Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 42
HEIMILISHALD
HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR
● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd á
veitingastaðnum Dill í Norræna Húsinu Útgáfufélag:
365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og
Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar:
Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður:
Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
ÍSLENSKT Í EPAL
Húsgagna- og innanhúss-
hönnuðurinn Pétur B.
Lúthersson sýnir bæði ný
og eldri verk í verslun-
inni Epal í Skeifunni 6.
BLS. 7
ÁST OG UMHYGGJA
Nokkrar skemmti-
legar hugmyndir að
gjöfum sem hitta
beint í hjartastað á
konudaginn. BLS. 6
DULÚÐUGT DILL
Í Norræna húsinu hefur verið opnaður nýr veitingastaður
BLS. 4
KæliskápaTILBOÐ
Fermingartilboð 2009
Sjá nánar á www.betrabak.is
● heimili&hönnun
Stofnun Hönnunarsjóðs Auroru
markar tímamót í hönnun á Ís-
landi því þetta er í fyrsta sinn
sem stofnaður er hér sérstakur
sjóður sem styrkir hönnuði. „Aur-
ora velgerðarsjóðurinn hefur verið
til frá árinu 2007 en 13. febrúar,
veitti sjóðurinn 25 milljónum til
þriggja ára í Hönnunarsjóð Aur-
oru á Íslandi,“ segir Hlín Helga
Guðlaugsdóttir, vöruhönnuður og
framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs
Auroru.
Markmið sjóðsins er að styrkja
íslenska hönnuði til að koma sjálf-
um sér, hugmyndum sínum, vörum
og verkefnum á framfæri innan-
lands sem utan, og aðstoða við
vöruþróun. „Við veitum einnig
faglega ráðgjöf og er verkefnið
tilraunaverkefni til þriggja ára.
Sjóðurinn er opinn öllum fag-
menntuðum hönnuðum og tekið
er á móti umsóknum allt árið og
úthlutað nokkrum sinnum á ári.
Sjóðurinn verður því sveigjanleg-
ur og getur brugðist skjótt við ef
verkefnin kalla á það,“ segir Hlín
Helga og bendir á heimasíðu sjóðs-
ins, honnunarsjodur.is.
Í rökstuðningi stjórnar Auroru
segir meðal annars að þörf sé á
sérstökum hönnunarsjóði á Íslandi
til að styðja við efnilega hönnuði
en ekki síður til að efla grasrótar-
starf í hönnun og vera vettvang-
ur hugmynda og skapandi hugsun-
ar í greininni. „Vonir standa til að
sjóðurinn renni enn faglegri stoð-
um undir greinina. Stjórn Auroru
vonar að nýi sjóðurinn stuðli að
því að íslensk hönnun verði ein af
stoðunum sem skotið verði undir
atvinnulífið við endurreisn þess,“
segir Hlín Helga og bætir við að
ekki sé síst mikilvægt að koma á
fót sjóði sem þessum nú. „Sköp-
unarkraftur og frjó hugsun hafa
blómstrað nú á erfiðari tímum og
hönnuðir sjá ýmis tækifæri til að
leggja sitt af mörkum í endurreisn-
arstarfinu. Sjóðurinn mun vonandi
auðvelda það starf,“ segir hún. - hs
Tímamót í hönnun á Íslandi
● Hönnunarsjóður Auroru er fyrsti íslenski sjóðurinn sem styrkir hönnuði og markar stofn-
un hans því tímamót. Hann tengist velgerðarsjóðnum Auroru sem stofnaður var árið 2007.
G
óa er á næsta leiti, fimmti mánuður ársins samkvæmt nor-
ræna tímatalinu. Mikilvægara er þó að muna að fyrsti dagur
Góu er konudagurinn. KONUDAGURINN ER Á MORGUN!
Ástæðan fyrir stóru stöfunum og upphrópunarmerkinu er
sú að margir herramenn eiga það til að gleyma konudeginum og sama
hvað sumar konur segja þá er það svekkjandi. Fyrir utan afmælisdaga
þá er þetta eini dagur ársins sem muna þarf eftir. Merkilegt er þó hve
erfitt er að festa sér daginn í minni. Hér eru nokkur ráð til þess.
1. Fáið ykkur dagbók. Oftar en ekki er búið að merkja inn daginn
fyrirfram en til öryggis má strika undir eða skrifa sjálfur inn. Hugs-
anlega væri hægt að líma inn mynd af flottum bíl, feitum fiski eða
öðru því sem hugur karlangans þráir til að vekja upp áhuga.
2. Setjið daginn í skipuleggjarann í símanum svo hann pípi á konu-
daginn. Einnig má setja nýja hringingu í símann sem hljómar einhvern
veginn eins og jóla jóla-tónninn nema í staðinn
er sungið kona, kona, kona! Ef þið eruð lítt gefnir
fyrir þá tækni má biðja mömmu að hringja í sig.
Verið samt ekkert að segja frá því.
3. Oft er það svo að þrátt fyrir að menn hafi
jafnvel munað eftir konudeginum allt árið þá vill
minnið bregðast þegar dagur upp rennur. Ef dag-
urinn stendur ykkur ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum í dag setjið þá hluti á undarlega staði til
að minna ykkur á að á morgun þurf-
ið þið að gera eitthvað sérstakt. Til dæmis má setja skóna
á náttborðið, svitalyktareyðinn í rassvasann, líma
dömubindi á peningaveskið og fleira. Fyrir þá
allra gleymnustu er hægt að tússa „konudagur“
á ennið á sér. Ef ykkur láist að líta í spegil þá
mun örugglega einhver minna ykkur á það.
Ekki er nóg að muna eftir hinum mæta
konudegi heldur þarf líka að skipuleggja eitt-
hvað huggulegt fyrir sína heittelskuðu eða gefa
henni fallega gjöf. Í guðanna bænum ekki keyra
með konuna í næstu búð og segja eitthvað á þessa leið: „Jæja,
viltu ekki fara inn og kaupa buxurnar sem þig vantaði?“ Sýnið
smá rómantíska tilburði og leggið ykkur fram við að sýna vilj-
ann í verki. Þar sem konur eru jafn ólíkar og þær eru margar
þá legg ég í ykkar hendur að komast að því hvað hentar best.
Lesbísku pörin verða vonandi ekki í vandræðum þar sem þær
eiga báðar daginn góða og spennan því meiri þar á bæ. Mikil-
vægast er að njóta dagsins saman. Ég meina, einn dagur á ári!
Minni kvenna og karla
Til dæmis má setja
skóna á náttborðið,
svitalyktareyðinn í
rassvasann, líma
dömubindi á
peningaveskið og
fleira.
Hlín Helga Guðlaugsdóttir,
framkvæmdastjóri Hönnunar-
sjóðs Auroru, við kynningu á
sjóðnum í B5 í Bankastræti.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
● SKÚLPTÚRAR FRANK PLANTS Frank
Plant er bandarískur myndhöggvari sem býr og
starfar í Barcelona. Hann hóf að vinna með stál árið
1993, í raun má segja að hann teikni með stáli. Hann
flutti til Barcelona árið 1999 og fór að nota fjölbreyti-
legri efni í verk sín, ljósmyndir, mótora, hljóð og tónlist.
Verið hjartanlega velkomin á Gullfoss café
Gullfoss Café er hlýr og heimilislegur veitingastaður í aðeins nokkra skrefa fjarlægð frá hinum
kyngimagnaða fossi Gullfoss, um það bil 120 km fjarlægð frá Reykjavík. Opið er frá kl. 9 til 6 alla
daga, allt árið í kring.
Við bjóðum upp á ekta íslenska kjötsúpu, samlokur, heimabakaðar kökur, frábæra espresso kaffi
drykki og frískandi salat.
Gullfoss café er einnig með
minjagripaverslun með gott
úrval af ullarvörum, hágæða
útivistarklæðnað frá Cintamani
og 66°N og íslenskt handverk.
Ekta íslenskur matur í íslenskri náttúru
Gullfoss
CAFÉ
8 0 1 B l á s k ó g a b y g g ð · T e l : ( + 3 5 4 ) 4 8 6 6 5 0 0 · M o b i l e : ( + 3 5 4 ) 8 9 9 3 0 1 4 · w w w . g u l l f o s s . i s · g u l l f o s s @ g u l l f o s s . i s
ei
ttN
- a
ug
lý
si
ng
as
to
fa
21. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR2