Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 20. mars 1993 Tíminn 19 fyrir hönd nemenda sinna og bar þá mjög fyrir brjósti. íslensku- kennslan og Iesgreinar svo sem landafræði og íslandssaga voru henni einkar kær námsefni og henni þótti mjög þokast aftur á bak ef slegið var af kröfum og tími þeirra skertur. Hún unni Ijóðum og sagnahefð, talaði mjög gott mál, sprottið upp úr gamalgróinni bændamenningu. Undir borðstofuglugganum á Smiðjugötu 5 vex stór rósarunni. Á hverju sumri verður hann al- þakinn rauðum rósum. Þennan runna, þá smáanga í potti, hafði einn nemenda Sigríðar fært henni að gjöf. Við unnum saman í garð- inum hennar eina bjarta vornótt fyrir nokkrum árum og ég minnist þeirrar ástúðar í orðum og svip þegar hún talaði um þessa gjöf sem gladdi hana svo mikið. Nátt- úruverndarmál stóðu hjarta henn- ar nærri. Hún var stofnfélagi og í stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða og þegar konur fóru að láta til sín taka í stjórnmálum og stofnuðu Kvennalistann þá studdi hún það af miklum áhuga og ósér- hlífni. Þannig mætti lengi telja. Nú hafa leiðir skilist um hríð. Á rúmu ári lagði illvígur sjúkdómur vinkonu mína að velli. f fyrstu voru góðar vonir um að tekist hefði að sigra vágestinn, en það fór á annan veg. Ásgerður systir hennar og börnin þrjú stóðu við hlið hennar uns yfir lauk heima á Smiðjugötu 5. Nú eru þau aftur hönd í hönd, Sigríður og Ragnar, á nýjum og björtum brautum. Þar eru nóg verkefni ekki síður en hér, slíkum eldhugum. En fyrst langar mig að hugsa mér þau á hestbaki á leið frá Gautlöndum, niður með blá- um straumum Laxár, í átt til Ljótsstaða. Það er sumarnótt, skógurinn að laufgast og yfir grænum brekkunum á móti vakir austanheiðríkjan. __ Ása Ketilsdóttir Hvernig getum við minnst Sig- ríðar J. Ragnar, án þess að heiðra minningu Ragnars um leið? Þau verða ekki í sundur skilin í minn- ingu okkar sem tókum við þau ástfóstri. Þau voru eitt. Sameiginlega voru þau næstum fullkomin. Hún var tuttugu og þremur árum yngri en hann. Menn sem eiga ungar konur geta ekki Ieyft sér að eldast, segir Bryndís. Kannski það sé rétt hjá henni. Allavega sannaðist það á Ragnari. Hann var síungur. Samband þeirra var fallegt — næstum göfugt. Það var ekkert smátt í fari þeirra. Engin ómerki- leg dægurmál náðu að trufla sam- hljóminn. Milli þeirra ríkti þögult trúnaðartraust. Við námum það í augnatillitinu milli þeirra. Þannig var samvera þeirra eins og sígild tónlist — hvergi falskur tónn. Við vorum um þrítugt þegar náin kynni tókust með okkur Sigríði og Ragnari. Hún var þá að nálgast fimmtugt, hann var rúmlega sjö- tugur. Þau voru á þeim aldri þegar venjulegt fólk fer að draga sig í hlé — finnst farið að halla undan fæti. En ekki þau. Þau voru í fullu fjöri. Lífsþorstinn var óslökkv- andi, starfsgleðin smitandi, vinnuþrekið óbilandi. Við fundum engan aldursmun á okkur. Börn þeirra Siggu og Ragnars, Anna Ás- laug, Sigríður yngri og Hjálmar Helgi, voru öll í tónlistarnámi í útlöndum, þegar hér var komið sögu. Þau komu og fóru, eins og farfuglarnir. Kannski var það þess vegna sem Sigga og Ragnar gengu okkur eiginlega í foreldra stað. Að minnsta kosti eigum við engum óvensluðum jafnmikla þakkar- skuld að gjalda. Skóli Ragnars og Siggu — Tón- listarskóli ísafjarðar — á ekki sinn líka í íslenskri skólasögu. Skólinn sá fannst ekki í símaskránni, því hann átti sér hvergi hús eða götu- númer. Eiginlega var hann eins konar hugboð. Heimili Siggu og Ragnars var allt í senn: skóli, tón- leikahús og hótel — fyrir lista- menn. Nemendurnir voru á öllum aldri, frá fjögurra ára og fram yfir fer- tugt. Kennslan var sniðin að þörf- um hvers einstaklings, eins og í almennilegu konservatoríum. Þegar makráðir menn tóku sér hvíld frá amstri hversdagsins, til að njóta hvfldardaganna um helg- ar, þá var allt á fullu í Tónlistar- skólanum. Þá voru samæfingar. Hver einasti nemandi mætti og spilaði fyrir meistarann. Ragnar og Sigga fylgdust persónulega með iðni, ástundun og framförum hvers ein- asta nemanda frá viku til viku. í þessum skóla var komið fram við hvern einstakling eins og um full- veðja listamann væri að ræða. Boðorðið var hvergi skráð, en allir vissu samt af því: Gerðu þitt besta — minna er ekki nógu gott. Hver var hlutur Siggu í þessu sköpunarverki? Hann var sá, að án hennar hefði þessi skóli ekki getað verið til. Hún var hin ósýnilega hönd að baki öllu. Hún skipulagði skólastarfið, úthugsaði einstak- lingsbundnar stundaskrár, laðaði að kennara og hélt þeim ánægðum í starfi. Hún færði bókhald og annaðist fjárreiður. Og kenndi fullan vinnudag með. Þannig gekk þetta fyrir sig og virtist ganga eins og fyrirhafnarlaust. Skipulagið var svo gott að það tók enginn eft- ir því. Hver sá um að sæti væru til reiðu fyrir á annað hundrað manns? Hver sá um að kaffi með vöfflum og rjóma væri á boðstólum handa öllum? Hver gætti þess að enginn gleymdist og að allir nytu nauð- synlegrar athygli? Kannski tók enginn eftir því. Þetta hafði alltaf verið svona. Og hver efndi svo til veislu um kvöldið fyrir konsertmeistara að sunnan eða kammersveit frá Co- ventry, eins og hún væri nývökn- uð eftir síestuna, og var hrókur alls fagnaðar fram á rauða nótt? Það var konan sem við kveðjum í dag og finnst við um leið vera að kveðja veröld sem var og aldregi kemur til baka. Það er þetta sem við meinum þegar við segjum að Ragnar og Sigríður væru eitt. Við vissum eiginlega aldrei hvað var hvors og gátum aldrei hugsað okkur annað án hins. Er þetta ekki hin ófullgerða sinfónía mannlífs- ins, eins og hún getur risið hæst? Samt voru þau gjörólíkar mann- eskjur að upplagi, þótt bæði væru þau Þingeyingar og því framandi í þessu vestfirska umhverfi. Hann var eldhugi, örgeðja ákafamaður, hamhleypa, hispurslaus í fram- göngu og skoðunum. Hún var ró- lynd, glaðvær, íhugul, sístarfandi, praktísk og útsjónarsöm. Kannski þurfti hún að vera svona af því að hann var allt öðru vísi. Ef til vill er óhætt að segja að Ragnar hafi verið meiri íhalds- maður í hugsun en hún, en samt róttækari að eðlisfari. Byltingar- sinnaður íhaldsmaður? En madam var meira í anda hinnar þingeysku félagshyggju, að lengi mætti laga það sem aflaga færi. Svona skyn- semistrúaður umbótasinni? Við hrifumst af byltingarmanninum, en vorum samt einlægt eitthvað að bardúsa með umbótasinnan- um. En þetta tvennt og margt fleira órætt og þversagnakennt gekk upp og sameinaðist f þeim. Við kveðjum Sigríði J. Ragnar með djúpri virðingu og þökk fyrir allt það ómetanlega sem hún gaf okkur af örlæti sínu. Á kveðju- stundinni leitar hugurinn til Önnu Áslaugar, Sigríðar yngri og Hjálmars Helga. Þau eru hólpin að hafa átt þvílíkan föður og móður. Bryndís og Jón Baldvin VÆNGSTÝFÐIR ENGLAR? Eru foringjar BSRB og KÍ eins og vængstýfðir englar? Það segir Tím- inn. Hafa Ögmundur og Svanhildur af- neitað þeim bláköldu staðreyndum að félagsmenn þeirra treysta þeim ekki fyrir verkfallsheimild? Heftir venð lýst vantrausti á for- ystusveit KÍ og BSRB? Það segir Tíminn. Stendur bunan út úr Ögmundi og Svanhildi um lýðræði? Það segir Tíminn. Ég er að vitna í grein merkta OÓ í Tímanum, þegar úrslitin lágu fyrir í atkvæðagreiðslu BSRB og KÍ. í framhaldi af þessu leyfist mér kannski að benda á að atkvæða- greiðslan snerist ekki um verkfalls- heimild heldur um verkfall. Það er ekki þeim Svanhildi og Ögmundi að kenna að svo er um hnútana búið. Það kveður á um það í landslögum að verkfall sé unnt að ákveða með til- teknum hætti. Það er ekki gert ráð Lesendur skrifa fyrir verkfallsheimild til forystunnar, eins og gerist í almennu verkalýðsfé- lögunum. Opinberir starfsmenn búa við óþolandi og fráleitt kerfi að þessu leyti. En það er ekki þeim að kenna, Ögmundi og Svanhildi. En í tilefni af grein OÓ spyr ég Tím- ann: 1. Til hvers er Tíminn gefinn út? 2. Er hann gefmn út til að berjast gegn ríkisstjóminni eða með ríkis- stjóminni? 3. Er Tíminn gefinn út til að rægja þá fáu leiðtoga íslensks launafólks, sem þora að standa uppi í hárinu á stjómvöldum? 4. Er Tíminn aukablað Morgun- blaðsins? Satt að segja er ég svo foxill yfir rógsgreininni um þau Ögmund og Svanhildi að ég hef ekki getað skrifað Tímanum fyrr. En ég vona að þessi grein birtist, því ég veit að það eru fleiri lesendur Tímans en ég sem em ævareiðir yfir þessum árásum Tím- ans á þessa leiðtoga íslenskra launa- manna. Þá vildi ég heldur eiga tutt- ugu svona leiðtoga heldur en einn eins og þennan OÓ, hver sem hann annars er. Bestu kveðjur, Jóhanna D. Haraldsdóttir, félagi í BSRB Með sínu nefi I þættinum í dag verða gefnir hljómar við lög, sem myndu falla undir að vera ætt- jarðarlög, þó það sé raunar nokkuð vafasöm nafngift fyrir fyrra Iagið sem er erlent. Auk þess verður endurbirt lag úr sfðasta þætti, „Hættu að gráta hringaná", þar sem í prentvinnslu og umbroti höfðu fallið út hljómar sem voru í handriti og því ógem- ingur að spila eftir þeirri uppskrift sem gefin var. Fyrsta lagið heitir „Hlíðin mín fríða“, ljóðið er eftir Jón Thoroddsen en lagið eftir Flemming. Seinna lagið er eftir Emil Thoroddsen við ljóð Huldu, en það er „Hver á sér fegra föðurland". HLÍÐIN MÍN FRÍÐA F C7 G? C F C7 Hlíðin mín fríða F B F C hjalla meður græna, F A blágresið blfða, Dm A berjalautu væna. F C7 Á þér ástaraugu F G7 CG7C ungur réð ég festa, F Dm B FC7F blómmóðir besta. 2. Sá ég sól roða síð um þína hjalla og birtu boða brúnum snemma fjalla. Skuggi skaust úr lautu skreið und gráa steina, leitandi leyna. HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND C G C Hver á sér fegra föðurland, F G C G C með fjöll og dal og bláan sand, G C G D G C með norðurljósa bjarmaband E A G D G og björk og lind í hlíð, C G C með friðsæl býli, ljós og ljóð, F C G C svo langt frá heimsins vígaslóð? Am Em F G Am G C Geym, drottinn, okkar dýra land, F C C GC er duna jarðarstríð. ( 1 U ( 1 ( M > X 3 2 0 1 0 A m A E7 ( > ( » ( l < > < ► < > E7 Hver á sér meðal þjóða þjóð er þekkir hvorki sverð né blóð, en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæid gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls — við ysta haf. Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í, svo verði íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð, svo aldrei framar íslandsbyggð sé öðrum þjóðum háð. 9. Dm X 0 0 2 3 1 Em < > ( X > c »( > HÆTTU AÐ GRÁTA HRINGANÁ C G Am Hættu að gráta, hringaná; G heyrðu ræðu mína; C F C G Am ég skal gefa þér gull í tá, G C þó Grímur taki þína. 2. Hættu að gráta, hringaná; huggun er það meiri; ég skal gefa þér gull í tá, þó Grfmur taki fleiri. G D

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.