Tíminn - 15.10.1988, Side 5

Tíminn - 15.10.1988, Side 5
Laugardagur 15. október 1988 Tími'hn 5 Ymsar leiöir kannnaðar í ráðuneyti heilbrigðismála, útgjaldafrekasta ráðuneytinu, til niðurskurðar á næsta ári: Kostnaður við sérfræðinga, tryggingar og lyf krufinn Á löngum fundi ríkisstjórnar sl. fimmtudag var fjallað um fjárlagadæmið fyrir komandi ár. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum en mál verða áfram skoðuð. Gert er ráð fyrir að fjármálaráðherra leggi fjárlagafrumvarp fram á Álþingi í síðustu viku október. Tími er því naumur til að hnýta saman alla enda, bæði hvað viðvíkur tekjuhlið og útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. Á öllum vígstöðvum verður því stíft setið við næstu daga og helgidagar þar ekki undanskildir. Niðurskurðarhnífnum verður brugðið á loft í öllum ráðuneytun- um, þó misjafnlega hressilega eftir ráðuneytum. Heilbrigðisráðuneytið er með um 40% af útgjöldum ríkissjóðs á sínum snærum og því er viðbúið að á þeim bæ þurfi til að koma mikill niður- skurður. Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra, segist ekki vilja nefna neinar tölur í því sambandi en í heilbrigðisráðuneytinu sé nú verið að kanna ýmsar leiðir til að minnka útgjöld heilbrigðis- og tryggingageir- ans. Guðmundur segir að augu manna beinist fyrst og fremst að þremur liðum í því sambandi; trygg- ingamálum, sérfræði- og lyfjakostn- aði. Varðandi tryggingakerfið segir Guðmundur að menn séu að skoða það í heild sinni og „reyna að koma fram þeim sjónarmiðum að trygging- akerfisins njóti fyrst og fremst þeir sem þurfa á því að halda. Það er kannski það mottó sem menn ganga út frá í þessari vinnu. Tryggingakerf- ið verður að vera alvöru kerfi sem greiðir einungis þeim sem rétt eiga og þurfa á bótum að halda“. Kostnaður við sérfræðingaþjónustu Kostnaður við sérfræðingaþjón- ustu hefur hækkað á síðustu árum langt umfram aðra þætti heilbrigðis- þjónustunnar. Ástæður þessa eru nú til athugunar í heilbrigðisráðuneyt- inu. Meðal annars er nú verið að skoða svokallað tilvísanakerfi en lögum samkvæmt þarf tilvísun frá heimilislækni til þess að ganga til sérfræðings. Eftir þessu hefur ekki verið farið að undanfömu. Sam- kvæmt núgildandi samningum við sérfræðinga geta sjúklingar gengið til þeirra og tryggingakerfið greiðir síðan tilfallandi reikninga. „Menn spyrja sig í ljósi reynslunnar hvort ekki verði að líta á þessi mál að nýju og svo almennt samningana milli sérfræðinganna og ríkisins," segir Guðmundur. Lyfjakostnaður er, að sögn heil- brigðisráðherra, þriðji liðurinn sem til skoðunar er í heilbrigðisráðuneyt- inu, en fiann hefur löngum þótt úr hófi fram hár hér á landi. Kemur þar margt tií, t.d. ofnotkun fúkkalyfja. „Lyfjamálin hafa verið í umræðunni lengi en nú ætlum við að gera enn eina hríð að þeim.“ Þar sem ekki hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um annarsvegar niðurskurðartölur og hinsvegar leið- ir til að auka tekjur ríkissjóðs á næsta ári liggur ekki fyrir hlutfalls- skipting milli ráðuneyta á niður- skurði á næsta ári. Guðmundur Bjarnason segir að þetta verði að ráðast af verkefnum og getu hvers ráðuneytis til að skera niður. „í heilbrigðisgeiranum er búið að reyna að spara mjög, t.d. varðandi rekstur heilbrigðisstofnana. Þar hefur verið reynt að gæta aðhaldssamrar stefnu. Því segir það sig sjálft að það er tæpast hægt að koma þangað og segja enn; nú eigið þið að skera niður um 5-10%. Þetta verður að fara eftir efnum og ástæðum, sjónum verður að beina að þeim málaflokk- um sem menn telja sig geta sparað en viðurkenna útgjaldaþörf annar- ra.“ Lýst eftir 46 ára gömlum manni frá ísafiröi: Leit árangurslaus Leitin að Gísla Jósefssyni til heim- ilis að Hrannargötu 3 ísafirði, sem lýst var eftir í gær, hafði engan árangur borið í gærkvöldi. Síðast sást til Gísla á miðvikudags- kvöld um klukkan 21.30 við togar- ann Pál Pálsson í ísafjarðarhöfn. Hann er 46 ára gamall, um það bil 170 sm á hæð, klæddur í brúnar buxur, köflótta skyrtu og brúna úlpu. Björgunarsveitir hófu leit að Gísla um miðnætti í fyrrakvöld og leituðu um 50 manns alla nóttina. Eitthvað fleiri leituðu í gær. Kafað var í höfninni og gengnar fjörur, en án árangurs. - ABÓ Gufan og gufubaðið Eins og alkunna er hefur útvarp Reykjavík, rás eitt, gengið undir nafninu „Gamla gufan“. Það mun hafa veerð Þorgeir Þorgeirsson rit- höfundur 'sem gaf henni þetta nafn. Nú hefur dagskrárdeild Sjónvarps fengið nýjan dagskrárstjóra, al- þekktan mann úr leiklistarlífi borg- arinnar, og hefur hann haft á orði í útvarpsviðtali að leikið innlent efni þyrfti að vera meira í sjónvarpinu. Af þessu tilefni var bent á að þar sem útvarpið væri kennt við gufu væri ekki úr vegi að kalla sjónvarpið gufubaðið með hliðsjón af þyngri dagskrá í vændum. BogdanogGatvitilSpánar? Dropateljara hefur borist til eyrna að Bogdan Kowalzcyk landsliðs- þjálfari í handknattleik sé alvarlega að íhuga að fara til Spánar til að þjálfa þar lið Barcelona. Einnig hefur dropateljarinn hlerað að Guðjón Guðmundsson (Gaupi) ætli þá að fara með Bogdan til Baska- liðsins, en þeir félagar hafa átt mjög náið samstarf undanfarin ár. Átli Hilmarsson landsliðsmaður mun leika með Granollers á Spáni í vetur og það verður því stutt fyrir þá Bogdan og Gaupa að skreppa í kaffi til Atla ef að líkum lætur. Slegið á þenslu - minni tekjur í rikiskassann Eins og áður segir velta menn nú fyrir sér ýmsum dæmum til þess að ná því markmiði ríkisstjómarinnar að skila fjárlögum næsta árs með tekjuafgangi upp á 500 til 1000 milljónir. Steíngrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sagðist í sam- tali við Tímann ekki geta tjáð sig um hugsanlegar leiðir til að ná þessu markmiði. Aðspurður um hvort ríkisstjórnin hefði rætt um 3,5 milljarða skatt- heimtu á næsta ári sagðist forsætis- ráðherra hvorki vilja staðfesta þá tölu eða neita. „Það er hinsvegar ljóst að það verður að hækka skatta eitthvað," sagði Steingrímur. Og hann bætti við: „Óneitanlega verður erfiðara að ná saman endum vegna þess að þenslan er að minnka, sem betur fer. Þetta hefur það hinsvegar í för með sér að söluskattstekjur minnka og sama gildir um skatta af tekjum einstaklinga. Sem betur fer er minnkandi þensla en hún hefur neikvæð áhrif á stöðu ríkissjóðs.“ Samkvæmt óstaðfestum en áreið- anlegum heimildum Tímans stefnir í um 2,2 milljarða króna tekjumissi ríkissjóðs, frá því sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir á fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta helgast af í fyrsta lagi 500 milljóna lægri tekjum af tekjuskatti, í öðru lagi 1000 mill- jón króna tekjutapi vegna minni veltu, þ.m.t. minni söluskattstekjur, og í þriðja lagi 700 milljóna króna lægri tollatekjum en gert var ráð fyrir. Indriði H. Þorláksson, hagsýslu- stjóri, sagðist ekki geta staðfest þessar tölur en hitt sagði hann rétt að menn horfðu nú fram á mun minni tekjur í ríkiskassann en áætlað hafði verið vegna þess m.a. að slegið hefði verulega á þensluna. Þá sagði Indriði það deginum ljósara að þessi staðreynd hlyti að hafa áhrif þegar fjárlagadæmi næsta árs væri reiknað. óþh Hjá Húsasmiðjurmi dugar eldd að biðja kassadömuna um fittiugs! Heimilisverslun Húsasmiðjunnar er með sérstaka deild fyrir pípu- lagnir. Þar kennir ýmissa grasa, sem eru sérstaklega áhugaverð fyrir áhugamenn um ofna, eldhúsvaska og krana. Þar eru líka pípulagninga- menn til leiðbeininga fyrir þá sem ætla sér að leggja út á hálar brautir pípulagna heimilisins. Þess vegna köllum við nýju verslunina okkar heimilisverslun. Á hinn bóginn eru pípulagnir vandasöm iðngrein, sem oftast nær er heppilegast að fela fagmönnum. Þess vegna er pípulagnadeild Húsa- smiðjunnar að mestu leyti sniðin að þörfum atvinnumanna, — pípulagningamanna, sem vita hvað þeir vilja og þurfa atvinnu sinnar vegna. Þeir geta gengið beint að hlutunum í pípulagnadeild okkar, - og fengið afgreiðslu á einfaldan og snöggan hátt. Heimilisverslun Húsasmidjunnar Pípulagnadeild — með réttan skrúfgang! HUSA SMIDJAN SKÚTUVOGI 16 • SÍMI 68 77 00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.