Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 90
58 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
„Við viljum láta fólki líða eins það
sé inni á stað í Prag í kringum 1900
þegar Kafka var á lífi,“ segir Nuno
da Palma, rekstrarstjóri nýja veit-
inga- og skemmtistaðarins Kafka
á Laugavegi 22. Staðurinn opnaði
um síðustu helgi og heitir eftir rit-
höfundinum og bóhemnum Franz
Kafka sem var uppi 1883-1924.
„Agnieska Baranowska sér um
að innrétta staðinn og við höfum
fengið mjög góð viðbrögð við
stemningunni sem þar ríkir. Frá
og með mánudeginum munum
við selja veitingar og verð-
um þá með tvo til þrjá rétti og
súpu. Við ætlum að hafa minna
úrval til að halda verðinu í lág-
marki í kreppunni,“ segir Nuno.
Aðspurður segir hann engin tengsl
vera milli Kafka og skemmti-
staðarins 22. „Í húsinu eru tveir
aðskildir staðir. Klapparstígsmeg-
in er gengið upp á efri hæð hússins
þar sem 22 er til húsa, en það er
gengið inn á Kafka af Laugavegi
og það er ekki innangengt á milli
staðanna,“ útskýrir Nuno. Spurð-
ur hvort haldnir verði tónleikar
á staðnum segir hann fjölbreytta
dagskrá vera fram undan. „Við
verðum ekki með einsleita tónlist-
arstefnu heldur allt frá teknó til
reggítónlistar. Á föstudagskvöld-
ið spiluðu til dæmis Maggi Legó og
Sudden Weather Change, en í kvöld
spilar Jeff Who?,“ bætir hann við.
„Hugmyndin er í raun að Kafka
verði aldrei fullkomlega tilbúinn
heldur haldi stöðugt áfram að þró-
ast og breytast.“ - ag
Bóhemstemning á Laugavegi
GAMALDAGS STEMNING Á Kafka er hægt að fá sér kaffibolla eða máltíð á meðan
gluggað er í þýsk, frönsk eða ensk tímarit og sletta úr klaufunum um helgar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Voltaic nefnist væntanleg plata
Bjarkar. Á plötunni verða upptök-
ur frá síðustu tónleikaferð, nánar
tiltekið frá tónleikum í París og
Reykjavík. Einnig var tónleika-
prógrammið tekið upp í hljóðveri
í London.
Hægt verður að fá Voltaic í
nokkrum útgáfum, sú viðamesta
verður fjögurra diska pakki
(geisladiskur með tónleikum í
hljóðveri í London, annar með
„the Volta mixes“, dvd-diskur
með tónleikum í París og Reykja-
vík og svo annar með Volta mynd-
böndunum og myndbandakeppn-
inni).
Útgáfudagur er óstaðfestur, en
líklega kemur platan út í mars.
Tónleikaplata með
Björk á leiðinni
VOLTAIC Björk gefur út tónleikaplötu.
> ÓTTAST ÁHÆTTUATRIÐI
Naomi Watts segist vera dauð-
hrædd við að framkvæma
áhættuatriðin í bíómyndum
sínum. Hún segir nógu slæmt að
liggja á miðjum vegi og finnst
það nægilega mikil áhætta, en
nýlega slasaðist áhættuleikari lítil-
lega við tökur á atriði í nýjustu
mynd leikkonunnar. Naomi, sem
er fertug, eignaðist son í desem-
ber og viðurkennir að erfitt sé að
finna jafnvægi milli vinnunnar og
móðurhlutverksins.
„Hérna er eiginlega bara allt á floti,
það var allt brjálað eftir að fréttin
birtist,“ segir gullsmiðurinn Magnús
Steinþórsson hjá demantar.is í Póst-
hússtræti. Fréttablaðið greindi frá
því í vikunni að Magnús keypti gull af
hinum venjulega Íslendingi á ágæt-
is verði, eða þúsund krónur grammið.
Magnús segir að hann hafi varla
undan og hann grunar að fleiri gull-
smiðir eigi eftir að taka þessa iðju
upp. „Þetta hefur ekki tíðkast hér en
þegar þeir sjá hversu vel þetta gengur
hjá mér eiga þeir vafalítið eftir að feta
í þessi fótspor.“
Magnús nefnir sem dæmi að fyrir
tveimur dögum hafi kona frá Sel-
fossi hringt eftir að hafa einmitt
lesið fréttina í Fréttablaðinu. Hún
hafi verið með þrjá skartgripi sem
hún var hætt að nota. Magnús bauð
henni að koma til sín og sagðist vilja
kíkja á gripina. Konan gerði sér lítið
fyrir og gróf upp allar hálfar háls-
festar og hringa sem söfnuðu ryki í
skartholunum. Þegar allt kom til alls
fór hún aftur austur fyrir fjall með
hundrað þúsund krónur fyrir gullið.
„Hún mætti með syni sínum og hundi,
strákurinn var alveg gáttaður á því að
hægt væri að koma þessu öllu í verð,“
segir Magnús og bætir því við að fólk
sé alveg ótrúlega þakklátt fyrir þessa
þjónustu. „Sérstaklega að það sé ein-
hver sem hafi öll tæki og tól og þekk-
ingu og er þar að auki alveg stálheið-
arlegur maður.“
- fgg
Gullæði gripið um sig hjá Magnúsi
UPPGRIP Í GULLI Sannkallað gullæði hefur ríkt
í verslun Magnúsar í Pósthússtræti en þangað
fara venjulegir Íslendingar með rykfallna skart-
gripi sem þeir eru hættir að nota.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN