Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 96

Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 96
Iceland Express karla Keflavík-Grindavík 82-85 (46-50) Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Gunnar Einarsson 17, Sverrir Þór Sverrisson 15, Jón Norðdal Haf- steinsson 7, Axel Þór Margeirsson 1. Stig Grindavíkur: Brenton Joe Birmingham 18, Páll Axel Vilbergsson 15, Nick Bradford 14, Þor- leifur Ólafsson 13 (11 frák.), Arnar Freyr Jónsson 12, Páll Kristinsson 10, Guðlaugur Eyjólfsson 3 ÍR-Snæfell 76-82 (39-42) Stigahæstir: Hreggviður Magnússon 22, Sveinbjörn Claessen 17, Eiríkur Önundarson 15 - Sigurður Þorvaldsson 20, Lucious Wagner 19, Hlynur Bæringsson 14 (13 frák.). Breiðablik-FSu 77-96 N1 deild kvenna Haukar-Fylkir 42-26 Markahæstar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 17, Erna Þráinsdóttir 5- Sunna Jónsdóttir skoraði , Sunna María Einarsdóttir 6, Hanna Rut Sigur- jónsdóttir 5. 64 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink þreytir frumraun sína með Chelsea um helgina. Hann byrjar á risavöxnu verkefni enda er Chelsea að fara í sex stiga leik gegn Aston Villa á Villa Park. „Við erum tíu stigum á eftir Man. Utd og auðvitað verður þetta erfitt en við verðum að láta reyna á þetta. Við erum réttri leið í bik- arnum og Meistaradeildinni en að ná þessum titli er verðu áskorun,“ sagði Hiddink sem ætlar aðeins að stýra Chelsea út þessa leiktíð. „Ég er samt ekki kominn hingað bara til þess að drepa tímann.“ Topplið Man. Utd tekur á móti Blackburn og Edwin van der Sar getur haldið hreinu fimmtánda leikinn í röð. Edwin van der Sar hefur ekki fengið á sig mark í 1.302 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Ef Hollendingurinn heldur hreinu í 89 mínútur í dag mun hann slá Evrópumet Danny Verlinden sem spilaði með Club Brugge. Það met hefur staðið síðan 1990. Á sunnudag er síðan athyglis- verður slagur á Anfield þegar Liverpool tekur á móti Man. City. Steven Gerrard verður ekki með í leiknum en vonir stóðu til að hann gæti tekið þátt. Liverpool verð- ur einnig án Xabi Alonso sem er í banni. - hbg Áhugaverðir leikir í ensku úrvalsdeildinni um helgina: Hiddink byrjar í sex stiga leik gegn Villa GUUS HIDDINK Hollendingurinn þarf sárlega á þremur stigum að halda gegn Aston Villa í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ÚRSLITIN Í GÆR FRJÁLSAR Það verður örugglega jöfn og spennandi keppni í 3. bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bandsins innanhúss sem fram fer í Laugardalshöllinni í dag. Keppt verður í tólf greinum karla og kvenna og hefst keppn- in kl. 13.00. ÍR-ingar eru núverandi bikar-meistarar en hlutu einu stigi meira en FH í fyrra. FH, sem hefur verið mjög sigur- sælt í bikarkeppninni utanhúss, á enn eftir að vinna innanhús- bikarinn því Breiðablik sigraði árið 2007. - óój Bikarkeppni FRÍ innanhúss: Verja ÍR-ingar bikarinn í dag? KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í Keflavík í sjö ár þegar þeir lögðu heimamenn 85-82 í Toyota-höllinni í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Sigurinn stóð tæpt í lokin en eftir hann er Grindavík aðeins tveimur stigum á eftir KR í baráttunni um deildar- meistaratitilinn. „Þetta var verulega ljótur sigur. Þetta var basl allan leikinn, þeir komu alltaf til baka og við náðum aldrei að komast almennilega upp á tærnar í leiknum.Það eina sem ég tek jákvætt út úr þessum leik er að vinna hérna í Keflavík því Grinda- vík hefur ekki unnið hér í sjö ár,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálf- ari Grindavíkur. Grindavíkurliðið hafði fyrir leikinn tapað ellefu leikj- um í röð í Toyota-höllinni í Kefla- vík eða öllum leikjum síðan að liðið vann 97-92 í deildinni 15. nóvember 2002. Keflvíkingar voru hins vegar að tapa sínum þriðja leik í röð á heimavelli sem gerist ekki oft. Grindvíkingar byrjuðu betur, röðuðu niður þriggja stiga körfum og skoruðu mikið úr opnum skot- um úr hraðaupphlaupum. Grinda- vík var mest komið tólf stigum yfir um miðjan annan leikhluta en Keflavíkurliðið kom sér aftur inn í leikinn með því að setja niður 8 stig í röð á 45 sekúndum þar af voru tveir þristar frá Herði Axel Vilhjálms- syni. Munurinn var þá fjögur stig og hélt þannig fram að hálfleik. Grindvíkingar náðu aftur tök- unum í seinni hálfleik en Keflvík- ingar héldu sér alltaf inni í leikn- um á góðri baráttu og svæðisvörn sem fór eitthvað illa í gestina úr Grindavík. „Mestu vonbrigðin voru að við vorum búnir að búa okkur vel undir svæðisvörn en við höktum á móti henni. Grindavík á ekki að hökta á móti svæði. Við munum eyða næstu dögum í að laga sókn- ina á móti svæðisvörn því það á ekk- ert lið að geta spilað svæðisvörn á móti okkur,” sagði Friðrik þjálfari Grindavíkur. Arnar Freyr Jónsson átti góða innkomu í lokin en var síðan næst- um því búinn að færa Keflvíkingum tækifæri á að jafna leikinn með því að klikka á þremur vítum í blálokin. Keflvíkingar nýttu hins vegar ekki tvær sóknir í kjölfarið og gestirnir sluppu með sigur. „Við erum að spila við annað af tveimur bestum liðunum í deildinni og hefðum alveg getað tekið þetta. Það gekk ekki í kvöld en ég er samt bjartsýnn á framhaldið því við erum að gera flotta hluti og þetta er allt upp á við hjá okkur,” sagði Keflvík- ingurinn Sverrir Þór Sverrisson. Ég var stressaður Margra augu voru á Nick Brad- ford sem sneri aftur á sínar gömlu heimaslóðir. Hann fann sig hins vegar aldrei í leiknum en fagnaði samt enn á ný sigri í íþróttahúsinu í Keflavík. „Þetta var góður sigur en ég spilaði sjálfur ekki vel. Ég er mjög vonsvikinn með mína frammi- stöðu í kvöld. Ég held jafnvel að ég hafi verið svolítið stressaður fyrir þennan leik og ég er það aldrei,“ sagði Nick eftir leikinn en honum voru eitthvað mislagðar hendur á móti sínum gömlu félögum og var meðal annars með 12 tapaða bolta. ooj@frettabladid.is Langþráður en ljótur sigur Grindavík er ennþá með í baráttunni um deildarmeistaratitilinn eftir þriggja stiga sigur í Keflavík í gær þann fyrsta þar síðan árið 2002. Nick Bradford fann sig aldrei á gamla heimavellinum sínum. SIGUR Á GÖMLU FÉLÖGUNUM Arnar Freyr Jónsson var góður á upphafsmínútunum í sigri Grindavíkur á hans gömlu félögum úr Keflavík en lenti í villuvandræðum í upphafi seinni hálfleiks. Hann var með 12 stig og 7 stoðsendingar í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ein besta frjálsíþróttakona landsins, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, verður fjarri góðu gamni á Bikarkeppni FRÍ um helgina alveg eins og hún hefur verið á MÍ í frjálsum og MÍ fjölþraut undanfarnar tvær helgar. „Ég var í mjög góðu formi þannig að þetta var virkilega svekkjandi. Upphaflega hélt ég að það væri rifinn einhver hluti af sininni í ilboganum en við höldum núna að þetta sé rifinn távöðvi. Ég fann fyrir þessu á MÍ 15 til 22 ára en svo var ég að taka spretti á þriðjudeginum á eftir mótið þá fann ég eitthvað smella,“ segir Helga Margrét sem var aðeins búin að keppa á tveimur innanhúsmótum þegar hún meiddi sig. „Ég er búin að vera ótrúlega heppin hingað til og það hafa margir sagt við mig að þetta fylgi bara og að ég sé að taka út ákveðin meiðsli núna,“ segir Helga en hún gæti verið frá í meira en sex vikur. „Það voru tvær vikur frá þessu á þriðju- daginn og ég er ekki enn farin að skokka neitt. Þetta tekur tíma og getur tekið allt að sex vikum. Ég þarf ekki að fara í neina aðgerð og þetta jafnar sig,” segir Helga en hún er að hlaupa í sundi, lyfta og labba í gegnum tæknigreinarnar þessa dagana og fer í kringum meiðslin í æfingunum. „Ég ætla fyrst að byrja á því að jafna mig á þessu. Ég er að æfa á fullu og er að gera allt nema það sem ég finn til við. Í sumar er EM 19 ára og yngri en svo eru líka Smáþjóðaleikar, Norðurlandamótið í fjölþraut og Evrópubikarkeppni landsliða,” segir Helga sem segir Evrópumótið 19 ára yngri vera aðalmótið fyrir sig. „Þessi meiðsli gætu haft áhrif en ég reyni samt ekki að velta mér upp úr því þar sem að það er það langt í þetta ennþá. Auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif en ég ætla bara að láta þetta ekki hafa nein áhrif,” segir Helga en það er samt erfitt að missa af hverju mótinu á fætur öðru. „Auðvitað hugsar maður að ég sé búinn að leggja allan þennan tíma í æfinga og svo get ég ekki keppt í vetur. Þetta innanhústímabil skiptir ekki neinu máli með hvað ég ætla að gera í framtíðinni. Þetta verður ekkert mál og ég kem alveg brjáluð inn í utan- hústímabilið.“ HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR MEIDD Á FÆTI: MISSIR AF ÖLLUM ÞREMUR STÓRU INNANHÚSSMÓTUNUM Í ÁR Ég kem alveg brjáluð inn í utanhústímabilið > Hefnir Keflavík líka bikartapsins? Bikaúrslitaliðin í kvennaflokki, meistarar KR og silfurlið Keflavíkur, mætast í Iceland Express-deild kvenna í Keflavík dag. KR-konur hafa tapað níu leikjum í röð í Keflavík og hafa ekki unnið þar síðan 31. janúar 2005. Keflavíkurkonur hafa líka unnið sjö heimaleiki í röð í deild og bikar. Silfurlið KR náði að hefna bikartaps- ins á móti Stjörnunni með 29 stiga sigri á fimmtudagskvöldið og nú er að sjá hvort Keflavíkurkonur nái að leika sama leik í dag en leikurinn hefst klukkan 16.00 í Toyota-höllinni í Keflavík. Mikil stemning á öðru móti Meistaradeildar VÍS: Sigurður varði fjórgangstitilinn HESTAR Sigurður Sigurðarson vann annað árið í röð fjórgangskeppn- ina í Meistaradeild VÍS en annað mótið í mótaröðinni fór fram í Ölfushöll á fimmtudag. Fullt var út úr dyrum og þúsundir fylgdust með á Netinu. Sigurður sigraði á Suðra frá Holtsmúla en annar var Jakob Sigurðsson á Auð frá Lundum. Hinrik Bragason á Náttfara frá Þorláksstöðum varð þriðji. Eyjólfur Þorsteinsson leiðir einstaklingskeppnina með 17 stig en Sigurður er annar með 12 stig. Næsta mót fer fram 5. mars og þá verður keppt í slaktaumtölti. - hbg FJÓRGANGSMEISTARI Sigurður Sig- urðarson sést hér á efsta þrepi ásamt þeim Jakobi Sigurðarsyni og Hinriki Bragasyni MYND/JENS EINARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.