Tíminn - 05.12.1992, Síða 9

Tíminn - 05.12.1992, Síða 9
Laugardagur 5. desember 1992 Tíminn 9 Innrás frá Sierra Leone En í sumar brá svo við að fram á vígvöllinn óð nýr líberískur flokkur, Sameinaða frelsisfylk- ingin (United Liberation Move- ment, skammst. ULIMO). Þar í liði er einkum fólk af þjóðunum Krahn og Mandingó, sem Doe hafði stuðst við á sinni tíð og ver- ið af þeim sökum hart leiknar af NPF. ULIMO gerði innrás í Líber- íu frá Sierra Leone og skaut sér braut langleiðina til Monróvíu. Taylor bar á Nígeríumenn að þeir stæðu á bak við innrás þessa, og víst er um að ECOMOG hefur lítt hafist að gegn ULIMO. Frétta- mönnum ber lítt saman um hvernig í því öllu liggi, en eitt er víst að þetta varð til þess að stríð- ið blossaði upp á ný af fullri grimmd. Fátt hefur undanfarið frést af ULIMO, en drengirnir hans Taylors með varalitinn og hárkollur í hjálma stað, hafa sótt hart að Monróvíu og náð ein- hverjum hverfum þar á vald sitt. En ECOMOG (nú um 12.000 manns) heldur velli í miðborg- inni og Nígeríumenn flytja þang- að meira af vopnum og liði, auk þess sem þeir beita flugher sín- um óspart gegn stöðum á valdi NPT, sem engan flugher hefur. Líbería, regnskógi vaxin að miklu leyti, er að flatarmáli tæp- lega á stærð við ísland og íbúar þar voru fyrir stríð eitthvað á þriðju milljón; um þriðjungur þeirra var flúinn til grannlanda undan stríðinu og margir í við- bót eru uppflosnaðir innanlands. Ástandið þar minnir nú, þegar á heildina er litið, allmjög á það sem er í Sómalíu, en þar sem Lí- bería er gróðursæl og jörð þar víða frjósöm hafa stríðinu þar ekki fylgt hungurhörmungar á við þær sómölsku, án þess þó að þar með sé sagt að Líberíumenn hafi sloppið við þann hrylling síðustu þrjú árin. Tungur lands- manna teljast flestar til svokall- aðra níger-kongómála en enska er opinbert mál. Samkvæmt handbókum eru um 70% lands- manna kristnir, hinir heiðnir og múslímar. Leysingjar á Kornaströnd Saga landsins er nokkuð sérstæð miðað við það sem gerist í Afríku. 1816 stofnuðu nokkrir hvítir Bandaríkjamenn, flestir þeirra þrælahaldarar, félag með það fyr- ir augum að aðstoða bandaríska leysingja til að flytjast til Afríku. Svörtum Bandaríkjamönnum, sem fengið höfðu frelsi, vegnaði yfirleitt ekki vel og samskipti þeirra og hvítra landa þeirra voru ekki vandamálalaus, fremur en samskipti afkomenda þeirra enn í dag. Út frá því höfðu stofnendur áminnsts félags, komist að þeirri niðurstöðu að best færi á því að leysingjarnir flyttu til álfunnar sem þeir og forfeður þeirra voru frá komnir. Félagið keypti landskika á Kornaströnd (Grain Coast, svo- nefndri eftir kornum eftirsóttrar pipartegundar er þaðan kom),nokkur þúsund banda- rískra leysingja settust þar að og stofnuðu ríkið Líberíu 1847. Er það því eitt elstu Afríkuríkja sunnan Sahara. Leysingjaniðj- arnir urðu aldrei nema brot af heildaríbúatölunni (þeir eru nú líklega færri en 30.000) en tókst þó að halda velli gegn þjóðflokk- um svæðisins, sem flestir voru fjandsamlegir innflytjendunum, og leggja þá smámsaman undir sig. Drýgsta ástæðan til að svo fór var að Bandaríkin slepptu aldrei hendinni af leysingjunum og niðjum þeirra og studdu þá með tækni og peningum. í stað- inn varð Líbería Bandaríkjunum einkar fylgispök, einskonar fót- festa fyrir þau í Afríku, og banda- rísk stórfyrirtæki, einkum gúm- framleiðandinn Firestone, komu Hermaður í ECOMOG. Þeir félagar hafa miöborg Monróvíu en Iftið annað. sér þar upp miklum atvinnu- rekstri. Leysingjaniðjarnir héldu fast við bandaríska siði, einkum frá Suðurríkjunum og stjórn- skipan þessa ríkis þeirra er að formi til eftir bandarískri fyrir- mynd. Þrælaniðjar urðu þrælahaldarar Svo átti að heita að Líbería væri lýðræðisríki en í raun héldu leys- ingjaniðjarnir þeim innfæddu, öllum þorra landsmanna, að mestu utan við stjórnmálin og þar með valdalitlum eða -lausum. Voru þeir innfæddu oft hart leikn- ir af leysingjayfirstéttinni og stjórnvöldum hennar, hafðir t.d. í þrælkunarvinnu eða beinlínis í þrældómi. Því mun ekki hafa lok- ið fyrr en laust fyrir miðja þessa öld. Æskumaöur f her Taylors. En völdum sínum héldu leys- ingjaniðjar að miklu leyti til árs- ins 1980. Þeim að falli varð að þeir höfðu tekið marga af þeim innfæddu í her sinn. Sá her tók völdin með vopnum nýnefnt ár undir forustu áðurnefnds Doe, yfirliðþjálfa ætt- aðs innan úr landi. Hafði hann lítt menntast til annars en vopna- burðar. Doe lét drepa forsetann, sem var leysingjaniðji, og gerðist sjálfur forseti f staðinn. Hann lék leysingjaniðja hart, en lagði sig á hinn bóginn fram við að vera Bandaríkjunum hagstæður, svo sem verið hafði háttur fyrirrenn- ara hans. Bandaríkjastjórn gerði því ekkert veður út af stjórnsemi Does og studdi duglega við bakið á honum með peningum og vopn- um, enda var kalda stríðið þá enn. Doe gerðist fljótlega harðstjóri slíkur að honum var líkt við Idi Amin og Bokassa Mið-Afríkukeis- ara. Leið ekki á löngu áður en meirihluti Líberíumanna var far- inn að horfa með söknuði um öxl til valdatíðar Ieysingjaniðjanna. Fjölmargir landsmanna fögnuðu því Taylor sem frelsara, þegar hann gerði innrás sína. Taylor hafði verið með Doe og einn hans handgengnustu manna, en þeir urðu síðan saupsáttir og Taylor flúði land. Að einhverra sögn reyndi hann fyrst að fá stuðning í Bandaríkjunum til að stofna frels- ishreyfingu gegn fyrrverandi for- ingja sínum, en fékk dauflegar undirtektir og sneri sér þá í stað- inn til Gaddafis og ráðamanna á Fílabeinsströnd. Ekkert bindiefni lengur Sagt er að um 3000 manns hafi verið drepnir í bardögum við Monróvíu og í úthverfum hennar, síðan stríðið gaus upp á ný, og er sem áður að flestir þeirra sem drepnir eru og særðir eru óbreytt- ir borgarar. Þá hefur orðið mikið tjón í loftárásum nígeríska flug- hersins á staði á valdi Taylors, þ.á m. Gbarnga sem er höfuðborg hans í bráðina, og er svo að heyra að sá her sem aðrir ófriðaraðilar eigi betur með að hitta óbreytt fólk en stríðsmenn andstæðings- ins. Sumra spá er að stríðið breiðist út til grannríkja, sem lengi hafa meira eða minna opinskátt dregið taum hinna ýmsu stríðsaðila. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýlega ályktun um við- skiptabann á NPF, til þess að flokkur sá gæti ekki flutt til sín vopn. En Taylor tók mikið af því herfangi af Doe og ekki er víst að öll grannríkin virði viðskipta- bannið. Taylor ræður mestöllum auðlindum Líberíu og hefur um langt skeið keypt vopn og skotfæri utanlands frá fyrir demanta, járn og timbur. Hann er, segja sumir fréttaskýrendur, vel undirbúinn fyrir langt stríð. En almennt er haft fyrir satt að menn hans hafi drepið bandarísku nunnurnar, og það getur orðið honum dýrt. Með því verða Bandaríkjamenn honum and- snúnari en fyrr. Hefð er fyrir því að líta á dráp á andlegrar stéttar fólki sem hryðjuverk með verra móti, ekki síst ef konur eru drepnar. Það kann að hafa sín áhrif á afstöðu Félix Houphouet- Boigny, forseta Fílabeinsstrandar, til Líberíustríðsins. Leiðtogi þessi háaldraður er einlægur kaþólikki sagður og er höfð tii marks um það dómkirkja einkar vegleg, sem hann lét nýlega byggja í ríki sínu í mynd Péturskirkjunnar í Róm. Um framtíð Líberíu sem ríkis er líklega flest í óvissu, hversu sem fara leikar með Taylor, Nígeríu, ECOMOC og ULIMO. Það sem hélt saman þessu ríki, sundur- leitu ekki síður en eru önnur rfki þar í álfu, var hið þunna yfir- borðslag enskumælandi yfirstétt- ar með bandaríska menningu og bandarískan stuðning í bakið. Nú er það sem lífs er af því fólki bug- að og sundrað en vandséð hvort eitthvað félagslegt bindiefni fæst í staðinn. Ný verslun KRISTALL Faxafem v/Suöurlandsbraut Sími 68U020 ÞRJÁR VERSLANIR FULLAR AF FALLEGUM GJAFAVÖRUM /Téfdí KRISTALL Knnglan, Sími 689955 Faxafem v/Suöurlandsbraut, Sími68A020 Laugavegi 15, SímilL320

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.