Tíminn - 04.05.1989, Page 7

Tíminn - 04.05.1989, Page 7
Fimmtudagur 4. maí 1989 Tíminn 7 Ætlar meirihluti lánsumsækjenda Húsnæðisstofnunaraðfjármagna íbúðakaupin með 100% lánum? Innan við helmingur umsækjenda á sparifé Við samanburð á húsnæðiskönnun Félagsvísindastofn- unar annars vegar og könnun sömu stofnunar á sparifjár- eigendum og sparifjáreign hins vegar, kemur í Ijós að þeir sem eru að spara fé til húsnæðiskaupa virðast meira en helmingi færri heldur en þeir sem þegar hafa sótt um núverandi lán Húsnæðisstofnunar eða ætla að gera það á næstunni. Og af þeim hópi sem segist spara á yfirgnæfandi meirihluti aðeins innan við 200 þúsund kr. og bara örfáir yfir 500 þúsund króna sparifé. Niðurstöður þessara athygl- isverðu kannana hafa því væntan- lega vakið ýmsar spurningar meðal þeirra sem vinna að húsnæðismál- um: Svöruðu miklu fleiri í húsnæð- iskönnuninni að þeir ætli að sækja um lán á næstunni heldur en munu svo láta af því verða í raun og veru? Eða ætla þúsundir ungra íslendinga að leggja í íbúðakaup út á lánsfé eingöngu eða að lang mestu leyti? Og ef sú er raunin á, verður þá nokkurt lát á þúsundum umsókna um greiðsluerfiðleikalán (og hundruðum gjaldþrota) næstu árin? Eða getur stór hluti ungs fólks sótt fúlgur í vasa foreldranna þegar kemur að íbúðakaupunum? Tekið skal fram, að sparifjár- könnunin náði til alls peningalegs sparnaðar annars en í skyldusparn- aði ungmenna, en hins vegar ekki bíla eða annarra fasteigna. Samkvænt húsnæðiskönnuninni er yfirgnæfandi meirihluti (82- 83%) allra lánsumsækjenda á aldr- inum 20-40 ára. Miðað við fjölda landsmanna á þeim aldri má búast við að 39-40% þeirra verði komnir í hóp umsækjenda hjá Húsnæðis- stofnun fyrir lok næsta árs, til kaupa á 32-33 þúsund íbúðum. Samkvæmt sparifjárkönnuninni sögðust að vísu 54% fólks á þessum aldri eiga nokkurt sparifé. Hins vegar sagðist innan við þriðjungur þeirra (aðeins 16% ails hópsins) vera að spara fé til húsnæðiskaupa. Samkvæmt því eru það um 14 þúsund manns á aldrinum 18-40 ára, sem eru að spara fé til hús- næðiskaupa, eða innan við helm- ingur fólks á sama aldri sem segist hafa sótt um eða ætla að sækja um húsnæðislán á næstunni. Og af þeim sem þegar eru þó byrjaðir að spara má ætla að stór meirihluti þurfi að safna um nokk- urn tíma í viðbót. Því meira en 2/3 allra sparifjáreigenda á þessum aldri átti minna en 200 þús. króna • sparifé. Aðeins tæplega 5% alls hópsins (um 4.000 manns) sagðist eiga meira en 500 þús. krónur. En jafnvel fyrir þá (hinna yngstu í hópnum) sem eiga nokkrar upp- hæðir í skyldusparnaði og/eða sæmilegan bíl til að selja má ætla að annað eigið fé megi ekki vera mikið undir 500 þús. kr. ef fólk ætlar að losna við þau vandræði sem þúsundir húsnæðiskaupenda hafa staðið í á undanförnum árum. Ætli það eigi ekki líka við um marga þá sem eiga íbúð (sjaldnast skuldlausa) en ætla að selja og stækka við sig. Eins og áður hefur verið frá skýrt kom fram í húsnæðiskönnun- inni að nær fjórðungi fleiri sögðust ætla að sækja um lán á næstu tveim árum (1989 og 1990) heldur en þegar höfðu sótt um lán - en þeir eru kringum 17.000 eins og al- kunna er. Samkvæmt því gæti Húsnæðisstofnun átt von á að fjöldi lánsumsókna yrði kominn í 37-38 þúsund (frá haustinu 1986) í lok næsta árs. Þar af hafa að vísu um 6 þús. eða rúmlega þegar fengið lán sín greidd út - og eru því líklega famir að borga af skuldum í stað þess að spara. Eftir stendur þó, ef marka má könnunina, að umsækj- endur rúmlega 30 þúsund lána hyggi á íbúðakaup í ár og á næstu 1-2 árum, þó innan við helmingur þeirra sé farinn að spara til þeirra kaupa enn sem komið er. - HEI Húsnæöisstofnun ríkisins: Lánsloforð afgreidd fram að október 1987 Hjá Húsnæðisstofnun ríkisins hafa þegar verið afgreidd lánsloforð til þeirra sem sóttu um, sextánda október 1987 og fyrr. Þetta á aðeins við um þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Aðrar umsóknir hafa verið afgreiddar fram til ellefta september sama ár. Engin ákvörðun hefur, að sögn starfsmanns Húsnæðisstofnunar, verið tekin varðandi hvaða umsóknir verða afgreiddar á næstunni. jkb Dr. Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra V-Þýskalands: 71. skólaslit Samvinnuskólans: Forysta Grænfriðunga í óskammfeilum skrifum Hæsta einkunn frá upphafi „Háttvirtu dömur og herrar", Nokkrar athugasemdir um Green- peace-aðgerðirnar gegn íslandi: Sambandsstjómin hefur um ára- raðir starfað innan Alþjóðahval- veiðiráðsins, til að vernda hvala- stofna í útrýmingarhættu. í samstarfi við Bandaríkin og aðrar þjóðir, sem hafa skuldbundið sig verndunarsjón- armiðum, tókst okkur að stöðva allar hvalveiðar í ágóðaskyni árið 1982 og koma því í kring, að Hval- veiðiráðið gæti tekið ákvörðun um framtíð hvalveiða árið 1990 á grund- velli vísindarannsókna. ísland hefur fallist á samþykktir ráðsins og hefur ekki stundað hval- veiðar í ábataskyni síðan 1983. ís- lendingar hafa vandlega tekið þátt í undirbúning að ákvörðun ráðsins árið 1990, meðai annars með um- fangsmiklum vísindarannsóknum, sem ná til yfir 300 einstakra verk- efna, og eru vísindaveiðar aðeins lítill þáttur þeirra. (Vísindaveiðar verða stundaðar í síðasta sinn árið 1989 og þá verða veiddar 68 lang- reyðar og 10 sandreyðar; Á árinu 1990 munu engar veiðar eiga sér stað). Hin fámenna, en hugrakka þjóð, íslendingar, með aðeins 250.000 íbúa, sem býr á landssvæði, sem er jafnstórt Bæjaralandi og Baden Wurtemberg-fylki, hefur lífsviður- væri sitt úr hafinu og náttúruauðlind- um þess. Hún hefur nýtt náttúmauð- lindir sínar með forsjá. Það er ódýr og óskammfeilinn sigur, þegar for- ystumaður Greenpeace-aðgerðanna skrifar í Welt am Sontag, að Island hafi tapað 80 milljónum marka vegna viðskiptaþvingana í Vestur- Þýskalandi (miðað við Vestur- Þýskaland væri hér um að ræða tap, sem næmi 20 milljörðum marka). Einmitt þetta markmið, að vemda sjávarspendýr, gerir þær kröfur, að við vinnum innan Alþjóðahvalveiði- ráðsins með rökum en ekki tilfinn- ingasemi. ísland gæti einnig verið mikilvægur bandamaður, ef það væri ekki neytt í sjálfsvörn vegna Green- peace-aðgerðanna. Þetta stofnar Al- þjóðahvalveiðiráðinu í hættu, en við þurfum á því að halda til að hafa umsjón með vernd hvalastofnanna. Dr. Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra Bréfið er svar von Geldems við tveimur lesendabréfum frá Green- peace-samtökunum 3. og 16. apríl. Samvinnuskólanum á Bifröst var að venju slitið 1. maí sl. Að þessu sinni útskrifuðust 29 nemendur með Samvinnuskólapróf sem jafnframt er stúdentspróf. Hæstu einkunn á Samvinnu- skólaprófi að þessu sinni hlaut Hild- ur Sólveig Pétursdóttir - 9,7 - og kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar, skólastjóra, við skólaslitin, að það væri hæsta meðaleinkunn sem nokkru sinni hefur náðst við Sam- vinnuskólann frá stofnun hans 1918. Við skólaslitin voru nokkur ávörp flutt og skólanum bárust gjafir og kveðjur. í lokaræðu skólastjóra kom fram að hér eftir starfar Samvinnu- skólinn einvörðungu sem sérskóli á háskólastigi, en nemendum mun nokkuð fjölga á næsta vetri frá því sem var nú í vetur. Framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík verður slitið 12. maí n.k. og er það einnig í síðasta skipti sem stúdentar munu útskrifast þaðan. Stúdentarnir 29 ásamt skólastjóra sínum á útskriftardaginn 1. maí. Hildur Sólveig Pétursdóttir, sem tekið hefur hæsta Samvinnuskóla- próf frá upphafi er 2. frá hægri í fremstu röð. Þetta eru síðustu stúd- entarnir sem útskrifast frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst, sem hér eftir starfar einvörðungu sem sér- skóli á háskólastigi. M.vnd: H.Sv.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.