Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 86
21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Fyrsta hefti ársins af Tímariti
Máls og menningar er komið út
undir stjórn nýs ritstjóra, Guð-
mundar Andra Thorssonar, sem
er lesendum Fréttablaðsins vel
kunnur af hans beittu pistlum hér
í blaðinu. Tekur hann við af Silju
Aðalsteinsdóttur. Með heftinu
hefst 70. árgangur tímaritsins. Í
aðfararorðum sínum segir Guð-
mundur Andri: „Ekki stendur til að
bylta efnistökum og áfram verður
það vettvangur fyrir umræðu um
bókmenntir, listir og þjóðfélags-
mál“ auk þess sem hann heitir því
hátíðlega að hrófla ekki við brot-
inu en því var breytt fyrir fáum
árum áskrifendum ritsins til lít-
illar gleði. Tímaritið hefur í sjötíu
ár verið mikilvægur vettvangur
umræðu og skáldskaparmála.
Það verður þó ekki annað séð en
að þjóðfélagsmálin séu meira áber-
andi í þessu fyrsta hefti heldur en
verið hefur að síðustu – kannski
í takt við tímann. Þannig prýðir
t.d. mynd af ókláruðum turni við
Höfðatorg forsíðuna sem kallast
á við grein Hjálmars Sveinssonar
um skipulagsmál.
Meðal efnis í heftinu má nefna
grein eftir Vilmund heitinn Gylfa-
son um íslenska stjórnmálaþróun
frá 19. öld til okkar daga, grein
eftir Hjálmar Sveinsson um stór-
hýsabyggingar á höfuðborgar-
svæðinu og afleiðingar þeirrar
samkeppni sem ríkt hefur milli
sveitarfélaganna þar í skipulags-
málum. Lisa Hopkins, prófessor
og Shakespearefræðingur, fjall-
ar um Hamlet og 101 Reykjavík
eftir Hallgrím Helgason og Árni
Óskarsson ræðir í kjölfarið við
Hallgrím um bókina. Að auki má
nefna grein eftir Halldór Guð-
mundsson um Helga Hálfdanar-
son, en hann var löngum drjúg-
ur og gjöfull veitandi í tímaritinu
með þýðingum sínum á ljóðmæl-
um ýmsum, yfirlit um glæpasögur
ársins eftir Katrínu Jakobsdóttur
menntamálaráðherra, umfjöllun
um skáldsagnaárið 2008 almennt
eftir Jón Yngva Jóhannsson, leik-
húspistil Silju Aðalsteinsdóttur og
grein um íslenskar þjóðsögur og
Harry Potter eftir Ármann Jak-
obsson. Loks eru ljóð, smásögur og
ritdómar í tímaritinu að vanda.
Tímaritið kemur út fjórum sinn-
um á ári og standa vonir til að það
verði í ritstjórn hins nýja ritstjóra
stundvíst. - pbb
Nýr ritstjóri TMM
BÓKMENNTIR Guðmundur Andri Thors-
son, rithöfundur og ritstjóri.
Tónlistarhátíðin Myrkir músik-
dagar gekk vel en henni lauk um
síðustu helgi. Aðsókn var sú besta
sem Tónskáldafélagið hefur séð
frá upphafi: tæplega tvö þúsund
gestir komu á sextán tónleika á
sjö dögum. Fjölbreytni var áber-
andi í dagskránni – gömul gildi
eru að hverfa og íslensk tón-
skáld að feta sig inn á
nýjar brautir í tónsköpun
sinni. Aldursdreifng var
mikil á tónhöfundum
sem voru frá tvítugu upp
í nírætt. Sem fyrr voru
ungir áheyrendur áber-
andi en fólk á öllum
aldri sótti tónleik-
ana og hetjur úr
poppbransan-
um sýndu á
sér nýja hlið
með metn-
aðarfullum
tónverkum
á MMD09.
Raunar mátti
líkja viðtök-
um á tónleikum
sinfóníunnar með
nýjum tónverkum og eldri við
popptónleika slíkar voru viðtök-
urnar.
Sem fyrr voru erlendir gestir
áberandi á MMD sem tóku þátt
í hátíðinni með nýjum tónverkun
og flutningi á þeim ásamt fyr-
irlestrum og kennslu á meist-
arastigi í samvinnu við Lista-
háskólann.
Meiri almennur áhugi
er á hátíðinni hjá almenn-
ingi og jákvæðar viðtökur
áheyrenda eru tónskáld-
um hvatning að halda
áfram á sömu braut, þenja
út svið þess sem í boði
er og kalla áheyr-
endur til fundar við
nýsmíði og nýgild
verk. Mörg verka
hátíðarinnar eru
enn aðgengileg á
hlaðvarpi RÚV.
- pbb
Myrkir músikdagar
TÓNLIST Ragnhildur
Gísladóttir var ein
þeirra sem áttu verk
á Myrkum músikdög-
um.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 22. febrúar
➜ Tónleikar
20.00 Gradualekór Langholtskirkju
við Sólheima verður með tónleika þar
sem á efniskránni verða verk eftir Høy-
bye og Busto auk þess sem flutt verða
þrjú lög úr myndinni Mamma Mia.
21.00 Stórsveit Reykjavíkur leikur
tónlist Thad Jones á Café Rosenberg
við Klapparstíg. Stjórnandi er Sigurður
Flosason.
➜ Námskeið
Gerðuberg í samstarfi við Heimilisiðn-
arafélag Íslands verður með námskeið í
öskupoka- og bolluvandagerð milli kl.
14 og 16. Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis. Gerðuberg við Gerðuberg 3-5.
➜ Listamannsspjall
15.00 Á milli laga Þuríður Sigurðar-
dóttir verður með listamannaspjall á
sýningu sinni í Listasafni ASÍ við Freyju-
götu.
➜ Dagskrá
14.00 Dagskrá verður í tilefni af
konudeginum í Borgarbókasafninu við
Tryggvagötu. Þar mun m.a. lögreglukór-
inn syngja mansöngva og Arngrímur
Vídalín flytja ástarljóð.
➜ Leiðsögn
15.00 Boðið verður upp á leiðsögn um
sýningu Textílfélagsins í Gerðarsafni
við Hamraborg í Kópavogi. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 11-17
➜ Tónlist
15.00 Í tilefni af
konudeginum býður
Karlakórinn Þrestir
konum í Hásali við
Srandgötu í Hafnarfirði, þar
sem kórinn mun syngja og bjóða
upp á kaffi og meðlæti.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 21. febrúar
➜ Tónleikar
17.00 Sunna Gunn-
laugsdóttir djasspíanisti
verður með tónleika í
Salnum við Hamraborg í
Kópavogi.
21.00 JP3 tríóið heldur
djasstónleika á Kaffi
Kúltúr við Hverfisgötu.
21.00 Stórsveit Reykjavíkur leikur
tónlist Thad Jones á Café Rosenberg
við Klapparstíg. Stjórnandi er Sigurður
Flosason.
22.00 200.000 Naglbítar verða á
Græna Hattinum, Hafnarstræti 96, Akur-
eyri. Húsið opnar kl. 21.
22.00 Hljómsveitirnar What about,
Nögl og Mammút verða á Dillon Rokk-
bar við Laugaveg 30.
➜ Tónlist
Í tilefni af Degi tónlistarskólanna
verður opið hús í Tónlistarskólanum
á Akureyri við Hvannavelli 14, milli kl.
10-14. Dagskrá og nánari upplýsingar á
www.tonak.is.
➜ Dansleikir
Plötusnúðurinn Stephan Bodzin verður
á NASA við Austurvöll.
Hljómsveitin Mono verður á Dillon
Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði.
Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um
starf háskólakennara
í grafískri hönnun
www.lhi.is
Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf
háskólakennara í grafískri hönnun við hönnunar- og
arkitektúrdeild með stöðuheiti lektors, dósents eða
prófessors.
Umsækjandi skal vera starfandi hönnuður, hafa kennt
umtalsvert við viðurkennda háskóla, og hafa meistara-
gráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði, eða
jafngilda þekkingu og reynslu.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars 2009.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans
Hart í bak
Skoppa og Skrítla í söng-leik
Heiður
Kardemommubærinn
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Vissir þú...
að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur,
fundi, námskeið og veislur! Salir og fundarherbergi fyrir
8-120 manns. Nánari upplýsingar á www.gerduberg.is
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16
Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
EFRI HÆÐ: Heyrðist eins og harpan væri að gráta
NEÐRI HÆÐ: Þetta vilja börnin sjá
BOGINN: Úr högum og heimahögum
Sunnudaginn 22. febrúar kl. 14-16
Kanntu að búa til öskupoka og bolluvendi?
Ókeypis tilsögn og efni í Gerðubergi.
Í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Sýningar:
Gallerý fiskur
hefur tekið við veitingarekstri í Gerðubergi!
Komið í bollukaffi á sunnudaginn og saltkjöt og baunir
á sprengidaginn! Kynnið ykkur matseðil og veislu-
þjónustu á www.galleryfiskur.is
Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 14-16
Öskudagsball í Gerðubergi
með Jóni Víðis, töframanni og hljómsveitinni
Fjörkörlunum. Í samstarfi við frístundamiðstöðina Miðberg
Aðgangur
ókeypis
Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um
starf háskólakennara
í arkitektúr
www.lhi.is
Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf
háskólakennara í arkitektúr við hönnunar- og
arkitektúrdeild með stöðuheiti lektors, dósents eða
prófessors.
Umsækjandi skal vera starfandi arkitekt, hafa kennt
umtalsvert við viðurkennda háskóla, og hafa
meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu
sviði, eða jafngilda þekkingu og reynslu.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars 2009.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans