Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2009 11
FRAMSÓKNARFLOKKUR
Eysteinn Jónsson
gefur kost á sér í
1. til 3. sæti á lista
Framsóknarflokksins
í Suðurkjördæmi.
Birgir Þórarinsson
gefur kost á sér í
1.-2. sæti í Suður-
kjördæmi fyrir Fram-
sóknarflokkinn.
VINSTRI GRÆN
Bergur Sigurðsson
gefur kost á sér í 2.
til 3. sæti í prófkjöri
Vinstri grænna í
Suðurkjördæmi.
Hrafnkell Lárusson
býður sig fram í 5.
til 6. sæti í prófkjöri
Vinstri grænna í
Norðausturkjör-
dæmi.
Andrés Ingi Jónsson
býður sig fram í 3. til
4. sæti á lista Vinstri
grænna í Reykjavík.
Margrét Pétursdóttir
býður sig fram í 3.
sæti á lista Vinstri
grænna í Suðvestur-
kjördæmi.
Katrín Jakobsdóttir
sækist eftir að leiða
lista Vinstri grænna í
öðruhvoru Reykja-
víkurkjördæminu.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
Íris Róbertsdóttir
gefur kost á sér í
4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.
Haukur Þór Hauks-
son gefur kost á sér
í 4. sæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna í
Suðvesturkjördæmi.
SAMFYLKING
Ragnar Jörundsson
býður sig fram í 2.
til 3. sæti á lista í
prófkjöri Samfylking-
arinnar í Norðvestur
kjördæmi.
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir gefur
kost á sér í 3. til
5. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
ERLENTP ÓFKJÖR
„Ástin er eins og
innstæða
sem vex ekki
af sjálfu sér.“
Hugsaðu um fjárhagslegu heilsuna.
Rómantísk heilsa
Efldu rómantíkina í lífi þínu, hvort sem þú ert makalaus
eða ekki og ekki bíða eftir að hún komi til þín. Settu þér
það markmið að leita hana uppi. Þegar þú hefur fundið
ástina í lífi þínu, skaltu leggja jafn oft inn á hana og þú
tekur út af henni.
Febrúar
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
26 27 2822
Konudagur 23 Bolludagur 24 Sprengidagur 25 Öskudagur
23 24 25
Fjárhagsleg heilsa: Með því a
ð
leggja reglubundið fyrir áttu
fyrir
hlutunum áður en þú kaupir
þá.
VIÐSKIPTI Vorið 2007 greiddi Byr út heildararð
að fjárhæð 38,9 milljónir króna fyrir árið 2006.
Heildararður upp á 13,5 milljarða króna var
greiddur út ári síðar. Mestan arð fengu félög
á borð við Imon, Saxhól, Sund og Bygg invest í
hlutfalli við eignarhlut.
Á lista yfir stærstu hluthafa kemur í ljós að
Imon sem er á vegum Magnúsar Ármann, Sax-
hóll sem er í eigu Jóns Þorsteins Jónssonar og
Sund sem er í eigu Jóns Kristjánssonar eru í
hópi allra stærstu hluthafa á hluthafalista í nóv-
ember 2007. Imon átti 8,4 prósent, Saxhóll 8,1
prósent og Sund 5,1 prósent.
Neðar á hluthafalistanum má sjá Fons sem
er í eigu Pálma Haraldssonar, Haga sem eru í
eigu Baugs, Kevin Stanford, fjárfesti sem hefur
verið í samstarfi við Baug, og Pál Pálsson sem
stóð að svokallaðri hallarbyltingu í stjórn SPH
árið 2005. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarfor-
maður Byrs, segir að stofnfé hafi verið aukið
um 24 milljarða króna árið 2007 til að undir-
búa hlutafjárvæðingu og styrkja eiginfé sjóðs-
ins. „Síðustu árin hefur alltaf verið greiddur út
hámarksarður. Fyrri talan var hámark af því
að stofnfé var lítið, árið eftir er stofnféð aukið
um 27 milljarða,“ segir hann.
„Í kjölfarið skilaði sjóðurinn sínu besta
rekstrarári frá stofnun og fjórum mánuð-
um síðar var ákveðið á aðalfundi að greiða
hámarksarð eins og lög leyfa,“ segir Jón Þor-
steinn.
Hann bendir á að ekki hafi menn verið að
tæma sjóðinn þó 13 milljarðar hafi verið greidd-
ir í arð. „Í sjóðnum eru eftir miklar fjárhæðir
sem koma úr vasa stofnfjáreigenda.“
- ghs
JÓKST Í 13,5 MILLJARÐA Greiddur var heildararður að
fjárhæð 38,9 milljónir króna í Byr vorið 2007 fyrir árið
2006. Ári síðar var heildararðgreiðslan 13,5 milljarðar
króna.
Heildararðurinn hjá Byr sparisjóði nam tæpum 39 milljónum króna 2006 en 13,5 milljörðum ári seinna:
Arðgreiðslur jukust um milljarða milli ára
ALÞINGI „Engin ákvörðun hefur
verið tekin um að skera niður
til áróðursmála,“ sagði Kristj-
án Möller samgönguráðherra á
Alþingi, sem svar við fyrirspurn
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
Kristján sagði að nefnd um
umferðaröryggismál hafi fund-
að um málið, en engin niðurstaða
hafi fengist. Skera þurfi niður
til umferðarmála, en enginn for-
stöðumaður vilji missa spón úr
sínum aski. Þá sagði Kristján
að á síðustu árum hefðu um 70
milljónir farið á ári í áróðursmál.
Hins vegar væri í dag hægt að
fá gert fyrir um 30 milljónir það
sem áður kostaði 70 milljónir. - ss
Áróður Umferðarstofu:
Ekki ákveðið
um niðurskurð
Hóruungi sem þarf að laga.