Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 21. maí 1988
FRÉTTAYFIRLIT
BONN - George Shultz
utanríkisráöherra Bandaríkj-
anna sagði að á leiðtogafund-
inum í Moskvu 29. maí myndu
risaveldin skýra frá árangri
sem náðst hefur í takmörkun
langdrægra kiarnaflauga, en
samningar yrou ekki endan-
lega frágengnir á þeim tíma.
Shultz sagði einnig að mann-
réttindamal myndu skipa verð-
ugan sess í viðræðunum í
Moskvu.
DAMASKUS - Ali Kham-
enei forseti írans sendi forseta
Sýrlands, Hafez Al-Assad,
orðsendingu á sama tíma og
sýrlenskar hersveitir undir-
bjuggu inngöngu inn í suður-
hverfi Beirútborgar til að
skakka leikinn í bardögum Am-
alskæruliða sem njóta stuðn-
ings Sýrlendinga og skæruliða
Hizabollah sem njóta stuðn-
ings l’rana. Ekki er vitað hvert
innihald orðsendingarinnar
var.
MOSKVA - Stjórnin í Kabúl
hefur sakað stjórn Pakistans
um að brjóta Afganistansam-
komulagið með því að birgja
afganska skæruliða upp af
vopnum og vistum.
LISSAÐON - Skæruliðar
Unitahreyfingarinnar sem nýt-
ur stuðnings Bandaríkjanna og
Suður-Afríkumanna skýrðu frá
sigrum sínum í átökum við
stjórnarhermenn Angóla, að-
eins degi eftir að Bandaríkja-
menn og Sovétmenn luku við-
ræðum sínum um hugsanlegt
friðarsamkomulag í Angóla.
BUDAPEST - Ungverski
þjóðarleiðtoginn Janos Kadar
hvatti til víðtækra pólitískra
umbóta og endurnýjunar á for-
ystuliði landsins. Hann gaf þó
ekkert í skyn um að hann
hygðist fara frá völdum eftir 31
ár í valdastól.
PARÍS - Franskir íhalds-
menn funduðu með miðju-
mönnum í von um að ná á
síðustu stundu samkomulagi
um kosningabandalag gegn
sósíalistum sem eiga sigur vís-
an t þingkosningum í næsta
mánuoi.
VARSJA - Dómstóll í
Varsjá nam úr gildi fangelsis-
dóm yfir Janusz Onyszkiewicz,
talsmanni verkalýðssamtak-
anna Samstöðu, en skipaði
honum þó í tuttugu ára þegn-
skylduvinnu. Januszi var gefið
að sök að hafa veitt vestræn-
um fjölmiðlum rangar upplýs-
ingar á meðan á verkföllum
stóð á dögunum. Fjöldi félaga
í Samstöðu strunsaði úr réttar-
salnum í mótmælaskyni þegar
dómurinn tók ekki mark á vitn-
um verjanda Januszar.
AMSTERDAM - Innbrots-
þjófar stálu málverki eftir Vinc-
ent van Gogh, málverki sem
metið er á 35 milljónir dollara,
og hékk uppi í Amsterdam
Stedelijk museum art gallery.
íranar segjast eiga í stríði við
Bandaríkin, en Bandaríkin segj-
ast ekki eiga í stríði við íran.
Þetta er það nýjasta í værum
írana og Bandaríkjamanna á
Persaflóa, en ástand þar hefur
verið mjög eldfimt eftir að
Bandaríkjamenn gerðu árásir á
íranska olíuborpalla og herskip í
síðasta mánuði.
„Bandaríkin hafa í raun hafið
stríð við okkur. Við munum eiga
raunverulega í stríði við Bandaríkin
í framtíðinni," sagði Rafsanjani tals-
maður íranska þingsins í gær.
Lagði Rafsanjani áherslu á að franar
yrðu að undirbúa sig fyrir frekari
hernaðarátök við Bandaríkjamenn.
Bandaríkjastjórn vill þó ekkert
kannast við að Bandaríkin eigi í
stríði við írana, né að það sé á
dagskrá á næstunni. Hins vegar
ítrekaði talsmaður bandarísku
stjórnarinnar að Bandaríkjamenn
myndu verja hendur sínar á Persafl-
óa ef á þá yrði ráðist.
íranar hafa sakað Bandaríkja-
menn um að hafa skipað sér við hlið
íraka í Persaflóastríðinu með því að
trufla radarstöðvar írana þegar ír-
akskar þotur gerðu loftárás á
olíuhöfn í íran á dögunum og hafa
nú í hótunum við Bandaríkjamenn.
„Bandaríska þjóðin ætti að vita að
ef bandaríska stjórnin heldur út í
stríð við írönsku þjóðina, þá verður
það henni dýrkeypt, og margir ungir
menn bandarískir menn deyja,“
sagði Rafsanjani á vikulegri bæna-
stund í íslamska háskólanum í
Teheran.
Hvað stríðið við íraka, sem nú
hefur staðið á áttunda ár, varðar þá
hefur ekkert dregið úr vígamóð
írana ef marka má orð Rafsanjanis.
„Við munum ekki hætta, jafnvel þó
við hefðum aðeins einn mann eftir
með byssu í hönd, fyrr en réttlætinu
hefur verið fullnægt í þessu stríði."
íranar segja Bandaríkin vera komin
í stríð við Íran, en Bandaríkjamcnn
kannast ekki við það. Rafsanjani
forseti íranska þingsins hvatti írana
til að undirbúa átök við Bandaríkja-
menn. Þetta barn virðist tilbúið í
slaginn.
Manndrápin halda
áfram á Indlandi
Poul Schluter fær um-
boðtil stjórnarmyndunar
Bið eftir
stjórn í
Danaveldi
Loks kom að því að Poul
Schlúter forsætisráðherra Dan-
merkur fengi umboð til stjórn-
armyndunar. Margrét Dana-
drottning afhenti honum um-
boðið í gær eftir að Niels
Helveg Petersen formaður
Radikal venstre hafði gefist
upp við verkefnið. „Þetta er
mjög erfitt verkefni og óvíst að
það takist. Ég mun ekki kosta
hverju sem er til að mynda
ríkisstjórn," sagði Schlúter á
tröppum Kristjánsborgarhall-
arinnar í Kaupmannahöfn eftir
að hann tók við umboðinu.
Það er næsta víst að erfitt
verkefni bíður Schlúters því ef
hann ætlar að mynda hægri
stjóm þarf hann bæði stuðning
eða hlutleysi Framfaraflokks
Glistrups og hins frjálslynda
flokks Niels Helvegs Peter-
sens, Radikal venstre. Radikal
venstre hefur lýst því yfir að
flokkurinn geti ekki undir nein-
um kringumstæðum stutt
stjórn sem Framfaraflokkurinn
á sæti t. Leggur Niels Helveg
áherslu á að mynduð verði
ríkisstjórn á breiðum grund-
velii. Schlúter hefur hins vegar
sagt að ekki komi til greina að
íhaldsflokkurinn vinni saman í
stjórn með jafnaðarmönnum.
Því virðist allt ætla að verða í
hnút í dönskum stjórnmálum á
næstunni.
Indverska stjórnin hefur
sent fjölmennt lið sérþjálf-
aðra lögreglumanna til
Punjabhéraðs til að fást við
byssumenn Shíka þar, en
ekkert lát virðist ætla að
verða á grimmdarverkum
þeirra. Á þremur dögum
hafa hundrað þrjátíu og
fimm manns verið drepnir
í Punjab héraði, flestir
þeirra hindúar sem Shíkar
hafa myrt í hefndarskyni
fyrir það sem þeir
telja helgispjöll ind-
verskra sérsveita er
þær réðust inn-
göngu í Gullna hof-
ið í Amristar, helg-
asta stað Shíka í
Punjabhéraði.
Shíkar sem vilja
stofna íslamskt ríki
í Punjab og krefjast
aðskilnaðar frá
Indlandi tóku
Gullna hofið her-
skildi til að leggja
áherslur á kröfur
sínar.
En það eru vær-
ingar á milli músl-
íma og hindúa á
fleiri stöðum en í
Punjab. í gær létust
að minnsta kosti nítján manns í
óeirðum á milli hindúa og múslíma
í borginni Aurangabad á vestur
Indlandi, en um fjóröungur íbúa
borgarinnar er múslímar. Óeirðirnar
urðu í kjölfar Eid-Al Fitr hátíðar-
haldanna sem marka lok hins heilaga
Ramadan mánaðar múslíma og var
tilefnið það að dómstóll hafði frestað
m
m
Herskáir Shítar tóku Gullna hofíð á sitt vald á dögunum og gáfust ekki upp fyrr en indverskar
hersveitir rédust inn í hofíö. Nú hafa hópar sérsveita indversku lögreglunnar veriö sendir til
Punjabhéraðs til aö eiga við byssumenn Shíka sem eru iðnir við að myrða hindúa í
hefndarskyni.
ÚTLÖND
að úrskurða í kærumáli sem snerti
síðustu þingkosningar á Indlandi.
Neyddust yfirvöld að setja á sólar-
hrings útgöngubann í borginni.
Nú hefur verið upplýst að í um-
sátrinu um Gullna hofið létust þrjá-
tíu og þrír hermenn, en aðeins fimm
Shíkar.
UMSJÓN:
Ha ur
Magnússon
’
BLAÐAMAÐUP
Sérþjálfaðar sveitir lögreglu sendar til Punjab:
ll
Bandaríkjamenn kannast ekki við að eiga í stríði við írana, en:
íranar segjast eiga
' stríði við Kanann