Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 16
16 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í kjölfar bankahrunsins hafa margir velt vöngum yfir bágri
stöðu krónunnar og orsökum
hrakfara hennar. Margir vilja
kenna bönkunum sálugu um. Því
miður verður að grafa dýpra eftir
raunverulegum ástæðum núver-
andi efnahagsstöðu.
Árið 2003 hófust umfangsmestu
framkvæmdir Íslandssögunn-
ar með gerð Kárahnjúkavirkjun-
ar og byggingu álvers á Reyðar-
firði. Framkvæmdirnar námu
nærri þriðjungi landsframleiðslu
og voru alfarið unnar með erlendu
fjármagni. Við upphaf þessa
mikla framkvæmdaskeiðs var
ljóst að til mótvægis þyrftu stjórn-
völd að draga saman í ríkisrekstri
ella ylli svo stór erlend fjárfesting
mikilli þenslu, ofrisi krónunnar og
skekktri samkeppnisstöðu undir-
stöðuatvinnugreina, þ.e. sjávarút-
vegs og iðnaðar. Ríkið brást hins
vegar í aðhaldsaðgerðum og valdi
þenslutímann til að slaka á í rík-
isfjármálum með lækkun tekju-
skattshlutfalls, helmingun matar-
skatts, aflagningu ýmissa annarra
skatta og hækkun lánshlutfalls
íbúðarlána. Afleiðingin varð sú að
frá 2003 til 2007 jókst einkaneysla
um nær 40% á föstu verðlagi.
Góða veislu gjöra skal
Þegar árið 2004 brást Seðla-
bankinn við vaxandi verðbólgu-
þrýstingi með vaxtahækkun-
um sem jafnframt styrktu gengi
krónunnar. Hærra gengi vann
á móti verðbólgu skamma hríð
með lækkun innflutningsverðs
en skapaði falskan kaupmátt
sem örvaði einkaneyslu og olli
miklu þjóðhagslegu ójafnvægi
með viðskiptahalla er nam tugum
prósenta af landsframleiðslu.
Viðskiptahallinn var síðan fjár-
magnaður með erlendri skulda-
söfnun. Nokkurt hlé varð á þess-
ari þróun 2006 þegar krónan féll
og verðbólga hækkaði í 8,5%.
Margir vonuðu að hagkerfið væri
að ná jafnvægi enda hillti undir
lok stóriðjuframkvæmda. Reynd-
in varð önnur og enn var bætt
á eldinn með kosningafjárlög-
unum 2007 sem sýndu að ríkis-
stjórn og Seðlabanki reru ekki í
sömu átt. Bitlítið úrræði Seðla-
bankans var að hækka stýrivexti
sem voru komnir í 13% í byrjun
árs 2007. Með þátttöku okkar í
EES undirgengumst við fjórfrels-
ið, m.a. frjálst flæði fjármagns.
Háir stýrivextir vöktu athygli á
krónunni og skyndilega streymdu
hingað peningar úr öllum áttum
til að njóta hins mikla vaxta-
munar. Staða útlendinga með
krónunni óx úr 100 milljörðum í
800-1000 milljarða. Þetta hjálp-
aði verðbólgumarkmiðum Seðla-
bankans um hríð; gengið hætti
að veikjast og verðbólguskotið
frá miðju ári 2006 gekk að mestu
til baka ári síðar. Sökum hárra
vaxta hérlendis töldu Íslending-
ar nú þjóðráð að skulda í erlendri
mynt. Fyrirtækin juku erlend-
ar skuldir um 100% og heimil-
in, sem áður skulduðu eingöngu
í krónum, skulduðu skyndilega
100-200 milljarða í erlendum
lánum. Skynsamlegt hefði verið á
þessum tíma að Seðlabankinn yki
gjaldeyrisvaraforðann verulega
til að geta mætt flæðisbreyting-
um á gjaldeyrismarkaði en það
var því miður ekki gert.
Blaðran springur
Í ársbyrjun 2008 lá fyrir að
dæmið gengi ekki upp. Við höfð-
um búið við falskan kaupmátt
og eytt um efni fram. Við vorum
ekki svona rík, gengið var bara
vitlaust. Við lifðum á lánum og
veislan var á enda. Útlendingar
spáðu harðri lendingu. Þeir byrj-
uðu að fikra sig út úr krónunni og
Íslendingar einnig. Of miklu var
hlaðið á þessa litlu mynt og Seðla-
bankinn hafði ekki mótvægisafl.
Hrunið var óumflýjanlegt, bara
spurning um tíma. Krónan veikt-
ist allt árið 2008 og verðbólgan
var á stöðugri uppleið. Innflutn-
ingur á varanlegum neysluvör-
um fraus og byggingariðnaðurinn
stefndi í alkul. Við blasti grjót-
hörð lending íslensks efnahags-
lífs … og svo fraus alþjóðlegt fjár-
málakerfi og íslensku bankarnir
urðu úti á berangri.
Það er vandasamt að starf-
rækja örmynt eins og krónuna
og búa við frjálst flæði fjár-
magns. Stjórnvöld verða að sýna
sérstaka aðgæslu til að missa
ekki verðbólguna úr böndunum
og Seðlabankinn þarf ávallt að
hafa nægilegan gjaldeyrisvara-
forða til að mæta snöggu flæði
úr landi. Séríslensk vísitöluteng-
ing lána gerir illt verra. Ríkis-
stjórn og Seðlabankinn brugðust
á sinni vakt og þess vegna býr
íslenska þjóðin nú við gjaldeyr-
ishöft.
Íslenskri þjóð og viðskipta-
lífi er nauðsyn að losa um gjald-
eyrishöftin. Þau eru myllu-
steinn um háls atvinnulífsins
og útiloka allar tilraunir um
að endurvekja traust á kerf-
inu. Semja verður við erlenda
fjárfesta, sem eiga krónur í
kerfinu, um greiðslu í erlendri
mynt nú eða seinna. Jafnframt
er fullreynt að íslenska krónan
sé okkar framtíðargjaldmiðill.
Evran og ESB er nærtækasta
leiðin en skoða þarf fleiri kosti.
Það hjálpar hins vegar í þeirri
vinnu að auðveldara er að eiga
við krónuna á krepputímum en
þenslutímum.
Höfundur er forstjóri Kjalars hf.
HJÖRLEIFUR JAKOBSSON
Í DAG |
Hví er krónan í gjörgæslu?
Kreppan og krónan
UMRÆÐAN
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar
um stjórnmál
Það var smáfrétt í vikunni að Jón Magn-ússon, sem kosinn var á þing 2007 fyrir
Frjálslynda flokkinn, hefði loksins ratað
aftur heim til íhaldsins. Það eina sem
sætir tíðindum við þetta er tímasetning-
in. Gleymd er öll gagnrýni á Sjálfstæðis-
flokkinn út af gjafakvótum, og annarri
kerfislægri spillingu sem hefur eitrað útfrá sér um
allt þjóðfélagið í skjóli Eimreiðarklíkunnar eftir að
hún náði völdum í flokki og landi. Þessi misserin
eru Íslendingar einmitt að upplifa afleiðingarnar af
valdatöku og valdbeitingu þessa hóps sl. átján ár.
Listinn lítur svona út: Gjaldmiðillinn er hrun-
inn. Fjármálakerfið er hrunið. Um 70% fyrirtækj-
anna í landinu eru tæknilega gjaldþrota. Himin-
háir stýrivextir munu ganga frá þeim fyrirtækjum
sem enn hanga uppi á næstu mánuðum eða misser-
um að óbreyttu. Fréttir dagsins frá innheimtulög-
fræðingum, kollegum Jóns, eru þær að 10 fyrirtæki
muni verða gjaldþrota á dag út þetta árið.
Atvinnuleysingjar teljast nú 15.000. Það er
eini þjóðfélagshópurinn sem er í örum vexti.
Erlendar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast
á sama tíma og íbúðarverð er í frjálsu falli.
Skuldugasti hópurinn – unga fólkið – er í bið-
röð í atvinnuleit í útlöndum. Landflótti í stór-
um stíl er fyrirsjáanlegur. Þeirra sem ætla
að reyna að þrauka bíður að bera níðþunga
skatta á næstu árum um leið og velferðar-
kerfið verður skorið inn að beini. Loks hefur
þjóðin glatað því eina sem hún átti og mölur
og ryð fær ekki grandað – nefnilega mannorðinu.
Þetta er viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins eftir
átján ára samfelldan valdaferil. Sagði ekki Jón
Magnússon einhvers staðar að það væru átján ár frá
því að hann villtist að heiman frá íhaldinu? Það eru
þessi sömu átján ár, ekki satt? Hvort skyldi nú Jón
vera að umbuna íhaldinu fyrir frammistöðuna eða er
aumingjagæska Jóns komin á svo hátt stig að hann
telji þetta rétta augnablikið til að snúa heim og rétta
þeim sáttfúsa hjálparhönd?
Höfundur var einu sinni
formaður Alþýðuflokksins.
Skilyrðislaus uppgjöf
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
V
iðbrögð við óskum um stjórnlagaþing hafa ekki látið
á sér standa. Kennimenn hafa stigið fram og hvatt
til þess að stjórnmálaflokkar sem fulltrúa eiga á
Alþingi sameinist um að boðað verði til stjórnlaga-
þings. Þingflokkur Framsóknar hefur lagt fram
frumvarp þess efnis sem deilt er um í þingflokkum. Sam-
starfssamningur Vinstri grænna og Samfylkingar gerir ráð
fyrir breytingum á stjórnarskrá. Róttækar tillögur hafa komið
fram um breytingu á niðurröðun framboðslista sem gætu
gefið kjósendum kost á vali milli frambjóðenda hvers flokks.
Kerfið er í uppnámi og sýnt að alþingismenn munu ekki koma
sér saman um lendingu í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
þegar tekið afstöðu: prófkjörin sem flokkurinn ætlar að ráðast
í næstu vikur skulu ganga fyrir þeirri lýðræðislegu kröfu að
kjósendur fái að raða á lista eftir einföldum reglum. Þó voru
prófkjörin sett í gang á sínum tíma til að auka lýðræðið og
styrkja valrétt flokksfólks til að ráða listunum. Þegar flokkn-
um býðst að bjóða þann kost í kjörklefanum er hikað.
Allar götur frá 1948 hefur tillögum um stjórnlagaþing verið
stungið undir stól. Alþingi hefur allt frá lýðveldisstofnun
reynst ógerlegt að endurskoða stjórnarskrána. Hver endur-
skoðunarnefndin af annarri hefur reynt að ná samkomulagi
í málinu. Einkahagsmundir þingmanna og flokkshagsmunir
hafa reynst sá veggur sem umlukið hefur stjórnarskrána. Í
hennar skjóli hefur flokkakerfið byggt upp valdastrúktúr í
landinu sem hefur í tímans rás fært okkur inn í spillingar-
kerfi embættismannaveitinga, fjármagnssóunar og misréttis
atvinnuvega og fyrirtækja.
Og sitjandi þingheimur ætlar að tryggja þessu kerfi lengri
lífdaga.
Á sama tíma leggjast sérfræðingar og áhugamenn um raun-
verulegar breytingar á íslenskri stjórnskipan á eitt og munu
raddir þeirra verða enn háværari þegar á kosningaundirbún-
ing líður. Staða forseta Íslands er í uppnámi. Staða þingsins
er hallandi gagnvart ofurvaldi ráðherra sem stýra landi og
atvinnuvegum með dagskipunum. Stjórnarskráin stendur lýð-
ræði fyrir þrifum. Það eru haldlítil rök að kostnaður komi í
veg fyrir stjórnlagaþingskosningu: í tillögunum frá 1948 var
gert ráð fyrir 24 fulltrúum á stjórnlagaþingi. Engin ástæða
er til að hafa þá 63. Kjósa má þá í einu kjördæmi og veita því
vinnutíma til eins árs til að leggja fram nýtt uppkast sem kosið
yrði um í sveitarstjórnarkosningum að ári.
Það er mikill ábyrgðarhluti hjá sitjandi þingi að koma ekki
til móts við þessa kröfu kennimanna og almennings. Og ættu
kjósendur að líta til þess, fari fram sem horfir, hvaða þing-
menn leggjast gegn þessari brýnu réttarbót samfélaginu
til handa: Við þurfum róttæka endurskoðun á stjórnskipan
landsins svo hér verði von um betri stjórnunarhætti og betra
mannlíf.
Þingmenn hundsa almannavilja.
Nýja stjórnarskrá
frá stjórnlagaþingi
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Svekkjandi
Árni Johnsen greinir frá því í helgar-
blaði DV að honum hafi verið sýnd
morðtilraun þegar eitrað var fyrir hann.
Hann slapp, sem betur fer, en þó ekki
án þess að hendur hans bólgnuðu
upp og neglurnar skorpnuðu.
Árni segir að eitrinu hafi verið
laumað í fæðubótarefni sem hann tók
og grunar hver var að verki. Um fyrstu
viðbrögð sín segir hann: „Ég bara
trúði þessu ekki. Ég hugsaði með mér
að þetta gæti ekki verið
rétt. Þetta er svekkjandi
en það þýðir ekki að
velta sér upp úr þessu.“
Þarna talar
alvöru karlmað-
ur. Honum
er sýnd
morðtil-
raun og í staðinn fyrir að fara til lög-
reglu og upplýsa hvern hann grunar
– þá ypptir heljarmennið öxlum, segir
„þetta er svekkjandi“ og fer í viðtal
við DV.
Afsökunarbeiðni
Árni gerir það í viðtalinu sem sáraf-
áir hafa gert; hann biðst afsökunar
á kreppunni. Hann gengur lengra
og skorar áGeir H. Haarde að gera
slíkt hið sama. Það vita líka allir sem
hafa séð myndina Frost/Nixon
að manni líður mun betur
eftir að hafa beðist afsök-
unar.
Þeir sem sjá Nixon
þverskallast við að biðjast
afsökunar því hann
hafi ekkert gert rangt
eiga erfitt með að
hugsa ekki til íslenskra ráðamanna,
núverandi sem fyrrverandi.
Til glöggvunar
Njósnamyndahöfundum er vandi á
höndum eftir að fyrirtækið Google
(sem hlýtur að heita Til glöggvunar,
þar sem sögnin að gúgla hefur fengið
heitið að glöggva) setti fram Google
Earth-forritið. Nú geta allir skoðað
minnstu smáatriði og leyndir herflug-
vellir Bandaríkjamanna og leyniflutn-
ingar Kínverja eru nú öllum ljósir og
er búið að finna sjálfa Atlantis.
Kannski James Bond framtíðar-
innar verði tölvunjörður, umkringd-
ur flatbökukössum og tölvuskjám
þysjandi inn og út á Google
Earth, sér og öðrum til
glöggvunar?
kolbeinn@frettabladid.is