Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 20. mars 1993 PAGB0K Félag eldri borgara í Reykjavík Laugardagur: Vegna veðurs fresta Göngu-Hrólfar ferð sinni f Hafnarfjörð, en ganga venjulega göngu kl. 10 frá Ris- inu. Sunnudagun Bridgekeppni kl. 13, félagsvist kl. 14 og dans í Goðheimum kl. 20. Sýning í versluninni íslenskur heimilisiönaöur í versluninni íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, verður haldin sýning dagana 19.-29. mars á hluta þeirra muna er voru á sýningu Búnaðarþings á Hótel Sögu. Vegna þess hversu stutt hún stóð þar, vill Heimilisiðnaðarfélag íslands vekja athygli á því sem verið er að vinna að f sveitum landsins. Á sýningunni er margt athyglisverðra gripa unninna úr fslensku hráefni, s.s. hreindýraskinni, homi, beini, ull, fiðu, hrosshári og tré. Sýningin verður opin á verslunartíma frá kl. 9-18 virka daga og laugardaga kl. 9- 14. Rabb um rannsóknir og kvennafræöi Þriðjudaginn 23. mars mun Hildigunn- ur Ólafsdóttir afbrotafraeðingur kynna rannsóknir sínar á konum í M- hreyf- ingunni í boði Rannsóknastofu í kvenna- fræðum við Háskóla íslands. Hildigunnur hefúr cand. polyt-próf í fé- lagsvísindum frá Háskólanum f Ósló með afbrotafræði sem aðalgrein. Hún hefur undanfarin ár starfað við áfengis- rannsóknir á rannsóknastofu geðdeildar Landspítalans. Eftir Hildigunni hefur birst fjöldi greina og skýrslna um áfeng- ismál og afbrotafræði, bæði í innlendum og erlendum ritum. Rabbið verður í stofu 201 í Odda kl. 12- 13 og er öllum opið. Meistaramót íslands í glímu og Grunnskólamót Meistaramót Íslands/Landsflokkaglím- an verður haldin að Laugabakka í Mið- firði sunnudaginn 21. mars og hefst kl. 10 árdegis. Þar verður keppt í þrem ald- ursflokkum og fullorðinsflokki kvenna og fimm aldursflokkum og fimm þyngd- arflokkum karla. Fastlega er reiknað með rúmlega 100 keppendum. Grunnskólamót GLÍ verður einnig haldið að Laugabakka í dag, laugardag, og hefst kl. 14. Þar verður keppt f 4.-10. bekkjum grunnskóla bæði í drengja- og stúlknaflokkum eða 14 flokkum alls. Þar er einnig búist við góðri þátttöku, eða nálægt 150 keppendum. Lokaferöin um Kvosina meö Pétri þul í dag, laugardag, lýkur röð gönguferða um Kvosina í fylgd með Pétri Péturssyni, þul og fræðimanni. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Grófarmegin, kl. 14 út á homið á Austurstræti og Pósthússtræti. Þar byrjar Pétur að segja frá mönnum og málefnum á fyrri tíð og rifja upp byggða- söguna um leið og gengið verður eftir Austurstræti og niður í Grófina þar sem áttundu og sfðustu göngunni lýkur, en þar hófust göngumar 13. desember s.l. Þessu næst verður sest inn á Hótel Borg og drukkinn þar kaffisopi. Frá íslenskum getraunum Leikur nr. 7 á Enska getraunaseðlinum hefur verið færður til kl. 11 og lýkur því getraunasölu f dag, laugardag, kl. 10.55. „Djásn" í Hafnarfiröi f dag, laugardag, kl. 16 verður opnuð í sýningarsalnum Portinu, Strandgötu 50, Hafnarfirði, sýning á ljósmyndum eftir Láms Karl Ingason og Pyrot-hálsmen- um eftir Ólaf Gunnar Sverrisson. Lárus Karl hefur tekið þátt í sýningum atvinnuljósmyndara víða um heim og á síðasta ári kom út eftir hann bókin „Straumar — ljósbrot í iðu hafnfirskrar listar“. Ólafúr Gunnar hefur stundað myndlistamám undanfarin 4-5 ár og er þetta hans fyrsta sýning. Sýningin, sem ber yfirskriftina „Djásn", er að hluta til afrakstur samvinnu þess- ara tveggja listamanna, en margar ljós- myndir Lárusar Karls tengjast einmitt hálsmenum Ólafs Gunnars og ungu fólki. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18 og stendur til 4. apríl. Opinber fyrirlestur um siöfræöi Sunnudaginn 21. mars kl. 14 heldur dr. Nigel Dower fyrirlestur í Lögbergi, stofú 101, og nefnist hann „The Idea of an En- vironment". Fyrirlesturinn er fluttur á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla fs- lands í samvinnu við Félag áhugamanna um heimspeki og Heimspekistofnun. British Council styrkir komu Nigels Do- wer til íslands. Nigel Dower er prófessor í heimspeki við Háskólann í Aberdeen og forstöðu- maður „Centre for Philosophy, Techno- logy and Society" á sama stað. Hann hef- ur sérhæft sig í siðferðilegum málum í tengslum við umhverfi, þróun og „þriðja heiminn". Nigel Dower hefur áður flutt opinbera fyrirlestra á íslandi um tækni og umhverfisvandamál. Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls Árlegur kirkjudagur Safnaðarfélags Ás- prestakalls er á morgun, sunnudaginn 21. mars. Um morguninn verður bama- guðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjónusta kl. 14. Svala Nielsen syng- ur einsöng, sóknarprestur prédikar og Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjóm Kristjáns Sigtryggssonar organista. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verð- ur kaffisala í Safnaðarheimilinu. Þar mun Svala Nielsen syngja nokkur kunn íslensk sönglög. Allur ágóði af kaffisölu kirkjudagsins rennur til framkvæmda við kirkjuna og henni til prýðis. Bifreið mun flytja íbúa dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar að og frá kirkju. „Einn möguleiki af þúsund“ íbíósal MÍR Kvikmyndir tengdar nafni Andreis Tarkovský verða sýndar f bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstu tvo sunnudaga. Nk. sunnudag, 21. mars kl. 16, verður sýnd myndin „Einn möguleiki af þúsund", en Tarkovský var höfundur handrits mynd- arinnar. Sunnudaginn 28. mars verður svo hin fræga kvikmynd „Solaris" sýnd, en þar var Tárkovský bæði leikstjóri og höfundur tökurits. „Einn möguleiki" af þúsund segir frá at- burðum, sem gerðust á Krímskaga á her- námsámm Þjóðverja í síðari heimsstyrj- öldinni. Leikstjóri er Leon Kotsarjan, en meðal leikenda er Anatólí Solonitsin, frægur leikari sem lék í flestum kvik- myndum Tárkovskýs. Myndin er talsett á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Lifandi sunnudagur á Hressó Næstu sunnudagskvöld verður boðið upp á lifandi tónlist á Hressó. Eins og viðeigandi er á sunnudagskvöldi verður tónlistin á ljúfari nótunum. Sunnudag- inn 21. mars verður það James blues band sem leikur fyrir gesti. James blues band er skipað þeim Magnúsi Johannes- sen, Amold Ludvig, Bimi Thoroddsen og James Olsen. Tónlistin sem þeir félagar leika er blues af bestu gerð, enda eru hér á ferðinni tónlistarmenn á heimsmæli- kvarða, hver á sínu sviði. Sunnudagskvöldið 28. mars er það svo soul- og bluessveitin Kandis sem skemmtir gestum á Hressó. Tölvusýning í Kolaportinu Nú um helgina mun Kom hf. taka þátt f tölvusýningu Kolaportsins þar sem helstu tölvufyrirtæki landsins munu kynna þjónustu sína og vörur. Á sýning- unni mun Kom hf. kynna ýmsa mögu- leika og nýjungar í viðskiptahugbúnaði ætlaðan stórum sem smáum í atvinnu- rekstri. Sérstök áhersla verður lögð á hugbúnað fyrir heimilin. í tilefni þessa verður ný útgáfa af Gullkomi heimil- anna kynnL Gullkom heimilanna er vandað heimilisbókhald ásamt fjölda- mörgum öðmm möguleikum, sem allir í fjölskyldunni hafa bæði gagn og gaman af. f tilefni þessa býðst „Gullkom heimil- anna“ á 20% lægra verði, 20.-21. mars. Verið velkomin. Yfirlitssýningu Hreins Friöfinnssonar aó Ijúka Á morgun, sunnudaginn 21. mars, lýk- ur yfirlitssýningu á verkum Hreins Frið- finnssonar og verður hún ekki fram- lengd. Þennan síðasta dag verður farið um sýninguna í fylgd sérfræðings kl. 15. Opið er í Listasafni íslands alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. H V E L L GEIRI EMATHUqAÐUAÐeFÞáfíEFCd? RA/VqTFW/RÞÉRlXlÆS/R RFíÐ/qUÐANf/A FRRFRFXAR.. K U B B U R 6723. Lárétt 1) Vöntun. 6) Lýg. 8) Rimlakassi. 10) Fum. 12) Keyr. 13) Stafrófsröð. 14) Gljúfur. 16) Málmur. 17) Belta. 19) Dýr. Lóðrétt 2) Húsdýr. 3) Jökull. 4) Bein. 5) Ákæra. 7) Klukkutími. 9) Maður. 11) Borðhaldi. 15) Húsgrunnur. 16) Efni. 18) Eins stafir. Ráðning á gátu no. 6722 Lárétt 1) Rotta. 6) Fár. 8) Pat. 10) Éta. 12) Of. 13) Óp. 14) Rit. 16) Ála. 17) Ælu. 19) Kráka. Lóðrétt 2) Oft. 3) Tá. 4) Tré. 5) Sport. 7) Bak- an. 9) Afi. 11) Tól. 15) Tær. 16) Auk. 18) Lá. Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka i Reykjavík frá 19. mars til 25. mars er i Borgar apóteki og Reykjavikur apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónushj eru gefnar f sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og ð stórtiátíöum. Slmsvari 681041. Hafnarfjöröur. Hafnarfjaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eru opin á vlrkum dögum frá kl. 9.00-16.30 og til skiptrs annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upptýslngar I simsvara nr. 51600. Akureyrt: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgldagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, öl Id. 19.00. A helgidögum er opiö frá H. 11.00- 12.00 og 20.00- 21.00. A öðnjm timum er lyfjafræöingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavikur: Opiö virka daga frá ki. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenrra frídaga kl. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Oplö virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaö I hádeginu mili kl. 12.30-14.00. Selfoss: Setfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum Id. 10.00-1200. Akranes: Apótek bæjarins er op'rö viika daga ti kl. 18.30. Á laugard. H. 10.00-13.00 og sunnud. H. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekið er opiö rúmhelga daga H. 9.00-18.30, en laugardaga H. 11.00-14.00. 19. mars 1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....64,830 64,970 Sterílngspund........95,939 96,146 Kanadadollar.........52,162 52,275 Dönsk króna.........10,2511 10,2732 Norskkróna...........9,2740 9,2940 Sænsk króna..........8,3179 8,3359 Flnnskt mark........10,8757 10,8992 Franskur frankl.....11,5577 11,5827 Belgiskurfranki......1,9149 1,9191 Svissneskur franki ....42,9907 43,0836 Hollenskt gyllini...35,1163 35,1922 Þýskt mark..........39,4643 39,5495 ftölsk líra.........0,04071 0,04080 Austurrískur sch.....5,6069 5,6190 Portúg. escudo.......0,4259 0,4268 Spánskur peseti......0,5502 0,5514 Japansktyen.........0,55871 0,55992 (rskt pund...........95,566 95,772 Sérst dráttarr......89,7636 89,9575 ECU-Evrópumynt......76,3924 76,5574 HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. mars 1993. Mánaöargreiðstur Elli/örorkulifeyrír (grunnlifeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir............................11.096 Full tekjutrygging ellillfeyrisþega.........22.684 Full tekjutrygging örotkullfeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót..............................7.711 Sérstök heimilisuppbót........................5.304 Bamallfeyrir v/1 bams........................10.300 Meölagv/1 bams...............................10.300 Mæðralaun/feóralaun v/1bams...................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fteiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa ............11.583 Fullur ekkjullfeyrir.........................12.329 Dánarbætur 18 ár (v/slysa)...................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapenirrgar vistmanna .....................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæöingardagpeningar....................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings................52620 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningarfyrirhvertbamáframfæri ....142.80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.