Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tfminn Laugardagur 16 janúar 1993 Héraðsdómur Reykjavíkur: Sýknaði Sighvat af öllum kröfum lyfjaheildsalanna Lækkun á heildsöluálagningu lyfja sem heilbrigðisráðherra frestaði til 1. febrúar n.k. mun nú væntanlega koma til framkvæmda eftir að Héraðas- dómur Reykjavíkur hefur sýknað ráðherra af öllum kröfum lyfjahóps stór- kaupmanna. Félag íslenskra stórkaupmanna hafði fyrir hönd lyfjainnflytj- enda krafist þess að tilteknar afgreiðslur lyfjaverðlagsnefndar og ákvarðan- ir sem heiibrigðisráðherra tók á greundvelli þeirra yrðu ógiltar og jafnframt að Guðjón Magnússon skrifstofustjóri yrði dæmdur vanhæfur til setu í nefndinni. Lækkun heildsöluálagningar úr 13,5% í 12,5% ásamt lækkun svo- kaílaðra FOB- og CIF-stuðla um 2- 3 prósentustig var ætlað, sam- kvæmt útreikningum ráðuneytis- ins, að lækka tekjur lyfjaverslun- arinar um 100 milljónir króna á þessu ári. Aðspurður um viðbrögð lyfjainn- flytjenda svaraði Birgir Thorlaci- us, talsmaður lyfjahóps FÍS: „Það er verið að íhuga hvort það verði áfrýjað eða ekki. Ákvörðun um það verður trúlega tekin núna eftir helgina." Birgir sagði lyfjahópinn aðallega óánægðan með hvernig staðið var að ákvörðunum, sér- staklega varðandi lækkun álagn- ingar. Ekki hafi verið farið al- mennilega ofan í kjölinn á þessum málum samkvæmt laganna hljóð- an heldur hafi þetta frekar verið eins og ágiskun að nú mætti lækka álagningu og stuðla. „Við erum ekki að segja að lækk- un geti ekki átt rétt á sér heldur að það hafi ekki verið kannað al- mennilega hvort svo sé. Hópurinn er einnig ósáttur við vinnubrögðin þar sem hann telur Guðjón Magn- ússon ekki eiga þar heima. Lyfja- verðlagsnefnd hefur þá sérstöðu að verði ágreiningur í henni þá sker ráðherra úr. Með þvf að hafa starfsmenn sína í nefndinni getur hann skapað slíkan ágreining", sagði Birgir. Til ágreinings kom í lyfjaverð- lagsnefnd í desember vegna til- lagna Guðjóns Magnússonar þar sem hann m.a. rökstuddi lækkun heildsöluálagningar úr 13,5% nið- ur í 12,5% með aftiámi aðstöðu- gjaldsins frá áramótum. Heil- brigðisráðherra kvað því upp úr- skurð 18. desember um lækkun álagningar og stuðla sem skyldi gilda frá áramótum. Eftir að Félag stórkaupmanna skaut málinu til dómstóla skömmu fyrir áramót frestaði ráðherra framkvæmdinni til fyrsta febrúar. Einar Magnússon, deildarstjóri lyfjamála í heilbrigðisráðuneyt- inu, var spurður hvort lækkun álagningar og staðla kæmi nú ekki til ffamkvæmda. Hann sagði ráðherra ekki taka endanlega ákvörðun um það fyrr en eftir helgi. En allar líkur mætti þó telja á því að ákvörðun ráðherra tæki gildi. - HEl Nítján styrkjum úthlutað úr Kvikmyndasjóði: Friðrik Þór og Hilmar fengu mest Kvikmyndafélög þeirra Friðriks Þórs Friðrikssonar og Hilmars Oddssonar fengu hæstu styrid úr Kvikmyndasjóði fslands til bíó- myndagerðar en tilkynnt var um út- hlutunina í gær. Alls sóttu 124 um styrk úr sjóðnum, þar af 17 til að gera bíómynd. Umsóknir hafa aldr- ei verið fleiri síðan sjóðurinn var settur á stofn. Úthíutunaraefnd Kvikmyndasjóðs hafði að þessu sinni 75 miÚjónir til ráðstöfunar. Þrír styrkir voru veittir til að gera bíómyndir, en 17 umsóknir bárust. Hæsta styrkinn, 26 milljónir, fékk íslenska kvikmyndasamsteypan til að gera myndina Bíódagar. Leik- stjóri myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson. Nýja bíó fékk 23 millj- ónir til að gera myndina Vita et mors. Leikstjóri hennar er Hilmar Oddsson. Þá fékk Art Film 3 milljón- ir til að gera myndina Stuttur frakki. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Snær Erlingsson. Fjórtán um- sóknir bárust um að gera stutt- myndir. Þór Elís Pálsson fékk 7 milljónir til að gera myndina Nifl og Baldur Hrafnkell Jónsson fékk 3 milljónir til að gera myndina Ráða- góða stelpan. Sjö fengu styrki til að gera handrit og til undirbúnings að gerð bíó- mynda. Nýtt líf (Þráinn Bertelsson) fékk milljón til að undirbúa gerð myndarinnar Einkalíf Alexanders. Óskar Jónasson fékk milljón til myndarinnar Snjóbolti. Kvik- myndafélagið Esjan (Halldór Gunn- arsson) fékk 600 þúsund til myndar- innar Svartur himinn. Skífan (Jón Ólafsson) fékk 600 þúsund til mynd- arinnar Alveg milljón. Sólskins- myndir (Halldór E. Laxness) fengu 600 þúsund til myndarinnar Mestur hiti á landinu. Hillingar (Lárus Ým- ir óskarsson) fengu 400 þúsund til myndarinnar Leitin að mömmu. Friðrik Erlingsson fékk 400 þúsund til að undirbúa myndina Benjamín dúfu. Kvikmyndafélagið Villingur (Þor- finnur Guðnason) fékk 2 milljónir til að gera heimildamyndina Húsey. Lifandi myndir (Erlendur Sveins- son) fengu 2 milljónir til að gera heimildamyndina Árabátur. Kári Schram fékk milljón til að gera heimildamyndina Dagsverk og Alda Lóa Leifsdóttir fékk milljón til að gera heimildamyndina Halló Reykjavík. Þá fékk Táge Ammendrup 500 þúsund til að undirbúa gerð heimildamyndarinnar Hugvitsmað- urinn. Inga Lisa Middleton fékk 1,2 millj- ón til að gera myndina Ævintýri á okkar tímum sem er svokölluð hreyfimynd og Teiknimyndagerðin (Sigurður Öm Brynjólfsson) fékk 700 þúsund til að gera teiknimynd- ina Auðunn og ísbjöminn. -EÓ GRÍPTU GÆSINAMAÐUR’. JANDAR IILBOÐ ?// Allar Biga eldhúS'Og baðinnréttmgar með 10% verksmiðjuafslættiútjanuar^^ ^ Nú býðst «ns‘”ky?rks^1992 «Sg meúeiS0% verksmiðjuafstett. að réttingu a verðlista ar , tekur nýr verðlisti gildi. ^kSnúna og sPn"úpS«‘ ‘ En„ eru óseldar 3#%' brautum vegna væntanl^ubtæíifærið núna. Visaog Euro raðgreiðslur. Island Stjómarmenn og framkvæmdastjórí Kvikmyndasjóðs. Frá vinstri, Bryndís Schram framkvæmdastjóri, Olga Guörún Árnadóttir, Kríst- björg Kjeld og Ámi ÞÓrarinSSOn. Tímamynd Sigursteinn. Jötunn hf. og Ingvar Helgason hf. hafa geng- ið frá sölusamningi: Ingvar Helgason hf. fær bíla og vélar í gær var undirritaður samningur um kaup Ingvars Helgasonar hf. á bfladeild Jötuns hf. ásamt tilheyr- andi starfsemi varahlutadeildar og bflaverkstæðis. Ennfremur felur samningurinn í sér sölu véladeild- ar Jötuns til Ingvars Helgasonar en sá hluti samningsins bíður endanlegrar staðfestíngar þar til í lok þessa mánaðar. Samninginn undirrituðu þeir Ingvar Helgason og Helgi Ingvars- son fyrir hönd kaupenda og Guð- jón B. Ólafsson og Sigurður Gils Björgvinsson fyrir hönd seljenda. Á fúndi stjórnar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga fyrr í mánuðinum lýsti stjórnin sig sam- þykka samningsgerðinni en Sam- bandið er sem kunnugt er meiri- hlutaeigandi að Jötni hf.. Jötunn og Sambandið hafa um áratuga skeið haft umboð á íslandi fyrir sölu bifreiða frá General Mo- tors, Chevrolet, Pontiac, Oldsmo- bile, Buick, Cadillac og Opel. Þá hefur fyrirtækið umboð fyrir fjölda landbúnaðarvéla en þekktastar þeirra eru Massey Ferguson drátt- arvélar. Samningar Ingvars Helgasonar hf. við hin erlendu fyrirtæki standa nú yfir. Ingvar Helgason hf. hefur stoftiað nýtt fyrirtæki til að annast þennan rekstur og mun það fyrir- tæki verða rekið fyrst um sinn á sama stað og áður að Höfðabakka 9 og mun hluta starfsliðs Jötuns verða boðið að starfa í nýja fyrir- tækinu. -EÓ Árekstra- ■ * * hrina i Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði hafði í nógu að snúast í gær því alls hafði verið tílkynnt um bfl- bruna og átta árekstra, þar af tvo mjög harða, um miðjan dag. AðsÖgn lögreglu er langt síð- an svo margir árekstrar hafa orðið í bænum. Sem betur fer urðu engin slys á fólki en fjar- lægja þurftí bfla úr tveimur árekstrum með dráttarbfl. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.