Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 20. mars 1993 55. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Launatengdum gjöldum verði aflétt af at- vinnulífinu og velt yfir á almenning. VSÍ: Kjaraskerðing óumflýjanleg Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að kjara- skerðing sé óumflýjanleg í ljósi þeirra áfalla sem oröið hafl í sjáv- arútveginum til viðbótar hinum almenna efnahagssamdrætti. -----!------'N Vetni, elds- neyti fram- tíðarinnar Helgarviðtalið á blað- síðu 6-7 er um til- raunir sem eru að hefjast hér á landi á því að nota vetni sem framleitt er hérlendis sem eldsneyti fyrir skipavélar. ___________ Rússar eða Frakkar heims- meistarar? Fréttir af HM í hand- knattieik eru í opn- unni á blaðsíðum 12 og 13 Frásögn af leik íslendinga og Tékkó- slóvaka er á blaðsíðu 14. Franskur furöu- jeppi Sagt er frá ýms- um nýjungum og snjöllum hug- myndum bíla- manna á bíla- síðu á blaðsíðu 10. „Þannig að það er kaupmáttar- lækkun framundan. Spurningin er hinsvegar hvernig hún kemur fram og hvernig við henni verður brugðist." Þórarinn V. segir að samtök at- vinnurekenda hafi ekki ákveðið með hvaða hætti verði brugðist við þessum áföllum þótt ýmsir innan raða þeirra hafí m.a. rætt um gengisfellingu og jafnvel kaup- lækkun. Hann segir að staðan í samningamálunum sé afskaplega óþægileg í ljósi þess að hinn efna- hagslegi raunveruleiki hafi ein- faldlega klippt á þær væntingar sem menn gerðu sér í upphafi árs- ins. „Það eru ýmsar leiðir til og m.a. tilfærsla á kostnaði í meira mæli en gert hefur verið. í því sambandi er hægt að hugsa sér að létta launatengdum gjöldum af at- vinnurekstrinum og yfir á almenn- ing. Hvað gengið varðar er það breytileg stærð og eins þurfum við að meta hvaða áhrif lækkun vaxta getur haft.“ Framkvæmdastjórinn segir að það sé mikilvægt að aðilar vinnu- markaðarins reyni að meta í sam- einingu hvaða brotsjóir séu fram- undan og hvernig best sé að kom- ast fyrir þá. „Við erum að reyna að lesa af mælunum núna og getum ekki hlíft okkur né verkalýðshreyfing- unni við því að horfast í augu við þá erfiðleika sem blasa við okkur. Þessir erfiðleikar eru bæði dýpri, öðruvísi og verri en við reiknuðum með.“ -grii íslandsbanki, Búnaðarbanki og sparisjóðimir ætia að lækka vexti eftir belgina, íslandsbanki um 0,4%, Búnaðarbanld um 0,5% og sparisjóðhmir um 0.35%. Lækkunin er breytileg eftir iánaflokkum. Landsbanki ætlar hins vegar ekld að breyta vöxtum. Búnaðarbankhm lækka sína út- lánsvexti um að meðaltali 0.5%. Vextir á verðtryggðum útlánum verða lækkaðlr um 0,25%. Vext- ir verða einnlg Iækkaðir á inn- lánsvöxtum um 0,25-0,5%. Vaxtalækkun Islandsbanka á inn- og útlánum er um 0,4%. Bankinn lækkar sömuleiðis vexti á verðtryggðum útlánum um 0,4%. Sparisjóðimir lækka óverðtryggða útlánsvextl að meðaltali um 0,35%, en veró- tryggða útlánsvexti um 0,15%. -EÓ Landsbankamáliö var samþykkt á þingi í gær. Timamynd Ami Bjama Alþingi samþykkti Landsbankamálið Alþingi samþykkti í gær frumvarp um eflingu eiginfjárstöðu Landsbanka og innlánsstofnana með 34 samhljóða atkvæðum. Níu þingmenn sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks studdu frumvarpið en þingmenn AI- þýðubandalags sátu hjá. Kvennalistinn klofnaði í málinu, tveir studdu frumvarpið og tveir sátu hjá. Alþýðubandalagið lagði fram breytingartillögur við frumvarpið en þær voru allar felldar. Stjómarandstaðan hefur gagn- rýnt málsmeðferð ríkisstjómarinn- ar íþessu máli. Halldór Asgrímsson sagði að þingmenn Framsóknar- flokksins myndu þó ekki láta það hafa áhrif þegar þeir tækju efnis- lega afstöðu til málsins. Mikilvægt væri úr því sem komið væri að af- greiða málið sem fyrst og eyða þannig allri óvissu um stöðu Landsbankans. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar lagði áherslu á í nefndar- áliti sínu að lög sem gilda um tryggingarsjóði viðskiptabanka og sparisjóða yrðu endurskoðuð. Nefndin lýsti því yfir að hún mundi beita sér fyrir slíkri endurskoðun í tengslum við yfirferð yfir frumvarp um viðskiptabanka sem liggur fyrir nefndinni. Nefndin lagði áherslu á að samráð yrði haft við hána um frekari lán- veitingar úr tryggingarsjóði við- skiptabanka. í umræðunum kom fram að ekkert slíkt samráð hefði farið fram þegar Seðlabankinn lán- aði Landsbanka 1.250 milljónir um síðustu áramót eða nú á þriðjudag- inn þegar ríkisstjórnin tók sínar ákvarðanir í þessu máli. -EÓ Feeney og Grayson í fangelsi: Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja ára fangeisisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Donald M. Feeney í svokölluðu bamsránsmáli. James Grayson, faðir annarrar telpunnar, er dæmdur í 8 mánaða fangelsi og þar af 6 mánuði skilorðsbundið. Feeney, stjómarformaður Corpor- ate TVaining Unlimited, er dæmdur fyrir að hafa tekið að sér að nema tvær telpur af iandi brott og flytja til Bandaríkjanna í janúar síðastliðn- um. Dómur Hæstaréttar yfir Gray- son er nokkru mildari en dómur héraðsdóms en þar var hann dæmd- ur í eins árs fangelsi og 9 mánuði skilorðsbundið. Tveir dómarar í Hæstarétti skiluðu séraáliti og vildu að Grayson fengi þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Það er rökstutt með því að hann sé réttur forsjármaður dóttur sinnar samkvæmt dómi í Bandaríkj- unum. Jón vill ekki selja banka „Ég get staðfest það skýrt og skorinort að það er ekki heppilegur tími til að selja eignarhluta ríkis- sjóðs í bönkum um þessar mundir," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra á Alþingi í gær í umræðum um frumvarp um stuðning við Landsbankann. Jón sagði jafnframt að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að breyta rekstrarformi ríkisbankana, þ.e. að gera þá að hlutafélagi í eigu ríkis- sjóðs. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvenær frumvarp um breytt rekstrarform ríkisbankanna yrði lagt fram. Ástæðan er sú að mikil andstaða er við frumvarpið í báðum stjórnarflokkunum og því óvíst hvort eða hvenær viðskiptaráð- herra fær heimild flokkanna til leggja slíkt frumvarp fram. Bæði Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri hafa einnig sagt í fjöl- miðlum að nú sé ekki rétti tíminn til að selja ríkisbankana. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.