Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 4
4 Tfminn
Laugardagur 20. mars 1993
Tíminn
MÁLSVABI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OC FÉLAGSHYGGJU
Otgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjórí: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Asgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300.
Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Fnn er þörf
skjótra viðbragða
Upphlaupið sem varð í þessari viku vegna stöðu
Landsbankans leiðir hugann að stöðu atvinnuveg-
anna í landinu. Ljóst er að sá stuðningur sem sam-
þykktur var á Alþingi í gær dugar skammt ef sú efna-
hagsstefna sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar rekur
fær að ráða.
Forsvarsmenn sjávarútvegsins hafa haldið því
fram að gengið sé ekki rétt skráð og sjávarútvegur-
inn verði ekki rekinn við óbreytt gengi. Forsvars-
menn Vlnnuveitendasambandsins biðja um launa-
lækkun.
Sameiginleg nefnd ASÍ og vinnuveitenda lagði ný-
lega fyrir ríkisstjórnina tillögur um aðgerðir í at-
vinnumálum. Forsætisráðherra bað um nokkurra
daga frest til þess að skoða tillögumar. Síðan hefur
ekkert heyrst frá ríkisstjórninni um þetta mál og
engu líkara en stjórnvöld vilji þegja tillögurnar í
hel.
Sjávarútvegurinn er í herfilegri stöðu um þessar
mundir og leggst þar allt á eitt. Afli hefur farið
minnkandi og eindæma ógæftir hafa verið undan-
fama mánuði. Síldarsöltun brást að verulegu leyti
og verð fer lækkandi á mörkuðum erlendis. Verð-
jöfnunarsjóður er tómur. Skipulag sjávarútvegs-
mála er í athugun hjá ríkisstjómarflokkunum með
þeim endemum sem alþjóð þekkir. Boðuð hefur
verið stofnun þróunarsjóðs til að veðsetja og kaupa
upp fískvinnslustöðvar og fískiskip. Ekkert sam-
komulag er um þennan sjóð eða hver eigi að bera
ábyrgð á skuldbindingum hans.
Þetta aðgerðaleysi stjómvalda er glæfraspil. Hver
vikan sem líður í þeirri óvissu sem nú ríkir um
stöðu atvinnuveganna hleður upp vandamálum
sem geta orðið illeysanleg.
Stjómarandstaðan tók á málefnum Landsbankans
af fullri ábyrgð. Málatilbúnaðurinn og umgjörð
hans var harðlega gagnrýndur en aðgerðin sjálf að
styrkja eiginfjárstöðu bankans var samþykkt með
allvíðtæku pólitísku samkomulagi.
Það er því engin ástæða til að ætla að ekki gæti
náðst víðtæk samstaða um aðgerðir í efnahags- og
kjaramálum svo framarlega sem þær aðgerðir
leiddu til kjarajöfnunar, lækkunar vaxta og traust-
ari gmndvallar fyrir atvinnuvegina í landinu. Til
þess þarf að leggja auknar byrðar á þá sem betur
mega sín en þar stendur hnífurinn í kúnni að sá
þjóðfélagshópur er sérstakur skjólstæðingur ríkis-
stjómarinnar.
Ef hins vegar er ekkert að gert fjölgar áreiðanlega
bankamálum af því tagi sem þjóðin varð vitni að nú
í vikunni. Það má ekki verða. Þess vegna er nú þörf
jafnskjótra viðbragða í málefnum atvinnuveganna
eins og ríkisstjórnin var að hæla sér af varðandi
Landsbankann.
Þögn ríkisstjómarinnar um kjaramál og málefni
atvinnuveganna vekur vaxandi undrun þjóðarinnar
þótt hún sé að verða ýmsu vön úr þeim herbúðum.
Atli Magnússon skrifar:
f
I minningu
einangrunar-
hyggjunnar
Erlend menningaráhrif hafa frá
öndverðu verið viðkvæmt mál á ís-
landi, þótt raunar hljóti landnáms-
menn margir að hafa fyrst og
fremst Iitið á sig sem Norðmenn
sem höfðu hleypt heimdraganum
um stundarsakir. Vísast hafa ýmsir
af þeim haft í hyggju að snúa heim
til Noregs á ný og setjast að góssi
sínu, þegar Haraldur lúfa væri all-
ur. En svo hafa þau áform vatnast
út og menn ílenst í nýjum heima-
högum og tekið að líta á sig sem
sérstaka þjóð. Þessi tifinning er
greinilega orðin nokkuð rótföst
þegar Einar Þveræingur synjar Ól-
afi helga um Grímsey. Þar er strax
komin til skjalanna tortryggnin
gamla í garð útlendinga.
Togstreita
Snemma tekur svo einangrunar-
hyggjan að togast á við forvitni
þeirra sem afskekkt búa um það
fjarlæga, eins og allir bálkamir um
norska konunga og erlenda helgi-
menn votta. Og senn tók það að
liggja í loftinu að öll umtalsverð
upphefð kæmi að utan. Menn sótt-
ust eftir að verða handgengir
menn og hirðmenn í útlöndum.
Það varð loks til þess að einangr-
unarhyggjan mátti lúta í lægra
haldi fyrir einstaklingum sem áttu
útlendum höfðingum svo margan
bitann og sopann að launa að þeir
gátu ekki verið þekktir fyrir minna
en selja — ekki bara Grímsey —
heldur alla hina ungu ættjörð und-
ir framandi yfirráð. Öll hefur sú
saga verið síðari tíma einangrun-
arsinnum stórt sorgarefni og þess-
um veikleika Gissurar jarls og
fleiri hafa menn kennt um „myrku
aldimar," sem í hönd fóm.
Upphefðin að
utan þverr
Eftir gullöld strjáluðust siglingar
og jarðbundnir danskir kóngar,
sem létu sér fátt um skáld og hetj-
ur norðan úr Dumbshafi finnast,
tóku að ríkja yfir þjóðinni. Þeir
settu henni danskt yfirvald og fyrir
I
;;;
:
m
vikið hlaut enginn Iandsmanna af
þeim umtalsverðar nafnbætur.
Kannske er það skýringin á því að
íslendingar skrifuðu ekki miklar
bókmenntir um danskan kóng, þvf
eins og Egill vom þeir „glapmálir
of glöggvinga."
En danskir gerðu sér heldur ekki
fleiri erindi til íslands en þeir
minnst komust af með, helst til að
hafa héðan skreið, ull og tólg. Þeir
reyndu Iftt að kássast upp á lands-
lýðinn með danska menningu og
það sem af henni fluttist hingað
var verk fátækra, innlendra emb-
ættismanna og guðfræðinga. Þótt
Danir yrðu að vísu til þess að
þröngva upp á menn hér siðaskipt-
um og píetisma, þá hefði hvort
sem var komið til einhvers konar
trúmálaumbrota í landinu — þrátt
fyrir tilvist Dana.
Einangrunar-
hyggja á friðarstóli
í ljósi þessa er ekki að undra að
byrlega blés fyrir einangrunar-
hyggju fram eftir öldum. Utlandið
gerði lítið vart við sig, fyrir utan
það að kaffi, sykur og brennivín
minnti á að handan hafsins mundu
vera betri veður og frjósamari
lendur. Jón Indíafara og einhverja
Bessastaðamenn bar að strönd
með apaketti í pússi sínum og þær
skepnur minntu á sólrík lönd blá-
manna, sem sagðir vom með hala.
Fátt fleira varð til að raska andlegu
næði manna og kveikja útþrá.
Þjóðin bjó því lítt tmfluð við
sagnaskemmtun sína, þuldi sög-
umar um „gullöldina“ lon og don
og fannst að samtíminn með öll-
um sínum bágindum væri hálfgert
ómark. Því má leiða rök að því að
Fjölnismenn og Jón forsti ásamt
fylgiliði hafí fullt eins verið tólftu
og þrettándu aldar menn, ekkert
síður en nítjándu aldar. Þeir tóku
upp þráðinn þar sem sjálfstæðis-
öldinni lauk með Gamla sáttmála
og létu eins og allt hefði þetta ver-
ið í gær. Fögur einsemd þjóðarinn-
ar var hafin til meiri vegs en
nokkm sinni í pólitík og róman-
tískum kveðskap. Gröndal teiknaði
Fjallkonuna sem einslags „Brit-
anníu“ einangmnarinnar" og
Grímur Thomsen hnykkti á og orti
um hana:
Hörð og vitur
háleitsitur
hún við norðurpól,
segulsteins á stól.
Slíkt kvennaval var varla líklegt
til að láta „fallerast" af útlendum
læpuskap neinnar tegundar.
Gissur jarl í
Saville Row
Svo losnaði þjóðin undan „nær
sjö alda kúgun" sinni, sem hún
gerði að einskonar dýrðarkórónu
ofan á gullöldina í söguágripum.
En þá þurfti það að verða að út-
landið fengi enn áhuga á íslandi og
hann mikið magnaðari en á dög-
um Hákonar gamla og fyrirrenn-
ara hans sumra. Og nú bar á
strönd það útlenda herlið sem Ein-
ar Þveræingur átti von á „via
Grímsey."
Nú lenti eingmnarhyggjan í
harðri raun. Næstu áratugina urðu
harðvítugir flokkadrættir og sáu
margir Gissur jarl og óhappadurti
Sturlungaaldar uppvekjast í hverju
horni. Það var þrætt og þrætt og
skáldin ortu og ortu — og flest í
einangmnarandanum.
En nú er einangmnarandinn víst
hér um bil dauður — enda er þessi
dálkur ritaður í minningu hans.
Þeir em varla teljandi núna sem
voga sér að ljúka upp munni hon-
um til vamar, nema þá með svo
mörgum fyrirvömm að hann er
varla þekkjanlegur. Gissur jarl er
orðinn maður dagsins. Hann lætur
skraddarasauma á sig f Saville Row
og þiggur „lúður og merki" hvers
þess höfðingja sem vill bjóða hon-
um stöðu lends manns. Þegar
hann kemur heim þarf hann ekki
að óttast teljandi ókyrrð á þinginu
— gjárveggimir enduróma fagn-
aðarhróp meirihlutans svo allur
kurr sefast skjótlega.
Enginn man hvað af Fjallkonunni
varð, sem fyrir svo skömmu sat
með ygglibrún „segulsteins á stól.“
Hugsanlega er hún flutt norður til
Spitzbergen. En líka má vera að
hún hafi bara slegið öllu upp í
grín, sitji inni á veitingastaðnum
Bangkok og snæði með prjónum
þá framandi rétti sem blámenn og
móríanar bera fram eftir settum
kúnstarinnar reglum.