Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Laugardagur 20. mars 1993
ÞEIR SLAST UM GULLIÐ
Franskt baráttulið...
Spái Rússum sigri
...segir Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik
„Ég spái því að Rússar sigri
Frakka," segir Júlíus Jónasson.
Hann þekkir vel til beggja liða,
hefur oft leikið gegn þeim, auk
þess sem hann leikur með franska
1. deildarliðinu Paris St. Germa-
in. Júlíus segir styrkleika Rúss-
anna byggjast á sterkum vamar-
leik og hraðaupphlaupum, auk
þess sem sóknarleikurinn sé mjög
góður.
„Eini veikleikinn gæti orðið
markvarslan, en Andrey Lavrov
hefur ekki átt neina sérstaka leiki,
ekki eins og á ólympíuleikunum í
Bercelona."
Júlíus bendir hins vegar á að
markverðir Frakka hafi heldur
ekki náð sér á strik. „Það eina sem
kemur Frökkum til góða, og ég
veit að þeir munu nota, er að
hleypa leiknum upp í slagsmál.
Að þeir berji á Rússum og brjóti
þá þannig niður. Það er spuming
hvemig Rússarnir svara því. Ef
þeir brotna niður eiga Frakkamir
möguleika. í síðustu heimsmeist-
arakeppni börðu Svíar hraustlega
á Rússum í úrslitaleiknum og þá
kiknuðu Rússarnir. Frakkamir
leika mjög gróft og ef þeir verða
Júlíus Jónasson
enn grófari verða Rússamir að
halda höfði. Ég held nú frekar að
þeir geri það.“
Júlíus segir að þrátt fyrir að
Frakkamir byggi mikið á hörk-
unni og baráttunni sé tækni fyrir
hendi hjá þeim. „Til dæmis
hvernig þeir Ijúka sóknum, leika
mjög vel inn á línuna og eiga það
til, þrátt fyrir að vera einum
manni færri, að Ijúka sóknunum
með „sirkusmarki". Ég hugsa því
að leikimir tveir verði mjög
skemmtilegir."
Það er ljóst að frönsku leikmennimir
munu leggja allt í sölumar því fyrir þá
eru miklar Qárhæðir í húfi. Fyrir
þriðja sætið á ólympíuleikunum
fengu þeir um tvær milljónir hver
leikmaður og öruggt má telja að ekki
fei þeir minna fyrir annað sætið á HM,
hvað þá heimsmeistaratitilinn. Af
þessum ástæðum mega Rússamir
vara sig í dag, þrátt fyrir að þeir séu
mun sigurstranglegri.
Frönsku handknattleiksmennimir
eru mjög dáðir heima fyrir eftir fræk-
inn árangur á ólympíuleikunum síð-
astliðið sumar og jókst áhugi samlara
því. Pressan á liðið er þó ekki mikil af
hálfú almennings í Frakklandi. Leik-
mennimir eru hins vegar mjög metn-
aðarfullir, hafa æft vel undanfarið og
em því vel að þessum árangri komnir.
Meðal leikmanna ríkir góður andi og
em þeir þekktir fyrir að snúa töpuðum
leik upp í sigur. Þeir ganga á lagið þeg-
ar andstæðingurinn tapa einbeiting-
unni og gera mistök. Þetta verða
Rússar fyrst og fremst að varast því að
í leikjum þeirra hefur sú staða komið
oft upp.
Slagsmálahundar?
Frakkamir leika mjög sterka vöm og
fara eins langt í baráttunni og dómar-
amir leyfa. Þeir em jafnvel grófir og
segja sænsku markverðimir að þeir
eigi það til að skjóta viljandi í andlit
markvarðar úr vítaskotum. í hörðum
leik jaðrar oft við slagsmál og ef slíkt
kemur upp standa Frakkamir vel að
írakkar eiga nú í fyrsta sinn möguleika á að vinna til
guilverðlauna á HM í handknattleik, og í raun í fyrsta
sinn á stórmóti, en þeir mæta Rússum í dag í hinni
risastóru Globen-höll í Stokkhólmi. Plestir spá Rúss-
um sigri í leiknum en þó má ekki afskrifa ótrúlega seiga
Frakka sem hafa eftir slæma byrjun vaxið með hverjum
leiknum. Það er ljóst að hveraig sem leikurinn fer hef-
ur franska landsliðið unnið sigurinn sem þeir voru á
höttunum eftir, að leika til úrslita og skapa sér nafn á
alþjóðlegum vettvangi handknattleiksins. Það að leika
til úrslita er mjög gott fyrir franskan handknattleik og
er örugglega upphafíð að einhvetju meira frá þeim á
þessum vettvangi.
vígi.
Þeir leika yfirleitt 5-1 vöm með svo-
kallaðan indíána fyrir framan sem
reynir að trufla spil andstæðinganna
og fiska boltann. Þá stöðu leikur Jack-
son Richardson og hefúr fyrir það vak-
ið verðskuldaða athygli.
Það verður ekki sagt um Frakkana að
þeir hafi farið auðvelduðustu leiðina í
úrslitaleikinn því að í fyrsta leik töp-
uðu þeir fyrir Sviss sem leikur í dag
um þriðja sætið. Flestir dæmdu
Frakkana úr leik og sögðu þá loftbólu
sem hefði náð hámarksstærð sinni
með sigri gegn íslandi í leik um þriðja
sætið á ólympíuleiknum í Barcelona á
síðasta ári. Það var þó öðru nær. Þeir
lögðu Rúmena að velli með eins
marks mun, skoruðu á síðustu sek-
úndum leiksins og komust í milliriðil
með tvö stig. Eftir það lá leiðin upp á
við. Stórsigur á Tékkum og Egyptum,
auk sannfærandi sigurs á Spánveij-
um, tryggði þeim sæti í úrslitaleikn-
um gegn Rússum.
Richardson trompmiði
Frakka
Richardson er tvímælalaust tromp-
miði Frakka í leit að gullinu, gífúrlega
útsjónarsamur vamarmaður og ótrú-
lega fljótur. Jackson er yngstur leik-
manna Frakka og verður hann 24 ára
í sumar. Hann er gífurlega vinsæll í
Frakklandi, sérstaklega á meðal ung-
menna, sem þykir athyglisvert þar
sem handknattleiksíþróttin hefúr á
undanfömum árum ekki notið mik-
illa vinsælda þar í landi. Nú er hún þó
ört vaxandi íþrótl Richardson leikur
nú með toppíiði frönsku deildarinnar,
0M Vitrolles í Marseille, en að auki
leika með liðinu fjórir landsliðsmenn.
Richardson, sem lék áður með Júlíusi
Jónassyni í París, er stjama úr þeirra
hópi.
Richardson er einn af þessum leik-
mönnum sem menn muna eftir þegar
þeir á annað borð hafa séð hann spila.
Raggae-lokkamir og gular strípur
gera það meðal annars að verkum,
auk líflegrar framkomu á leikvelli.
„Okkur langar til að staðfesta útkom-
una úr ólympíuleikunum f Barcelona.
Nú ætlast Frakkar til að við förum alla
leið og við vonum svo sannarlega að
okkur takist það,“ segir Jackson Ri-
chardson. Hann leikur fremst og veif-
ar höndunum og reynir að stela bolt-
anum. Sú leikaðferð er árangursrík
sem sést á því að hann hefur gert 160
mörk í 109 landsleikjum og leikur þó
aðeins vamarleikinn. Með félagsliði
leikur hann þó einnig sem leikstjóm-
andi í sókn.
Ómarkviss
sóknarleikur
Það þarf vart að fara fleiri orðum um
vamarleik Frakkanna sem vart gerist
betri í alþjóðlegum handknatteik.
Veikleiki hennar er þó markvarslan.
Þeir hafa á að skipa tveimur góðum
markvörðum, þeim Jean- Luc Thie-
baut og Fréderic Perez, en þeir hafa
hins vegar ekki staðið sig nægilega vel
í keppninni. Hefur Daniel Constantin
þurft að grípa til þriðja markvarðar
sem hefúr ekki staðið sig heldur. Þetta
er ömgglega áhyggjuefni fyrir þjálfera
liðsins sem veitir ekki af því að allir
leikmenn eigi toppleik í dag.
Sóknarleikur Frakkanna verður
spuming f dag því þeir eiga í höggi við
sannkallaða víggirðingu samansetta
úr fiómm tveggja metra mönnum
Rússa. Sóknarleikur þeirra hefúr verið
ómarkviss í keppninni og hefur hann
byggst mikið á einstaklingsframtaki
hægrihandarskyttunnar Denis Lat-
houd, sem er frábær leikmaður. Hann
er gífúrlega ógnandi og gerir það
einnig að verkum að það opnast fyrir
línuspil sem er einn mesti styrkleiki
sóknarleiks liðsins.
Látum gróðann ekki gli
Þegar litið er gagnrýnum augum á framkvæmd heimsmeistaramótsins í
handknattleik í Svíþjóð, má fljótt sjá ýmislegt sem læra má af, þegar ís-
lendingar hefja undirbúning mótsins á íslandi, sem haldið verður 1995.
Ljóst er að Svíar hafa þurft að glíma við vandamál, sem íslendingar þurfa
ekki að óttast, þ.e.a.s. áhugaleysið á handknattleik heima fyrir. A flestum
stöðum í Sviþjóð er handknattieikur b- íþrótt, ef svo má segja. Áhugi fyr-
ir honum er mjög staðbundinn og líklega voru það mestu mistök Svía að
leika annan milliriðilinn, þann sem Svíar leika í, í Stokkhólmi.
Áhugi fyrir keppninni er ekki mikill
í Stokkhólmi, sem má sjá á þvf að
heimamenn velja frekar venjulegan
íshokkíleik en góðan handboltaleik
á HM, sem fram fera á sama tíma.
Þetta þurfa íslensk handknattleiks-
yfirvöld ekki að óttast, að minnsta
kosti ekki hvað leiki íslenska liðsins
varðar, en leikir þess verða allir í
Laugardalshöll. Þetta beinir sjón-
um okkar að því markaðsstarfi, sem
fram þarf að fara fyrir keppnina. Það
þarf að vera kröftugt og beinast
framar öðru að erlendum þjóðum.
íslendingar munu flykkjast á leik-
ina, enda handknattleikur þjóðar-
íþrótt, en við stöndum höllum fæti
gagnvart útlendingum vegna legu
landsins, ferðakostnaðar og uppi-
halds. Þessa verður að gæta við
markaðssetninguna allt frá upphafi
undirbúnings.
Ekki samkeppnisfær-
ir í aðstöðu, en hvað
með það?
Hvað aðstöðu varðar erum við í
engu samkeppnisfærir. við Svía. í
Svíþjóð er leikið í íþróttahöllum
sem eiga engan sinn líka á íslandi.
En öllu má ofgera. Svíar hefðu ekki
átt að láta milliriðilinn fara fram í
Globen-höllinni risastóru, þar sem
þeir 1300 áhorfendur á leik íslands
og Rússlands hreinlega týndust Af
þeim sökum hefur stemning í
kringum þá verið í lágmarki.
Svo rammt hefur kveðið að, að
landsliðsmenn og þjálfari Svía hafa
kvartað undan því, að þeir fái ekki
þann stuðning frá áhorfendum, sem