blaðamann.
Hann segist hafa útbúið sprengju
ásamt féiaga sínum úr glerkrukku
undir krydd, sem stútfyllt var með
púðri. Krukkunni var lokið aftur
með plastloki og stóð upp úr henni
heimatilbúinn kveikur. Púðrið segist
Árni hafa komist yfir uppi á háalofti
á heimili félaga síns.
Kviknaði i buxunum
Það kom í hlut Áma að bera eld
að kveiknum, en hann vildi ekki
brenna. Hins vegar hljóp neisti í
púðrið áður en Arna tókst að forða
sér og sprakk plastlokið upp í loft og
eldurinn læstist í piltinn. Hann var
þakinn púðri í framan og sá sama og
Þrjú íslensk fyrirtæki meðsek:
„Strokufangarnir“ bresku komnir
Þrír ungir Bretar, hlekkjaðir og í fangabúningum, komu með flugvél til íslands síðdegis í gær. Þeir eru
þátttakendur í fjársöfnunarleik sem ber heitið „Jailbreak“ og verður söfnunarfé varið til barnahjálpar. Leikurinn
er á vegum ríkissjónvarpsins breska, BBC.
Strákarnir þrír, f.v. Robert Boyce, Steve Wood og Paul Wills, struku frá lögreglustöð í Ringwood í
Suður-Englandi snemma í gærmorgun. Með dyggri aðstoð Flugleiða sluppu þeir til íslands, þar sem hjálpandi
hendur Holiday Inn hótelsins og Bílaleigu Akureyrar tóku við þeim.
Strákarnir heilsuðu upp á sendiherra Breta hér á landi, Mark F Chapman, sem ásamt konu sinni, Pat, árnar
strokuföngunum heilla. (Tíminn: Pjetur)
Sigurður Ágústsson, yfirvarðstjóri í
Grinda vík, sagði að sprengjan hefði
verið mjög öflug. Púðrið var sett í
krukkuna og algengt að því sé náð
með að sníða í sundur haglaskot.
gullmerki
Það ríkti sannkölluð hátíðar-
stemmning á hátíðarfundi Ferðafé-
lags íslands, sem félagið efndi til í
gær í tilefni 60 ára afmælis félagsins.
Ávörp voru flutt og Ferðafélaginu
færðar gjafir í tilefni dagsins. Meðal
ræðumanna var Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra, en hann flutti fé-
laginu afmælisóskir frá ríkisstjórn-
inni og færði því að gjöf tvær milljón-
ir króna til eflingar landgræðslusjóðs
félagsins.
Höskuldur Jónsson forseti Ferða-
félags íslands lýsti útnefningu heið-
urs- og kjörfélaga félagsins. Einnig
sæmdi Höskuldur, við þetta tæki-
færi, fjóra menn gullmerki Ferðafé-
lagsins, Ágúst Guðmundsson, for-
stjóra Landmælinga fslands, Jó-
hannes Zoéga hitaveitustjóra, Snæ-
björn Jónasson vegamálastjóra og
Örlyg Hálfdánarson bókaútgefanda.
óþh
Gullmerkishafar ásamt formanni Ferðafélags íslands. Talið frá vinstri:
Örlygur Hálfdánarson, Jóhannes Zoéga, Höskuldur Jónsson, Ágúst Guð-
mundsson og Snæbjöm Jónasson. Tímamynd: Gunnar
Árni Eiríkur Árnason, snoðhærður og hárlaus á augabrúnum eftir sprenging-
una, með hundinn Neró.
ekkert frá sér, andlit hans hljóp allt
upp, hárið sviðnaði og buxurnar
tóku að loga. Árni spratt þegar frá
og inn í hús til félaga síns, þar sem
þeir slökktu eldinn með vatni. Sjón-
arvottur að slysinu, sem var að huga
að hestum þar skammt frá, hljóp til
um leið og kvaddi til lögreglu, sem
þegar lét flytja Árna á sjúkrahús til
Reykjavíkur. Hjúkrunarkonan sem
tók við honum á slysavarðstofunni
þekkti hann frá því áður. Árni er
hrakfallabálkur og lenti í alvarlegu
slysi á skellinöðru í marsmánuði sl.
Lög um meðferð
skotfæra brotin
Yfirvarðstjórinn sagði algengt í
þessum tilfellum að krakkar skæru í
sundur haglaskot til að komast að
púðrinu, sem svo er notað í
sprengjur. Það er að sjálfsögðu
hættuieg iðja að sníða í sundur virk
skotfæri og skv. lögum á að geyma
þau í læstum hirslum. „Það eru tal-
sverð brögð að því, að þeim lögum
sé ekki sinnt,“ sagði varðstjóri.
Slys Árna Eiríks er gott dæmi um
hve hættulegt er að leika að sprengi-
fimu efni og þörf ábending til
foreldra að fylgjast með hvernig
börn og unglingar fara með skotelda
þegar nær dregur áramótum. Varð-
stjóri sagði skelfileg meiðsl hafa
hlotist af fikti með slíkt og Árni Eir-
íkur megi enn sem fyrr hrósa happi
að ekki fór verr. þj
Hátíðarfundur Ferðafélags íslands í tilefni 60 ára afmælis:
Fjórir sæmdir
og hrósar happi yfir að hafa sloppið
lífs.
Sprengjan hvarf í jörð
Faðir hans, Árni Eiríksson, sagði
það hafa verið ljóta sjón að sjá
drenginn fyrst þegar hann kom á
spítalann. Hann hefði verið svartur
í framan af púðrinu, bólginn, með
brunablöðrur og hárið sviðið. Það
væri ótrúlegt hve vel sár hans hefðu
gróið. Skórnir væru ónýtir eftir
sprenginguna og buxurnar tætlur
einar.
Ljóst var að sprengingin hafði ver-
ið afar ötlug, því að kryddkrukkan,
sem stillt hafði verið upp á grasflöt,
hafði skotist þrjátíu sentimetra niður
í jörð.
„Þetta var mjög sárt. Það sprakk
úr krukkunni og beint upp um bux-
naskálmarnar og í andlitið og dreifð-
ist allt í kring um mig,“ sagði Árni
Eiríkur, sem ber þau einu merki að
vera hárlaus um augu og augabrýr og
brunasár innan fóta sem að mestu
eru gróin. „Þetta var nú ekki fyrsta
sprengjan sem við bjuggum til. En
ég held ég láti vera að gera fleiri."