Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 20. mars 1993 „LýöfræðHegur dómsdagur“ sagður yfirvofandi: Bálför í Indlandi: trúarbrögö valda miklu um fólksfjölgun. Mannkyninu fjölgar hraðar en nokkru sinni fyrr. í Afríku sunn- an Sahara fjölgar fólki þessi árín hraðar en nokkru sinni áður þar í álfu eða í nokkrum heimshluta öðrum. Þau met verða slegin þegar á þeim fáu árum, sem eftir eru til aldamóta. Á þeim fjölgar mannkyninu, sem nú telur um 5,5 milljarða, um millj- arð. Það er nokkru meira en íbúafjöldi Indlands í dag. Fyrir 40 árum voru einstaklingar af tegundinni homo sapiens „aðeins“ 2,6 milljarðar. Þeim hefur sem sé fjölgað um rúman helming síðan. Og fjölgun- arhraðinn verður sífellt meiri. Sam- kvæmt einni spá, sem margir kalla bjartsýniskennda um of, verða á jörð- inni árið 2025, eftir rúm 30 ár, um 8,5 milljarðar af manneskjum. Sumra mál er að fyrirsjáanlegt sé að mennimir verði innan skamms (á næstu áratug- um, á næstu öld) orðnir 12 eða 14 milljarðar. Örast í Afríku Spár þessar eru frá lýðfræðingum, fé- lagsfræðingum og öðrum fræði- og vísindamönnum með víðtækar rann- sókniraðbaki. Fjölgunin er og verður svo til öll hjá þjóðum á syðri hluta hnattarins, í þriðja heiminum svokallaða, og mest þar sem síst eru möguleikar á að fram- fleyta fleira fólki. Örast fjölgar Afríku- mönnum, svo sem fyrr segir, þar næst íbúum Suður-Asíu og Rómönsku Am- eríku, í Austur-Asíu hefúr verulega dregið úr fjölgun og hjá þjóðum norð- urheims er nú ffekar um að ræða fækkun en Qölgun. Árið 2025 verða íbúar syðri hluta hnattarins 85% allra fbúahans. Fæðingum að tiltölu við fólksfjölda hefur að vísu fekkað talsvert síðan á sjöunda áratug, miðað við heiminn í Dagur Þorleifsson skrifar jlfi heild, en jafrível þótt þeim fekkaði á næstunni miklu meira breytti það litlu, segja sérfræðingar. Vegna þess að fiöldi fólks á besta getnaðaraldri er orðinn svo mikill í þriðja heiminum. Spáð er að ekki fyrr en einhvemtíma á næstu öld muni feðingartalan í heiminum sem heild hafa lækkað niður í það sem hún er í dag. Sú tala þykir flestum mik- ilstilofhá. Fræðimenn em efins um að jörðin þoli þetta álag og margir þeirra telja það útilokað. Með það í huga kallar Paul Ehrlich, þekktur bandarískur mannfræðingur, fólksfjölgunarspreng- inguna B-bombu (kjamasprengjur em gjaman kallaðar A-bombur). Oft hefur fyrir komið að vissar dýrategundir hafa stofríað lffsbjargarmöguleikum sínum í hættu með mikilli fjölgun. En aldrei fyrr hefur ein dýrategund stofríað ekki aðeins sjálfri sér í hættu með offjölgun, heldur og gervöllu lffríkinu, eins og maðurinn gerir nú, segir Thomas Kes- selring, heimspekiprófessor í Bem. Afganistan: tvöföldun á 11 árum Sem dæmi um kraft B-bombunnar segir þýska vikuritið Der Spiegel að nú sé búið að gefa upp þá „óskamm- feilnu von“ að alnæmið hægi að ráði á fjölguninni í Afríku. Dæmi: í Afganistan er allt í flagi eft- ir hálfs annars áratugs stríð, en ekki hefur það fengið meira á landsfólkið en svo að árleg fæðingatíðni er þar 6,7%, sem þýðir að með sama áfram- haldi verða landsmenn búnir að fiölga sér um helming eftir ellefu ár. Ibúar Indlands eru nú um 864 millj- ónir, en verða líklega árið 2025 um 1440 milljónir og þá hugsanlega orðnir fleiri en Kínverjar, sem þó eru nú um 1200 milljónir og fjölga sér árlega um 16 milljónir. fbúar Kenýu eru nú um 22 milljónir og verða lík- lega orðnir helmingi fleiri eftir 17 ár. Frá því að Khomeini kom til valda í íran hefur landsmönnum þar fjölgað úr 36 milljónum í um 60 og við munu bætast um 14 milljónir til aldamóta. Afleiðingar fyrir umhverfið? Af þeim má nefría vaxandi gróðurhússáhrif og hraðvaxandi notkun á hráefnum sem ekki er hægt að endurnýja. Enn verr verða úti auðlindir, sem til þessa hefur verið talið fært að endumýja, akurlönd og haglendi, vatn og viður. Nú þegar er notkunin á þessu meiri en svo að hægt sé að bæta hana upp. Vatnsskortur vegna ofnotkunar, sem aftur stafar af því að fólkið sem notar vatnið er orðið of margt, er þegar orðið alvarlegt vandamál víða um heim. Sérstaklega í Afríku ogAustur- löndum nær er hætta á að vatnið (Ld. í Efrat og Tígris sem Tyrkir, írakar og Sýrlendingar deila um) valdi stríð- um. Á helmingi þurrlendis jarðar er ekki lengur nóg vatn. Á norðurhluta hnattarins er hinsvegar víðast nóg af því. Bömin ellitrygging Verst er það þó með skóginn. 70% allra íbúa þriðja heimsins nota við til að sjóða og hita upp. Til þeirra þarfa fóm 1987 um 86% þess viðar, sem það ár var notaður í hitabeltinu, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofrí- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Sérfræðingar á vegum S.Þ. segjast hafa reiknað út að B- bomban sé völd að 79% allrar eyðingar skóga. Skóg- areyðingu fylgir uppblástur og þann- ig glatast árlega 25 milljarðar smá- lesta af góðum jarðvegi. Um eftirfarandi orsakir til fjölgunar- innar em sérfræðingar á þessum vettvangi til þess að gera sammála: 1. f þriðja heimi er litið á böm nokk- uð öðmm augum en í iðnvæddum löndum. í þróunarlöndum mörgum telst það manndómsmerki, ekki síst í Fólksfjölgunarsprenging Hl Norður- } Ameríka: I ** '■ 3 T : •4 ya*a . / -r '■*- - , - l ^ ^ V r r ittttp> í Evrópa iiti Suöur- Ameríka I = 100 millj. manna 1990 iMX- Viðbót til 2025 ttl | Frv. , USSR tl tiiii Afríka ) J f f í j* j L-> iii ititt iitti ííííí 1 Asía ■*# * A •S 4 iti tiiii iitii Austur- <£ Asía f ! $ I Eyjaálfa >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.