Tíminn - 05.12.1992, Side 15

Tíminn - 05.12.1992, Side 15
Laugardagur 5. desember 1992 Tíminn 15 Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu: FIFA úrskurðaöi Rusayev löglegan Stjóm Alþjóða knattspymusam- bandins úrskurðaði um það í gær að rússneski leikmaðurinn Mikhail Rusayev væri löglegur með Spartak Moskvu og því engin ástæða til að dæma þá úr keppni í Evrópukeppni meistaraliða. Liverpool kærði rúss- neska liðið sem lék gegn Liverpool í Evrópukeppni bikarhafa fyrir að nota leikmanninn á báðum leikjun- um í keppninni. Rök þeirra Liverpoolmanna voru þau að Rusayev hefði skipt úr þýska 2. deildarliðinu Oldenberg án þess að tilkynna skiptin þýska knatt- spymusambandinu. Niðurstaða FIFA varð hins vegar sú að það hefði ekki þurft að gera þar sem Ieikmað- urinn var ekki á samningi hjá þýska liðinu og gæti því farið þegar hon- um sýndist í annað félag og án þess að tilkynna það til þýskra knatt- spyrnuyfirvalda. Draumur Liverpool um að komast á ný inn í Evrópu- keppnina í knattspymu er því fyrir bí. Urslit HANDKNATTLEIKUR 1. deild ÍR-ÍBV.........27-25 (13-11) 2. deild ÍH-HKN...............25-25 KÖRFUKNATTLEIKUR Japísdeild UBK-UMFT ............78-85 Alþjóðlegt mót í handknattleik í Danmörku: Ísland-Portúgal.22-22 (9-14) Knattspyrna: Um helgina LAUGARDAGUR Handknattleikur 1. deíld karla Stjaman-Selfoss kl. 16.30 1. deild kvenna ÍBV-Valur kl. 16.30 Körfuknattleikur: 1. deild kvenna KR-UMFT kl. 14.00 ÍR-ÍBK kl. 14.00 SUNNUDAGUR Handknattleikur 1. deild karla Víkingur-HK kl. 20.00 Fram-Þór A. kl. 20.00 FH-ÍR kl. 20.00 1. deild kvenna Ármann-Víkingur kl. 16.30 FH-Grótta kl. 18.00 KR-Fylkir kl. 15.00 Fram-Stjaman kl. 18.00 Körfuknattleikur Japísdeildin. UBK-Haukar kl. 16.00 UMFG-Valur kl. 20.00 UMFT-ÍBK kl. 20.00 Snæfell-Skallagrímur kl. 20.00 1 .deild kvenna UMFG-ÍS kl. 18.00 UMFN-UMFT kl. 14.00 Kröfu ítala vísað frá Alþjóða knattspymusambandið vís- aði frá kröfu forseta knattspymu- sambands Ítalíu þess efnis að Mar- adona fengi ekki að leika með Se- villa fyrr en félagið hefði gengið frá tryggingum fyrir greiðslum á eftir- stöðvum kaupverðs á Mardona frá ítalska félaginu Napólí. Eftirstöðv- araar nema um 4,5 milljónum doll- ara Kröfu ítalanna var vísað frá á þeim forsendum að stjóm FIFA sæi engin merki þess að Sevilla myndi ekki standa við gerða samninga um kaupin, en Sevilla hefur þegar greitt þrjár milljónir dollara af þeim 7,5 milljónum sem kaupverðið hljóðaði upp á. Það er því ljóst að Maradona leikur um helgina með Sevilla. ÍÞRÓTTIR v UMSJÓN: PJETUR SIGUBPSSON y Körfuknattleikur: NBA-úrslit Úrslit leikja » NBA delldhmi bandarísku«' fyrrinótt: Cleveland-New York______ Washington-Mihvaukee LA Lakers-Houston Utah-Minnesota 110-91 Seattle-Dallas ............... 125-108 LA Clippers-Orlando .«..122-104 .100-90 .113-95 .95-89 Framtíð Júgóslava í knattspyrnuheiminum: Banniö stendur Framkvæmdarstjórn Alþjóða knattspymusambandsins, FIFA, ákvað að hafna þeirri ósk að bann- inu, sem sett var á þátttöku Júgó- slava í undankeppni HM, yrði af- létt, en þjóðin er í riðli með ís- lendingum. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Milan Panic óskaði þess í vikunni við FIFA að það end- urskoðaði bannið og aflétti því, en allt kom fyrir ekki. Bannið stend- ur. ...alltafþegar það er betra Tilboðið okkar hitti í mark. Evrópubandalagsverð, engin hækkun til jóla ViÖ myndum til og meÖ 19. des. og afgreiðum allar myndatökur og stækkanir fyrir jól. Myndatökur af einu bami eöa fleiri bömum saman, ffá kr. 11.000,00, innifalið 6 myndir 13x18 cm, tvær stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Ljósmyndastofumar: 3. ódýrastir: Ljósmyndastofan Mynd sími 65 42 07 Barna og fjölskyldu Ljósmyndir sími,: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4-30-20 Meö sínu nefi Senn líður að jólum og á morgun er annar sunnudagur í aðventu. Flestir eru að líkindum komnir á fullt í jólaundir- búningi og því tilvalið að hafa jólalög í „Nefinu“ í dag. Jóla- lögin eru ótal mörg, en með þeim vinsælli eru örugglega Jólasveinar ganga um gólf', sem er þjóðvísa við lag Frið- riks Bjarnasonar; Jólastjarnan við ljóð eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka; og „Þrettán dagar jóla“, sem er enskt þjóð- lag þýtt eða endurort af Hinriki Bjarnasyni. Óvenjuleg og talsvert breytt útgáfa af laginu, sem flutt var af Skrámi, hef- ur enn aukið á hróður þessa lags. Góða söngskemmtun. A JÓLASVEINAR GANGA UM GÓLF Am E7 Jólasveinar ganga um gólf Am F C með gildan staf í hendi, Dm E móðir þeirra sópar gólf Am Dm E Am og hýðir þá með vendi. Am :,: Upp á stól Dm G C stendur mín kanna, Dm E níu nóttum fyrir jól, Am Dm E Am þá kem ég til manna.:,: 2. Víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir. Fundið sínum ferðum á fjölda margar þjóðir. Barst þeim allt frá Betlehem birtan undurskæra. Bam í jötu borið var, bamið ljúfa, kæra. JÓLASTJARNAN D Bjart er yfir Betlehem, G A D blikar jólastjarna. D Stjarnan mín og stjarnan þín, G A D stjarnan allra barna. D Var hún áður vitringum G D vegaljósið skæra. D A Barn í jötu borið var, A DGD barnið Ijúfa, kæra. 3. Bami gjafir báru þeir. Blítt þá englar sungu. Lausnaranum lýstu þeir, lofgjörð Drottni sungu. Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjama. Stjaman mín og stjaman þín, stjarnan allra bama. » A m D Q 29 > • M » I H > í. 2. 3. ÞRETTÁN DAGAR JÓLA D A7 D Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér, G A7 D einn talandi páfugl á grein. DA7D Á jóladaginn annan hann Jónas færði mér, A7 D G A7 D vær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. Ájóladaginn þriðja hann Jónas færöi mér, þrjú spök hænsn, F A7 4. tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. Ájóladaginn fjórða hann Jónas færði mér, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. Q 9 < A7 D 5. D Á jóladaginn fimmta hann Jónas færði mér, E7 AA7 D fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, G A7 þrjú spök hænsn, tvær dúfur til D G A7 D og einn talandi páfugl á grein. D A7 D Á jóladaginn sjötta hann Jónas færði mér, A7 E7 AA7 sex þýða þresti, fimmfaldan hring, D G fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, A7 D G A7 D tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn sjbunda hann Jónas færði mér, Á jóladaginn tíunda hann Jónas færði mér, c D m 6. O O 00 E7 sjö hvíta svani, sex þýfta þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn áttunda hann Jónas færði mér, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða....o.s.frv. Á jóladaginn nfunda hann Jónas færði mér, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta..o.s.frv. tfu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr...o.s.frv. i Á jóladaginn ellefta hann Jónas færði mér, ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip...o.s.frv. Á jóladaginn tólfta hann Jónas færði mér, tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa, tíu hús...o.s.frv. Á jóladaginn þrettánda hann Jónas færði mér, þrettán hesta þæga, tólf lindir tærar, ellefu hallir... o.s.frv. 000 I G

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.