Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 90

Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 90
58 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Við viljum láta fólki líða eins það sé inni á stað í Prag í kringum 1900 þegar Kafka var á lífi,“ segir Nuno da Palma, rekstrarstjóri nýja veit- inga- og skemmtistaðarins Kafka á Laugavegi 22. Staðurinn opnaði um síðustu helgi og heitir eftir rit- höfundinum og bóhemnum Franz Kafka sem var uppi 1883-1924. „Agnieska Baranowska sér um að innrétta staðinn og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við stemningunni sem þar ríkir. Frá og með mánudeginum munum við selja veitingar og verð- um þá með tvo til þrjá rétti og súpu. Við ætlum að hafa minna úrval til að halda verðinu í lág- marki í kreppunni,“ segir Nuno. Aðspurður segir hann engin tengsl vera milli Kafka og skemmti- staðarins 22. „Í húsinu eru tveir aðskildir staðir. Klapparstígsmeg- in er gengið upp á efri hæð hússins þar sem 22 er til húsa, en það er gengið inn á Kafka af Laugavegi og það er ekki innangengt á milli staðanna,“ útskýrir Nuno. Spurð- ur hvort haldnir verði tónleikar á staðnum segir hann fjölbreytta dagskrá vera fram undan. „Við verðum ekki með einsleita tónlist- arstefnu heldur allt frá teknó til reggítónlistar. Á föstudagskvöld- ið spiluðu til dæmis Maggi Legó og Sudden Weather Change, en í kvöld spilar Jeff Who?,“ bætir hann við. „Hugmyndin er í raun að Kafka verði aldrei fullkomlega tilbúinn heldur haldi stöðugt áfram að þró- ast og breytast.“ - ag Bóhemstemning á Laugavegi GAMALDAGS STEMNING Á Kafka er hægt að fá sér kaffibolla eða máltíð á meðan gluggað er í þýsk, frönsk eða ensk tímarit og sletta úr klaufunum um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Voltaic nefnist væntanleg plata Bjarkar. Á plötunni verða upptök- ur frá síðustu tónleikaferð, nánar tiltekið frá tónleikum í París og Reykjavík. Einnig var tónleika- prógrammið tekið upp í hljóðveri í London. Hægt verður að fá Voltaic í nokkrum útgáfum, sú viðamesta verður fjögurra diska pakki (geisladiskur með tónleikum í hljóðveri í London, annar með „the Volta mixes“, dvd-diskur með tónleikum í París og Reykja- vík og svo annar með Volta mynd- böndunum og myndbandakeppn- inni). Útgáfudagur er óstaðfestur, en líklega kemur platan út í mars. Tónleikaplata með Björk á leiðinni VOLTAIC Björk gefur út tónleikaplötu. > ÓTTAST ÁHÆTTUATRIÐI Naomi Watts segist vera dauð- hrædd við að framkvæma áhættuatriðin í bíómyndum sínum. Hún segir nógu slæmt að liggja á miðjum vegi og finnst það nægilega mikil áhætta, en nýlega slasaðist áhættuleikari lítil- lega við tökur á atriði í nýjustu mynd leikkonunnar. Naomi, sem er fertug, eignaðist son í desem- ber og viðurkennir að erfitt sé að finna jafnvægi milli vinnunnar og móðurhlutverksins. „Hérna er eiginlega bara allt á floti, það var allt brjálað eftir að fréttin birtist,“ segir gullsmiðurinn Magnús Steinþórsson hjá demantar.is í Póst- hússtræti. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Magnús keypti gull af hinum venjulega Íslendingi á ágæt- is verði, eða þúsund krónur grammið. Magnús segir að hann hafi varla undan og hann grunar að fleiri gull- smiðir eigi eftir að taka þessa iðju upp. „Þetta hefur ekki tíðkast hér en þegar þeir sjá hversu vel þetta gengur hjá mér eiga þeir vafalítið eftir að feta í þessi fótspor.“ Magnús nefnir sem dæmi að fyrir tveimur dögum hafi kona frá Sel- fossi hringt eftir að hafa einmitt lesið fréttina í Fréttablaðinu. Hún hafi verið með þrjá skartgripi sem hún var hætt að nota. Magnús bauð henni að koma til sín og sagðist vilja kíkja á gripina. Konan gerði sér lítið fyrir og gróf upp allar hálfar háls- festar og hringa sem söfnuðu ryki í skartholunum. Þegar allt kom til alls fór hún aftur austur fyrir fjall með hundrað þúsund krónur fyrir gullið. „Hún mætti með syni sínum og hundi, strákurinn var alveg gáttaður á því að hægt væri að koma þessu öllu í verð,“ segir Magnús og bætir því við að fólk sé alveg ótrúlega þakklátt fyrir þessa þjónustu. „Sérstaklega að það sé ein- hver sem hafi öll tæki og tól og þekk- ingu og er þar að auki alveg stálheið- arlegur maður.“ - fgg Gullæði gripið um sig hjá Magnúsi UPPGRIP Í GULLI Sannkallað gullæði hefur ríkt í verslun Magnúsar í Pósthússtræti en þangað fara venjulegir Íslendingar með rykfallna skart- gripi sem þeir eru hættir að nota. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.