Tíminn - 04.05.1989, Síða 19

Tíminn - 04.05.1989, Síða 19
Fimmtudagur 4. maí 1989 Tíminn 19 Að missa það sem mað- ur hefur aldrei átt Nemendaleikhúsið: Hundhepp- inn eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leik- mynd og búningar: Guðrún Sig- ríður Haraldsdóttir. Lýsing, hljóð og smíðar: Ólafur Örn Thor- oddsen. Sýning Nemendaleikhússins í Lindarbæ á Hundheppinn er að mörgu leyti sérstæð. Hún er loka- verkefni átta nemenda við Leiklist- arskóla Islands eftir strangt fjögurra vetra nám. í annan stað er Hund- heppinn, leikrit Ólafs Hauks Símon- arsonar, sérstaklega samið fyrir þennan hóp og tekur því mið af honum. Það verður að reyna á hæfni allra leikaranna, en í reynd bjóða hlutverkin upp á mismikil tilþrif eins og síðar verður vikið að. Ekki er mér kunnugt um hversu langan tíma höfundur hefur fengið til samningar verksins. Það hlýtur þó að vera lyftistöng fyrir íslenskt leikhús - þótt misvel takist til - að allt frá stofnun Leiklistarskóla íslands hefur verið leitað til íslenskra rithöfunda að semja leikrit fyrir Nemendaleikhús- ið. Hundheppinn getur ekki talist veigamikið verk. Það fjallar um innihaldslítið líf nútímafólks í borg- arsamfélagi: húsbyggingar og neysluæði. En það fjallar einnig um ást, tilfinningu sem persónur leikrits- ins forðast að skilgreina, um sam- bandsleysi, svik, framhjáhald, af- brýði, kynlíf og ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Leikritið gerist á u.þ.b. fimmtán árum. Við fylgjumst með fimm bekkjarsystkinum frá því þau eru í barnaskóla og fram á þrítugs- aldur. Aðalpersónan er þó Ari sem elskar Báru og er hýddur af skóla- stjóranum fyrir að segjast elska hana. 1 leikritinu er brugðið upp stuttum svipmyndum frá lífí þeirra sem einkum snýst um kynlíf; fyrsta kossinn, fyrstu samfarir, brúðkaups- nóttina, framhjáhald o.s.frv. Allt tal og atferli „elskendanna" vakti kát- ínu áhorfenda enda á ýktum og léttum nótum gamanleiksins þar sem áhorfendur vita meira um persón- urnar en þær sjálfar. Nafn leikritsins Hundheppinn merkir andhverfu sína, óheppinn. Endir leikritsins má teljast „billeg" lausn. Þó má taka hann gildan með texta þann í huga sem Bára les upp fyrir bekkinn í kennslustund að tilgangur lífsins sé að elska og vera elskaður. Ari og Bára kunna ekki listina og farast. Ari ætlar í upphafi aldrei að líta á aðra stelpu en Báru. Þó eiga þau ekkert sameiginlegt. Þetta sjá áhorf- ' endur en sjálf telja þau sig blind af ást og hin rómantíska Lóa telur samband þeirra fullkomið. Um leið og Bára hefur krækt í Ara hefur hún eingöngu áhuga á að kaupa og eignast hluti og tekur þetta æði út yfir allan þjófabálk. ístöðuleysi og siðleysi Ara kemur svo fram meðan Bára dvelst á fæð- ingardeildinni þar sem hún hefur alið tvíbura. Þá tekur hann upp samband við Gróu, konu Valla vinar síns, sem er erlendis. Gróa þessi er „með brókarsótt" og algjör andstæða Báru. Þykir Ara nóg um kynfýsn hennar. Eftir að Ari byrjar að vinna við frjálsa útvarpsstöð missir hann algerlega tök á lífi sínu og lendir í sukki og svínaríi. Ekki verður sú saga rakin frekar. Það reynir mest á Stein Ármann Magnússon í hlutverki Ara og hon- um ferst það vel úr hendi eins og öðrum sem minni hlutverk hafa. Ýmislegt hef ég séð á leiksviði en aldrei sund fyrr en hér. Valli vinur hans er leikinn af Sigurþóri Albert Heimissyni. Valli er fremur litlaus persóna en góður og geðþekkur. Hann reynist vera hommi: „Ég vildi að þú vissir hver ég væri“, segir hann við Ara á einum stað. En Ari bregst við með ofbeldi, aðferð hins ráða- lausa. Kvenlýsingar eru hefðbundn- ar og hugmyndir um hlutverk kynj- anna gamaldags. Vinkonurnar þrjár eru týpur en ekki persónur: Bára, hin kyndaufa eiginkona, Gróa, hin óseðjandi vampíra, Lóa, hin ofur- rómantíska kona sem bíður eftir draumaprinsinum sem aldrei kemur, dæmd til skírlífis að eilífu, eða hvað? „Heldur þú að þessir froskar okkar breytist einhvem tímann í prinsa?" spyr Gróa Lóu á einum stað. Þessi hlutverk em í höndum Elvu Óskar Ólafsdóttur, Helgu Braga Jónsdóttur og Christine Carr, sem allar em föngulegar leikkonur og skemmtilega ólíkar. - Sumir leikaramir eru í fleiri hlutverkum, t.d. Ólafur Guðmundsson sem er í sex smáhlutverkum, þeirra á meðal skólastjórans og sadistans með hitl- ersskeggið. Þá leikur Steinunn Ól- afsdóttir t.d. móður Ara sem er ein þeirra mæðra sem líta ávallt á af- kvæmin (einkum synina) sem bjarg- arlaus börn hversu gömul sem þau verða. Og enn er klifað á hinni týpísku mynd tengdamóðurinnar sem er óalandi og óferjandi. Atburðarásin er hröð, atriðin stutt og skipti greið. Sviðsmynd er ein- föld, í rauðum lit og leikmunir fáir. Áberandi er hve mismunandi rúm gegna mikilvægu hlutverki, dánar- beð, hjónarúm, rúm á fæðingar- deild. Meginstyrkur leikritsins er bráð- fyndinn og skemmtilegur texti. Per- sónusköpun er hins vegar flöt og persónur leiksins vöktu enga samúð, manni var einhvern veginn nákvæm- lega sama um örlög þeirra. Nú er flest leyfilegt í leikhúsi og ýmsum formum blandað saman. Slíkt er þó mikil list. Það er erfitt að flétta saman gamanleik og sorgarleik svo vel sé. Hér hefur það ekki tekist sem skyldi. En undir léttu yfirborði leiksins ríkir tómhyggjan þar sem menn óttast að missa það sem þeir halda að þeir eigi en hafa aldrei átt. Gerður Steinþórsdóttir. rkvmwo ■ «nr N-ísfirðingar, nágrannar SUF og kjördæmissambandið standa fyrir félagsmálanámskeiði í húsi framsóknarmanna á ísafirði, laugardaginn 6. maí n.k. Nánari upplýsingar hjá Geir Sigurðssyni í síma 4754 og Elíasi Oddssyni í síma 4256. Félagar fjölmennið. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Akranes Fundur verður haldinn laugardaginn 6. maí-kl. 10:30 í Framsóknar- húsinu við Sunnubraut. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnarfundar. Bæjarfulltrúarnir Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimill Sfmi Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Holtagerði 28 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228 Keflavfk GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrót Magnúsdóttir Hjallagötu4 92-37771 Njarðvfk Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykklshólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu25 93-81410 Ólafsvfk LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon HnífsdalsvegilO 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bfldudalur HelgaGisladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þlngeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavfk Elisabet Pálsdóttir Borgarbrautö 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlið13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavfk Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Rautarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn KristinnJóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Viglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristfnÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marfnó Sigurbjörnsson Heiðarvegi12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hliðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður Svava G. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdisHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn HalldórBenjaminsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁmýJóna Króktún 17 98-78335 Vík VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 TÖLVUNOTENDUR - Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.