Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 20. febrúar 1993
Nú f föstuinngangi
fara í hönd þrír
merkisdagar, sem
allir eiga það sam-
merkt að þeir áttu
sér meíra og minna
háaivaríegt inntak
fyrr á tlð, inntak sem
nu hefur snúist upp
I glens eltt og gam-
an. Hér er auðvitað
um að ræða bollu-
daginn, sem menn
munu fagna nk.
mánudag, sprengi-
daginn sem er á
þríðjudag, og loks
öskudaginn á mið-
víkudag. Hér á eftír
verður sitthvað rifj-
að upp um uppruna
þessara þriggja há-
tíðisdaga og hvernig
þelr fengu það létt-
úðuga inntak sem
raun er á. Heimlld
okkar er bók Árna
Björnssonar, „Saga
daganna“, en Árni er
sem kunnugt er
manna fjölvisastur
um þetta efni.
Hópur barna á Akureyri „siær köttinn úr tunnunni“ um 1920. Oft var öskudagurinn valinn til þessarar gleði, en stundum efnt til sérstaks
„kattarslagsdags“. Á Akureyri var reynt að ná f flækingskött og hann þá skotinn, en annars hrafn, sem nóg var af. Skepnan var svo sett í
tunnu, sem hengd var upp og lamin utan uns hún var fallin I stafi. Sá, sem sló síöasta stafinn úr tunnunni, hét „tunnukóngur", en sá, sem
tókst aö höggva niöur hrafninn eöa köttinn, hét „kattarkóngur".
M _ tókst aö höggva möur hrafnmn eöa
ne,ca'/o(qa..
upp í glms
°9LÍfTTÚ‘Ð
ar sem snerust
Sagt frá uppruna
bolludagsins,
sprengidagsins
og öskudagsins
Áhrif norskra eða
danskra bakara
Heiti bolludagsins mun vera til-
tölulega ungt, en fyrirbærið sjálft
er þó a.m.k. nálægt hundrað ára
gamalt hérlendis. Flest bendir til
að siðurinn hafi borist hingað fyr-
ir dönsk eða norsk áhrif á síðari
hluta 19. aldar, Ifklega að frum-
kvæði þarlendra bakara sem sett-
ust hér að. Þó hefur hann öðlast
hér nokkra sérstöðu.
Aðalþættir hans eru tveir: Að
flengja menn með vendi áður en
þeir komast úr bólinu og fá f stað-
inn eitthvert góðgæti.
Fyrra atriðið mun eiga rætur að
rekja til þeirra hirtinga og písla,
sem menn lögðu á sig og aðra sem
iðrunarmerki á föstunni til að
minnast pínu frelsarans. En eftir
siðbreytinguna þróaðist þetta
hvarvetna smám saman yfir í gam-
anmál. Bolluátið mun hinsvegar
vera leif frá því að „fasta við hvítan
mat“, nema nú var hann mun bet-
ur úti látinn en fyrrum. Þesskonar
bolluát eða feitmetisát virðist á
öðrum Norðurlöndum reyndar
hafa verið meir bundið við þriðju-
daginn næsta. En á íslandi hafa
menn fest þennan sið við mánu-
daginn, sennilega til að trufla ekki
hefðbundinn matarsið morgun-
dagsins.
Vitað er að ekki síðar en milli
1880-90 höfðu börn f Hafnarfirði
og Reykjavík fyrir sið að fara
fylktu liði um götur á bolludag-
inn, búin stríðsklæðum og tré-
vopnum með bumbuslætti og
söng og sníkja peninga eða sæl-
gæti í verslunum. Er þetta arfur
frá „föstugangshlaupum" þeim,
sem einnig verður vikið að í sam-
bandi við tvo næstu daga.
Sprengikvöld og
sprengir
Þetta er þriðjudagurinn í föstu-
inngang, áður síðasti dagur fyrir
upphaf lönguföstu. Önnur af-
brigði nafnsins eru sprengikvöld
og sprengir.
Það er alkunna að kaþólskar
þjóðir gera sér nokkra glaða kjöt-
kveðjudaga áður en fastan hefst.
Upphaflega mun hér um að ræða
vorhátíðir í sunnanverðri Evrópu,
sem síðan hafa runnið saman við
föstuinnganginn.
BORGARVERKFRÆÐINGURINN I REYKJAVÍK
GARÐYRKJUSTJÓRI
SKÚLATÚNI 2. 105 REYKJAVlK, SlMI 632460. MYNDSENDIR 624034
Húsverndarsjóður
Reykjavíkur
( apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja-
víkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgeröa og
endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt
varðveislugildi af sögulegum eða byggingasögulegum
ástæðum.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á
fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning-
ar og umsögn Árbæjarsafns.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1993 og skal umsóknum,
stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrif-
stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.
Utboð
Suðurlandsvegur, Skálm-
Klaustur
Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum I lagningu
38 km kafla á Suöurlandsvegi milli Skálmar og
Klausturs. Þar af er 16 km nýlagning.
Helstu magntölur: Fyllingar og buröarlög
260.000 m3, slitlag 238.000 m3, varnargaröar
46.000 m3 og grjótvörn 14.300 m3.
Verki skal lokiö 15. ágúst 1994.
Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rlkisins
á Selfossi og i Borgartúni 5, Reykjavik (aöal-
gjaldkera), frá og meö 22. þ.m.
Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00
þann 8. mars 1993.
Vegamálastjóri