Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 22
22 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR E itt af þínum fyrstu verkum sem formað- ur var að taka þátt í að mynda nýja ríkis- stjórn, sem Fram- sóknarflokkurinn ver vantrausti. Hvernig finnst þér ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri græns hafa staðið sig? Hvað er vel gert og hverju er ábótavant? „Það sem helst vantar upp á eru útfærslurnar í þeim málum sem við erum sammála um. Það vantar líka kannski upp á að ríkisstjórn- in einbeiti sér að fáum, afmörk- uðum verkefnum. Það var þannig sem ég sá fyrir mér ríkisstjórn- ina starfa; sem bráðabirgðastjórn með afmarkað umboð. En hún er að reyna að hugsa um of margt í einu, ætla sér um of og taka á hlut- um sem er ekki eðlilegt að bráða- birgðastjórn taki að sér.“ Hvað viltu sjá að hún geri? „Ég vil sjá útlistaðar leiðir í efnahagsmálum varðandi stöðu heimilanna og atvinnulífsins. Og svo er það stjórnlagaþingið, það er að almenningur geti haft eitthvað með það að segja hvernig stjórn- arskráin lítur út, því ef við ætlum að fara í endurskoðun á öllu stjórn- kerfinu, allri pólitíkinni, þá verður að byrja þar. Ef almenningur fær ekki á tilfinninguna að hann fái að taka þátt í því máli, þá mynd- ast vantraust úti um allt. Þannig að þetta þarf að vera alveg á hreinu. Þá finnst mér ríkisstjórnin þurfa að útlista hvernig eigi að gera hluti sem menn eru jafnvel byrjaðir að kynna, til dæmis Tónlistarhúsið. Það geta allir verið sammála um það að þarf að klára þetta hús en ég hefði viljað sjá nánari útfærslu á því hvernig þetta verður fjár- magnað. Við megum ekki lenda í því að það verði sett þarna eitt- hvað inn í einn eða tvo mánuði en svo strax eftir kosningar komi í ljós að það hafi ekki verið hægt því bankinn hafi ekki átt þessa peninga til.“ Sérðu fyrir þér að ríkisstjórnin muni gera eða ekki gera eitthvað sem getur valdið því að Framsókn hverfi frá hlutleysi sínu? „Það væri mjög erfitt að þurfa að gera slíkt. Það þyrfti að vera mjög brýn ástæða fyrir því, vænt- anlega útilokun á einhverjum af þeim meginskilyrðum sem við settum í upphafi.“ Efnahagsáætlun Sjálfur sagðir þú eftir að þú varst kjörinn formaður að eitt af þínum fyrstu verkum væri að setja fram efnahagsáætlun. Hvar er hún? „Fljótlega eftir kjör mitt var mynduð ný ríkisstjórn og við töld- um að þar sem Framsóknarflokk- urinn væri ekki aðili að henni væri rétt að gefa henni tækifæri til að leggja fram slíka áætlun. En nú er ekki hægt að bíða lengur eftir þeirri útlistun og ég geri ráð fyrir að við munum kynna heildar- aðgerðapakka á sunnudaginn. Útgangspunkturinn verður sá að við leggjum til nokkrar aðgerðir um hvernig megi koma atvinnulífi og bönkunum aftur af stað, þannig að fjármagn fari að streyma um hagkerfið til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Það er frumskilyrði, en svo erum við með nánari útfærslur á því hvað er hægt að gera varðandi skuldir heimilanna.“ Geturðu nefnt dæmi? „Ég lofaði að tjá mig ekki um það fyrr en á fréttamannafundi á sunnudaginn.“ Hvað viltu sjá verða um bank- ana? „Að mínu mati er langbesta leið- in að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Fyrir því eru nokkrar ástæður, helst þær að með því öðlast bankakerfið aukið traust – því miður er traust á íslenskum stjórnvöldum og bankakerfi ákaf- lega lítið. Þá dregur það úr þeirri hættu að þau mistök sem voru gerð endurtaki sig. Ef bankarnir fara í eigu erlendu kröfuhafanna þá hafa þeir ríka ástæðu til að bönkunum gangi vel og halda þeim gangandi. En til að þetta megi verða þarf að tryggja stöðu þeirra sem skulda bönkunum að því leyti að ekki verði gengið að þeim og íslenskt efnahagslíf lagt í rúst. Sé það tryggt þá er þetta besta leiðin. En við munum kynna útfærslur á til- lögum í þá átt á sunnudag.“ Evrópumál Flokksþing Framsóknarflokksins, þar sem þú varst kjörinn formaður, samþykkti auk þess með afgerandi hætti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Síðan þá hefur ekkert bólað á Evrópuum- ræðunni. Hverju sætir það? „Efasemdir mínar um Evr- ópuumræðuna hjá síðustu rík- isstjórn snerust fyrst og fremst um að hugur fylgdi ekki máli og hún væri notuð til þess að drepa málum á dreif. En það kom mér mjög á óvart hvernig umræðan gufaði upp. Mín kenning er sú að þetta sé eitt af þeim málum sem núverandi stjórnarflokkar hafi ekki getað komið sér saman um og hafi þar af leiðandi sammælst um að ræða ekki í bili?“ Telur þú að unnt sé að endur- reisa íslenskt efnahagslíf með krónunni? „Þetta hefur verið erfiðasta spurningin í efnahagsumræð- unni allri. Ég er tilbúinn til þess að skoða einhliða upptöku annars gjaldmiðils; ég er ekki endilega fylgjandi því en ég er hræddur um að við gætum lent í þeirri stöðu að við neyðumst til að skoða það.“ Eigum við að kanna einhliða upptöku annars gjaldmiðils áður en við hefjum aðildarviðræður við ESB? „Þetta tvennt getur vel farið saman. Ég hef hins vegar áhyggj- ur af því að menn telji að aðildar- umsókn ein og sér leysi gjaldmið- ilsmál okkar. Nú eru til dæmis Tékkar að sækja um upptöku evru en eru þó komnir mun lengra en við og þegar orðnir aðilar að ESB, en gera sér vonir um að geta tekið upp evru árið 2015. Hvað sem við gerum þurfum við að huga að bráðabirgðalausn, því það er ómögulegt að búa við gjaldeyr- ishöft. Peningastefnan er meðal þeirra mála sem aðgerðaáætlun okkar tekur til og við kynnum á sunnudag.“ Okkar heimildir herma að frá því þú varðst formaður hafi tekist gott samband milli þín og Guðna Ágústssonar, fyrrverandi for- manns Framsóknarflokksins. Er það rétt? „Ja, ég hef lagt mig eftir því að kynnast fyrrverandi formönnum og stjórnarmönnum í flokknum og læra af reynslu þeirra. Og það er alveg rétt að ég hef hitt Guðna. Ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað fyrrverandi formenn og þeir sem hafa starfað lengi í flokknum hafa verið tilbúnir til að taka mér strax opnum örmum. Þegar maður kemur nýr inn ein- hvers staðar tekur oft tíma til að það myndist sátt, ef svo má segja, en það hefur ekki verið vanda- mál. Hins vegar er alltaf verið að reyna – að ég tel í pólitískum tilgangi – að tengja mig mönnum sem hafa verið nefndir í tengslum við bankaumræðuna; menn eins og Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson, en þá þekki ég ekki neitt. Fjármálin Reglur Framsóknarf lokksins kveða á um að kjörnir fulltrúar upplýsi um fjármál sín. Ætlar þú að gera það? „Já, það er ekkert mál. Ég er reyndar hræddur um að mönnum þyki þau tiltölulega óspennandi. Ég á bara hlutabréf í einu fyrir- tæki, félagi sem ég stofnaði ásamt öðrum um heimildarmyndagerð. En það eru engin umsvif í kring- um það.“ Kona þín er vel stæð og sumir vilja meina að fjármál hennar ættu líka að vera uppi á borðum. Finnst þér ástæða til þess? „Hún svo sem ræður því sjálf hvernig hún hagar því. Það er ekk- ert launungarmál að fjölskylda hennar rak P. Samúelsson. Hún seldi sinn hlut í því og var mjög hörð á því á sínum tíma að gefa alla upphæðina upp til skatts og fara ekki í neinar æfingar með það. Hún er ofurvarfærin, allt um það mál liggur fyrir og í rauninni ekkert meira um það að segja. Hins vegar hef ég orðið var við það að þetta hefur verið notað til að reyna að gera mig tortryggileg- an og þá komum við aftur að net- umræðunni sem virðist afar vel skipulögð af vissum hópi.“ Hvaða hópi? „Samfylkingunni. Vegna þess hvernig tíðarand- inn er þykir það nánast neikvætt að eiga einhverja peninga. Það að geta tengt mig við fólk sem á peninga, til dæmis konuna mína, þykir vera nóg til að koma á mig höggi. En mér þykir þetta í sjálfu sér í allt í lagi. Þetta fyrirtæki sem fjölskyldan rak var byggt upp á 40 árum. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta hafi verið vel rekið fyrirtæki, sem snerist um að gera hlutina vel og byggjast upp smátt og smátt, ekki hluti af þessu loft- bóluhagkerfinu. Konan mín á að vera stolt af þessu frekar en hitt. Hvað mig varðar þá er þetta líka ágætt. Ég er í ágætu skjóli svo lengi sem konan mín gefst ekki upp á mér, ég fæ þá að borða og menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sé hægt að ná til mín með fyrirgreiðslu eða ég þurfi að setja mig í þá stöðu að ég skuldi mönnum greiða. Ég er því frjáls til að fylgja eingöngu skoðunum mínum og beita mér jafnvel hart fyrir þeim.“ En er það ekki skiljanlegt að sumir kunni að efast um hvort þú skiljir þá neyð sem blasir við mörg- um? „Já, ég get vel skilið að fólk sé tortryggið hvað slíkt varðar. Á móti verð ég bara að biðja fólk að trúa því að ég sé í pólitík til að láta gott af mér leiða. Ég ætlaði aldrei að fara út í stjórnmál, en ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka slag- inn núna var sú að ég var farinn að fá á tilfinninguna að mjög víða liði fólki illa. Ég held að þannig sé raunin núna og eflaust mun það aukast. Ég hugsaði með mér að ef ég teldi mig hafa eitthvað til mál- anna að leggja væri það skylda mín að reyna að gera það. Ef það misheppnast, ef mér tekst ekki að láta fólki líða betur þá á ég ekkert erindi í pólitík. Og þá geta menn hafnað mér. En ég vona að menn hafni mér ekki fyrirfram þó að konan mín sé vel sett. Í rauninni má segja að í þessari umræðu þá ættu menn kannski frekar að velta fyrir sér skuldum manna en eign- um; það er það sem setur mann í erfiða stöðu.“ Valið á lista Hvers vegna var ákveðið að stilla upp á lista Framsóknar í Reykja- vík í stað þess að halda prófkjör? „Það verður farin þessi forvals- leið, það er að segja það verða lagðar fram tillögur að nöfnum sem kosið verður um á kjördæm- isþingi. Við reyndum að finna leið sem gæfi nýju fólki tækifæri til að koma inn í stjórnmálin. Stjórnmál hafa verið gagnrýnd fyrir það að vera lokaðir klúbbar, þar komist enginn nýr að vegna þess að pólitíkusar færist ein- faldlega smátt og smátt upp eftir flokkspýramídanum. Þetta er hugsað sem leið til að opna á það að nýtt fólk komist inn. Það er í sam- ræmi við þá kröfu í samfélaginu um endurnýjun og að flokkarnir opni sig. Með þessu vonumst við til að geta blandað saman þeim sem hafa verið öflugir í starfinu fyrir flokkinn og einhverjum nýjum utanaðkomandi, mönnum sem eru vel í stakk búnir til að taka á þessu ástandi sem við erum að fara í gegnum núna.“ En þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt fyrir hið gagn- stæða, það er að loka á nýja fram- bjóðendur. Hefði það ekki verið lýðræðislegra og í meira samræmi við kröfuna um endurnýjun að halda prófkjör? „Prófkjör er dýrari aðferð sem menn ráðast ekki í í óvissu. Hugs- unin er sú að við viljum fá fólk úr grasrótinni en líka fólk utan gras- rótarinnar; fólk sem er kannski að störfum í háskólum, atvinnulífi eða einhverju öðru en getur hent- að mjög vel núna í þessu árferði, að það hafi tækifæri. Við viljum auðvitað að sem flestir gefi kost á sér. Á endanum verður kosið um þetta. Það er rétt að taka fram að það getur hver sem er boðið sig fram í hvaða sæti sem er: þetta er bara til þess gert að reyna að fá fleira af nýju fólki.“ Þú tilkynntir á fimmtudag að þú myndir bjóða þig fram í Reykjavík- urkjördæmi norður. Ég hef heim- ildir fyrir því að þú hugðist bjóða þig fram í Suðurkjördæmi og hafir verið búinn að tilkynna trúnað- armönnum flokksins það. Hvað breyttist? „Fólki úr grasrót flokksins á landsbyggðinni, upphafsmenn að framboði mínu, vildi að ég færi fram í landsbyggðarkjördæmi. Það var hugsað til þess að styrkja tengsl mín við landsbyggðina. Ég hefði haft mjög gaman að því og hugleiddi alvarlega að fara fram í annaðhvort Norðvestur- eða Suður- kjördæmi. Ég var síðan búinn að ákveða að fara fram í Suðurkjör- dæmi, í þriðja sæti. Ég ræddi það við trúnaðarmenn flokksins. En þá var orðið ljóst að menn í Reykjavík vildu að ég færi fram þar og rök þeirra voru þau að ég myndi nýt- ast landsbyggðinni betur í Reykja- vík.“ Hefði framboð þitt í landsbyggð- arkjördæmi ekki líka verið til marks um að þú værir ekki bjart- sýnn á gengi flokksins í Reykja- vík? „Það hefði kannski mátt túlka það þannig. Hefðu menn haft áhyggjur af því hefðu það verið rök í málinu. En ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki leitt hugann að þessum fleti á málinu fyrr en það var nefnt við mig, því ég geri ráð fyrir að við fáum að minnsta kosti tvö menn í báðum Reykjavíkur- kjördæmum.“ Hvernig meturðu stöðu Fram- sóknar í komandi kosningum? „Ég var mjög ánægður með síð- ustu skoðanakönnun sem sýndi fimmtán prósent fylgi. Ég var feginn að sjá þær niðurstöður og held að við munum bæta við okkur fram að kosningum.“ Nánast neikvætt að eiga peninga Framsóknarflokkurinn hefur sótt í sig veðrið á þeim mánuði síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Í samtali við Bergstein Sigurðsson segir Sigmundur Davíð að honum þyki ríkisstjórnin sem hann ver vantrausti ætla sér of mikið en mikið þurfi að gerast til að Framsókn hverfi frá hlutleysi sínu. Hann telur uppstillingu í Reykjavík heppilegri leið til að ná fram endurnýjun í flokknum en prófkjör og á í ágætu sambandi við Guðna Ágústsson. VILL AÐ ERLENDIR KRÖFUHAFAR EIGNIST HLUT Í BÖNKUNUM Sigmundur Davíð telur að best sé að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Framsóknarflokkurinn mun kynna efnahagstillögur sínar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.