Fréttablaðið

Date
  • previous monthFebruary 2009next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 4

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 4
4 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR - Lifið heil www.lyfja.is 20% verðlækkun NORMADERM frá Vichy. Taskan inniheldur rakakrem, hreinsimjólk, næturkrem, bólubana og andlitshreinsi. 4.112 kr. 3.289 kr. Frábært fyrir húð sem á við óhreinindi eða vandamál að stríða. Hentar sérstaklega vel fyrir unglinga. Gildir til 5. mars 2009. LÖGREGLUMÁL „Upplifun okkar sem vinnum á gólfinu í Foreldrahúsi er sú að vændi barna og unglinga sé algengara en fólk heldur,“ segir Díana Óskarsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi. Hún sinnir meðal annars þeim hópi unglingsstúlkna sem leitað hafa sér aðstoðar þar vegna fíkniefnaneyslu og fylgi- fiska hennar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kynferðisbrotadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú mál tveggja stúlkna, þrettán og fjórtán ára, vegna gruns um að þær hafi fengið fíkniefni og áfengi gegn kynlífsþjónustu. Það munu hafa verið viðkomandi skóla- yfirvöld sem fyrst fór að gruna að ekki væri allt með felldur um hagi stúlknanna. Rannsókn málsins er á frumstigi. „Oftast koma þessi mál inn hjá okkur með þeim hætti að eldri stelpurnar segja okkur frá því að þegar þær voru unglingar hafi þær selt sig,“ segir Díana. Yngri stelp- urnar ræði yfirleitt ekki mál af þessum toga fyrr en þær séu farn- ar að taka á sínum málum. Þá leysi þær frá skjóðunni.“ Díana segir að stúlkurnar segist sumar hverjar hafa byrjað að selja sig þrettán til fjórtán ára. „Það er alltof mikið um þetta. Mér sýnist að þetta sé það sem stelpurnar geri til þess að ná sér í fíkniefni, en þó alls ekki allar.“ Spurð hvort þrettán ára börn séu orðin það háð neyslunni að þau grípi til þessa ráðs segir Díana það til í dæminu. Einnig geti ástæða vændisins verið sú að unglingur- inn sé með brotna sjálfsmynd og tilheyri engum hópi. Vændið sé þá yfirleitt leið til að komast inn í hóp eldri unglinga. Heimilisaðstæður skipti þá ekki máli heldur grípi unglingurinn til þessa úrræðis til að fá að vera með. „Þó nokkuð er um að stelpur stundi að veita mun eldri strákum kynferðislega þjónustu gegn því að fá fíkniefni og inngöngu í partí. Margar þeirra telja sér trú um að þær séu ástfangnar af þessum strákum. Það gera þær einkum til þess að afbera skömmina og rétt- læta hlutina fyrir sjálfum sér.“ Díana segir að strákar selji sig líka fyrir fíkniefni. Þeir sem komi í Foreldrahús séu yfirleitt eldri en stelpurnar þegar þeir byrja að stunda vændi, eða í kringum sextán ára aldurinn. Þeir nýti sér mikið stefnumótasíður til að selja sig. jss@frettabladid.is Barnavændi algeng- ara en fólk heldur Vændi barna og unglinga er algengara en fólk heldur, að mati Díönu Óskars- dóttur, ráðgjafa hjá Foreldrahúsi. Hún telur að bæði stelpur og strákar selji sig fyrir fíkniefni en að stelpurnar byrji oft yngri heldur en strákarnir. FORELDRAHÚS Í Foreldrahúsi eru í boði viðtöl og stuðningur fyrir fjölskyldur sem lent hafa í vanda meðal annars vegna fíkniefnaneyslu. Þá er boðið upp á eftirmeðferð þegar unglingar eru farnir að viðurkenna vandann og vilja snúa við blaðinu. Mér sýnist að þetta sé það sem stelpurnar geri til þess að ná sér í fíkniefni, en þó alls ekki allar. DÍANA ÓSKARSDÓTTIR RÁÐGJAFI HJÁ FORELDRAHÚSI Vestfirski fréttavefurinn sem vitnað var í heitir Bæjarins besta en ekki Bæjarins bestu eins og ritað var í grein um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 7° 6° 0° 3° 8° 5° 4° 2° 2° 20° 11° 3° 21° 1° 10° 12° -1° 0 0 0 3 5 5 1 3 1 1 -5 18 18 13 10 10 15 13 15 23 23 23 Í DAG KL. 18 Á MORGUN 8-13 m/s austan til annars mun hægari. MÁNUDAGUR 8-13 m/s á Vestfjörðum annars hægari. -4 -4 -5 00 -2 -4 -5 1 4 STORMUR Í DAG Núna fyrir hádegi verður vindur yfi rleitt skaplegur af suðri eða suðvestri með rigningu víða um land. Um eða eftir hádegi en þó einkum síðdegis verður kominn vestan stormur á vestur- hluta landins og seint í dag eða í kvöld gengur vindstrengurinn yfi r á austanvert landið. Sam- fara storminum kólnar ört með éljagangi á Suður- og Vesturlandi og sumstaðar norðvest- an til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Þremur bindandi tilboð- um í Árvakur, útgáfufélag Morg- unblaðsins, var skilað til Fyrir- tækjaráðgjafar Íslandsbanka áður en frestur til að skila tilboðum rann út klukkan 14 í gær. Eitt til- boðið hefur þegar verið útilokað. Tilboðin sem bárust eru frá almenningshlutafélagi um rekst- ur Morgunblaðsins, ástralska fjár- festinum Steve Cossers, og hópi fjárfesta sem Óskar Magnússon leiðir. Tilboðin voru opnuð í við- urvist óháðs matsaðila í gær. Tilboð almenningshlutafélags- ins var útilokað strax í gær, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bogi Örn Emilsson, talsmaður félagsins, vildi ekki staðfest það, en segir félagið hafa verið komið með hlutafjárloforð fyrir yfir 300 milljónir króna. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka mun vinna úr tilboðunum á næstu dögum og tilkynna um hæstbjóð- anda í næstu viku. Fimm óbindandi tilboð bárust í félagið fyrr í mánuðinum og var fjórum bjóðendum í framhaldinu boðið að gera bindandi tilboð. Þrír skiluðu inn slíku tilboði. Fjórði hópurinn, sem í voru Árni Hauks- son og Hallbjörn Karlsson, sem ráku eitt sinn Húsasmiðjuna, skil- aði ekki inn bindandi tilboði. Árvakur hefur átt í miklum fjár- hagserfiðleikum og skuldar í það minnsta 4,5 milljarða króna. - bj Hafna tilboði almenningshlutafélags í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins: Tveir bítast um Morgunblaðið SKÝRIST Tilkynnt verður í næstu viku hver átti hagstæðasta tilboðið í Árvakur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ASÍA AP Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, segir að deilur við kínversk stjórnvöld um mannréttindi, Tíbet og Taí- van þjóni litlum tilgangi. Betra sé að einbeita sér að samstarfi á sviðum, sem auðveldara er að ná sáttum um. „Þetta þýðir ekki að Taívan, Tíbet, mannréttindi og fjöldi ann- arra deilumála séu ekki á dag- skránni,“ sagði hún í Peking í gær. „Málið er bara að við vitum nokkurn veginn hvað þeir munu segja.“ Clinton er á ferðalagi um nokk- ur Asíuríki og hefur meðal ann- ars átt í orðaskaki við Norður- Kóreustjórn. - gb Clinton í Kína: Tilgangslítið að deila við Kína FAGNAÐ Í SUÐUR-KÓREU Clinton sagði Norður-Kóreu að hætta hótunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Stjórn sænsku bíla- smiðjunnar Saab fór í gær fram á greiðslustöðvun. Áður höfðu sænsk stjórnvöld hafnað beiðni móðurfyrirtækisins, bandaríska bílarisans GM, um ábyrgðir fyrir þrautalánum til að hægt verði að bjarga Saab og selja fyrirtækið á næsta ári. GM ætlar ekki að setja meiri peninga í Saab. Fimmtán þúsund starfsmenn Saab í Svíþjóð hafa því miklar áhyggjur af framtíð fyrirtækis- ins. Þeim finnst miður að sænsk stjórnvöld vilji frekar stofna framtíð fyrirtækisins í hættu en að veita nægan stuðning til að Saab lifi kreppuna af. - ghs/aa Saab-smiðjurnar sænsku: Beðið um greiðslustöðvun LÖGREGLUMÁL Um 1.300 kannabis- plöntur hafa verið teknar af lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum, samkvæmt upplýs- ingum frá Karli Steinari Valssyni, yfirmanni fíkniefnadeildar. Þá skipta gróðurhúsalamparnir sem teknir hafa verið í tengslum við ræktanirnar hundruðum. Lögreglu hefur orðið vel ágengt við að uppræta kannabisræktun undanfarið. Plöntur hafa verið teknar um allt höfuðborgarsvæð- ið, allt upp í um 200 plöntur í einni ræktun. Þess má geta að árið 2008 lagði lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hald á um 700 kannabis- plöntur. - jss Höfuðborgarsvæðið: Lögreglan hefur tekið um 1.300 kannabisplöntur ALÞINGI Viðskiptanefnd Alþingis ætlar að taka bílaeign ríkisbank- anna til sérstakrar skoðunar, að því er Álfheiður Ingadóttir, for- maður nefndarinnar, greindi frá á Alþingi í gær. Eygló Harðardóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði yfir því að enn hefðu ekki borist fullnægj- andi svör við fyrirspurn hennar frá því fyrir áramót um bílaeign ríkisbankanna. Einungis Glitnir hefði skilað svörum, en hvorki Kaupþing né Landsbankinn. Hún sagði það óvirðingu við Alþingi og spurði hvað bankarnir hefðu eig- inlega að fela. - sh Viðskiptanefnd Alþingis: Bílar bankanna skoðaðir í nefnd Nýr forstöðumaður ráðinn Guðrún Nordal hefur verið skipuð for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum. Hún tekur við 1. mars og er skipuð til fimm ára. ÁRNASTOFNUN GENGIÐ 20.02.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 177,7134 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,70 114,24 162,27 163,05 143,3 144,10 19,232 19,344 16,414 16,51 12,974 13,050 1,2078 1,2148 167,42 168,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 46. tölublað (21.02.2009)
https://timarit.is/issue/280091

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

46. tölublað (21.02.2009)

Actions: