Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 23
Eg var ekki
beint rekin
Linda í „litahugleiðslu"
fclNDA EVANS vonast nú til
að starfssystir hennar, Shiriey
MacLaine, geti hjálpað henni að
verða móðir. Linda cr nú 44 ára
og hún og unnusti hennar, Ric-
hard Cohen eiga alia þá peninga,
sem þau kynnu að óska sér.
Miiljónirnar geta hins vegar ekki
greitt það sem þau þrá mcst af
öliu: lítinn erfingja.
Shirley MacLaine hefur nú sagt
Lindu. að líkami hennar sé ekki
j „andlegu jafnvægi" hvað sem
það nú kann að vera, en Lindu
finnst að hún verði að leita sér
að sannri innri ró og ánægju.
Fyndi hún það, er hún sannfærð
urn, að barnið boðaði komu sína.
Annars er Linda bjartsýn að
eðlisfari og von hennar um að
verða móðir er einnig styrkt af
vinkonu hennar, Ursulu
Andress, sem eignaðist sitt fyrsta
barn 44 ára gömul.
- Linda þarf að einbeita sér að
litunum sjö, segir Shirlcy Mac-
Laine. - Hver þeirra táknar
„innra svið". Hún veröur stöðugt
að hugsa um það sem litirnir
tákna. Appelstnugult táknar kyn-
hvöt Lindu, gult tilfinningarnar,
grænt hjarta hennar og fjólublátt
heilann. Fyrst og fremst er það
þó hvíti liturinn sem skiptir þama
máli, því hann táknar það æðsta
í manneskjunni, sem Linda er að
leita að.
Líffræðilega finnast engar
ástæður, hvorki hjá Lindu né
sambýlismanni hennar, fyrir að
þau geti ekki átt barn. En Linda
veit að með hverjum deginum
minnka líkurnar, því öll
hormónastarfsemi hægir mjög á
sér, þegar konur komast á þenn-
an aldur.
- Ég myndi glöð fóma frægð-
inni og því öllu fyrir barn, segir
hún. - Hvers vegna skyldi ntér
vera fyrirmunað að ganga með
barn eins og aðrar konur? Ég hef
alls ekki gefið upp vonina, bætir
hún við.
Nú er sem sagt að vona að
ráðleggingar Shirley MacLaine
komi að gagni og Linda fer sam-
viskusamlega tvisvar í viku í „lita-
hugleiðslu".
Linda og
Richurd
Cohen.
Mcgna
litirnirsjö
að húa til
bam?
Laugardagur 5. desember 1987
Tíminn 23
Hjónabandið með söngvaranum
Johnny Lee var stormasamt og
Charlene kvaðst óttast um líf sitt
fyrir honum.
örsjaldan fyrir í sjónvarpi og einu
sinni í kvikmynd, sem er best
gleymd.
- Ég er enn að hugsa um
kvikmynd um Mary Pickford, segir
hún og hyggst framleiða hana sjálf.
Slíkt gerði hún raunar með mynd
eftir sögu sem hlaut Pulitzer-verð-
laun smásagna. - Ég gerði það til
að læra, segir Charlene, sem lék
einnig í mvndinni. - Mig langaði
að gera mín eigin mistök og sum
þeirra voru dýr, bætir hún hlæjandi
við. - Til dæmis að uppgötva, að
hitinn frá ljósunum getur sett eld-
varnarkerfi í gang. Við vorum að
mynda í gömlu sjúkrahúsi, vatnið
í úðunarkerfinu var orðið brúnt af
ryði og hvítu fötin mín urðu ónýt.
Charlene Tilton langar að gera
svo Ijómandi margt annað en leika,
til dæmis að leikstýra. - Samt held
ég að ég hafi mesta hæfileika til að
skrifa. Sem barn fékk ég útgefnar
sögur mínar í barnablöðum. Mig
langar til að skrifa handrit og ég
útiloka ekki bók cinhvern tíma
seinna. Raunar veit ég ekki um
hvað hún verður, en þangað til
ætla ég að leika.
Þegar hún hætti í Dallas fyrir
tveimur árum, hóf hún alvöru leik-
listarnám af miklum móði og
reyndi fyrir sér á sviði. - Mig
langaði að gera eitthvað annað,
reyna vængina, bæta tæknina og
kynnast betur þeim hæfileikum,
sem Guð gaf mér, segir hún.
Nýlega hefur hún þó aftur sést í
sjónvarpsþáttum, leikur til dæmis
gestaleik í Morðgátu, hjá Jessicu
Fletcher og einnig hefur hún sungið
í mynd, sem tekin var upp í Los
Angeles í sumar.
Þá dreymir Charlene um að fá
að leika í Englandi. - Bestu leikar-
ar í heimi eru frá London, fullyrðir
hún. - Þeir bera af öðrum og setja
markið mjög hátt.
En hvað sem öllum draumum
líður, viðurkennir Charlene, að
hún myndi snúa aftur til Dallas...
ef hún yrði beðin þess.
- Charlene Tilton um brotthvarf sitt úr Dallas. Hún
hefur mörg járn í eldinum og dreymir líka um að
skrifa bók og leika í London
^^HARLENE TILTON lætur fara vel um sig í sófanum í hótelíbúð-
inni og virðir fyrir sér fallegu, hvítu leðurstígvélin, sem eru svo
hælahá, að hún tiplar nánast á blátánum innan í þeim.
Fyrir nokkru kom hún fram í viðtalsþætti Terrys Wogan, þá
klædd níðþröngu, svörtu leðurstuttpilsi og brosti án afláts. Hún
var meira að segja svo kumpánleg við Wogan, að hún klappaði
honum sífellt á hnéð, jafnvel þó hann væri upphafsmaður
viðurnefna hennar: Dallas-bollan og Eiturdvergurinn.
- Ég fór ekki í megrun, ég léttist bara eftir bamsburðinn, fullyrðir Lucy,
sem var kölluð Dallas-bollan.
Ekki virðast fyrrum yfirmenn
hennar vera sammála henni. Ný-
lega flaug sú fiskisaga að hún kæmi
aftur í Dallas og stórfyrirsagnir
blaða kváðu hana sjálfa hafa
skrökvað því. Framleiðendur Dall-
as segjast ekki hafa hug á að fá
hana aftur.
Þegar ekki er hægt að ræða þetta
frekar, er samræðunum beint að
staðreynd, sem ekki verður deilt
um: smæð Charlene. - Mér finnst
það heimskt fólk, sem alltaf þarf
að tala um hvað ég er lítil, segir
hún fastmælt. Sjáið bara Dustin
Hoffman og A1 Pacino, þeir eru
ekki mikið hærri í loftinu en ég.
Hún fullyrðir, að smæðin hafi aldr-
ei staðið í veginum fyrir að hún
fengi þá vinnu, sem hún ætli sér.
Hún á kvikmyndaréttinn að ævi-
sögu Mary Pickford og er afar
hrifin af Mary sem persónu, enda
eigi þær margt sameiginleg, svo
sem erfiðleika í æsku. - Mary
yfírgaf Kanada og reyndi fyrir sér
á Broadway upp á eigin spýtur,
aðeins 14 ára, útskýrir Charlene.
Sjálf hékk hún við kvikmyndaverin
í Hollywood frá 7 ára aldri og
bauðst til að vinna hvað sem væri
fyrir leiklistarskólana, ef hún fengi
kennslu í staðinn. Kennsluna fékk
hún raunar án þess að þurfa mikið
á sig að leggja.
Charlene fæddist í Hollywood
og segir bernsku sína ekki hafa
verið dapurlega, heldur erfiða. -
Pabbi stakk mömmu af áður en ég
fæddist, segir hún. Ég vissi ekki, að
við vorum bláfátækar, bara að
fólkið í sjónvarpsþáttunum átti
falleg heimili og þar voru bæði
faðir og móðir. Ég taldi víst að
maður þyrfti að fara í kvikmynda-
verin til að öðlast slíkt.
Við Mary Pickford eigum líka
sameiginlegt að vera mjög ákveðn-
ar, heldur Charlene áfram. Hún
var 17 ára, þegar hún læddist
daglega inn í upptökuverið í hálfan
mánuð, eftir að hafa lesið að verið
væri að leita að útsmoginni stúlku-
kind til að leika Lucy nokkra
Ewing.
í eyrum Charlene hljómaði þetta
ákjósanlega og með þrjóskunni
fékk hún tækifæri til að kynna sér
hlutverkið. Framleiðendur Dallas
vildu reynda leikkonu í hlutverkið,
en þegar hér var komið, hafði hin
17 ára Charlene aðeins komið
Núna er stjarnan smávaxna
klædd hvítri ull og blúndum og svo
virðuleg í fasi, að hún klappar ekki
einu sinni á eigið hné, heldur fitlar
við langa perlufesti... og er ekki
sérlega brosleit.
Vandinn samfara því að spjalla
við dömuna, sem lék Lucy Éwing
í sjö ár, er sá að fortíð hennar,
(slúðrið líka) er eins og sápuópera
út af fyrir sig og nauðsynlegt er að
ræða hana. Hins vegar vill Char-
lene það alls ekki. Hún afneitar
bókstafelga öllu, sem erfrábrugðið
því venjulega.
Ekki er óhugsandi að hún sé
bara orðin leið á þessu, eftir um
það bil 500 stór viðtöl í blöðum og
tímaritum... nema hún vilji geyma
það merkilegasta í bók síðar eins
og flestar stjörnur nú á dögum.
Hver sem ástæðan er, vill hin
granna, 28 ára Charlene Tilton
ekki einu sinni viðurkenna, að hún
hafi farið í megrun til að losna við
feitabolluviðurnefnið. - Ég léttist
bara eftir barnsburðinn, fullyrðir
hún. - Nú orið gæti ég þess hvað
ég borða, en það er fyrir heilsuna,
ekki vigtina. Líkami minn breyttist
eftir að ég átti Cherish (5 ára). Ég
var eins og barn í vextinum, öll
ávöl. Nú er ég eldri og líkaminn
líka.
Að minnast á fyrri eiginmann
Charlene, þjóðlagasöngvarann
Johnny Lee, nægir til að stöðva
allar samræður. Fyrir þremur árum
Iagði Charlene átta síðna kvartanir
um hann fyrir hæstarétt Kaliforníu.
Þar sagði hann að hann hefði að
minnsta kosti sjö sinnum barið
hana sundur og saman og slegið
hana utanundir einum 20 sinnum
að auki, stundum að barninu ásjá-
andi og nú óttaðist hún um líf sitt.
Lee sagði á hinn bóginn, að
trúarbrjálæði hennar væri að gera
sig vitlausan og sakaði hana um að
reyna að heilaþvo barnið.
- Það gekk bara ekki, segir
Charlene fastmælt. - Það er allt og
sumt. Engin ástæða að velta sér
Seinni eiginmaðurinn er Skotinn
Dominick Allen. Hann er líka
hljómlistarmaður, en mun skap-
betri.
upp úr því. Það er búið að skrifa
allt of mikla vitleysu um þetta og
betra að gleyma bara öllu saman.
Seinni maðurCharlene, Domen-
ick Allen er tónlistarmaður og
fæddur Skoti. Hann leikur gjarnan
breskar rokkstjörnur í bandarísku
sjónvarpi og er trúaður eins og
frúin. Hann segir að fólk fái ekki
bara fimm með því að leggja
saman tvo og tvo, heldur heila níu.
Charlene virðist ánægðari með
lífið en áður, en talsvert skortir á
umburðarlyndi hennar og hún er
viðkvæm, einkum varðandi trú
sfna. Það kom illa við hana, þegar
sagt var að hún hefði verið skrifuð
út úr Dallas vegna síendurtekinna
kvartana um að hlutverkið byggð-
ist of mikið á kynþokka og ástamál-
um. Haft var eftir henni, að hún
fyrirliti Lucy fyrir að sofa hjá
hverjum sem væri, slíkt væri þvert
gegn sannfæringu sinni og hún
hafði sagt framleiðendum þátt-
anna það.
- Ég var ekki beint rekin, segir
hún. - Samningur minn var bara
ekki framlengdur.
Líf hennar á Southfork er ekki
viðkvæmt mál og hún vill gjaman
vera þekkt sem „fyrrum Lucy
Ewing“. Hún fékk líka hátt í
milljón fyrir hvern þátt. - Hvers
vegna skyldi ég harma það? spyr
hún. - Sjö ár af lífi mínu voru
helguð Dallas og ég er hreykin af
vinnu minni þar. Ég lærði mikið af
„fjölskyldunni".
•r