Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 86
 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Fyrsta hefti ársins af Tímariti Máls og menningar er komið út undir stjórn nýs ritstjóra, Guð- mundar Andra Thorssonar, sem er lesendum Fréttablaðsins vel kunnur af hans beittu pistlum hér í blaðinu. Tekur hann við af Silju Aðalsteinsdóttur. Með heftinu hefst 70. árgangur tímaritsins. Í aðfararorðum sínum segir Guð- mundur Andri: „Ekki stendur til að bylta efnistökum og áfram verður það vettvangur fyrir umræðu um bókmenntir, listir og þjóðfélags- mál“ auk þess sem hann heitir því hátíðlega að hrófla ekki við brot- inu en því var breytt fyrir fáum árum áskrifendum ritsins til lít- illar gleði. Tímaritið hefur í sjötíu ár verið mikilvægur vettvangur umræðu og skáldskaparmála. Það verður þó ekki annað séð en að þjóðfélagsmálin séu meira áber- andi í þessu fyrsta hefti heldur en verið hefur að síðustu – kannski í takt við tímann. Þannig prýðir t.d. mynd af ókláruðum turni við Höfðatorg forsíðuna sem kallast á við grein Hjálmars Sveinssonar um skipulagsmál. Meðal efnis í heftinu má nefna grein eftir Vilmund heitinn Gylfa- son um íslenska stjórnmálaþróun frá 19. öld til okkar daga, grein eftir Hjálmar Sveinsson um stór- hýsabyggingar á höfuðborgar- svæðinu og afleiðingar þeirrar samkeppni sem ríkt hefur milli sveitarfélaganna þar í skipulags- málum. Lisa Hopkins, prófessor og Shakespearefræðingur, fjall- ar um Hamlet og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason og Árni Óskarsson ræðir í kjölfarið við Hallgrím um bókina. Að auki má nefna grein eftir Halldór Guð- mundsson um Helga Hálfdanar- son, en hann var löngum drjúg- ur og gjöfull veitandi í tímaritinu með þýðingum sínum á ljóðmæl- um ýmsum, yfirlit um glæpasögur ársins eftir Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, umfjöllun um skáldsagnaárið 2008 almennt eftir Jón Yngva Jóhannsson, leik- húspistil Silju Aðalsteinsdóttur og grein um íslenskar þjóðsögur og Harry Potter eftir Ármann Jak- obsson. Loks eru ljóð, smásögur og ritdómar í tímaritinu að vanda. Tímaritið kemur út fjórum sinn- um á ári og standa vonir til að það verði í ritstjórn hins nýja ritstjóra stundvíst. - pbb Nýr ritstjóri TMM BÓKMENNTIR Guðmundur Andri Thors- son, rithöfundur og ritstjóri. Tónlistarhátíðin Myrkir músik- dagar gekk vel en henni lauk um síðustu helgi. Aðsókn var sú besta sem Tónskáldafélagið hefur séð frá upphafi: tæplega tvö þúsund gestir komu á sextán tónleika á sjö dögum. Fjölbreytni var áber- andi í dagskránni – gömul gildi eru að hverfa og íslensk tón- skáld að feta sig inn á nýjar brautir í tónsköpun sinni. Aldursdreifng var mikil á tónhöfundum sem voru frá tvítugu upp í nírætt. Sem fyrr voru ungir áheyrendur áber- andi en fólk á öllum aldri sótti tónleik- ana og hetjur úr poppbransan- um sýndu á sér nýja hlið með metn- aðarfullum tónverkum á MMD09. Raunar mátti líkja viðtök- um á tónleikum sinfóníunnar með nýjum tónverkum og eldri við popptónleika slíkar voru viðtök- urnar. Sem fyrr voru erlendir gestir áberandi á MMD sem tóku þátt í hátíðinni með nýjum tónverkun og flutningi á þeim ásamt fyr- irlestrum og kennslu á meist- arastigi í samvinnu við Lista- háskólann. Meiri almennur áhugi er á hátíðinni hjá almenn- ingi og jákvæðar viðtökur áheyrenda eru tónskáld- um hvatning að halda áfram á sömu braut, þenja út svið þess sem í boði er og kalla áheyr- endur til fundar við nýsmíði og nýgild verk. Mörg verka hátíðarinnar eru enn aðgengileg á hlaðvarpi RÚV. - pbb Myrkir músikdagar TÓNLIST Ragnhildur Gísladóttir var ein þeirra sem áttu verk á Myrkum músikdög- um. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 22. febrúar ➜ Tónleikar 20.00 Gradualekór Langholtskirkju við Sólheima verður með tónleika þar sem á efniskránni verða verk eftir Høy- bye og Busto auk þess sem flutt verða þrjú lög úr myndinni Mamma Mia. 21.00 Stórsveit Reykjavíkur leikur tónlist Thad Jones á Café Rosenberg við Klapparstíg. Stjórnandi er Sigurður Flosason. ➜ Námskeið Gerðuberg í samstarfi við Heimilisiðn- arafélag Íslands verður með námskeið í öskupoka- og bolluvandagerð milli kl. 14 og 16. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Gerðuberg við Gerðuberg 3-5. ➜ Listamannsspjall 15.00 Á milli laga Þuríður Sigurðar- dóttir verður með listamannaspjall á sýningu sinni í Listasafni ASÍ við Freyju- götu. ➜ Dagskrá 14.00 Dagskrá verður í tilefni af konudeginum í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Þar mun m.a. lögreglukór- inn syngja mansöngva og Arngrímur Vídalín flytja ástarljóð. ➜ Leiðsögn 15.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Textílfélagsins í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 ➜ Tónlist 15.00 Í tilefni af konudeginum býður Karlakórinn Þrestir konum í Hásali við Srandgötu í Hafnarfirði, þar sem kórinn mun syngja og bjóða upp á kaffi og meðlæti. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 21. febrúar ➜ Tónleikar 17.00 Sunna Gunn- laugsdóttir djasspíanisti verður með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 21.00 JP3 tríóið heldur djasstónleika á Kaffi Kúltúr við Hverfisgötu. 21.00 Stórsveit Reykjavíkur leikur tónlist Thad Jones á Café Rosenberg við Klapparstíg. Stjórnandi er Sigurður Flosason. 22.00 200.000 Naglbítar verða á Græna Hattinum, Hafnarstræti 96, Akur- eyri. Húsið opnar kl. 21. 22.00 Hljómsveitirnar What about, Nögl og Mammút verða á Dillon Rokk- bar við Laugaveg 30. ➜ Tónlist Í tilefni af Degi tónlistarskólanna verður opið hús í Tónlistarskólanum á Akureyri við Hvannavelli 14, milli kl. 10-14. Dagskrá og nánari upplýsingar á www.tonak.is. ➜ Dansleikir Plötusnúðurinn Stephan Bodzin verður á NASA við Austurvöll. Hljómsveitin Mono verður á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í grafískri hönnun www.lhi.is Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í grafískri hönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild með stöðuheiti lektors, dósents eða prófessors. Umsækjandi skal vera starfandi hönnuður, hafa kennt umtalsvert við viðurkennda háskóla, og hafa meistara- gráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði, eða jafngilda þekkingu og reynslu. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars 2009. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans Hart í bak Skoppa og Skrítla í söng-leik Heiður Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, fundi, námskeið og veislur! Salir og fundarherbergi fyrir 8-120 manns. Nánari upplýsingar á www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is EFRI HÆÐ: Heyrðist eins og harpan væri að gráta NEÐRI HÆÐ: Þetta vilja börnin sjá BOGINN: Úr högum og heimahögum Sunnudaginn 22. febrúar kl. 14-16 Kanntu að búa til öskupoka og bolluvendi? Ókeypis tilsögn og efni í Gerðubergi. Í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands Sýningar: Gallerý fiskur hefur tekið við veitingarekstri í Gerðubergi! Komið í bollukaffi á sunnudaginn og saltkjöt og baunir á sprengidaginn! Kynnið ykkur matseðil og veislu- þjónustu á www.galleryfiskur.is Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 14-16 Öskudagsball í Gerðubergi með Jóni Víðis, töframanni og hljómsveitinni Fjörkörlunum. Í samstarfi við frístundamiðstöðina Miðberg Aðgangur ókeypis Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í arkitektúr www.lhi.is Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í arkitektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild með stöðuheiti lektors, dósents eða prófessors. Umsækjandi skal vera starfandi arkitekt, hafa kennt umtalsvert við viðurkennda háskóla, og hafa meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði, eða jafngilda þekkingu og reynslu. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars 2009. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.