Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 87
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2009 55
JPV-útgáfa hefur sent frá sér skáldsöguna Tilræðið. Sagan kom
fyrst út á frönsku árið 2005 og er
níunda skáldsaga Yasminu Khadra en
sú fyrsta sem kemur út á íslensku.
Yasmina Khadra er hins vegar dul-
nefni Mohammeds Moulessehoul.
Mohammed var
hershöfðingi í
alsírska hernum
og skrifaði sex
bækur undir eigin
nafni til ársins
1988. Þá setti
herinn honum
skilyrði; annað-
hvort hætti hann
að skrifa eða
öll handrit hans
yrðu ritskoðuð
af hernum. Mohammed sætti sig við
hvorugan kostinn og hóf að skrifa
undir nafni eiginkonu sinnar. Þegar
Mohammed gat hætt í hernum árið
2001 fluttist hann til Frakklands og
svipti hulunni af Yasminu Khadra.
Tilræðið fjallar um Amin Jaafari sem
er virtur skurðlæknir í Tel Avív. Hann
og kona hans, Sihem, eru palestínsk
að uppruna en ísraelskir ríkisborgarar,
vel stæð og vinamörg í samfélagi
gyðinga. Dag einn er veitingastaður
sprengdur í loft upp og Amin sagt
að Sihem sé meðal hinna látnu og
bendi margt til að hún beri ábyrgð
á tilræðinu. Karl Emil Gunnarsson
þýddi úr ensku.
Bókin Hann er ekki nógu skotinn í þér kom fyrst út hjá Vöku-Helga-
felli árið 2006 og seldist fljótlega
upp. Hinn 20.
febrúar nk. verður
stjörnum prýdd
kvikmynd byggð
á þessari sérstöku
og bráðskemmti-
legu bók frum-
sýnd hérlendis
og af því tilefni
var ákveðið að
endurprenta
bókina. Hann er
ekki nógu skotinn
í þér er ögrandi, fyndin og frels-
andi bók sem er eins og blanda af
skáldsögu og sjálfshjálp í léttum dúr.
Eftir lesturinn þurfa fallegar, klárar og
fyndnar konur ekki lengur að eyða
tíma í að finna afsakanir fyrir að halda
vonlausu sambandi áfram. Þessi
bók hjálpar þeim að finna hinn eina
rétta … þann sem er raunverulega
skotinn. Þýðandi er Þóra Sigurðar-
dóttir. Vaka-Helgafell gefur út.
Út er komin í kilju metsölubókin Áfrýjunin eftir John Grisham á
forlagi Veraldar. Kviðdómur í þétt-
setnum réttarsal í Missisippi sakfellir
risafyrirtæki fyrir að menga vatnsból
smábæjar með eiturefnaúrgangi með
þeim afleiðingum að fjöldi manns
deyr úr krabbameini. Fyrirtækið áfrýjar
til hæstaréttar
Missisippi. Dag
einn verða níu
dómarar að taka
afstöðu til máls-
ins – máls sem
getur knésett
risafyrirtækið.
Magnþrungin
spennusaga
um taumlausa
græðgi auð-
manna og spill-
ingu stjórnmálamanna sem víla
ekkert fyrir sér. John Grisham er einn
vinsælasti spennusagnahöfundur
allra tíma en bækur hans hafa selst
í meira en 225 milljónum eintaka.
Hann sló upphaflega í gegn með
lögfræðitryllinum Fyrirtækinu sem sat
á metsölulista New York Times í tæpt
ár. Áfrýjunin fór beint á toppinn á
metsölulistum vestan hafs þegar hún
kom í innbundnu formi og aftur ári
síðar í kilju. Áfrýjunin er 430 blaðsíður
að lengd.
NÝJAR BÆKUR
Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti heldur
tónleika í Salnum ásamt Þorgrími Jónssyni
og Scott McLemore í dag kl. 17. Tríóið flyt-
ur frumsamið efni í bland við útsetningar á
íslenskum lögum s.s. „Stóð ég úti í tungls-
ljósi“ og „Það búa litlir dvergar“.
Sunna Gunnlaugsdóttir er lærð í djass-
fræðum frá Bandaríkjunum. Hún hefur
gefið út 4 geisladiska með eigin tónsmíðum
og komið fram í Kanada, Japan, víða í Evrópu
og Bandaríkjunum. Í erlendum tímaritum er
hún sögð fella saman þokka evrópsks djass og
eldmóð hins bandaríska með tónsmíðum sem
höfða til fleiri en bara djassunnenda. Síðasti
diskur Sunnu, Live in Europe, náði inn á topp-
10 lista á djassútvarpsstöðvum í Bandaríkj-
unum 2003. Sunna kennir við Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar og í Tónheimum.
Trommarinn Scott McLemore útskrifað-
ist í djassfræðum frá William Paterson Coll-
ege 1997. Hann var virkur á djasssenunni í
New York næstu ár og hefur komið fram í
fjölmörgum löndum Evrópu, Kanada, Japan
og víðs vegar um Bandaríkin. Hann flutt-
ist búferlum til Íslands árið 2005 og starfar
sem tónlistarmaður og kennari við Listaskóla
Mosfellsbæjar. Scott hefur leikið inn á fjölda
geisladiska með erlendum og íslenskum tón-
listarmönnum.
Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari
lauk burtfaraprófi úr djassdeild FÍH vorið
2001. Hóf klassískt nám á kontrabassa undir
handleiðslu Gunnlaugs Stefánssonar í Tón-
listarskóla Sigursveins. Fór í framhalds-
nám til Haag í Hollandi og útskrifaðist með
BM-gráðu vorið 2006. Auk þessa hefur hann
leikið með helstu djassleikurum Íslands á
hinum ýmsu stöðum. Þorgrímur kennir við
Tónlistarskóla Árbæjar, Garðabæjar og Tón-
skóla Sigursveins. - pbb
Tríó Sunnu í Salnum í dag
TÓNLIST Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti.
Bólgu í munni og hálsi má lina með því að...
Stíflaðar nasir má lina með því að...
Þegar maður er með kvef og særindi í hálsi er almennt gott að...
Otrivin auðveldar þér andardrátt
þegar þú ert með kvef!
Strepsils, við særindum í hálsi!
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki