Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 36

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 36
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Minneapolis gefur 4.000–12.800 Vildarpunkta. Vildarklúbbur Land hinna himinbláu vatna Minnesota er svo sannarlega eftirsóknarverður staður fyrir þá sem langar til að ferðast um á bílaleigubíl. Ríkið er víðlent og landshættir fjöl- breytilegir en mestan svip á landið setja þó stöðuvötnin sem sögð eru vera 11.842 ef allt er talið. Í Minnesota gefst kjörið tækifæri til að kynnast þeirri hlið á Bandaríkjunum sem sjaldnast ber mikið á í kvikmynd- um eða æsifrásögnum fjölmiðla. Þar má ferðast um skógi vaxnar óbyggðir og grónar sveitir, heimsækja hlýlega smábæi, njóta veðursældar og stytta sér stundir við hvers konar leiki og íþróttir á vötnum eða landi á heillandi útivistarsvæðum. MINNEAPOLIS BA Reykjavík – Minneapolis frá 29.720 kr. Flug aðra leiðina með flugvallar- sköttum. Flogið er allt að 6 sinnum í viku. Valleyfair Þetta er vinsælasti skemmti- garðurinn í Minnesota. Ég bjó í Minneapolis-St. Paul þar til ég var fimm ára og hef farið í heimsókn þangað flest sumur eftir það. Ég reyni alltaf að komast í Valleyfair þegar ég er þar. Þar er mikið úrval af leiktækjum, t.d. rússíbanar, fallturn, klessubílar, stórar rólur og tæki fyrir þau yngstu. Síðan eru nokkrir veitingastaðir og einnig er hægt að sjá skemmtiatriði. Í lokin er sniðugt að kæla sig niður í vatnsrennibrauta- garðinum. Linden Hills Mjög skemmtilegt hverfi. Aðeins lengra frá er Lake Harriet. Umhverfis vatnið er göngustígur þar sem frábært er að fara á línuskauta sem hægt er að leigja þar og einnig er hægt að leigja sér bát. Á sumrin eru líka oft tónleikar við vatnið. Wild Rumpus er skemmtileg bókabúð sem ég fór oft í þegar ég var lítill en þar eru allskonar dýr á rölti sem koma manni stundum á óvart. Science Museum Vísindasafnið er meira fyrir eldri krakkana. Margt hægt að sjá og læra þar. Sebastian Joe’s Uppáhalds ísstaðurinn minn. Það er ekkert betra en að fara þangað og fá sér „raspberry chocolate chip“ á heitum sumardegi. Sebastian Joe's er í Linden Hills og líka annars staðar í borginni. Mall of America Stærsta verslunarmiðstöðin í Ameríku. Fyrir þá sem elska að versla er ekki hægt að sleppa því að fara þangað. Þar er einnig skemmti- garður með rússíbönum og öllum pakkanum. Como Zoo Frábær dýragarður fyrir yngri krakkana sem hefur mikið upp á að bjóða, t.d. selinn Sparky sem er uppáhaldsstjarnan í vinsælasta atriði dýragarðsins. Como Zoo er á stóru svæði og þarna er einnig er tívolí og mini-golf sem er líka mjög vinsælt meðal gesta. Minnesota Children’s Museum Skemmtilegt safn fyrir litlu krakkana. Ég fór þangað oft þegar ég var lítill. Mikið af skemmtilegum hlutum og alls konar fjöri. Sérmerktar ökuleiðir Scenic Byways Í Minnesota hafa verið sérmerktar 22 ökuleiðir fyrir ferðamenn sem hafa hug á að kynnast landinu betur, íbúunum, mannlífinu og ekki síst náttúrufegurð og útivistarmöguleikum fjarri hraðbrautum og umferðardyn. Leiðirnar heita hver sínu nafni og spanna um 4.500 km. Hin stysta þeirra er aðeins um 14 km og hin lengsta, Mississippi River Route, er um 900 km. Sérhver ökuleið hefur sín auðkenni, hvort sem þar er um sérkenni náttúrunnar að ræða, sérstakt andrúmsloft í þorpum og bæjum eða sérstaka menningar- arfleifð. Hægt er að fá bækling um hverja leið með korti af leiðinni, helstu upplýsingar um það sem fyrir augu ber og ábendingar um heppilega næturstaði og veitingastaði. Prófið eitthvað nýtt og kynnið ykkur málið á www.exploreminnesota.com/experien ces/byways/drives.aspx Miðvötnin – Central Lakes Norður og vestur af „Tvíburaborg- unum“ Minneapolis-St.Paul er landsvæði með aragrúa stöðuvatna sem oft er kallað „Miðvötnin“ eða „the Central Lakes“. Þetta eru vinsælar ferðamanna- og útivistarslóðir með fjölmörgum gistimöguleikum, hvort sem fólk vill sofa í tjaldi, hjólhýsi, sumarhúsi eða á hóteli. Heimamenn hafa mikinn áhuga á að róa um vötnin eða renna fyrir fisk en margt annað er í boði. Þarna eru víða skemmtilegir göngu- og hjólreiðastígar, golfvellir, söfn, leiktækjagarðar o.fl. Þetta er því kjörlendi fyrir fólk sem vill fara í útilegu og njóta þess að leika sér úti í náttúrunni. Til Íslendingabyggða í Kanada Frá Minneapolis er um átta stunda akstur að kanadísku landamærunum og þá er ekki svo ýkja langt að fara á slóðir Vestur-Íslendinga við Winnipeg- vatn. Fyrir þá sem hafa hug á að heimsækja slóðir Vestur-Íslendinga í Suður-Kanada getur því verið álitlegur kostur að taka beint flug til Minneapolis og bílaleigubílinn þaðan. Golf í Minnesota Golf nýtur mikilla vinsælda í Minne- sota. Þar eru um 450 golfvellir. Það er því freistandi fyrir golfara að taka með sér kylfurnar þegar haldið er til Minneapolis-St. Paul. Þar má í grennd- inni víða leika golf á afbragðsvöllum og heita má að golfvöllur sé innan seilingar hvar sem er í ríkinu. Willmar Willmar er líflegur bær þar sem er t.d. sérstakt listasafn, The Buffalo Fish Gallery með verkum eftir listamenn úr sveitinni. Áhugamenn um traktora og bíla geta litið inn á Schwanke-safnið. Í norður frá Willmar liggur sérmerkt ökuleið, „The Glacial Ridge Trail“, og þræðir á milli hálsa og vatna til bæjarins Alexandria. Fyrsti bærinn meðfram þessari sérmerktu leið er Spicer á strönd Green Lake. Milli Spicer og New London er 27 holu golfvöllur hjá Little Crow Country Club. Fyrir þá sem langar til að hjóla má nefna að á milli New London, Spicer og Willmar liggur um 20 km langur hjólastígur. Á sumrin stendur fólki til boða að snæða kvöldverð á meðan siglt er um Green Lake um borð í Spicer Castle Belle. Elk River Suðaustur af St. Cloud er Elk River, í norðvesturjaðrinum á höfuðborgar- svæðinu. Hér er t.d. Oliver Kelley Farm, landbúnaðarsafn á sveitabýli sem er enn í fullum rekstri. Þar fá gestir að kynnast búnaðarháttum eins og þeir voru á þessum slóðum fyrir einni og hálfri öld. Milli Elk River og St. Cloud er friðlandið Sherburne National Wildlife Refuge, paradís fyrir fuglaskoðara. M ÍN Fyrir börn og foreldra FLUG OG BÍLL Vegir til allra átta Við mælum eindregið með flugi og bíl í samstarfi við Hertz til áfangastaða Icelandair í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Pantið bílaleigubíl um leið og þið gangið frá pöntun á flugfari á www.icelandair.is Bíllinn bíður síðan eftir ykkur þegar þið lendið á áfangastað. Gunnar Francis, grunnskólanemi Green Mill Rosalega góður veitingastaður. Mæli eindregið með ,,Deep dish“ pizzunum þeirra. Staðurinn er á mörgum stöðum í borginni. Minnesota Twins Aðal hafnaboltaliðið í Minnesota. Þeir eru að opna nýjan heimavöll sem er ekki yfirbyggður. Það er alltaf mikill atgangur í stuðnings- mönnum á leikjunum. Ég fór á einn leik í fyrra og ég skemmti mér rosavel. Flug og gisting í 3 nætur frá 63.900 kr. á mann í tvíbýli á Holiday Inn Bloomington Mall of America *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. Grand Avenue „Laugavegurinn“ í Minneapolis-St. Paul. Mikið af búðum og kaffi- húsum. Veitingastaðurinn/kaffihúsið Café Latte er mjög flottur staður og líka mjög vinsæll. Þeir selja frábærar samlokur og ótrúlegar kökur ásamt mörgu öðru. Síðan er það Creative Kids dótabúðin; frábært úrval af sniðugum leikföngum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.