Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. mars 1993
ÁHM
chardson í franska handknattleiksliðinu er mun erfiðara að
útnefna einhvem einn leikmann rússneska landsliðsins
bestan í þeirra flokki. Upp úr sterkri liðsheild standa ef til
vill stórskyttan Vasili Kudinov og leikstjómandinn Tálant
Dujshebaev. Fáir leyfa sér að efast um að Rússar vinni gull-
ið.
Vörnin er rammgerð, hátimbruð víggirðing og á bak við
hana stendur Andrej Lavrov, sem óneitanlega er meðal
bestu markmanna í heimi. Hann hefúr verið þungur í gang
en átti stóiieik gegn Svíum á fimmtudag og er til alls lHdeg-
ur í úrslitunum. Hann getur tryggt Rússum fyrstu gull-
verðlaun þeirra í heimsmeistaramóti í handknattleik síðdeg-
isídag.
Lavrov, sem leikur með þýska félagsliðinu Kaiserslautem,
á gott með að veija skot kringum miðju. Snúningsboltar úr
horni eða skot yfir höfúðið hafa reynst best gegn honum.
Að vísu kom Patrekur Jóhannesson honum á óvart með
ófyrirséðum smuguskotum í leiknum á þriðjudag en þau
komust greiðlega gegn um vömina. Hins vegar er oft ákaf-
lega erfitt að skjóta yfir hinn háa vamarvegg Rússanna eins
og Héðinn Gilsson fékk að reyna.
Tíminn 13
...gegn smurðri Rússavél
Indíáni í báðum liðum
í sókninni ber mest á áðumefndum
Kudinov og Dujshebaev, en einnig má
nefna skyttuna Igor Vasiliev, línu-
manninn Dmitri Torgovnov og
homamanninn og vítaskyttuna Valeri
Gopin. Þeir léku sér að heimsmeistur-
um Svía eins og köttur að mús.
Sænska landsliðið átti enga mögu-
leika á að sigra þó að dómaramir slóv-
ensku, Juc og Jeglic, væm þeim afar
hliðhollir.
Sóknir Rússa em kerfisbundnar og
þaulhugsaðar, þeim er lagið að hraða
eða hægja á þeim eftir þvi sem við á en
franskur 5:1 vamarleikur gæti hugs-
anlega truflað þær. Á hitt ber að líta að
Dujshebaev gegnir hlutverki „ind-
íána“ í sígildri 5:1 vöm Rússa, rétt eins
og Richardson hjá Frökkum, og kann
að fiska boltann úr höndum mótheij-
anna og koma af stað hraðaupphlaupi.
Þau enda yfirleitt á einn veg, — með
marki. Rússum verða ekki á mörg
mistök í leik.
Fyrir hverja sókn skiptir Vladimir
Maximov, þjálfari rússneska landsliðs-
ins, ávallt út lykilmönnum úr vöm-
inni, þremur risum, Atavin (203 sm.),
Grebnev (203 sm.) og Kiselev (200
sm.), en þrátt fyrir hæð sína og þyngd
reynast þeir frábærlega í hraðaupp-
hlaupum. Rússneska liðið er raunar
hvergi veikt fyrir. Liðið er jafnvel betra
nú en þegar það vann gullverðlaun á
ólympíuleikunum í Barcelona í fyrra.
Hverju marki fagnað
Leikgleði og ánægja setur svip sinn á
rússneska liðið nú orðið og það virðist
leika með öðru hugarfori en þegar það
kom firam undir sovéskum fana. Leik-
mennimir skamma hver annan há-
stöfum f hita leiksins en fagna hins
vegar ákaflega þegar þeir skora mörk.
Stundum er eins og hvert mark skipti
sköpum, slík em fognaðarlætin. Enn
tala þó ekki allir sama mál í liðinu en
það er sami vandi og sovésku landslið-
in áttu við að stríða hér áður.
Rússar hafo ekki tapað neinum leik á
HM ‘93 fram að þessu en gert eitt
jafntefli. í undanriðlunum mættu þeir
fyrst Dönum sem þeir unnu með 26
mörkum gegn 18 (13-10). Svo áttu
þeir í miklum vandræðum gegn Þjóð-
veijum tveimur dögum síðar en tókst
að jafna 19-19 eftir að hafa verið fimm
mörkum undir í hálfleik (5-10). Sá
leikur sýnir að rússneska liðið gefst
aldrei upp.
í milliriðlunum vann liðið Ungveija,
22-19 (10-15), svo íslendinga sann-
feerandi, 27-19 (19- 9), og loks Svía
með svo miklum yfirburðum, 30-20
(11-8), að ekki er eingöngu unnt að
kenna meiðslum sænskra leikmanna
Franska liðið
reyndara
Eiginlega var búist við að
um úrslitin.
Leikur Rússa er miklu agaðri og
markvissari en leikur Frakka sem þó
gætu molað leikkerfi Rússanna með
óhefðbundnum og grófum leik. Vænt-
anlega munu tröllvaxnir leikmenn
rússneska liðsins engu að síður halda
þeim í skefium. Þróist leikurinn út í
hörku og fantaskap standa Rússar bet-
ur að vígi ef marka má tölfræðilegar
upplýsingar mótsstjóra sem sýna að
Frökkum hafi oft verið vísað af leik-
velli. Þar á ofan sýndu Rússar í leik
sínum gegn Svíum að þeim er nánast
meinalaust að missa mann út af.
Rússar yrðu lengur að byggja upp gott
landslið eftir að Sovétríidn lögðu upp
laupana en raunin hefúr orðið. Þjálf-
arinn Maximov bendir til að mynda á
að æfingatími liðsins fyrir heims-
meistaramótið í Svíþjóð hafi verið ein
vika en áður hafi þjálfarar fengið allan
þann tíma sem þeir vildu. Fyrir HM í
Svíþjóð höfðu
nokkrir
leikmanna rússneska liðsins ekki leik-
ið saman í tvö ár. Auk þess er leik-
reynsla franska liðsins miklum mun
meiri, leikmenn þess hafa að meðaltali
114 landsleiki að baki en rússnesku
leikmennimir aðeins 41.
Engu að síður telja flestir að Rússar
eigi sigurinn vísan í úrslitaleiknum en
ekki síst íslendingar ættu að vita að
íþróttasagan er fúll af óvænt-
um atvikum.
—Þór Jónsson,
Svíþjóð.
epja okkur
þeir þurfa, jafrivel þótt 4500 áhorf-
endur væru f húsinu.
Pjetur
Sigurðsson
skrifar frá
Svíðjóð
Eftir leik Svfa og Dana sagði Per
Carlén að það hefði verið eins og að
vera viðstaddur líkvöku, fremur en
handboltaleik milli tveggja frænd-
þjóða.
Dálítið áhugavert er að lesa slík eft-
irmæli um þann leik, því að Svfar í
áhrifastöðum hjá IHF, Alþjóða
handknattleikssambandinu, hafa
gagnrýnt að íslendingar haldi
keppnina ‘95 og segja að aðstöðu-
leysið geri það ómögulegt. Meðal
annars séu íþróttahúsin ekki nógu
stór. Óskandi er að reynsla þeirra nú
kenni þeim, að það fæst ekki allt
með risastórum handboltahöllum.
Við þurfum ekki að skammast okkar
fyrir þau íþróttahús sem við eigum,
en ljóst er að gera þarf miklar end-
urbætur á nokkmm þeirra, hvað að-
stöðu liða, áhorfenda og blaða-
manna varðar. Það að leika í hæfi-
lega stómm húsum gerir stemning-
una enn betri, sérstaklega á Ieikjum
milli landsliða erlendra þjóða, sem
eiga sér færri stuðningsmenn á ís-
landi.
Miðaverð út í hött!
En það er ekki vegna þessara at-
riða, sem almenningi hér í Svíþjóð
hitnar í hamsi, heldur miðaverðið á
leikina. Almenningur hefur þurft að
greiða sem nemur 210 sænskum
krónum (1800 íkr.) fyrir ódýmstu
sæti upp í 360 og jafnvel 600 krónur
fyrir bestu sæti á úrslitaleiknum,
sem jafngildir rúmum fimm þúsund
íslenskum krónum. Þetta er gildra
gróðavonar, sem íslendingar mega
ekki láta leiða sig út í, því að í henni
gætu þeir setið fastir sjálfir í formi
stórtaps á heimsmeistarakeppninni.
Mótshaldarar í Svíþjóð viðurkenna
að verðið sé of hátt. Þeir segja að
ástæða þess sé að verðið hafi verið
ákveðið fyrir tveimur ámm og síðan
þá hafi skollið á kreppa. Magnus Wi-
eslander, liðsmaður sænska lands-
liðsins, sagði í síðdegisblaðinu Ex-
pressen í vikunni að það væri jafn-
dýrt fyrir fjögurra manna fjölskyldu
að bregða sér á handboltakeppni í
Globen-höllinni í viku eins og að
fara með fjölskylduna jafnlengi til
Spánar. Það gengi ekki og em það
orð að sönnu.
Sjónvarpið verður að
standa sig
Sjónvarpssendingar í Svíþjóð hafa
verið af skomum skammti. Ríkis-
sjónvarpið í Svíþjóð hefur algerlega
hunsað aðra leiki á mótinu en þá,
sem Svfar em þátttakendur í. Ein-
ungis hafa verið sýndir stuttir kaflar
úr öðmm leikjum í íþróttaþáttum.
íslenska ríkissjónvarpið hefur staðið
sig miklu betur og íslenskir sjón-
varpsáhorfendur hafa getað fylgst
betur með mótinu í Svíþjóð heldur
en frændur þeirra Svíar. Það er ósk
mín að Ingólfur Hannesson og fé-
lagar hans á RÚV taki sér Svfa ekki
til fyrirmyndar, heldur haldi sínu
striki.
Aðstaða fyrir blaðamenn hefur ver-
ið til fyrirmyndar á HM í Svíþjóð.
Það er mikilvægt atriði, ef íslend-
ingar ætla að nýta sér keppnina til
landkynningar. Vanda þarf aðstöð-
una í íþróttahúsunum og skipu-
leggja aðgengi fréttamanna að góðri
og fullkominni starfsaðstöðu. Þess-
um málum verðum við að einbeita
okkur að, en ætla má að reynsla sú,
sem fékkst af leiðtogafundinum á ís-
landi 1986, nýtist okkur þá.