Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 2

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 2
2 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Ingibjörg, er þetta þitt hjart- ans mál? „Já, þetta er eitt þeirra.“ Ingibjörg Pálmadóttir er verndari GoRed- verkefnisins á Íslandi, sem miðar að því að vekja konur til meðvitundar um hjartasjúkdóma. EFNAHAGSMÁL Enn ganga fjármögn- unarfyrirtæki hart fram gegn þeim sem eru í vanskilum og taka eignir upp í lán. Björn Zakarias Flohr er einn þeirra sem hefur átt í vandræðum með að standa í skilum; enda missti hann vinn- una fyrir nokkrum mánuðum og hefur haft stopula atvinnu síðan. Hann var að reisa sér einbýlishús þegar kreppan skall á og hefur því lent í vandræðum á fleiri víg- stöðvum. Björn er smiður að atvinnu og fékk lán fyrir vinnubílnum hjá Lýsingu. Hann tók yfir rúmlega milljón króna lán á bílnum fyrir um einu ári. Hann stóð í skilum með allar greiðslur fram í októb- er, þegar bankarnir hrundu. „Mér tókst einfaldlega ekki að greiða af bílnum þar sem ég missti vinnuna. Þegar ég skuldaði fjóra mánuði nú í janúar hafði ég samband við Lýsingu og bauðst til að greiða elsta gjalddagann. Ég hef fengið vinnu mánuð og mánuð í millitíðinni og ætlaði að halda mér þannig á floti; greiða alltaf elsta gjalddagann og velta hinum þremur á undan mér. Því varð hins vegar ekki við komið og þeir vildu bara fá bílinn,“ segir Björn. Hann samþykkti þegar í stað að láta bílinn af hendi og kaus að mótmæla ekki þeirri kröfu. „Engu að síður er ég rukkaður um 150 þúsund í lögfræðikostn- að. Fyrir hvað veit ég ekki alveg.“ Bíllinn var metinn á 861 þúsund þegar hér var komið sögu. Þegar til kom mat Lýsing hann hins vegar aðeins á 150 þúsund krón- ur. Ástæðan er viðgerð upp á 696 þúsund krónur sem fyrirtækið lét gera. Björn á enn heimilisbílinn sinn en á honum hvílir lán frá Avant. Hann fékk bréf frá fyrirtækinu dagsett 21. janúar þar sem hótað var að taka bílinn upp í skuld. Bréfið var dagsett sama dag og janúargjalddaginn átti að greið- ast og því var í raun bara einn gjalddagi kominn í vanskil þegar hótunin um upptöku bílsins og innheimtu lögfræðings var sett í póst. Þess ber að geta að áður hafði Björn fengið frystingu á láninu. Birni tókst að greiða skuld- ina við Avant og er því með einn bíl til umráða. Hann hefur feng- ið stopula vinnu og á langt í land með að fjármagna húsið sem er í byggingu. Fréttablaðið mun fylgj- ast með Birni á næstunni og því hvernig honum reiðir af með fjár- mál sín. Hvorki fengust svör frá Avant né Lýsingu vegna málsins. kolbeinn@frettabladid.is Hótun eftir vanskil á einum gjalddaga Avant sendi Birni Zakariasi Flohr hótun um upptöku bíls þegar gjalddagi var í vanskilum. Lýsing tók annan bíl hans og hafnaði öllum samningum og lét gera sjö hundruð þúsund króna viðgerð á átta hundruð og fimmtíu þúsund króna bíl. ÓSÁTTUR Björn er ósáttur við þá hörku sem fjármögnunarfyrirtæki sýna. Öllum til- raunum hans til samninga við Lýsingu var hafnað og Avant sendi honum hótum um vörslusviptingu þegar einn gjalddagi var í vanskilum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Hugmyndir um möguleg kaup kröfuhafa á Kaupþingi hafa ekki verið slegnar út af borðinu, að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Sama gildi raunar um hina bankana þótt ólíklegra sé að leiðin sé fær í þeirra tilvikum. Gylfi ræddi málið við fulltrúa skilanefndar Kaup- þings í gær. „Enn er hins vegar ekki verið að semja um neitt, heldur er hugmyndum varpað fram án þess að beinlínis sé tekin til þeirra afstaða,“ segir hann. „Þetta er bara ein af mörg- um leiðum sem er til skoðunar.“ Gylfi segir þó vitanlega hafa í för með sér ákveðna kosti ef kröfu- hafar kæmu að bankanum með einum eða öðrum hætti. „Hugsan- lega gæti það auðveldað íslenska fjármálakerfinu að verða almennt starfhæft og gæti þá kannski líka dregið úr kröfum um framlag ríkisins til þess að byggja upp fjármálakerfið,“ segir hann, en telur að fara þurfi betur yfir málið. Þá segir Gylfi ekki hafa verið skoðað sérstaklega hvort hægt væri að selja kröfuhöfum annan hvorn, eða báða hinna bankanna. „Þótt hugmyndin komi til greina hvað Kaupþing varðar er ekki alveg augljóst að hún gangi fyrir hina tvo. Til að mynda vegna sam- setningar kröfuhafahópsins.“ Möguleg sala Kaupþings til kröfuhafa hefur ekki farið inn á borð ríkisstjórnarinnar enn. - óká GYLFI MAGNÚSSON KAUPÞING Kröfuhafar hafa komið að máli við ráðherra í ríkis- stjórninni, að sögn viðskiptaráðherra, sem kveður ráðuneytið reyna að miðla málum þar sem hægt sé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kannaður er möguleikinn á að selja kröfuhöfum bæði nýja og gamla Kaupþing: Salan ekki slegin út af borðinu STJÓRNMÁL Formenn stjórnarflokk- anna viðruðu möguleika á því að kjósa seinna í vor en að hefur verið stefnt til þessa á fundum með for- mönnum allra flokka nýverið. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll í gær. Samkomulag hefur náðst um að kosið verði laugardaginn 25. apríl en formenn stjórnarflokkanna telja sig nú þurfa meiri tíma til að ná sínum málum í gegn fyrir kosning- ar, sagði Geir. Hann segist alger- lega andsnúinn því að breyta dag- setningu kosninganna. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir hugmynd- ir um að seinka kosningum hafa komið til umræðu vegna tækni- legra erfiðleika. Verði kosið 25. apríl renni frestur til að skila inn framboðum út á föstudaginn langa. Hann reiknar hins vegar með því að þau mál verði leyst öðruvísi en með því að seinka kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn vilja halda sig við 25. apríl. Þegar skipt hafi verið um ríkisstjórn hafi verið sterk krafa um kosningar sem fyrst og við það eigi að standa. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segist hlynntur því að seinka kosningum. Stjórnvöld þurfi að fá tíma til að klára það sem þurfi að klára áður en kosið verði til þings. - bj Formenn stjórnarflokkanna ræða við formenn stjórnarandstöðuflokka: Rætt um seinkun kosninga TÍMA SÓAÐ Geir H. Haarde sagði dýr- mætan tíma hafa glatast með valdatöku minnihlutastjórnar. Ábyrgð Framsóknar- flokksins á því sé mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Líkur eru á að 72 millj- arðar króna falli á íslenska ríkið og skattborgara vegna Icesave- reikninga gamla Landsbankans, gangi eignamat skilanefndar bank- ans eftir. Þetta er rúmlega helm- ingi minna en Fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir. Staða gamla Landsbankans var kynnt kröfuhöfum í gær. Stíf öryggisgæsla var á fundinum en öryggisverðir stóðu vaktina á fundarstað frá níu að morgni til klukkan eitt. Ekki stendur til að gera gögn af fundinum opinber eins og í tilviki hinna bankanna tveggja, sam- kvæmt upplýsingum frá skilanefnd Landsbankans. - jab / Sjá síðu 12 Landsbankankabyrðin léttist: Engum hleypt í bankagögnin GAMLI LANDSBANKINN Öryggisverðir stóðu vaktina á fundi skilanefndar Landsbankans með kröfuhöfum í gær. VIÐSKIPTI Það er rangt og á mis- skilningi byggt að Teymi sé sakað um „viðskiptasóðaskap“ í bréfi tveggja fyrrum stjórnar- manna félagsins, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í nýju bréfi þeirra. Þeir Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Guðlaugsson sögðu sig úr stjórn Teymis 10. febrúar. Þeir segja nú upplýsingar meðal annars úr trúnaðargögnum, sem og samtölum við eigendur Teym- is og tengda aðila, hafa orðið til þess að þeir hafi notað umrætt hugtak til að lýsa upplifun sinni. Í því felist engin ásökun á Teymi, Capital Plaza, IP fjarskipti, Voda- fone eða Samkeppniseftirlitið. - bj Fyrrum stjórnarmenn í Teymi: Misskilningur um sóðaskap SLYS Tvær konur voru fluttar alvarlega slasaðar með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspít- alann í Fossvogi eftir slys í kart- öfluverksmiðjunni í Þykkvabæ um tvöleytið í gærdag. Samkvæmt lögreglunni á Hvols- velli voru konurnar að vinna við að setja lok á tunnur þegar eitt lokanna þeyttist af. Konurnar fengu lokið í andlitið og hlutu við það mikla höfuðáverka. Þær munu hafa verið með skerta meðvitund þegar þyrla gæslunnar sótti þær. Konurnar eru báðar alvarlega slasaðar og með áverkar í and- liti. Þær þurfa að gangast undir aðgerð. - kg Slys í Þykkvabæ: Tvær konur al- varlega slasaðar NÁM Háskólar landsins kynna námsframboð sitt næsta skólaár í Ráðhúsi Reykjavíkur og Háskóla Íslands milli klukkan 11 og 16 í dag. Einnig er boðið upp á kynn- ingu á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð í Norræna húsinu. Um 3.000 gestir hafa sótt háskóladaginn undanfarin ár. „Það má jafnvel gera ráð fyrir fleirum í ár í ljósi niðursveiflunn- ar í atvinnulífinu,“ segir Hrund Steingrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og einn skipuleggjenda háskóladags- ins. - ve/ sjá allt Háskóladagurinn er í dag: Námsleiðirnar mörg hundruð LÖGREGLUMÁL Pólskur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi að undanförnu, grunaður um að hafa reynt að smygla inn fíkniefnum með póstsendingu frá Póllandi. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins var um það bil kíló af hvítu efni í pakkanum, sem er þá líklega amfetamín eða kókaín. Maðurinn er fæddur 1987. Hann hefur verið búsettur hér á landi í einhvern tíma. Hann var handtek- inn í lok síðustu viku. Gæsluvarð- haldið rann út í gær og var beðið eftir úrskurði um farbannskröfu þegar blaðið fór í prentun. Málið er enn í rannsókn. - jss Pólskur karlmaður: Kíló af fíkniefn- um í sendingu Útifundur á Austurvelli í dag Raddir fólksins standa fyrir úti- fundi á Austurvelli í dag, tuttugasta laugardaginn í röð. Fundað er undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástand- inu. Marinó G. Njálsson ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra flytja erindi. MÓTMÆLI SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.