Tíminn - 22.12.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 22. desember1990
Tíminn 7
þekkja frakkann og um leið var
honum sýndur maðurinn’ og
Iýsti Emil honum fyrir mér og
var það einn og hinn sami er
mig sótti heim aðfangadags-
kvöldið. Aftur hafði hann leitað
fyrir sér á sama stað og verið
fengsælli en sér þá um leið til
falls. Tal varð um manninn og
þýfið í blöðunum og hafði mað-
urinn rétt fyrir jólin strokið úr
varðhaldi.
Ekki er hún merkilegri eða fal-
legri en þetta sagan. En við að
rifja þetta upp minnist ég ann-
arrar heimsóknar sem ég fékk á
Garði að kveldi dags, á afmælis-
daginn minn. Mér fannst heim-
sóknin þá kynleg, einhver hug-
arsending á ferðinni, eða eitt-
hvert dulið viljaafl. Meinlaust ef
einhver vill brosa að þeirri
Garðssögu líka. En þar reynir
ekki á minnið. Ég var eins og
fleiri á námsárunum með dag-
bókarhald og í dagbókina var
það samstundis ritað og úr
henni tekið alveg orðrétt.
Til þess að menn síður hlæi að
þessu „óskiljanlega", sem um er
talað í dagbókinni, þá verða
menn að hafa það hugfast hvað
beiningamenn komu sjaldan á
Garð, þangað ekki mikið að
sækja og slíku fólki víst bandað
burt af vörðunum.
Þessi ábætir við jólasöguna
mína frá Garði hljóðar þá svo:
„í dag er ég fæddur. Nú er ég
22 ára. Fullorðinn. Nú minnast
ástvinir mínir mín heima. Hér
man enginn eftir því, sem ekki
er von.
Enn þá einu sinni rek ég mig á
óskiljanlegt.
í kvöld fyrir tíma síðan gekk ég
fram og aftur um garðinn. Ég
hugsaði um sjálfan mig, líf mitt
og fæðingardaginn. Ég hugsaði
hvort ég gæti gert nokkuð gott í
dag. Ég fann það ekki. í dyrun-
um stóðu drengir tveir. Ég vildi
það væru betlarar; hugsaði ég
með sjálfum mér. Ég skyldi gefa
þeim það litla fé sem ég á. Ég
hef engu eytt til dagsins og það
gæti verið mér afmælisgleði. Ég
gekk fram í garðhliðið, en
drengirnir yrtu ekki á mig, og
ég fór inn á herbergi mitt og sat
þar einn og læsti að mér.
Rétt áðan heyrðist mér drepið
á dyr. Ég var fastráðinn í að
hleypa engum inn, til þess að
geta lifað við góða bók og hug-
ann heima, en af forvitni gekk
ég að dyrunum og heyrði að það
var enginn gestur. Ég opnaði og
þetta var vesalingur, nýkominn
af sjúkrahúsi, og bað um fé. Ég
gaf honum allt það litla sem ég
átti. Þetta er undarlegra, þar eð
þessi er sá einasti betlari sem
enn hefur komið að mínum
dyrum."
Síðari frásögnin, sem sótt er til
löngu liðins tíma, er eftir Vll-
hjálm Finsen, ritstjóra og síðar
sendiherra, víðförlan og marg-
reyndan íslending í útlöndum.
Þar bregður hann upp myndum
af sjómannajólum sem hann lifði
fjarri fjölskyldu og heimilislífi,
þegar hann sigldi sem loft-
skeytamaður á belgísku hafskipi
ungur að árum og segir annars
vegar frá jólum í hafi og hins
vegar dvöl á jólum á sjómanna-
heimili í Rotterdam í Hollandi.
Þessar frásagnir eru frá því um
1910.
Vilhjálmi segist svo frá:
„Aldrei er leiðara að vera fjarri
konu og börnum en um jólin. Jól-
in eru framar öllu hátíð barnanna
og heimilanna og það grípur
mann óendanleg þrá og leiði,
þegar maður getur ekki verið
með sínum nánustu um jólahá-
tíðina.
Það var svo sem auðvitað að ég,
sem var í siglingum í rúm sex ár,
kæmist ekki hjá því að vera að
heiman einhver jólin. Það eru ör-
lög flestra sjómanna. Þrisvar
sinnum var ég að heiman um jól-
in.
Fyrstu jólin, sem ég var að
heiman, var ég á belgíska skipinu
„Vaderland". A aðfangadagskvöld
var skipið á siglingu milli New
York og Antwerpen, nokkurn veg-
inn á miðju Atlantshafi.
Það var skrýtið með þetta skip.
Það var eiginlega eign breska
skipafélagsins Red Star Line, en
sigldi undir belgískum fána.
Skipstjórinn var norskur, hét
Barmann og var frá Drammen.
Fyrsti stýrimaður var þýskur og
hét Paradies. Og svo voru yfir-
menn frá ýmsum löndum. Það
voru sex þjóða menn í borðsal yf-
irmanna.
Þarna héldum við heilög jól,
höfðum jólatré, gáfum hver öðr-
um smágjafir, sungum jólasálma,
hver á sínu tungumáli, og
skemmtum okkur vel fram eftir
kvöldinu. Miklu betri matur var
framreiddur en hversdagslega og
skipstjórinn lagði á borð með sér
nokkrar flöskur af víni sem ég
bragðaði þó ekki á.
En smátt og smátt tók alvöru-
svipur að færast yfir menn, við-
ræðurnar urðu hljóðlátari og
söngurinn dofnaði. Hugurinn
hvarflaði heim til hinna nánustu
og hver af öðrum fórum við brátt
til herbergja okkar. Einstaka tár
sást renna niður kinnarnar. Sjó-
mönnum hættir til að tárfella
þegar þeir komast í „stemmn-
ingu“ og svo var um þessa vini
mína í „messunni".
Ein jólin hélt ég á sjómanna-
heimili í Rotterdam.
Þetta sjómannaheimili, „Christ-
ilijk Theehuis voor Zeelieden",
VILHJÁLMUR FINSEN SENDIHERRA:
Sjómannajól
i Rotterdam
var rekið sumpart af ríkinu og
sumpart af borginni. Því stjórn-
aði hollensk aðalskona, sem lengi
hafði dvalist á Jövu og stjórnaði
þar sams konar hæli. Hún var
mesta gæðakona, sem vildi allt
fyrir okkur gera, ákaflega guð-
hrædd og las bænir fyrir og eftir
hverja máltíð.
Á aðfangadagsmorgun fór þessi
kona sjálf í vélbáti, sem hæiið
átti, um alla höfnina frá skipi til
skips að bjóða skipverjum öllum,
sem vildu koma, á jólahátíð sjó-
mannaheimilisins. Þegar hátíðin
byrjaði munu hafa verið þarna
200- 250 manns. Okkur var fyrst
veittur beini og síðan söfnuðust
allir saman í hinum afar stóra
samkomusal hælisins. Þar voru
menn frá öllum álfum heims:
Japanir, blámenn, Englendingar,
Frakkar, Skandinavar, Spánverjar,v
Þjóðverjar, Ameríkumenn, Kín-
verjar o.fl. o.fl. Á veggjunum voru
stórar myndir af drottningunni
og Júlíönu prinsessu og óteljandi
myndir úr biblíunni.
í salnum var fyrst í stað háreysti,
hlátrar og sköll. Allir tala saman
eins og bræður, enda þótt þeir
hafi aldrei sést. Nokkrir eru ölv-
aðir og stór svertingi frá Kame-
rún hoppar og dansar þarna á
gólfinu og syngur undir. Hann er
með háan línkraga, rautt knýti og
á gljáskóm. En brátt hefst hátíða-
haldið og hann verður að hætta
dansinum.
Skyndilega eru dyr opnaðar inn í
annan sal, og í honum stendur á
miðju gólfi gríðarstórt jólatré,
fagurlega skreytt kertaljósum og
alls konar mislitu skrauti. í sömu
andránni dettur allt í dúnalogn í
salnum. Augu allra mæna á hið
skreytta jólatré, og á hverju and-
liti má líta angurblíðan svip, sem
er þó sjómönnum eiginlega ekki
eiginlegur. Hugirnir hverfa heim,
heim á æskustöðvarnar til for-
eldra og vina, og margir klökkna
svo að tár koma í augu þeirra.
Það eru endurminningar liðinna
gleðistunda um jólin sem snerta
viðkvæmustu strengina í sálum
þeirra.
En þó voru þarna nokkrir menn,
svertingjar og mongólar, sem
höfðu aldrei áður séð jólatré og
skildu ekki hvers vegna allur þessi
ljósagrúi var tendraður. í svip
þeirra má lesa undrun og forvitni
en engum stekkur bros. Allur
þessi misliti mannfjöldi bíður
þess með eftirvæntingu að byrjað
verði að syngja jólasálminn.
Og svo kveða við fyrstu orgel-
tónarnir. „Heims um ból“ hljóm-
ar um salinn. Og söngurinn dyn-
ur í eyrum manns, margraddaður
og á ýmissa þjóða málum, því að
allir sem lagið kunna syngja með,
hver á sínu móðurmáli. Allir
haldast í hendur og ganga hægt í
kringum jólatréð, alveg eins og
þetta færi fram í heimahúsum.
Svo er beðin stutt bæn á hol-
lensku fyrir vinum og vanda-
mönnum heima. Margir hneigja
höfuðið, loka augunum og biðja í
hljóði.
Síðan er sungið á ný og veiting-
ar bornar fram, kaffi, gosdrykkir
og sætabrauð.
Forstöðukonan kemur inn og
biður alla ganga inn í stóra salinn
á ný. Þar hafði hún séð um að sett
höfðu verið upp löng borð og
voru þau þakin alls konar böggl-
um, stórum og smáum. Það voru
hálsklútar, sokkar, peysur, tóbak
og pípur, bækur og ýmislegt ann-
að sem góðir menn og konur
höfðu sent sjómannaheimilinu til
útbýtingar á jólunum. Hverri gjöf
fylgdi nafn og heimilisfang gef-
andans og margir telja það sjálf-
sagt að þeir, er slíkar gjafir þiggja,
sendi gefandanum þakkarbréf.
Mér var sagt að oft hefði það
komið fyrir að sjómenn hefðu á
þennan hátt kynnst ungum stúlk-
um sem síðar urðu konur þeirra.
Síðan voru framreiddar enn
meiri veitingar og okkur skemmt
með söng, hljóðfæraslætti og
myndasýningu langt fram á nótt.
Ég hlaut að gjöf dálítinn út-
saumaðan poka til að geyma í
óhreint hálslín. í honum var
spjald og á það letrað með skraut-
letri: „Die in Mij Gelooft heeft
eeuwige Leven" — sá, sem trúir á
mig, mun öðlast eilíft líf.
Þennan poka á ég enn og nota
daglega."
ASLAUG VAA:
Róið var handati,
ríðin varbláin,
stefht yfír grandann
og stikluð áin.
Á prestsseturshlaðinu
hápamir þéttust,
er hringingin kvað við
í kirkju settust.
Frá Leiti ogMyrká,
Lóni og Haugi
þama var Styrkár
ogþama varLaugi,
þama varHeiða,
þama var Stína,
Pálmi ogHreiðar,
Petra og Lína.
Pau settust í bekki
sín hvorum megin,
en hugur var ekki
við hjálprœðisveginn.
Þótt syngju þau sálma
og svömðu tóni,
starsýnt varð Pálma
á Petru frá Lóni,
og Heiðu á Styrkár
og Hreiðar á Línu,
en Lauga frá Myrká
varð litið til Stínu.
Svo drúptu þau höfði
og drottni sig fólu.
Um grátumar vöfðust
geislar frá sólu.
Svo var klukka slegln,
úr kirkju fíýtt sér,
heilsað og hlegið,
hliðrað ogýttsér,
þrifin höndin
og þrýstur lófínn.
Svo var ekin ströndin
og áttinn róinn.
Bragl Sigutjónsion hefur nýl«ga sent frá *ér tí-
nndu ljóðabók sína & mcira en 40 ára höfundarferlL
NtfnUt hún Af erUnduœ tungum, enda geymtr
bóidn eingongu þýðingar úr ensku, dönsku, norsku
<4 sætulcu. Þar er að finHa á ijöunda tug kvæða
eftlr melra en 30 höfunda, b-á >*»• wenska ikáldið
Tomai Transtriimer, sem hlotið hefur bókmennta-
verðlaun Norðurlandariðs.
Þesii bók sýnlr að Braga lætur vel að þýða Ijóð án
þesi að af þeim ié þýðtngaHceimur, ekki itit þegar
beitt er hefðbundnu fortnl og (slenskum bragregl-
um, sem hann hefur ágætlega á valdi sínu, en sú
Ilit er nú á hvörfum hjá mörgum.
Lj&ðlð, sem hér birtiit, er úr hlnnl nýútkomnu
bók Braga Sigurjónssoaar. 1C.
Bragi Sigurjónsson