Tíminn - 05.12.1992, Side 17
Laugardagur 5. desember 1992
Tíminn 17
Árvökull belgískur lögreglumaður fletti af tilviljun ofan af
tvöföldu lífi belgísks góðborgara:
LIFÐI UM
EFNI FRAM
ÞAÐ VAR GLAÐASÓLSKIN og heiður
himinn yfir Antwerpen í Belgíu, þegar
Leo Destin kom til vinnu sinnar hjá
rannsóknarlögreglunni og athugaði þann póst,
sem borist hafði. „Enn ein stúlkan látin," sagði
hann og lagði tilkynninguna til hliðar. „Senni-
lega myrt.“
Antoine Beaumont fulltrúi, sem sat við skrif-
borð sitt hinum megin í herberginu, kveikti sér
í smávindli um leið og hann spurði, hvort það
væri í Antwerpen, en Destin svaraði að svo væri
ekki. Það væri skammt frá þýsku landamærun-
um, ekki langt frá Genk. Destin sagði að einung-
is væri um skyldutilkynningu að ræða, því þeir
hefðu enn ekki borið kennsl á hana enn. „Gæti
verið útlend. Það lítur út fyrir, að þeir haldi að
hún hafi verið hippi.“
Fulltrúinn spurði Destin af hverju hann héldi
að um útlending væri að ræða, því ekkert væri á
það minnst. Destin svaraði því til að margir af
þessum hippum væru útlendingar.
Fulltrúinn benti hinsvegar á að margir þeirra
væru belgískir og þá ætti að vera búið að til-
kynna hvarf hennar til lögreglunnar. En þegar
að var gáð, var ekki um neina tilkynningu að
ræða. Ekki tókst heldur að ráða gátuna um hver
hún væri og voru tilkynningamar lagðar til
hliðar, merktar: „óútkljáðar".
Kennsl borín á stúlkuna
Um þremur mánuðum síðar, eða 17. nóvember,
hafði mál þetta gleymst í herbúðum lögregl-
unnar í Antwerpen hjá þeim Destin og Beaum-
ont, en þá barst þeim önnur tilkynning þar sem
stóð að upplýst hefði verið af hverjum stúlkulík-
ið væri. Hún hafði þá eftir allt verið útlendingur,
þ.e.a.s. þýsk. Upp hefði komist um hver hún var
á þann hátt að í þætti í þýska sjónvarpinu um
óleyst glæpamál hafði birst mynd af stúlkunni
og sáu foreldrar stúlkunnar hana og þekktu.
Þau áttu heima í Norður-Þýskalandi og hét
stúlkan Katrin Mueller.
Ekki hafði samkvæmt tilkynningunni til lög-
reglunnar í Antwerpen enn hafst upp á morð-
ingjanum. Slóð stúlkunnar hafði verið rakin frá
Þýskalandi yfir landamæri Belgfu til Aachen og
þar sást síðast til hennar þar sem hún steig upp
í bíl sem hélt í áttina til Liége og eftir það vissi
enginn um ferðir hennar. Lýsing hafði fengist á
bílnum, hvítum Peugeot 202 með belgískt
skráningamúmer þar sem fyrsti stafur var ann-
að hvort 5 eða 7. Ætla mátti að nær ómögulegt
yrði að finna þennan bfl, en Destin rannsóknar-
lögreglumaður vildi samt, í þrjósku sinni,
reyna. Hann tók því til hendinni og fékk hjá bif-
reiðaeftirlitinu lista yfir alla hvíta Peugeot 202
af nýlegri árgerð þar sem skráningamúmerið
byrjaði annað hvort á 5 eða 7. Þegar upp var
staðið, kom álitlegur fjöldi til greina og var
næsta skref að athuga hvar eigendur bílanna,
sem komu til greina, höfðu haldið sig þann 13.
ágúst, daginn sem stúlkan, sem myrt var, steig
upp í bílinn. Um 40 aðila var ræða.
Destin var um það bil hálfnaður með listann
þegar komið var að gjaldheimtumanni hins op-
inbera í St. Gillis-Waans, sem er smáborg aust-
an Antwerpen, og fann hann strax að sá hafði
eitthvað óhreint í pokahominu. Þessi aðili hafði
sagst hafa vera í Antwerpen á umræddum tíma,
en þar var hann ekki. Þá var haldin ráðstefna í
sambandi við innheimtu landbúnaðarskatta og
konan hans hélt að hann hefði tekið þátt í
henni.
Destin spurðist fyrir á gistihúsum og það kom
í ljós að gjaldheimtumaðurinn hafði ekki dvalist
í neinu þeirra. Destin hafði ekki samband við
hann, heldur talaði við konu hans og sagði
henni að hann væri á vegum sambands embætt-
ismanna og það hefði komið til greina að veita
Marcel Bosmans, en svo hét gjaldheimtumaður-
inn, viðurkenningu fyrir trúmennsku og
skyídurækni í starfi. Destin hafði síðar samband
við Bosmans sjálfan og fór fram á að hitta hann
að máli, en ekki lét hann erindið uppskátt.
Bosmans virtist furða sig á beiðninni, en féllst
þó á að veita lögregluforingjanum áheym dag-
inn eftir. Hann varð enn meira undrandi þegar
Destin birtist á skrifstofu hans daginn eftir.
Gjaldheimtumaðurinn krafðist þess að Destin
kynnti sig og sagðist jafhframt hafa haldið að
Destin væri óánægður skattgreiðandi.
Bosmans í skoðunarferð
Destin sagði hinsvegar að hann væri rannsókn-
arlögreglumaður og væri starfandi í Antwerpen.
Destin var vanur því að þegar hann segðist vera
rannsóknarlögreglumaður brygði fólki mjög í
brún, en þau áhrif, sem þessi orð höfðu á gjald-
heimtumanninn, vom þó óvenjulega sterk og
bersýnileg, því hann varð náfölur í framan, um
Ieið og hann spratt upp úr sæti sínu og spurði
hvaða erindi Destin ætti eiginlega.
Destin lögregluforingi spurði bara hvar hann
hefði verið þann 13. ágúst og hvort hann hefði
verið staddur nálægt Aachen þann dag. Bos-
mans sagði að hann hefði verið í Antwerpen á
ráðstefnu um innheimtu landbúnaðargjalda.
Leó svaraði um hæl að þar hefði hann ekki ver-
ið, samkvæmt sínum heimildum, og sagðist
jafnframt vilja vita hvar hann hefði verið. Bos-
mans gafst þá upp og sagði að lögreglumenn
væm tvímælalaust snillingar; hann hefði ekki
setið ráðstefnuna, en hann hefði verið í Antwer-
pen og hann hefði notað tækifærið og skoðað
borgina, því hann hefði ekki komið þangað áður.
Destin varð að sjálfsögðu nokkuð tortrygginn,
því ekki vom nema 30 km á milli St. Gillis-
Waans ogAntwerpen.
Bosmans sá að Destin varð tortrygginn og
nefndi þá staði sem hann hefði komið til í Ant-
werpen — matsölu- og veitingastaði og nætur-
klúbba — og reiddi fram einhverja kvittun úr
næturklúbb því til sönnunar. Það stóð heima og
Destin lét það gott heita, í bili.
Destin ákvað að halda áfram að leita á listanum
yfir eigendur Peugeot 202 bílanna, sem hann
fékk hjá bifreiðaeftirlitinu. Samt sem áður hafði
hann gífurlegar efasemdir um að gjaldheimtu-
maðurinn væri að segja allan
sannleikann og hann var
þess fullvissari en oft áður að
hann var að segja ósatt.
Hann hugsaði með sér að
hann hefði aldrei séð jafn
ótvíræðan sektarsvip koma á andlit nokkurs
manns.
Destin stakk upp á því við yfirboðara sinn að
þeir hefðu samband við endurskoðendur Bos-
mans, sem fylgdust með bókhaldi hans af hálfu
þess opinbera.
Yfirendurskoðandinn sannfærði Destin um að
þeir hefðu fullkomið og öruggt eftirlit með allri
reikningsfærslu gjaldheimtumanna og þar með
Bosmans. Skömmu eftir samtal Destins og end-
urskoðandans hringdi sá síðamefndi í Destin og
sagði honum að allt væri í lagi með bókhald
Bosmans.
Destin var ekki vantrúaður á að Bosmans kynni
að leggja saman, en var jafnframt sannfærður
um að eitthvað var athugavert við gjaldheimtu-
manninn. Með þrjósku sinni tókst honum að
telja yfirmenn sína á að halda rannsókn málsins
áfram, þrátt fyrir að yfirmennimir héldu að um
tímasóun væri að ræða.
Rannsóknin skipulögð
Destin varð að skipuleggja rannsóknina. Hann
yrði að kynnast umhverfi og háttum Bosmans.
Það gat hann ekki sjálfur og hann leitaði því til
yngsta starfsmanns rannsóknarlögreglunnar,
Gilberts Drouot, sem var ekki nema 22 ára gam-
all. Var hann ánægður með verkefnið, enda var
það eitt af hans fyrstu.
Drouot hélt af stað til St. Gillis-Waans með
skilríki umferðareftirlitsmanns upp á vasann og
bókaði sig þar inn á lítið gistihús, sem rekið var
þar í tengslum við eitt öldurhúsið í bænum.
Árangurinn af þessum kænskubrögðum olli þó
vonbrigðum. Drouot tilkynnti, eftir kynni sín af
Bosmans, að hann mætti vera öðrum gjald-
heimtumönnum fordæmi sakir nákvæmni og
reglusemi.
Hann naut þeirrar virðingar og vinsælda, sem
unnt var að búast við að maður í þeirri stöðu
gæti notið. Hann drakk ekki að ráði og sýndi
þess engin merki að hann eyddi meira fé en laun
hans námu. Destin var ekki ánægður og sagði að
hvað sem þessu liði þá hefði hann eitthvað mis-
jafht að fela. Honum fannst fjarvistarsönnunin
ekki nógu góð, því stúlkan fannst myrt nálægt
Genk og ekki var nema tveggja tíma akstur frá
matsölustaðnum, sem Bosmans hafði sýnt kvitt-
unina frá, og þaðan var ekki nema tveggja tíma
akstur til Genk.
Rannsóknarlögreglumaðurinn ungi, Drouot,
benti á að það að Bosmans hafði ekki setið ráð-
stefnuna, sem hann sagðist hafa verið á, sannaði
ekkert.
Milljónamæringur?
Destin sagði Drouot að halda sig við heimabæ
Bosmans, St. Gillis-Waans, athuga hvar hann
drykki sinn bjór á kvöldin og reyna fyrir alla
muni að verða honum málkunnugur. Reyna svo
í framhaldi af því að gerast honum málkunnug-
ur og láta þá talið berast að Þýskalandi, og þá
sérstaklega Aachen, og reyna ai fremsta megni
að minnast á hnífa o.s.frv. Þetta tókst Drouot á
nokkrum kvöldum og gerði vel.
Hvað rannsókn Destins í Antwerpen varðar,
komst hann fljótlega að því að starfsfólk veit-
ingastaðarins, sem Bosmans kvaðst hafa borðað
síðdegisverð á meðan á dvöl
hans í borginni stóð, kann-
aðist ekki við hann.
Hins vegar var allt annað
upp á teningnum í nætur-
klúbbnum. „Marcel Bos-
mans?“ spurði forstjórinn og sagði í framhaldi af
því að hann hlyti að eiga við milljónamæring-
inn. „Hár, holdskarpur náungi með gleraugu og
hökulaus að kalla? Þér hljótið að eiga við millj-
ónamæringinn." Hann hélt áfram: „Hann hefur
verið að eltast við Heide, en nú virðist sem hann
sé kominn þar á fast.“
Destin spurði hver þessi Heide væri og hjarta
hans hafði tekið viðbragð, enda fékk hann það
strax á tilfinninguna að margra mánaða starf
hans væri loks að bera árangur og það hlyti að
vera eitthvað grunsamlegt f fari Marcels Bos-
mans. Það gat ekki verið að það væri allt með
felldu að gjaldheimtumaður frá smábæ eins og
St. Gillis-Waans væri þekktur sem milljóna-
mæringur í næturklúbbi í Antwerpen.
Forstjóri næturklúbbsins sagði að Heide væri
aðalstjarnan, hún dansaði ástríðuþungna dansa
og ef þeir dokuðu við í hálftíma þá gætu þeir séð
sjálfir. Þeir yrðu svo sannarlega ekki fyrir von-
brigðum. Destin lögreglumaður samþykkti að
doka við og spurði jafnframt um ættamafn Hei-
de. Dufour, var svarið.
Destin gat ekki stillt sig um að spyrja hvort von
væri á milljónamæringnum á svæðið, en for-
stjórinn sagði að það væri helst að Heide vissi
það.
Glæsilegt einbýlishús
Forstjórinn sagði satt. Destin varð ekki fyrir
vonbrigðum hvað dansinn snerti, en hann varð
fyrir vonbrigðum, því milljónamæringurinn lét
ekki sjá sig. Þó að lýsingin ætti við Bosmans, þá
gat verið að um annan mann væri að ræða. Lög-
reglan lét sig hafa það að sitja undir sýningunni
þrjú kvöld í röð og á þriðja kvöldi kom hann að
lokum auga á manninn sem um var að ræða.
Gjaldheimtumaðurinn gekk í salinn með tilþrif-
um, harla ólíkur þeim manni sem Destin hafði
áður átt tal við sem gjaldheimtumann. í þetta
skiptið var hann öruggur í fasi, klæddur vönd-
uðum fötum úr dýru efni og svipur hans var
svipur þess manns sem veit að hans bíður hin
fullkomnasta þjónusta.
Heide hafði vart lokið sínu atriði á sviðinu fyrr
en hún settist við borð Marcels Bosmans.
Þjónninn hraðaði sér hið snarasta með kampa-
vín og annar tók sér stöðu skammt frá borðinu,
ef þörf væri fyrir hann. Destin gægðist fram úr
fylgsni sínu, sem var á milli pálmablaða og
spurði sjálfan sig, hvort þetta væru eðlilegir
lifnaðarhættir gjaldheimtumanna, en Destin
naut þess að enginn nema forstjóri klúbbsins
vissi að hann var lögreglumaður.
Bosmans dvaldi f þrjá tíma á staðnum, en þá
hafði Heide lokið dansatriði sínu. Destin elti.
Leiðin lá í úthverfi Antwerpen, Mohlenheide,
sem er talið með glæsilegustu íbúðarhverfum.
Peugeot Bosmans staðnæmdist fyrir framan
glæsilegt einbýlishús og þangað inn hurfu hjú-
in.
Eftir eina og hálfa klukkustund birtist gjald-
heimtumaðurinn aftur, steig inn í sinn bíl og ók
á brott. Destin fylgdi á eftir. Bosmans stað-
næmdist úti fyrir litlu og yfirlætislausu einbýlis-
húsi, sem Destin þekkti. Þetta var hús gjald-
heimtumannsins, sem var við þjóðveginn, tæp-
lega 8 km frá St. Gillis-Waans. Destin hugsaði
með sér að þetta væri þægilegt fyrirkomulag, og
þó hlakkaði hann mest til að geta látið hinn
drembiláta endurskoðanda gjaldheimtunnar
setja ofan, svo um munaði.
Bosmans borgaði brúsann
Daginn eftir fór Destin í fasteignaskrifstofu
borgarinnar þar sem hann fékk staðfest að ein-
býlishúsið í Mohlenheide væri skráð á Heide
Dufour og það hefði verið klárað fyrir fjórum ár-
um. En eftir að hafa haft upp á verktakanum
komst Destin að því að Marcel Bosmans hafði
borgað bygginguna. Þá sneri hann sér til bíla-
sölu einnar, en Heide ók um á mjög dýrum og
bersýnilega nýjum TYiumph-sportbfl og það var
ekki um að ræða nema eitt TYiumph-umboð í
Antwerpen. Bfllinn var skráður á Heide, en
borgaður af Bosmans.
Síðar um daginn hafði Drouot samband við
Destin, var mjög ákafur og sagðist hafa komist
yfir sönnunina.
Destin fannst nú kominn tími til að skýra yfir-
manni sínum frá gangi mála og sagði að venju-
legur gjaldheimtumaður hefði naumast efni á
að reisa glæsihús, kaupa sportbfla og gefa tvö
þúsund krónur í þjórfé á næturklúbb. Yfirmað-
urinn vildi heyra sögu Drouots áður en hann
tæki málið í sínar hendur, en hrósaði Destin
jafnframt fyrir þrautseigju hans og afrek. í ofan-
álag segðist Drouot hafa náð í sannanir í mál-
inu. Destin fannst kominn tími til að yfirmaður
hans tæki málið í sínar hendur, en hann sagðist
vilja bíða og heyra þær sannanir sem fram væru
komnar.
Beaumont, yfirmaður Destins, hældi honum
fyrir frammistöðu hans í málinu, en Destin var
ekki rótt. Hann var ekki viss um að Bosmans
væri sekur um morðið á stúlkunni, sem fannst í
skóginum hjá Genk, því hann virtist ekki sú
manngerð. Þá hrjáði kvenmannsleysið hann
ekki, þar sem hann átti bæði eiginkonu og hjá-
konu.
Skömmu síðar gekk Drouot inn á skrifstofuna
og tilkynnti þar að hann væri orðinn málkunn-
ugur Bosmans, sem hélt að hann væri opinber
starfsmaður. Drouot tilkynnti þeim að Bosmans
hefði verið í Þýskalandi um miðjan ágúst í sum-
ar og hann hefði viðurkennt að hafa komið við í
Aachen á heimleiðinni.
Ásamt þessu stóð það í lögreglumönnunum
þremur að gjaldheimtumaður gæti lifað því lífi
sem Bosmans lifði og gæti átt þvflíkar eignir.
Þeir höfðu samband við yfirendurskoðandann á
ný og tjáðu honum um lifnaðarhætti Bosmans.
Hann tók andköf og sagði að það hlyti að vera
um arf að ræða, en lögreglumennimir höfðu
gengið úr skugga um að svo var ekki. Skyndi-
lega var sambandið rofið og lögreglumennirnir
héldu að endurskoðandanum hefði brugðið svo
að hann hefði lagt á, enda var sú skýring fylli-
lega réttlætanleg. Skyndirannsókn á fjárreiðum
gjaldheimtumannsins hafði leitt í Ijós að þar
vantaði milljónir í sjóði.
Féð var á þrotum
Við yfirheyrslur viðurkenndi Bosmans að hann
hefði kynnst Heide Dufour um sumarið, og
hefði hann fljótlega þurft að draga sér fé úr op-
inberum sjóðum, þar sem hans fé var þrotið.
Hvað morðákæruna varðaði, var hann fljótur að
koma með fjarvistarsönnun. .Auðvitað var ég í
Aachen. Ég var með Heide áveitingastofunni."
„Ég hefði getað svarið að ég trúði því að hann
væri milljónaamæringur. Hann sagðist vera
stjómarformaður í mörgum fyrirtækjum í Ant-
werpen og Brussel. Hann stráði um sig pening-
um. Verð ég nú að láta allt af hendi?“ sagði Hei-
de Dufour. Svo var þó ekki, því skv. belgískum
lögum á viðkomandi það sem honum hefur ver-
ið gefið, sama hvemig gefandinn komst yfir það.
Enn hefur ekki komist upp hver myrti þýsku
stúlkuna, en þann 9. aprfl 1970 var gjaldheimtu-'
maðurinn frá St. Gillis-Waans hnepptur í varð-
hald fyrir að hafa sóað milljónum af opinberu fé,
sem ekkert reyndist afturkræft. Við réttarhöld
buðu yfirvöld Bosmans vægri refsingu ef hann
segði þeim hvemig hann fór að því að draga sér
svo mikið fé, en hann neitaði því ávallt.