Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. nóvember 1987 Tíminn 19 BÆKUR Þorsteinn frá Hamri „Ætternis- stapi og átján vermenn" eru sagnaþættir eftir Þorstein frá Hamri. Þættirnir eru 19 talsins og eiga nokkrir þeirra rót sína til þáttasamfelina sem höfundur bræddi saman á kvöldvökum í ríkisútvarpinu. Höfundurinn segir í formála m.a.": „Vettvangur efnisins er mestan part gamall og grár, en þegar ég fór að virða þessi brot fyrir mér að nýju þótti mér ekki örvænt að með þeim leyndist lif að minnsta kosti líf þeirrar ættar er vér nefnum sögu, stundum þjóðsögu, og verður aldrei skilið né meðhöndlað öðru vísi en í nánum tengslum við h'f draumsins, sem víða fyllir upp í skuggsæl skörð “. Bókin er 192 bls. að meðtalinni vandaðri nafna- og heimildaskrá. Bókaútgáfan Tákn gefur út. „Gagn- njósnarinn" Fáar bækur hafa á seinni árum hlotið þvílíkar móttökur, sem ævisaga breska leyniþjónustumannsins Peters Wright, „Spycatcher". Hún var bönnuð í Bretlandi, heimalandi höfundar og bresku samveldislöndunum, en bandariska útgáfan verið seld þar með leynd í hundruð þúsundum eintaka. í bókinni greinir Peter Wright undanbragðalaust frá starfsaðferðum bresku leyniþjónustunnar um tveggja áratuga skeið frá 1956-76. Söguefnið er að miklu leyti óþekkt, en fjallað er um fjölda atburða, sem bryddað hefur verið á í heimsfréttunum. Höfundurinn rannsakaði frægustu njósnamál síðari ára t.d. þeirra Blunts, Philbys, Mcleans og Burgess og í bókinni varpar hann sögulegu ljósi á uppruna „Cambridge" njósnaranna er áttu stóran hlut í að gera Sovétríkin að því veldi sem þau nú eru. Bókaútgáfan Tákn gefur út. ,,’68-hugar- flug úr viðj- um vanans“ eftir Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur er samtíðarsaga þeirrar æskukynslóðar hér á landi, sem braust til sjálfstæðis og sleit af sér alla oka í kjölfar þeirrar æskubyltingar sem varð í Evrópu með bítlatónlist og lcarnabæjartísku. Erlendis hneigðist hluti æskufólks til mótmælaaðgerða, skammaði foreldra sína fyrir smáborgarahátt og lét hár sitt vaxa. 1 bókinni er þessi samtímasaga rakin í fyrsta sinn á íslensku og byggt er á viðtölum við fjölda manns sem hrærðust í kviku þessara atburða, s.s. Rúnar Júliusson, Rósku, Davíð Oddsson, Bjarka Elíasson o.fl. Fjcldi mynda frá atburðum og mannlifi þessara ára er í bílúnxii. Bókaútgáfan Tákn gefur út. UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 57 tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1988 og fyrri hluta árs 1989. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984, nr. 77/1985, nr. 54/1986 og nr. 27/1987. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, frá mánudeginum 30. nóvember 1987, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga- föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 20. desember 1987. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Rafeindavirkjar Póst- og símamálastofnunin óskar eftir að ráða rafeindavirkja til starfa í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Við leitum að duglegum og áhugasömum mönnum með full réttindi sem rafeindavirkjar og sem eru reiðubúnir að tileinka sér nýjustu tækni á sviði nútíma hátækni: Símstöðvatækni Fjölsímatækni Radíótækni Notendabúnaðar Við bjóðum fjölbreytt framtíðarstörf hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsækjendur séu tilbúnir til frekara náms utan og/eða innanlands. Laun samkvæmt launakjörum viðkomandi stéttar- félags. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild og viðkomandi yfirmenn deilda í sfma 91-26000 og í umdæmunum. Umsóknareyðublöð fást á pós- og símstöðvum og hjá starfsmannadeild. Póst- og símamálastofnunin. |_ LANDSVIRKJUN Blönduvirkjun - Forval Landsvirkjun efnir til forvals á verktökum vegna undir- búnings grunna fyrir stíflur Blönduvirkjunar, þ.e. Blöndustíflu, Kolkustíflu og Gilsárstíflu. Verkið nær til bergþéttunar undir stíflunum og nauðsyn- legs graftar í því sambandi, auk hreinsunar á klappar- yfirborði, gerð varnarstífla o.fl. Helstu magntölur eru áætlaðar samtals: Gröftur 140.000 m3 Borun 14.000 m3 Efja 600 m3 Varnarstíflur 12.000 m3 Útboðsgögn eru á ensku og verða tilbúin til afhendingar í lok janúar 1988. Verkiö hefst í vor og skal því lokið haustið 1988. Forvalsgögn eru á ensku og verða afhent frá og með mánudeginum 30. nóvember 1987 á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en miðvikudaginn 6. janúar 1988. Reykjavík, 27. nóvember 1987. Skrifstofustarf í Hafnarfirði Óskum að ráða starfsmann í útibú Samvinnutrygg- inga g.t. Hafnarfirði. Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum. Vinnutími frá kl. 12.30-17.00. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfs- mannahaldi Ármúla 3, Reykjavík og Magnúsi Steinarssyni útibússtjóra Samvinnutrygginga í Hafnarfirði. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA 3 108 REYKJAVIK SIMI (81)881411

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.