Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 20. mars 1993 Mun fiskibátafloti Siguröur Ingi Andrésson viö til- raunavélina, sem keyrö veröur I sumar uppi I Gufunesi: „Það er íhugunarvert fyrir okkur Islend- inga aö nýjustu framleiösluaö- feröirnar á vetni eru aö fram- leiða þaö undir gufuþrýstingi. “ Tlmamynd Árni Bjarna. Nokkru fyrir síðustu áramót var haldin sýning í Háskóla íslands sem varöaði fjölbreytilega möguleika á nýtingu vetnis í heimi framtíðarinnar og greindi Tíminn all ítarlega frá sýningunni. Nú hefur það gerst að í sumar verða gerðar tilraunir hér á landi með að láta vél sem sérhönnuð er fyrir brennslu gastegunda ganga fyrir vetni, en vélin er fengin frá Bandaríkjunum. Hið ný- stárlega við tilraunina er að hér er miðað að því að kanna vetni sem eldneyti fyrir stærri vélar en prófað hefur verið annars staðar. Hafa menn þá skipavélar einkum í huga. Við fengum Sigurð Inga Andrésson véltæknifræðing við Vélskóla íslands til að skýra þessi áform fyrir okkur og spurðum fyrst hverjir þeir væru sem að verkefninu standa. ,.Það eru Vélskóli íslands, Háskóli sitt af mörkum með því að leggja lslands, Iðnskólinn og Áburðar- til prufubekk fyrir tilraunavélina, verksmiðjan sem sameiginlega svo gera megi allar nauðsynlegar standa að tilraununum í sam- mælingar á henni. En ekki mun- vinnu við þýska, ríkisstyrkta ar minnst um stuðning Áburðar- rannsóknastofnun," segir Sigurð- verksmiðjunnar. Hún framleiðir ur Ingi. „Frá Háskólanum vinna vetni sem kunnugt er og mun út- að rannsóknunum þeir Valdimár vega okkur það magn sem þarf af Kr. Jónsson og Bragi Árnason því, auk þess sem tilraunirnar sem stjórna tilrauninni og sjá um munu fara fram í húsnæði á að útvega samstarfmenn og má svæði hennar í Gufunesi." geta þess að þeir hafa verið í sam- bandi við þýska stórfyrirtækið Thyssen. Loks leggur Iðnskólinn Margir óttast vetni, vegna þess hve eld- fimt það er. „í sjálfu sér má vel minnast á þetta, því þegar vetni er annars vegar er oft til staðar mikil hræðsla vegna hættunnar af því. En í rauninni notum við margt annað eldsneyti sem ekki er hættuminna, svo sem bensín og olíur. Þegar þessi efni brenna er eldurinn erfiður viðfangs, því hann breiðist út eftir jörðinni og hitinn af honum er mjög mikill, ekki síst vegna geislunar. En vetn- isbruni er að því leyti ólíkur að hann stígur strax upp í loftið. Hitastrókurinn færist hátt upp og það er hægt að standa mjög nærri vetnisbruna, sem ekki er hægt þegar um bensín- og olíueld er að ræða nema verða fyrir miklum skaða. En þegar við ræðum um vetnis- bruna í tenglum við tilraunir okk- ar er verið að tala um mjög vist- hæfa umbreytingu hvað varðar brennslu. Við hyggjumst breyta vatni í vetni með því að kljúfa vatnið með rafmagni og breyta því á svo á ný yfir í orku og fá fram vatn um Ieið.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.