Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 19
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2009 19
UMRÆÐAN
Valgerður Bjarnadóttir
skrifar um Evrópumál
Ætli það sé einfaldlega þannig að við, á ég
þá við okkur Íslendinga,
kunnum ekki að vera
frjáls? Ætli við séum bara
best geymd í gjaldeyris-
höftum, vísitölutrygging-
um og verðlagsnefndum? Ef sú er
raunin þá erum við á góðri leið
inn í óskalandið.
Þeir eru til sem treysta okkur
ekki til að vera frjáls og sjálf-
stæð, berandi höfuðið hátt í sam-
félagi og samstarfi við aðrar
þjóðir. Þeir eru þeirrar skoðunar
að við verðum borin ofurliði, auð-
lindinni verði stolið frá okkur og
við munum standa uppi slypp og
snauð. Einver gæti haldið að þeir
væru útlendingar, en svo er ekki.
Þeir sem treysta okkur svona vel
– eða hitt þó heldur – í samfélagi
þjóðanna, í samfélagi við annað
fólk, eru góðir og gegnir Íslend-
ingar. Þeir mega auðvitað hafa
þessa skoðun, en þeir mega ekki
halda að þessar skoðanir geri þá
að betri Íslendingum en okkur
hin sem erum á annarri skoðun.
Merkasta pólitíska tilraunin
Enginn er eyland. Ég held að það
séu mikil sannindi. Engin getur
farið alein í gegnum lífið. Hversu
sjálfstæð, sjálfum sér nóg og
sjálfbjarga sem hún er. Það sama
held ég að eigi við um þjóðir. Ekki
síður eftir að fjarlægðir hættu í
rauninni að vera til og urðu bara
eitt símtal eða skeyti í tölvunni.
Þjóðir þurfa á öðrum þjóðum að
halda. Ekki bara til að verja sig
þegar heimurinn á í köldu stríði
heldur líka til að styðja hver við
aðra og eflast saman í sameigin-
legu átaki á friðartímum.
Þjóðir í Vestur-Evrópu hafa átt
með sér náið efnahagslegt sam-
starf í meira en hálfa öld. Til
samstarfsins var stofnað til að
tryggja frið í álfunni. Nágrann-
ar höfðu átt í stríði í aldir. Á rétt
rúmlega fjörutíu árum voru tvö
stríð – tvær heimsstyrjaldir –
háð, mest á litlum bletti heims-
ins, sem nefnist Evrópa. Þá datt
framsýnum mönnum í hug að
binda þjóðirnar þeim böndum
sem erfitt yrði að slíta, nefnilega
efnahagslegum böndum. Í fyrstu
vildu ekki allir vera með. Það er
ekki nema eðlilegt. En samstarfið
hafði ekki varað í hálfan áratug
þegar fyrst var bankað upp á, þó
það tæki nokkuð lengri tíma að
nokkrum væri hleypt inn.
Stofnun Efnahagsbandalags-
ins á sínum tíma var ábyggilega
ein merkilegasta póitíska tilraun
sem nokkurn tíma hefur verið
gerð. Það er kannski enn merki-
legra að núna meira en fimmtíu
árum síðar vitum við ekki hvort
hún tókst. Af hverju
vitum við það ekki, spyr
kannski einhver. Svarið
er einfalt. Tilrauninni er
ekki lokið. – Hingað til
hefur hún þó heppnast
betur en nokkur þorði
að vona. Það þori ég að
fullyrða.
Við, Noregur og Liecht-
enstein
Einn kafli í tilrauninni var Evr-
ópska efnahagssvæðið. Það var
stutt í blóma, vegna þess að
Berlínarmúrinn féll. Heims-
myndin breyttist, kalda stríð-
inu lauk. Þjóðir sem höfðu verið
hlutlausar, Svíar og Austurrík-
ismenn, gátu skyndilega verið
í nánu félagi með nágrönnum
sínum. Finnar voru því fegnast-
ir að fá skjól, ef rússneski björn-
inn skyldi nú ranka við sér á ný.
Svisslendingar vildu ekki einu
sinni vera í Sameinuðu þjóðun-
um. Norðmenn þurfa á engum
að halda því þeir eiga fullt af
olíu, svo þeir sögðu nei. Þar með
töldu íslenskir stjórnmálamenn
sig ekki þurfa að hugsa um þetta
meir. Eftir urðum við með Norð-
mönnum og Liechtenstein í EES.
Ekki EES að kenna
EES-samningurinn hefur reynst
okkur vel. Honum er ekki um að
kenna að við erum á hausnum.
Vissulega er það rétt að samn-
ingurinn leyfði að bindiskylda
bankanna yrði lækkuð. Vissu-
lega er það rétt að ef bindiskylda
íslensku bankanna hefði ekki
verið lækkuð, þá hefði bindi-
skylda þeirra verið hærri en ein-
hverra annarra banka í Evrópu.
Heimildarákvæði eru ekki dag-
skipanir. Heimildarákvæði eru
rammi um það sem má gera. Ef
Seðlabankanum þótti óskynsam-
legt að leyfa íslenskum bönkum
að hafa jafn lága bindiskyldu og
einhverjir aðrir bankar í öðrum
löndum höfðu, þá átti hann ekki
að lækka bindiskylduna. Það
skiptir engu máli að hann mátti
lækka hana skv. EES-reglum. Ef
útivistartími barna er til klukkan
tíu, þá þýðir það ekki að foreldrar
verði að leyfa börnum að vera úti
til klukkan tíu. Foreldrar þurfa
ekki einu sinni að leyfa krökkum
að fara út á kvöldin, ef þau halda
að börnin fari sér að voða.
Þetta er það sem ég á við þegar
ég velti því fyrir mér hvort við
kunnum ekki að vera frjáls. Velti
því fyrir mér hvort við kjósum
frekar boð og bönn en olnboga- og
andrými. Hvernig viljum við hafa
þetta: að það sé leyft sem ekki er
bannað, eða að það sé bannað sem
ekki er leyft. Ég vel fyrri leiðina
og tel þess vegna brýnasta verk-
efnið að koma okkur í Evrópu-
sambandið.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
UMRÆÐAN
Finnur Sveinbjörnsson
skrifar um nýju bank-
ana
Eru nýju bankarnir ekki að standa sig?
Svo mætti stundum ætla
af þeim ummælum sem
heyrst hafa að undan-
förnu, hvort heldur er frá aðilum
atvinnulífsins eða stjórnmála.
Það er ljóst að nýju bankanna
bíður verulega krefjandi verkefni
að reisa við fjármálakerfi lands-
ins eftir að það hrundi með áður
óþekktum hætti á einni viku í okt-
óber. Það verður að hafa í huga að
allir sem að þessari endurreisn
koma eru að feta sig áfram, einnig
erlendir sérfræðingar sem fengn-
ir hafa verið til landsins. Þótt unnt
sé að styðjast að einhverju leyti
við reynslu af svipuðum atburð-
um annars staðar, þá er umfang
vandans og mikil erlend skuldsetn-
ing heimila og fyrirtækja ólíkt því
sem aðrar þjóðir hafa glímt við. Á
þeim rétt rúmlega 100 dögum sem
liðnir eru síðan Nýja Kaupþing var
stofnað tel ég að okkur hafi tek-
ist mjög vel til miðað við erfiðar
aðstæður.
Margt af því sem við í Nýja
Kaupþingi höfum gert frá stofn-
un bankans hefur gengið betur en
við áttum von á. Til dæmis hefur
ekki komið til neinna truflana á
greiðslumiðlunarkerfinu hér inn-
anlands, uppgjör sjóða í vörslu
bankans hefur komið vel út og
breyting á yfirstjórn bankans
hefur gengið fumlaust fyrir sig.
Annað hefur tekið lengri tíma. Til
dæmis er gerð stofnefnahagsreikn-
ings bankans ekki lokið og ríkið
hefur ekki látið af hendi hluta-
féð. Þetta þýðir meðal annars að
nýju bankarnir vita ekki á hvaða
kjörum þeir kaupa eignir af gömlu
bönkunum eða hvaða vaxtakjör
verða á skuldabréfi sem þeir borga
þessar eignir með. Þetta þýðir að
töluverð óvissa ríkir um verðlagn-
ingu á þjónustu bankans.
Útlán ekki réttur mælikvarði
Stjórnmálamenn, viðskiptalíf og
almenningur spyrja sig hvernig
stendur á því að bankarnir veita
ekki fleiri lán? Ástæðan er tvíþætt,
a.m.k. hér í Kaupþingi. Annars
vegar hefur eftirspurn eftir lánum
dregist verulega saman, vegna
þess að horfur í efnahagsmálum
eru mjög óvissar, bæði
hér heima fyrir og erlend-
is. Til viðbótar kemur
óvissa í stjórnmálum og
átök milli ríkisstjórnar
og seðlabankastjóra. Fyr-
irtæki eru síður í stakk
búin til að ráðast í frek-
ari fjárfestingar þar sem
veruleg óvissa er uppi
um raunverulega skulda-
stöðu margra þeirra þar
sem gengi krónunnar er ekki enn
tekið að fljóta og því veit enginn
hvað raunverulegt gengi henn-
ar er. Óvissa er einnig meiri en
áður í hagkerfinu sem gerir allar
framtíðaráætlanir torveldari. Og
alþekkt er að á óvissutímum halda
heimili að sér höndum, fresta
útgjöldum, greiða niður skuldir og
safna innlánum. Hin ástæðan er sú
að framboð af lánsfé í bankakerf-
inu hefur dregist verulega saman.
Ísland fór frá því á innan við ári
að vera með besta mögulega láns-
hæfismat frá Moody’s í það að vera
með eitt lægsta lánshæfismatið í
Evrópu. Þótt það dragi úr fram-
boði lánsfjár alls staðar í heimin-
um munu áhrifin verða meiri hér
en annars staðar. Aukning útlána
er því ekki réttur mælikvarði á
árangur banka í dag, heldur er sá
vandi sem við eigum við að etja
miklu frekar afleiðing af of auð-
veldu aðgengi að lánsfé á fyrri
árum. Það sem við hjá Kaupþingi
teljum réttan mælikvarða á árang-
ur okkar er hvernig okkur tekst að
hjálpa fyrirtækjum og heimilum
að laga sig að breyttum aðstæð-
um.
Gagnsæi í fyrirrúmi
Kaupþing afgreiðir daglega tugi
beiðna frá einstaklingum og fyr-
irtækjum um greiðsluaðlögun.
Sú vinna hefur gengið vel. Því til
viðbótar veitir bankinn töluvert
af nýjum lánum enn, þótt eins
og gefi að skilja sé megináhersl-
an um þessir mundir að gera við-
skiptavinum okkur kleift að greiða
niður lán. Bankinn hefur kynnt
ýmsar nýjungar að undanförnu til
að styðja við bakið á heimilunum.
Má þar nefna fjármálaráðgjöf á
netinu sem felst í stöðumati, heim-
ilisbókhaldi, netdreifingu og við-
tölum við þjónusturáðgjafa. Nú
þegar hafa þúsundir viðskiptavina
okkar nýtt sér þessa nýju þjónustu.
Þessu til viðbótar tilkynntum við
nýverið um aðgerðir til að liðka um
fyrir fasteignamarkaðinum. Ann-
ars vegar hefur félögum í Vexti,
sem er samþætt fjármálaþjónusta,
verið heimiluð yfirtaka áhvílandi
fasteignalána bankans á upphaf-
legum vöxtum við kaup, ef þeir
standast greiðslumat. Hins vegar
hefur verið veittur tímabundinn
helmingsafsláttur á uppgreiðslu-
gjöldum íbúðalána bankans.
Í tilfelli fyrirtækja,vinnur bank-
inn hörðum höndum við að aðstoða
þá viðskiptavini sem eiga í tíma-
bundnum rekstrarerfiðleikum og
gengur það starf vel. Til að auka á
gagnsæi hefur bankinn birt verka-
lagsreglur um úrlausn á útlána-
vanda fyrirtækja á netinu og stjórn
bankans hefur ráðið umboðsmann
viðskiptavina til að tryggja jafn-
ræði og gagnsæi í hvívetna. Í þeim
tilfellum þegar bankinn þarf að
leysa til sín stærri eignir verður
það gert í tveimur aðskildum eign-
arhaldsfélögum. Stærri fasteignir
í útleigu verða í fasteignafélaginu
Landfestum en fyrirtæki í eignar-
haldsfélaginu Eignaseli. Bankan-
um hefur tekist að fá til liðs við sig
hóp af reynslumiklu en óháðu fólki
til að taka að sér stjórnarsetu í
þessum félögum og tryggja þannig
fagleg vinnubrögð og ákveðna fjar-
lægð frá bankanum.
Það eru rétt rúmir 100 dagar
liðnir síðan að sá einstæði atburð-
ur í veraldarsögunni átti sér stað
hér á landi að fjármálakerfi heils
lands hrundi á einni viku. Hverjar
sem nákvæmar ástæður hrunsins
voru er ljóst að mikið ójafnvægi
hafði byggst upp í íslenska fjár-
málakerfinu. Þegar menn meta
störf nýju bankanna er ekki rétt að
bera þá saman við hvernig hlutirn-
ir gengu fyrir sig á veisluárunum í
gömlu bönkunum. Lausn á of mik-
illi skuldsetningu er ekki aukn-
ing útlána. Mikilvægasta verkefni
bankanna, stjórnvalda og aðila
vinnumarkaðarins er að stuðla að
stöðugleika á Íslandi svo við vinn-
um bug á verðbólgunni, vextir
lækki og gengi krónunnar styrk-
ist. Þannig eflum við hag heimila
og fyrirtækja.
Höfundur er bankastjóri Nýja
Kaupþings banka.
Verk að vinna
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
FINNUR
SVEINBJÖRNSSON
Evrópa er brýn-
asta verkefnið
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Þegar menn meta störf nýju
bankanna er ekki rétt að bera
þá saman við hvernig hlutirnir
gengu fyrir sig á veisluárunum
í gömlu bönkunum.
Fjármálanámskeið á vegum Íslandsbanka
og Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík
Undanfarið hafa margir viðskiptavinir Íslandsbanka lýst þeirri skoðun sinni að
bankinn eigi að bjóða upp á fjármálafræðslu fyrir almenning. Þess vegna býður
Íslandsbanki nú upp á fjármálanámskeið í samstarfi við Opna háskólann í
Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi verður Þór Clausen, M.Sc. í fjármálum,
ásamt ráðgjöfum frá Íslandsbanka.
Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum
fjölskyldunnar. Þátttakendur verða fræddir um sparnað, lán, efnahagsreikning
heimilisins, heimilisbókhald, fjárfestingar, lífeyrissparnað og margt fleira.
Námskeiðin fara fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2,
og eru öllum opin. Hvert námskeið stendur í 3 klst. og þátttökukostnaður er
1.000 kr. eða 1.000 punktar í Vildarklúbbi Íslandsbanka.
Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fjarmalanamskeid
Námskeiðin verða: • Laugardaginn 28. febrúar Kl. 10.00–13.00
• Miðvikudaginn 4. mars Kl. 17.15–20.15
• Laugardaginn 7. mars Kl. 10.00–13.00
• Miðvikudaginn 11. mars Kl. 17.15–20.15
• Laugardaginn 14. mars Kl. 10.00–13.00
Skráning á www.opnihaskolinn.is eða í síma 599 6394.