Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. desember 1987
Tíminn 15
lilllll
BÆKUR
lllllllllllllll
Klukku-
þjófurinn
klóki
Ný barnabók eftir
verðlaunahöfundinn
Guðmund Ólafsson
Bókaútgáfan Vaka-Helgafell
hefur gefið út nýja bók eftir
Guðmund Ólafsson rithöfund og
leikara sem hlaut íslensku
bamabókaverðlaunin í fyrra fyrir
bók sina Emil og Skunda.
Nýja bókin heitir
Klukkuþjófurinn klóki og segir
frá hópi af hressum strákum í
kaupstað á Norðurlandi. Þeir
lenda i ýmsum ævintýrum, eiga i
útistöðum við aðra strákahópa og
hrella fullorðna fólkið með ýmsum
uppátækjum sínum. Þeim tekst að
velta upp nýjum hhðum á
veruleikanum og þótt atburðimir
hafi stundum afdrifaríkar
afleiðingar situr gamansemin í
fyrirrúmi.
Guðmundur Ólafsson kann að
lýsa hversdagsleikanum svo að
hann umbreytist í spennandi
ævintýraheim, án þess þó að
slitna úr tengslum við vemleika
barnanna. Afmælisveislan
umhverfist í atómtertustyrjöld og
heil þjóðmenning sprettur upp í
kofaborginni. Sagan lýsir vel þeim
anda sem einkennir íslensk
sumur; dagar em langir, bömin
em í fríi frá skólanum og allt getur
gerst.
Ritstíll Guðmundar Ólafssonar
er hnyttinn og skemmtilegur, og
nýstárlegar teikningar Grétars
Reynissonar sem birtast á nær
hverri opnu bókarinnar styðja vel
við atburðarásina, ýta undir
hugmyndaflugið og auka gildi
bókarinnar.
Bókin er 128 bls., prentuð hjá
Prentstofu G. Benediktssonar í
Kópavogi og bundin í Bókfelh hf. í
Kópavogi.
„Bókin sem brevtir
lífi kvenna"mr.<i»Æ
Konur
sem elska
ROBIN NORWOOD
Konur sem
elska of mikið
eftir Robin Norwood
Iðunn hefur gefið út bókina
Konur sem elska of mikið eftir
einn þekktasta fjölskylduráðgjafa
Bandaríkjanna, Robin Norwood.
Bók þessi hefur komið út viða um
heim og hvarvetna vakið óskipta
athygh. Með þessari bók hefur
höfundur hreyft við ýmsum áður
ósvömðum spumingum um
samskipti kynjanna og tekist á við
vandamál sem margar konur hafa
fundið sig eiga sameiginleg. Hér
er fjahað um sársauka
óendurgoldinnar ástar, en einnig
um ástarsambönd sem skaða
einstaklinga og mynda
tilfinningalegan vítahring.
Bókin er skrifuð í ljósi athugana
á hundmðum kvenna, sem þrátt
fyrir þrotlausa viðleitni til að bæta
sambönd sín tókst ekki að ráða
bót á vandanum. Með
margvíslegum dæmum og
skýringum varpar Robin Norwood
ljósi á þennan útbreidda vanda
gefur konum nýja von og bendir á
leiðir til lausnar.
Þótt bókin höfði fyrst og fremst
til kvenna er vert að taka fram að
hún á þó tvímælalaust erindi til
allra sem láta sig samskipti
kynjanna varða, þvi að hún fjallar
um mannlegan vanda í víðu
samhengi.
í bókarlok er kafh um hjálparleit
og sjálfshjálparhópa sem
starfandi em hér á landi.
Helga Ágústsdóttir þýddi.
G-bletturinn
Kyneðli og kynmök
Önnur útgáfa
Algjör metsölubók
í Bandaríkjunum
í formála, sem Brynleifur H.
Steingrímsson læknir ritar, segir
hann m.a.
„Þessi bók á að mínum dómi
erindi til allra kvenna og karla en
þó alveg sérstaklega til lækna,
hjúkmnarfræðinga, sálfræðinga,
félagsfræðinga og annarra
ráðgjafa. Það er ekki vansalaust
fyrir þá sem stunda lækningar eða
ráðgjöf að þekkja ekki til innihalds
þessrar b&kar. Vonandi verður
bókin til þess að kynfræðslu verði
komið á i Háskóla íslands og öllum
þeim skólum, sem fást við fræðslu
á hfeðh mannsins. Lífeðhð er ekki
feimnismál og kyneðlið því ekki
heldur. Það er erfitt að skilja
mannseðhð en ómögulegt ef
stómm hluta þess er sleppt,
kyneðhnu og kynhvötinni.“
Skjaldborg gefur út.
Vigdís Grímsdóttir:
Kaldaljós
Bókaforlagið Svart á hvitu
sendir nú frá sér bókina Kaldaljós
fyrstu skáldsögu Vigdísar
Grímsdóttur. Vigdís er að góðu
kunn sem höfundur
smásagnasafnanna Tíu myndir
úr lífi þínu og Eldur og regn. í
skáldsögunni Kaldaljós sækir hún
efnivið sinn öðmm þræði til
sannsögulegra atburða - m.a.
ógæfu er eitt sinn reið yfir
íslenskt sjávarpláss.
Við íslenskan fjörð rís fjalhð
Tindur yfir svörtum kofum
erfiðismanna. Á skuggsælu kvöldi
situr draumlyndur drengur við
glugga þegar norn á priki ríður hjá
og þau horfast í augu andartak.
Hann heitir Grímur
Hermundsson. Barn í föðurhúsum
teiknar hann máttugar myndir,
uppkominn heldur hann til
höfuðborgarinnar og nemur
myndhst. í veröld hans virðist
flest lúta ihskýranlegum
lögmálum, í sömu mund er fæst
sem sýnist. Jafnvel fjallið sem
gnæfir yfir heimi bernskunnar er
ekki aht þar sem það er séð.
Þjóðsagan og ævintýrið em
Vigdísi óþrjótandi uppspretta. í
sögunni lýsir hún óvenju fallega
þversagnakenndu hfi íslendinga
sem ghma jafnt við grimma
náttúm sem misjöfn mannanna
verk með hugarflugi sínu,
draumum og skáidskap. Ekki
vafamál með Kaldaljósi skipar
Vigdís sér á bekk þeirra
samtímahöfunda okkar er best
kunna að segja sögu.
William Shakespeare
Leikrit V
Út er komið hjá Almenna
bókafélaginu fimmta bindi af
þýðingum Helga Hálfdanarsonar
á leikritum Wilhams Shakespears.
í þessu bindi em leikritin Títus
Andróníkus, Jóhann landlausi,
Herramenn tveir í Verónaborg,
Aht í misgripum, Snegla tamin og
Draumur á Jónsmessunótt.
Þýðingar Helga Hálfdanarsonar
em margrómaðar.
Þetta bindi er 505 bls. að stærð.
Bókin er unnin í prentsmiðjunni
Odda hf.
GISL! ÁGÚST GUNNL.AUGSSON
SAGA ÓLAFSVÍKUR
FYRKA BiNDi. FRAM UM 191!
Gísli Ágúst Gunnlaugsson.
Saga
Ólafsvíkur
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
sent frá sér fyrra bindi af Sögu
Ólafsvíkur, eftir Gísla Ágúst
Gunnlaugsson sagnfræðing. 1
bókinni er greint frá landnámi í
Ólafsvík, staðháttum, örnefnum
og byggðasaga staðarins rakin til
1911.1 ritinu er ítarlega fjallað um
þróun sveitarstjórnar,
fólksfjöldaþróun og almenna hagi.
Rækiieg grein er gerð fyrir helstu
atvinnuvegum Ólsara,
sjávarútvegi, verslun og
landbúnaði. Þá er fjahað um skóla-,
mennta- og félagsmál og
skiptingu Neshrepps innan Ennis
í Ólafsvíkurhrepp og Fróðárhrepp
árið 1911.
Höfundurinn, Gísli Ágúst
Gunnlaugsson, er fæddur i
Reykjavík árið 1953. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Tjörnina
árið 1973 og hóf sama ár nám við
háskólann í Norwich á Englandi
og lauk þaðan B.A. Hons. prófi í
sagnfræði og bókmenntafræði
1976. Gísli stundaði síðan nám í
sagnfræði við Háskóla Islands og
lauk Cand. mag. prófi 1979. Árin
1978-1981 stundaði Gísh kennslu
við Menntaskólann við Sund og
Háskóla íslands 1980-1981.
Undanfarin ár hefur Gísli Ágúst
fengist við rannsóknir og ritstörf,
einkum á sviði félags- og
fjölskyldusögu. Af fyrri ritum og
ritgerðum Gísla má nefna, Ómaga
og utangarðsfólk, Rvík 1982,
greinar í Skaftáreldum 1783-84,
Rvík 1984, ítarlegar ritgerðir í
Sögu, tímariti Sögufélagsins, auk
greina sem birst hafa í erlendum
safnritum og tímaritum um
sagnfræðileg efni. Gísli Ágúst er
nú búsettur í Stokkhólmi, en hann
lýkur brátt doktorsprófi frá
háskólanum í Uppsölum.
Saga Ólafsvíkur er 219 bls. að
stærð, prýdd fjölda mynda. Bókin
er gefin út í tilefni af 300 ára
verslunarafmæli Ólafsvíkur á
þessu ári. Vinnsla bókarinnar fór
að öhu leyti fram i Prentsmiðjunni
Odda hf.
Uppgjör konu
- Endurminningar
Höllu Linker
Iðunn hefur gefið út bókina
Uppgjör konu - endurminngar
Höllu Linker. Halla Linker giftist
ung bandarískum
kvikmyndaframleiðanda og flutti
th Vesturheims. Þaðan ferðuðust
þau um heiminn, tóku kvikmyndir
af löndum og hfsháttum, og gerðu
þætti fyrir bandaríska sjónvarpið.
Útgefandi kynnir efni
bókarinnar svo: „Þessi bók er
uppgjör Höhu Linker við þá ímynd
sem skapaðist af henni í gegnum
fjölmiðla í fjölda mörg ár. Aldrei
sást annað en yfirborðið, frægð og
velgengni. En þannig var líf
hennar aldrei í raun og veru. Nú
htur hún th baka yfir tuttugu og
átta ár í hjónabandi með manni
sem var fimmtán árum eldri en
hún og stjórnaði henni eins og
brúðu og tók allar ákvarðanir fyrir
hana. Þegar hann lést skyndhega
kom að því að hún þurfti að standa
ein og óstudd í fyrsta sinn, bjarga
sér, læra að umgangast karlmenn,
kynnast því að verða ástfangin
eins og ung stúlka...
...Saga Höhu Linker er engin
harmsaga, heldur óvenjuleg
ævisaga óvenjulegrar konu, sem
séð hefur og reynt fleira en flestir
íslendingar og hefur umgengist
bæði hausaveiðara og
Hohywoodleikara. Konu sem var
virt og dáð út á við en fékk þó ekki
einu sinni að ráða hárgreiðslu
sinni sjálf. Frásögnin lætur engan
ósnortinn, en hún vekur líka ótal
hlátra, því að Haha kann flestum
betur að draga fram skoplegu
hliðarnar á því sem fyrir hana
hefur borið.“
Birgitta H. Halldórsdóttir
Áttunda
fórnarlambið
Hér er komin fimmta skáldsaga
Birgittu H. Hahdórsdóttur, en
áður hafa komið frá hennar hendi:
Inga, Háski á Hveravöhum, Gættu
þín Helga og í greipum elds og
ótta. Lesendahópur Birgittu fer
sívaxandi, enda er hún
viðurkennd sem einn helsti
spennubókahöfundur landsins,
frásagnargleðin er mikh og
ritfærni hennar ótvíræð.
Sagan gerist í Reykjavík og á
Vesturlandi. Eins og í fyrri bókum
Birgittu blómstrar ástin hjá
sögupersónum þessarar bókar, en
það er ekki friðsamlegt eða
átakalaust í kringum þá ástarelda.
Hvað eftir annað er lifsdansinn
háður á ystu nöf hins mögulega,
þar sem enginn fær séð hvort
framundan er lif eða dauði.
Atburðarásin er hröð og
hugmyndaflug höfundar með
ólikindum. Unnendur
spennubóka, sem fjalla um ástir
og afbrot, fá hér góða bók í
hendur, þar sem byggt er á
islenskum aðstæðum og íslenskri
hugsun. Bókin gefur þeirri
hugmynd byr undir væng, að
Islendingar fari senn að etja kappi
við erlenda spennubókahöfunda á
alþjóðlegum markaði.
„Tómas Davíðsson"
(dulnefni):
Tungumál
fuglanna
Bókaforlagið Svart á hvítu
sendir nú fá sér bókina Tungumál
fuglanna sem vafalaust verður sú
umdehdasta á
jólabókamarkaðnum í ár.
Sagan er sögð í fyrstu persónu,
af Tómasi sjálfum, sem er ritstjóri
áblaðinu „Helgartíðindi". Honum
berast nafnlaus bréf sem eiga eftir
að hafa afdrifaríkar afleiðingar.
Tveir forsætisráðherrar verða að
víkja.
Tungumál fuglanna er
skáldsaga um fólk, ekki
lykhróman heldur skáldverk í
sakamálasth um fólk í
stjórnmálum, viðskiptum og
fjölmiðlun. Ríkt fólk, frægt fólk,
venjulegt fólk; fólk um borð i
fjölmiðlahringekjunni. Um Tómas
Davíðsson ritstjóra, starf hans
og einkalíf og um konurnar tvær i
lífi hans.
Sakamálasagan fjahar ekki um
blóðsúthehingar heldur um
pólitísk morð,
mannorðsmeiðingar, baráttu um
völd, frægð og peninga - um
mannlegt eðli, um græðgi. Hún
minnir óþyrmilega á atburði sem
hafa gerst, en kannski enn frekar
á atburði sem gætu gerst eða
gætu verið að gerast.
Tungumál fuglanna eftir
„TómasDaviðsson" ernýstárlegt
verk í íslenskum bókmenntum og
mun vekja forvitni og umtal.
Höfundur vonar að sú umræða
snúist um bókmenntir og
samfélag, en ekki um höfundinn
sjálfan og persónulega reynslu
hans. Þess vegna kýs hann að
skrifa undir dulnefni.