Tíminn - 21.05.1988, Qupperneq 19

Tíminn - 21.05.1988, Qupperneq 19
Laugardagur 21. maí 1988 Tíminn 19 Árni Magnússon frá Skeiði í Selárdal Fæddur 29. septeniber 1897 Dáinn 9. maí 1988 Árni Magnússon var fæddur að Króki í Selárdal við Arnarfjörð. Hann var sonur hjónanna Kristínar Árnadóttur og Magnúsar Sveinsson- ar. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap í Selárdal og var Árni elstur fimm barna þeirra. Eftirlifandi af systkinum Árna er eina systirin, Guðlaug, nú búsett í Reykjavík en bjó lengst af á Bíldudal. Bræðurnir voru: Sigurjón, Sveinn og Guð- mundur. Skömmu eftir fæðingu Árna flytja foreldrar hans að Neðra- Bæ í Selárdal, en þar bjuggu þau til æviloka. Haustið 1918 kemur ung stúlka frá Bíldudal, Auðbjörg Jónsdóttir, til að aðstoða Kristínu við heimilis- störfin vegna veikinda hennar. Var ætlunin að Auðbjörg yrði um mán- aðartíma á heimilinu, en raunin varð sú að hún dvaldist tæpa hálfa öld í dalnum. Auðbjörg og Árni felldu hugi saman og hófu búskap í Neðra-Bæ í sambýli við foreldra Árna. Þau fluttust síðan að Uppsöl- um í Selárdal en fluttu svo að Skeiði í sömu sveit, þar sem þau bjuggu samfleytt í um 20 ár. Auðbjörg Jónsdóttir var fædd að Kaldabakka á Bíldudal 9. nóvember 1897, dóttir hjónanna Sigríðar Benjamínsdóttur og Jóns Guð- mundssonar og var Auðbjörg elst sex systkina. Auðbjörg og Árni eignuðust sjö börn, en dóttur sína Ástu Brynhildi misstu þau þegar hún var á fyrsta ári. Börn þeirra eru: Gunnar kvæntur Lilju Guðmundsdóttur, Sigríðurgift Stefáni Ólafssyni og eiga þau fjögur börn, Jón kvæntur EsterFinnsdóttur ogeiga þau þrjú börn, Sveinn kvænt- ur Sigrúnu Aradóttur og eiga þau tvær dætur, Bergsveinn kvæntur Gróu Friðriksdóttur og eiga þau fjögur börn og Agnar kvæntur Magnhildi Friðriksdóttur og eiga þau þrjú börn. Á fyrstu hjúskaparárum Auð- bjargar og Árna var margt um manninn í Selárdal enda voru bú- skaparhættir gjörólíkir því sem nú er. Lífsafkoman byggist á mörgum þáttum eins og útræði, fuglatekju og landbúnaði. Má segja að Arnar- fjörðurinn hafi ráðið mestu þar um enda gekk hann undir nafninu Gull- kistan. Ekki var það samt rækjan eins og nú, sem skapaði þessi lífvæn- legu skilyrði þá, heldur flest annað. Það hljóta því að hafa verið erfið fyrstu búskaparárin, þegar þau bjuggu á Uppsölum, bæ frammi í dal og þurfa að fara langan veg niður til sjávar. Bærinn Skeið stendur aftur á móti á sjávarkambinum. Árni hafði mikið yndi ef veiðiskap og einkum þó með byssu. Fátt held ég að honum hafi þótt skemmtilegra en á vor- og sumarkvöldum að taka byssuna með sér út á sjó. Árni var grenjaskytta í mörg ár og þar hafa lyndiseinkenni hans, þolin- mæði og þrautseigja, notið sín vel. Það hljóta því að hafa verið þung spor fyrir Árna þegar sú mikla ákvörðun var tekin árið 1962 að bregða búi og flytja til Bíldudals. Börn þeirra öll nema Agnar voru þá flutt suður. Allar aðstæður voru þá breyttar í dalnum, flestir fluttir í burtu og fiskurinn horfinn úr firðin- um. Ég kynnist þessum sæmdarhjón- um þegar við hjónin fluttumst til Bíldudals sumarið 1969. Ári síðar voru sveitarstjórnarkosningar og skipaði ég efsta sætið á einum af þremur framboðslistunum, sem í kjöri voru, en Árni heiðurssætið. Sagði hann oft við mig að þó að höfuðið tæki stefnuna þá væri það stélfjöðrin, sem stjórnaði að ekki væri farið af leið. Það fór líka þannig, að við tókum stefnuna á sömu götu í Reykjavík. Tíu árum eftir að þau hjónin fluttu úr dalnum var stórt skref stigið og flutt til Reykjavíkur. Mun mestu um það hafa ráðið, að Agnar og hans fjölskylda höfðu ákveðið að flytja suður. Börnin þeirra keyptu lítið hús að Skipasundi 33. Bæði hús og garður voru í niðurníðslu þegar eignin var keypt, en systkinin tóku húsið í gegn en Áuðbjörg og Árni ræktuðu garð- inn sinn enda má segja að þau hafi gert það líka í víðara skilningi þeirra orða. Það var stórkostlegt að sjá illgresi breytast í rósarunna og órækt í fallegan kartöflugarð. Þó að Árna væri það þungbært að flytjast að vestan þá voru þau hjónin bæði þannig af guði gerð að finna lífi sínu ávallt tilgang með sköpunar- gleði og vinnusemi. Auðbjörg sat og saumaði út marg- víslega muni og tók ntikinn þátt í félagsstarfi aldraðra, en Árni smíð- aði forláta kistla og kistur og áhuginn var svo mikill að ekki var alltaf hægt að mæta í mat á réttum tíma. Árni var bundinn dalnum sínum og Arnarfirði afar sterkum böndum og hans bestu stundir, eftir að hann flutti þaðan, var þegar einhver kom í heimsókn, sem hafði fréttir að færa að vestan. Einnig var hann sjálfur hafsjór af sögum og vísum og áhuga- samur hlustandi fékk að heyra margar skemmtilegar veiðisögur að vestan. Þau hjónin voru einstaklega gest- risin og Auðbjörg eldsnögg að koma upp sannkölluðu veisluborði, jafnvel þó óvæntan gest bæri að garði. Þegar fólk hefur búið saman yfir 60 ára verða þau ósjálfrátt sem ein heild í huga manns. Það var mikill missir fyrir Árna, þegar hann missti konuna sína snögglega í september 1982. Þó hann væri orðinn 85 ára gamall vildi hann búa áfram í Iitla húsinu þeirra. Þar til fyrir rúmu ári bjó hann einn, en með dyggri aðstoð barna sinna. Árni lifði að sjá öll barnabörn sín fermast, en núna um páskana fermd- ist yngsta barnabarnið og sat Árni og spjallaði við gestina, engu farinn að tapa af ntinni og sama áhugann fyrir mönnum og málefnum. Það er mikill ávinningur að hafa haft tækifæri til að kynnast fólki af þessari kynslóð, sem var mótað af því að bjarga sér sjálft, vera ekki upp á aðra komið. Veiðiáhuginn lifir í afkomendum Árna og fylgist hann eflaust með þegar synir hans róa á mið Faxaflóa sér til ánægju á gamla bátnum, sem áður sótti fisk úr faðmi Arnarfjarð- ar. Blessuð sé minning Árna Magnús- sonar. Sigrún Magnúsdóttir. t Útför Valentínusar Alberts Jónssonar fyrrverandi bónda að Réttarholti, Gnúpverjahreppi sem lést 14. maí sl. fer fram frá Stóra-Núpskirkju, Gnúpverjahreppi, þriðjudaginn 24. maí n.k. kl. 15.00. Aðstandendur —ÁBURDAR------ DREIFARAH •JOL/I * Samvinnuskólinn Bifröst Undirbúningsnám á Bifröst Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undirbúning fyrir rekstrarfræðanám á háskóla- stigi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhalds- skólastigi án tillits til námsbrautar, t.d. í iön-, vél-, verkmennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnaðar-, og sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði,félagsmála- fræði og samvinnumál. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð, raunhæf verkefni, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Einn vetur, frá september til maí. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skóla- heimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvu- búnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulíf- inu. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími: 93-50000. REYKJKJÍKURBORG ■■« Mi >N Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk til sumaraf- leysinga: Við heilsugæslustöðvar í Reykjavík Skrifstofumann til símavörslu og afgreiðslu. Læknaritara Upplýsingar eru gefnar á skrifstöfu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Við útibú barnadeildar, Aspsrfelli 12 Hjúkrunarfræðinga Upplýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma75100. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, fyrir kl. 16.00, föstudaginn 27. maí 1988. Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna afgreiðslustarfa. 1. Afgreiðslumann í Kjötiðnaðarstöð við afgreiðslu á unnum kjötvörum. 2. Starfsmann á kassa í verslun. Vinnutími eftir hádegi. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra sem veitir upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAG A STARFSMANNAHALD

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.