Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 88
56 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Þetta gerist alltaf með ákveðnu millibili. Blóm og blómamynstur birt- ast hjá tískuhönnuðum fyrir sumarið í ótal skrautlegum útgáfum. Þau minna mig á línuna úr kvikmyndinni The Devil wears Prada þar sem ritstýran, leikin af Meryl Streep, kastar hrúgu af fötum í stíl- istana og skammar þá fyrir skelfileg ófrumlegheit: „… blóm á sumr- in eru svo AUGLJÓS.“ Auðvitað er ég hrifin af blómum, og hvaða kona er það ekki. Málið er bara að ég vil ekkert sjá þau á fötunum mínum. Ég get dáðst að öðrum konum í blómamynstrum og jafnvel líka þeim fáu hippalegu karlmönnum sem skarta blómaskyrtum. En um leið og ég er komin í blóm finnst mér eins og það sé búið að yfirdekkja allan innri styrk og svalleika með rósrauðu ilmandi skýi, eins konar ofgnótt og „óverdós“ af sykursætri sykurull. Allt er best þegar jafnvægis er gætt er hin gullna regla lífsins og auðvitað er það regla tískunnar um leið. Til dæmis eru óskrifuð lög um að konur með mikinn augnfarða eigi að spara varalitinn og öfugt. Því er eins farið með kvenleikann. Ég myndi áætla að blóm og svoleiðis dútl myndu fara karlmannlegum konum mjög vel. Þá á ég við svona töff mjónuspírur með stutt hár eins og Agyness Deyn sem myndu gæða bleiku rósirnar pönki og vænum skammti af „attitjúdi“. Á hinn bóginn er kvenlega vaxin kona með sítt hár orðin of mikið af því góða í blómahafi og nýtur sín betur í einföld- um, jafnvel karlmannlegri fatnaði. Ég var einmitt að hugsa um þetta um daginn, að í raun yrði ég mjög sátt með strákafataskáp. Þar myndi ég ná mér daglega í svartar gallabuxur og jakka, stuttermaboli og klúta og einskis sakna nema einstaka mínípilsa. Lífið væri mun þægi- legra í þessu nýja strákalíki mínu, það eina sem ég þyrfti að huga að væru nokkrir mismunandi bolir og támjóir skór til skiptanna. En fyrir allar hinar konurnar, ykkur bleiku dísir, þá eru auðvitað ótal aðferðir við að skjóta rokki í rósirnar. Til dæmis er töff að henda snjáðum leð- urjakka eða strákalegum „blazer“ yfir blómakjóla, eða ganga í þeim yfir þröngu gallabuxunum. Þá breytast blómakjólarnir úr einhverju sem passar við breskt „high tea“ í eitthvað ívíð meira í anda The Kills. Annað sniðugt ráð er að ganga í þeim við pönkaralega háa hæla eða stígvél. En þið hafið að minnsta kosti verið varaðar við, sumar ástar, friðar og blóma er fram undan. Rokk versus rósir Dúndur hrukkuban- ann Prodigy RePlasty frá Helenu Rubin- stein sem á að sýna árangur eftir aðeins nokkra daga. Undurfagran kjól sem minnir á sumarið sem koma skal frá Henrik Vibskov. Fæst í Kron- Kron. Þvottaefni fyrir fínleg efni eins og kasmír, silki og ull frá The Laundress. Ilma dásamlega. OKKUR LANGAR Í … Tískuvikunni í New York er að ljúka og óhætt er að segja að hönnuðurinn Marc Jacobs hafi vakið einna mesta athygli fyrir haustlínu sína. Hann sótti innblást- ur sinn stíft til níunda áratugarins og sendi fyrirsæt- ur niður sýningarpallana klæddar í efnismiklar muss- ur og kjóla í glansandi neonlitum ásamt tilheyrandi greiðslu, förðun og axlapúðum. „Mér varð hugsað til gömlu góða daganna í New York,“ sagði Jacobs eftir sýningunna. „Þá var alltaf svo gaman að vera til og allir lögðu svo mikið í að dressa sig upp til að fara út á lífið.“ - amb GYLLT Efnis- mikill gylltur og glansandi kjóll með púffermum. MARC JACOBS FER AFTUR TIL NÍUNDA ÁRATUGARINS Duran Duran klippingar, neonlitir og axlapúðar K ÞOK FU Falle sva kjóll m bleik áhersl KANARÍ- FUGLS- GULUR Skemmti- legur stuttur kjóll með svörtu belti. GIRLS ON FILM Skærblá herðaslá með svörtum bryddingum. SKÆRBLEIKT Kokkteil- kjóll með dæmigerðu „eighties“ sniði. Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið. SENDU SMS EST BCD Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! VINNINGAR ERU: 100 ÍSLENSKAR BALLÖÐUR, GOS, GEISLADPLÖTUR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! WWW.SENA.IS/100SERIA 9. HVERVINNUR! Allar uppáhalds ballöðu rnar þínar á 5 geislaplötum! > ER AGYNESS AÐ HÆTTA ? Stærsta nafnið í fyrirsætu- heiminum um þessar mundir er án efa hin breska Agyness Deyn. Hún er einungis tuttugu og fimm ára en sagði við tímaritið New York Mag- azine að hún hygðist brátt hætta störfum sem fyrisæta þar sem tískuheimurinn væri ekki upphaf og endir alls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.