Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 38
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
ferðalög kemur út mánaðarlega
með laugardagsblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Silja Ástþórsdóttir
Forsíðumynd Búddamunkur í Bútan
Pennar Viktor Sveinsson
Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Images
Auglýsingar Benedikt Freyr Jóhannson Benediktj@365.is
É
g er á leið til Bútan. Það eru ekki
margar leiðir sem liggja þang-
að því enn er þetta ríki, sem
liggur klemmt á milli stórveld-
anna tveggja, Kína í norðri og Indlands
í suðri, eitt það einangraðasta í heimi.
Ég flýg frá heimalandi mínu Taílandi
þar sem ríkisflugfélag Bútan, Druk
Air, hefur lent annarri af tveimur
flugvélum sínum til að sækja mig,
nokkra Bútana og Bangladessa.
Ég uppgötva þegar ég innrita mig að é
g
hef aldrei áður hitt Bútana. Ætli þeir sé
u
ekki vandfundnari en Íslendingar? Ég he
f
svo lengi beðið þess að komast til Bútan a
ð
ég er ögn uppnuminn, líkt og að hitta popp
-
stjörnu. Áberandi myndarlegur og kar
l-
mannlegur stöðvarstjórinn er mættur til a
ð
fylgjast með því að innritun gangi rétt fyri
r
sig. Minn fyrsti Bútani. Smjörþefur af kar
l-
mennsku Bútans. Beinvaxinn, dökkleitu
r,
sterklegur og með friðsæld Himalajafjal
la
í augunum. Seinna á ég eftir að hitta munk
a
og bændur sem eru myndrænni en heim
s-
fræg módel og kvikmyndastjörnur.
Hverjir eru skyldleikarnir við Ísland?
Í Bútan, þessu síðasta konungsríki Him
a-
lajafjalla, eru samkvæmt opinberum up
p-
lýsingum, um 600.000 þegnar en til flug
-
vélaflotans teljast tvær flugvélar sem
Þetta litla ríki í Himalaja-
fjöllunum hefur verið
kallað Konungsríki
þrumudrekans. Viktor
Sveinsson segir frá
ferðalagi sínu til þessa
afskekkta lands.
AÐ ANDA AÐ SÉR BÚTAN
FRAMHALD Á BLS. 4
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
FEBRÚAR 2009
Vistvænn lúxus
Glænýtt heilsulindarhótel á partí -
eyjunni Ibiza BLS 2
Í tilefni af
tískuviku
Þrennt sem þú
verður að gera í
París
BLS 6
2 FERÐALÖG
S
pænska partíeyjan Ibiza er
kannski ekki þekkt fyrir
heilsu og heilnæman lifnað.
Hinn fyrsta mars næstkom-
andi opnar þar hins vegar himneskt
hótel og heilsulind er nefnist Aguas de
Ibiza Lifestyle & Spa. Það er hannað af
arkitektum frá Barcelona sem kalla sig
Triade Studio en þeir hafa skapað vel
heppnaða blöndu af hefðbundnu spænsku
hefðarsetri og nýtískulegu hóteli. Aguas
de Ibiza er einnig eitt af hinum svoköll-
uðu „eco-luxury“ hótelum, sem þýðir
vistvænn lúxus en hótelið notar 35 pró-
sent minni orku en hefðbundin hótel. Á
þaki hótelsins er stórfengleg sundlaug
með útsýni yfir hafið en þar er einn-
ig hægt að gæða sér á kokkteilum og
tapas, en stærri máltíðir má nálgast á
veitingastaðnum Le Sal þar sem hefð-
bundnir spænskir réttir eru framreiddir
á nútímalegan máta. Rúsínan í pylsuend-
anum er svo hin glæsilega heilsulind sem
er tileinkuð heilnæmum áhrifum sjávar-
ins. Þar er notast við leir frá Formentera,
sjávarsölt, náttúrulegar olíur og þara til
þess að veita líkamanum aukna orku og
bæta almenna líðan og útlit. - amb
Aguas de Ibiza, Salvador Camacho no9, Ibiza,
Spánn. www.designhotels.com/aguasdeibiza
HEILNÆMUR HAFSJÓR
Ný heilsulind á eyjunni Ibiza frá hótelkeðjunni Design Hotels opnar nú í marsmánuði.
Það er alltaf gaman þegar nýir áfangastaðir bæt-
ast í hóp þeirra sem flogið er til frá litla Íslandi. Nú
í sumar hefur Iceland Express flug til Bologna á
Ítalíu, Kraká í Póllandi, Genf í Sviss og Álaborgar
í Danmörku. Allar eru borgirnar sérlega skemmti-
legar og eiga það einnig sameiginlegt að vera ein-
staklega vel í sveit settar og tengdar fyrir þá sem
vilja halda áfram ferð sinni. Álaborg er ein af þess-
um dásamlegu dönsku borgum þar sem ríkir ró og
spekt og veðursæld. Kraká er þekkt fyrir einstaka
fegurð en þar er að finna stórfenglegar miðalda-
byggingar sem sluppu undan sprengjuregni seinni
heimstyrjaldarinnar. Bologna er vel staðsett mið-
svæðis á Ítalíu og er einstök menningarborg. Þess
má einnig geta að matargerð Bolognabúa er heims-
fræg og hver þekkir ekki réttinn klassíska Spag-
hetti Bolognese. Genf er fögur svissnesk borg rétt
hjá Ítölsku ölpunum. Það er skemmtilegt að ferð-
ast yfir Genfarvatn til þess að komast á milli borg-
arhluta en Genf er einnig sérlega skemmtileg
verslunarborg þar sem hægt er að finna öll helstu
alþjóðlegu tískumerkin ásamt svissneskum úra- og
súkkulaðiverslunum að sjálfsögðu. Það er um að
gera að stökkva yfir á meginlandið í sumar og skoða
alla þá spennandi möguleika sem þar eru í boði.
www.icelandexpress.is
NÝIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU
Svissnesk heimsborg Genf er sérlega falleg og býður upp á
skemmtilegar verslanir.
F
lest okkar ferðast með þá skammtímahug-
sjón að skemmta sér, borða góðan mat,
sleikja sólina og njóta lífsins. Minnistæð-
ustu ferðalög margra eru þó af öðrum toga,
ferðalög til fjarlægra staða þar sem fólk lifir í sárri
veraldlegri fátækt en býr að ríkulegri andlegri fæðu.
Viss vakning virðist vera um þessar mundir um að
leita meira inn á við, margir eru að uppgötva jóga,
hugleiðslu og andlega rækt í stað þess veraldlega
kapphlaups sem hefur ásótt okkur Íslendinga sem
aðra undanfarin ár. En hvað er það sem gerir einn
áfangastað ríkari fyrir andann en einhvern annan?
Stórbrotin náttúra hlýtur alltaf að tengja manninn
við það sem er stærra en hann en svo getur líka vel
verið að ákveðnir punktar á jarðkringlunni búi yfir
ákveðnum kynngimögnuðum krafti. Margir slíkir
staðir koma upp í hugann: Egyptaland, Macchu Picc-
hu í Perú, Navajo-hérað í Arizona, Vatíkanið í Róm,
Góa á Indlandi, Jerúsalemborg og Mekka í Sádi-
Arabíu sem dæmi. Einn frægasti „andlegi áfanga-
staðurinn“ er væntanlega Himalajafjöllin í löndum
eins og Tíbet, Bútan, Nepal og Indlandi. Þar finn-
ast fjölmargir helgistaðir búddista, klaustur, hell-
ar og bæir. Í Ferðalögum marsmánaðar segir Elín
Kjartansdóttir okkur frá „Litlu-Tíbet“ sem er hérað
á Norður-Indlandi þar sem margir búddamunkar
hafa sest að af því að Kínverjar hafa flæmt þá burt
frá föðurlandinu. Dalaí Lama sjálfur býr á þessum
slóðum, í borginni Daramsalah. „Það minnistæð-
asta sem ég upplifði í ferðinni var að kynnast þessu
yndislega, friðsæla fólki sem býr þarna í fjöllunum
við ótrúlega kröpp kjör. Hús eru nánast óeinangr-
uð, rennandi vatn og rafmagn hvergi að finna og á
veturna er frost allt að 50 stig með miklu fannfergi
sem lokar fólk inni í afskekktum fjallahéruðum svo
mánuðum skiptir,“ segir Elín um héraðið og tekur
fram að hlýjan og gæðin hafi skinið úr veðurbörn-
um andlitum heimamanna. Það er okkur öllum hollt
að ferðast á áfangastaði þar sem fólk býr við verald-
lega kröpp kjör, jafnvel þó það sé til þess eins að við
skiljum hversu gott við höfum það í raun og veru.
Og þegar slíkt fólk lifir í sátt við sjálft sig, guð og
alheiminn er það líka góð áminning fyrir okkur að
líta inn í okkar eigin hjörtu þar sem hina raunveru-
legu lífshamingju er að finna.
Anna Margrét Björnsson skrifar
AÐ NÆRA ANDANN
ÍS
L
E
N
S
K
A
SI
A.
IS
FL
U
44
84
4
01
.2
00
9
1 kr. aðra leiðina + 990 kr.
(flugvallarskattur)
Aðeins 1 króna fyrir börnin
www.flugfelag.is | 570 3030
Gildir til 15. mars – bókaðu á
www.flugfelag.is
Glæsileg heilsulind Leir, sjávarsalt og þari.
Himneskt hótel
Öll herbergi eru með
stórum gluggum og
svölum með útsýni yfir
miðjarðarhafið.