Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 46
Háskólar landsins kynna náms-
framboð sitt á næsta skólaári í
Ráðhúsi Reykjavíkur og Háskóla
Íslands milli 11 og 16 í dag. Á sama
tíma er boðið upp á kynningu á
framhaldsnámi í Danmörku og
Svíþjóð í Norræna húsinu.
Í Ráðhúsinu eru Háskólinn á
Akureyri, Háskólinn á Bifröst,
Háskólinn á Hólum, Háskólinn í
Reykjavík, Landbúnaðarháskóli
Íslands og Listaháskóli Íslands
með bása en námsframboð Háskóla
Íslands er kynnt á Háskólatorgi, í
Gimli og í Odda.
„Þetta eru skólar með ólík-
ar áherslur sem spanna allt frá
hrossarækt og myndlist yfir í við-
skipta- og lögfræði,“ segir Hrund
Steingrímsdóttir verkefnastjóri
hjá Háskólanum í Reykjavík og
einn skipuleggjenda háskóladags-
ins. „Það ættu því allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Dagurinn er byggður þannig
upp að hver skóli er með kynning-
arbás þar sem fólki gefst kostur á
að kynna sér mismunandi náms-
leiðir og þiggja persónulega ráð-
gjöf, en skólarnir bjóða samanlagt
upp á yfir fimm hundruð námsleið-
ir. „Upplýsingar um háskólana og
námsleiðir þeirra má finna á net-
inu en þarna getur fólk hitt nem-
endur, kennara og námsráðgjafa
og fengið haldgóðar upplýsingar
og persónulega ráðgjöf.
Hrund á von á að minnsta kosti
3.000 gestum en svipaður fjöldi
hefur sótt háskóladaginn undan-
farin ár. „Það má jafnvel gera ráð
fyrir fleirum í ljósi niðursveifl-
unnar í atvinnulífinu. Ég myndi
halda að margir hefðu áhuga á því
að kynna sér mastersnám en það
verður, auk grunnáms, kynnt Í
Ráðhúsinu og í Norræna húsinu.“
vera@frettabladid.is
Ólíkir háskólar opna dyr
Háskólar landsins kynna námsframboð sitt í Háskóla Íslands og Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Auk þess fer
fram kynning á erlendum háskólum í Norræna húsinu. Skólarnir bjóða upp á meira en 500 námsleiðir.
Um 3.000 gestir hafa sótt háskóladag-
inn undanfarin ár og á Hrund jafnvel
von á því að þeir verði fleiri í ár.
Í dag geta áhugasamir fengið haldgóðar upplýsingar um fjölda námsleiða og þegið
persónulega ráðgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DAGUR TÓNLISTARSKÓLANS verður haldinn hátíð-
legur víða í dag. Á Húsavík verður til dæmis boðið til veglegra
tónleika klukkan 15 í sal Borgarhólsskóla þar sem nemendur
tónlistarskólans koma fram ásamt öðrum.
Á sunnudaginn verður Ólöf Nor-
dal með umfjöllun um trúarlegar
tilvísanir í list sinni.
Ólöf Nordal myndlistarkona verð-
ur með umfjöllun um trúarlegar
tilvísanir og táknmyndir í eigin
list á fræðslumorgni í suðursal
Hallgrímskirkju næsta sunnudag,
22. febrúar, klukkan 10.
„Í raun er svolítið skrítið fyrir
mig að halda svona fyrirlestur um
trúarleg málefni þar sem ég er í
sjálfu sér ekki trúarlegur lista-
maður, í þeim skilningi orðsins,
en vissulega eru trúarleg minni í
mínum verkum. Kemur það til af
því að ég nota myndlistina mikið
sem rannsóknartæki og skoða
hluti sem vefjast fyrir mér á ein-
hvern hátt og trúin vefst stundum
fyrir mér þar sem ég er efasemd-
armanneskja,“ segir Ólöf einlæg
en viðurkennir að flestir Íslend-
ingar hafi einhverja trúarþörf og
í raun sé hún að rannsaka þá þörf.
Ólöf er með sýningu í Start art
gallerí á Laugaveginum og heitir
sú sýning Þrjú lömb og kálfur.
Allir eru velkomnir í Hallgríms-
kirkju og heitt á könnunni. Að fyr-
irlestri loknum verður gengið til
kirkju þar sem sunnudagsmess-
an tekur við. Klukkan tvö er síðan
ensk messa. - hs
Trú og tákn
Ólöf fjallar um trúarlegar tilvísanir í eigin
verkum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kolaportið
er opið
laugardaga
og
sunnudaga
frá kl. 11-17
Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k
S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s
Vandaðir herraskór úr leðri í úrvali.
Stærðir: 40 - 47
Verð: 11.500.- 12.450.-
Tírol og Alparnir í allri sinni dýrð. Gist verður 5 nætur í Seefeld í Tírol á
glæsilegu hóteli. Ferðin hefst á flugi til Frankfurt, þaðan verður ekið til
Ulm og gist fyrstu nóttina. Á leið okkar til Seefeld skoðum við
ævintýrahöllina, Neuschwanstein í Füssen. Frá Seefeld verður farið í
skemmtilegar skoðunarferðir, t.d. að Achenseee sem er með fallegustu
vötnum Tíróls og að Gramai-Alm, en þar er upplagt að fá sér léttan
hádegisverð í osta- og pylsuseli frá 16. Öld. Ekin falleg leið yfir
Brennerskarðið til Brixen í Suður-Tíról á Ítalíu. Ferðinni lýkur í
Würzburg þar sem gist er eina nótt áður en flogið er heim.
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Verð: 152.500 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
VOR 1
5. - 12. apríl
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
Seefeld í Tíról
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Með hálfu fæði og öllumskoðunarferðum!
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is