Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 9
I Laugardagur 20. mars 1993 „Þeir munu smjúga inn á okkur niöur um skorsteinanaAlbanir l ítalskri hafnarborg. ÚTBOÐ Tíminn 9 ------\ Leirársveitarvegur aö Leirá og vegir við Heiöarskóla 1993 Vegagerð rfkisins óskar eftir tilboðum í of- angreint verk. Lengd vegarkafla alls 3,1 km. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlög 31.000 m3 og klæðingar 12.700 m2. Verki skal lokið 1. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rik- isins í Borgamesi og Borgartúni 5, Reykja- vík (aöalgjaldkera), frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri ÚTBOÐ ■\ Landgræðsla á Austurlandi 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í landgræðslu á Austurlandi árið 1993. Helstu magntölur: Nýsáning 130 hektarar og áburðardreifing 29 hektarar. Verki skal lokiö 15. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 5. apríl 1993. lægri lögum samfélaganna, að eign- ast mörg böm og þá einkum syni. Þar verða bömin og eftirsóttur vinnukraftur jafnskjótt og þau geta vettlingi valdið, eru látin hjálpa til á ökrum og gæta fjár fjölskyldunnar, selja fyrir hana hitt og þetta smálegt á götum stórborganna og síðast en ekki síst eru þau ellitrygging foreldr- anna. Mikill barnadauði rekur á eftir foreldrum að eignast mörg böm, svo að von sé til að einhver lifi til að ala önn fyrir foreldmnum í ellinni 2. „Trúarviðhorf stuðla kannski meira að mikilli frjósemi" í þróunar- löndum en nokkuð annað, að áliti lýðfræðinga á vegum evangelískra (lúterskra) kirkna í Þýskalandi. Sam- kvæmt hindúatrú er hætt við að maður lendi í erfiðleikum hinum megin, eigi hann ekki son sem fram- kvæmir vissa helgisiði við lát föður- ins. Hindúinn vill því gjaman eignast fleiri syni til vara, og aldrei verður hjá þvf komist að eitthvað af dætmm fæðist inn á milli. Hindúasiður, sem í eðli sínu er fremur umburðarlyndur, er þó á þessum vettvangi sagður minni þrándur í götu en kaþólska og íslam. Bann kaþólsku kirkjunnar við getn- aðarvömum hefur enn mikil áhrif í Afrfku og Rómönsku Ameríku. í ís- lam er mikið atriði að eignast mörg böm, einkum þó syni, og sú afstaða magnast þar me'S rísandi strangtrú. 3. Menntunarleysi. Víða í þriðja heimi hefur skólakerfi ferið aftur síð- an á sjöunda áratug. Sæmilega menntuðu fólki fækkar þar því víða í hlutfelli við ómenntað. Og svo er að sjá að yfirleitt sé óskólað fólk bam- fleira en skólað. í Brasilíu eignast konur, sem litla eða enga skólagöngu hafe að baki, að meðaltali 6,5 böm, skólagengnar Iöndur þeirra hinsveg- ar 2,5. Svipað er það víðar í Róm- önsku Ameríku. Notkun á getnaðar- veijum hefur stóraukist í þriðja heiminum, en betur má ef duga skal. Þar að auki valda þekkingarleysi og annar skilningur á tilvemnni yfirleitt en nútfma Vesturlandamenn eiga að venjast því að verjur eru ekki alltaf notaðar þannig að sæmilega tryggt sé að þær komi að tilætluðum not- um, eða þá að þær em notaðar til einhvers annars en ætlað hefúr verið. Sem dæmi um það hefur Der Spiegel eftir vestrænum ráðunautum, sem starfað hafe í Afríku á þessu sviði, að þar í álfú sé eitthvað um að fólk gefi veikum kúm Pilluna og dragi smokk á fingur sér fyrir samfarir. Karlræði, bætt heilsugæsla 4. Kvennakúgun. .Ailsstaðar þar sem konur em kúgaðar," segir Klaus Leisinger, félagsfræðingur í Frank- fúrt am Main, „er fæðingartalan há.“ Ætla má að þar sem maðurinn er nokkuð svo eindregið höfuð konunn- ar ákveði hann hve oft samfarir fari fram og hvenær og reiknað er með að karlmenn séu af ýmsum ástæðum fúsari til eða vfli síður fyrir sér að eignast böm en konur. 5. Heilbrigðisráðstafanir, uppmnnar í fyrsta heiminum og mikið til gerðar með hjálp hans, hafa hækkað ævilík- ur að miklum mun. Af umfjöllun um þetta í Der Spiegel að dæma virðast sérfræðingar mikið til á einu máli um að fétt sé til ráða gegn vanda þessum. Hér sé um að ræða skriðu, sem komin sé á slíka ferð að of seint sé orðið að stöðva hana eða jafnvel hægja á ferð hennar svo einhverju muni. „Lestin til tíu milljarðanna," segir Josef Schmid, þýskur lýðfræðingur, er þegar farin af stað og verður ekki stöðvuð." Þar kemur margt til. Bætt lífskjör myndu að líkindum draga úr fjölguninni (miðað við reynslu frá jafti harðkaþ- ólskum löndum og Austurríki og Ítalíu), en í því er ekki hægt um vik vegna óstjómar og ringulreiðar víða í þriðja heimi og þess að geysihröð fjölgun étur jafnharðan upp þann ár- angur sem næst og víða meira til. Og þróaði heimurinn hefur vegna efna- hagsvandræða heima fyrir til þess að gera litla athygli aflögu fyrir þriðja heiminn. Hvemig eru þá spámar um það, sem hljótast muni af B-bombunni næstu ár og áratugi? Sár fátækt og hungur færast í aukana vegna þess að matar- framleiðsla á mann verður sífellt minni. Skólað fólk verður sífellt færra í hlutfalli við óskólað; það stuðlar að hrömun og hruni gmnn- kerfis á svæðum þar sem það er þeg- ar veikt fyrir. Fólksstraumurinn til borganna verður að þjóðflutningum. Þegar um aldamót verður helmingur mannkynsins samankominn í stór- borgum. Hingað til hafa þriðja- heimsbúar þeir, sem flýja fétækt dreifbýlis í slömmin kringum stór- borgimar, getað gert sér vonir um lftið eitt betri hag þar, en á næstu áratugum verður hér um að ræða flótta úr bjargarleysi í álíka mikið bjargarleysi. Björgunarbátssiðfræöi Jafnframt þessu hleypur slíkur vöxt- ur í fólksstrauminn frá suðurheimi til norðurheims að allir samanlagðir fólksflutningar og þjóðflutningar sögunnar verða lítið hjá því. Þar verður fyrst og fremst á ferð fólk úr efri lögum þriðjaheimssamfélaga og ungt fólk, einkum líklega ungir karl- menn. Þetta fólk er það sem mesta möguleika hefur á að taka sér slíkt fyrir hendur og treystir sér öðrum betur til þess. Helmingur íbúa þró- unarlanda nú er undir 20 ára aldri. Flótti skólaðs fólks norður kemur svo til með að auka enn hraðann í upplausn samfélaga suðurhlutans. ,A næstu 10-15 árum munu þeir smjúga inn á okkur niður um skor- steinana, þaklúgumar og inn í kjall- arana," segir Claus Kemig, þýskur stjómskipunarfræðingur. (Vera kann að einhverjir Evrópumenn segi sem svo að þessi spá sé þegar farin að ræt- ast) Garrett Hardin, bandarískur líf- fræðingur, slær því fram heldur kaldranalega að „björgunarbátssið- fræði“ (lifeboat ethics) sé nú helsta framtíðarvon mannkynsins. Hún er á þá leið að þeir bjargi sér sem best séu í stakkinn búnir til þess og hleypi ekki öðmm upp í „bátinn", annars muni „báturinn" ofhlaðast og allir dmkkna, líka þeir sem helst hafi möguleika á að byggja siðmenning- una upp að nýju. Spárnar em reyndar margar á þá leið að erfitt sé að sjá fram á annað en að B-bomban tortími flestu því sem vaninn hefúr verið að telja til sið- menningar. Heimurinn, alþjóðasam- tök, ríki, stjóm-, efnahags- og félags- kerfi, gmnnkerfi muni leysast upp í hroðalegri skálmöld allra gegn öll- um, eða því sem næsL Mun enginn maður öðrum þyrma, eins og spáð var til foma. „Vonlaust er að reyna að gera sér í hugarlund þann hrann- dauða og þau hrannmorð sem slíkar kringumstæður myndu hafa í för með sér,“ sagði heimspekingurinn Hans Jonas. Meginreglan þá, bætti hann við, yrði: Bjargi hver sjálfum sér, ef hann getur. Jacques-Yves Co- usteau, þekktur franskur fræðimað- ur og umhverfissinni, spáir því að „undir þunga fólksfjöldaskriðunnar" muni mannkynið kasta frá sér öllum hömlum siðferðis og mannúðar. „Úr venjulegu ergelsi eða kala verður þá hatur og í framhaldi af því fjölda- morð sem gætu náð til milljarða fólks.“ Annar fræðimaður talar um „lýðfræðilegan dómsdag." Varla þarf að efast um að við þær kringumstæður fjölgi ört lausnurum „með guð að baki“, er þrífist vel á hræðslu og hatri. Við slíkar aðstæður er og hætt við að hatur milli trú- flokka, þjóða, kynþátta, stétta o.s.frv. magnist um allan helming og að „þjóðarhreinsanir" verði að sama skapi yfirgripsmiklar. Svo að ekki sé minnst á „venjulega" glæpi. Vegamálastjóri ÚTBOÐ J ■\ Markarfljót, varnargarðar við Tjarnir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i gerð vamargarða við Tjarnir fyrir hönd Landgræðslu ríkisins. Helstu magntölur: Ýting i vamargarða 91.800 m3 og rofvamir 8.700 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINSqg © Aðalfundur Samningur milli Islands og Lúxemborgar um félagslegt öryggi Að gefnu tilefni tilkynnist að gagnkvæmur samningur um félags- legt öryggi milli Islands og Lúxemborgar öðlaðist gildi 1. janúar 1992 i báðum löndunum. Hann gildir þar til samningurinn um EES tekur gildi. Þær bætur Tryggingastofnunar ríkisins, sem samningurinn gildir um, eru: - sjúkratryggingar, - bætur í fæðingaroriofi, - slysatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir, ásamt makabótum og barnalífeyri, - bamalífeyrir, ekkju/ekkilsbætur og ekkjulífeyrir (bætur til eftiriif enda), - atvinnuleysisbætur. Þær bætur í Lúxemborg, sem samningurinn gildir um, eru: - sjúkra- og fæðingartryggingar, - vinnuslysa- og atvinnusjúkdómatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir og lífeyrir eftiriifandi maka, - atvinnuleysisbætur. Samningurinn tekur til þeirra sem heyra eða hafa heyrt undir löggjöf Islands og Lúxemborgar, og þeirra sem rekja rétt sinn til þeirra aðila. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.