Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. mars 1993
Tíminn 17
Sofið á
verðinum
Ástandið var orðið þannig í Escondido að heimilin veittu íbúum sín-
um varla öryggi lengur. Æ fleiri skuldbundu sig einhverri glæpa-
starfsemi til að fá að lifa óáreittir og tryggja sér vernd. Margt þótti
benda til að lögreglan væri gjörsamlega búin að missa vald á íbúum
illræmdustu hverfanna og mörg vitni staðfestu að þótt reynt væri að
kalla lögregluna til, bæri það engan árangur; lögreglumennirnir
væru einfaldlega of hræddir um líf sitt til að sinna útköllum.
Það var nálægt miðnætti, mánudags-
kvöldið 27. maí 1991 í Escondido,
Kalifomíufylki, sem lögreglan fékk
tilkynningu um skothríð. Þrír ung-
lingar höfðu orðið fyrir 14 skotum
þegar þeir voru að koma út úr verslun
á homi Fíkjustrætis og Lincoln-
breiðgötunnar. Skotmaðurinn hafði
sést flýja af vettvangi í bláum bfl.
Vettvangur glæpsins var innan eins
kflómetra frá þeim lögreglumanni á
næturvakt sem næst var, en hann sat
áfram í bfl sínum og hlýddi ekki kall-
inu. Af gamalli reynslu taldi hann sér
trú um að koma sín á vettvang myndi
ekki skipta sköpum. Þar yrði fjöldi
lögreglumanna, blikkljós og sírenur.
Hann var einfaldlega of hræddur um
eigið öryggi til að mæta einsamall á
vettvang.
Allmikil umferð var ennþá á götum
borgarinnar í námunda við skothríð-
ina, þrátt fyrir að það væri orðið þetta
áliðið. Þetta er skuggalegt hverfi þar
sem ungir afbrotamenn hafa tekið
völdin. Glæpir em svo tíðir að leigu-
bflstjórar neita að keyra þar um eftir
að dimma tekur.
Tilefnislaus slátrun
Seinna komst lögreglan að því að
rétt fyrir miðnættið umrætt kvöld,
hafði ungur maður í blóma lífsins,
hinn 18 ára gamli Manuel Audelo,
komið inn í verslunina á hominu
ásamt kæmstunni sinni og frænda
sínum. Þau vom öll nemendur í Or-
ange Glen menntaskólanum. Á með-
an þau vom inni beygði bifreið upp að
versluninni og stöðvaði. Bflstjórinn,
sem virtistvera táningur, slökkti Ijós-
in og fylgdist grannt með Manuel og
félögum.
Skömmu seinna komu táningamir
út, hlæjandi f hinu besta skapi, en áð-
ur en þau náðu að stíga upp í bflinn
sinn, dundi skothríðin á þeim. 14
skotum var hleypt af, sum þeirra fóm
í gegnum líkama fómarlambanna og
lentu á gluggum verslunarinnar.
Blóði drifið glerið mölbrotnaði með
miklum hávaða. Bfll árásarmannsins
spólaði af stað og hvarf út í myrkrið.
Svo virtist sem um fúllkomlega til-
efhislausa slátmn væri að ræða.
Escondido-lögreglunni tókst á tíu
mínútum að loka hverfinu af með
vegatálmum, en á meðan stumraði
hjúkrunarfólk ásamt lögreglunni yfir
fómarlömbunum. Stúlkan var á lffi
og hrópaði og grét Sjúkraliðar
reyndu að róa hana, um leið og þeir
athuguðu áverka hennar. Frænda
Manuels blæddi mjög mikið, en hann
var þó einnig lifandi. Manuel hins
vegar var látinn. Hann hafði auðsjá-
anlega orðið fyrir flestum skotum og
lá með höfuðið í kjöltu kærustu sinn-
ar.
Barist um yfirráð
Rannsóknarmennimir settu fljót-
lega fram tilgátu um það að skotmað-
urinn hefði valið sér fómarlömb af
handahófi. Vitað var að tvær glæpa-
klíkur börðust um yfirráðin í hverf-
inu og skömmu áður hafði saklaus
maður verið særður lífshættulega í
erjum þeirra innbyrðis. Mögulegt
þótti að árásin væri því gerð í hefnd-
arskyni eða einfaldlega til að sanna
síyrk klíkumeðlimanna, sýna hverjir
hefðu tögl og hagldir.
Það var lán í óláni að enginn hafði
orðið fyrir skothríðinni nema ung-
lingamir þrír. Kúlugöt fundust í inn-
anstokksmunum verslunarinnar og
einnig í bifreið sem Iagt hafði verið til
hliðar við búðina. Byssukúlumar
reyndust vera 9 mm og voru teknar til
rannsóknar hjá sérfræðingum.
John Wilson var falin yfirstjóm
rannsóknarinnar. Það var ekki
draumaverkefni lögregluforingja að
fara til fjölskyldu Manuels Audelo að
morgni dags til að tilkynna lát hans.
Foreldrar hans voru ráðvilltir og
harmi slegnir og gátu ekki bent á
neina óvini, sem sonur þeirra hefði
átt, eða fúndið neinar skýringar á hin-
um hræðilega verknaði. Vinir hans
voru úrskurðaðir úr lífshættu síðar
um nóttina.
Örlög fyrirmyndar-
unglings
Manuel hafði mjög gott orð á sér í
skólanum. Ólíkt mörgum öðrum
hafði hann andstyggð á notkun fíkni-
efna og óreglu hvers konar, en ein-
beitti sér þess í stað að náminu af full-
um þunga, með það fyrir augum að
verða lögreglumaður síðar meir á lífs-
Ieiðinni. Hann hafði verið verðlaun-
aður fyrir framúrskarandi námsár-
angur. Einnig stundaði hann íþróttir
af kappi og vildi alltaf rétta þeim
hjálparhönd sem minna máttu sín.
Allmargir skólafélaga hans tengdust
glæpaklíkum á einhvem hátt, en
Manuel kom ekki nálægt slíku.
Flotið að feigðarósi
Ástandið var orðið þannig í Escond-
ido að heimilin veittu íbúum sínum
varla öryggi lengur. Æ fleiri skuld-
bundu sig einhverri glæpastarfsemi
til að fá að lifa óáreittir og tryggja sér
vemd. Margt þótti benda til að lög-
reglan væri gjörsamlega búin að
missa vald á íbúum illræmdustu
hverfanna og mörg vitni staðfestu að
þótt reynt væri að kalla lögregluna til,
bæri það engan árangur; lögreglu-
mennimir væm einfaldlega of
hræddir um líf sitt til að sinna útköll-
um. Eitt dæmið um þetta reyndist
lögreglumaðurinn, sem næstur var
morðárásinni þegar kallið kom um
nóttina.
Þar sem í óefni var komið fyrir hverf-
inu og íbúar þess lifðu í stöðugum
ótta, minnkuðu líkumar vemlega á
að nokkur þyrði að gefa lögreglunni
upplýsingar sem Ieitt gætu til lausnar
málsins. Dagblöðin slógu upp frétt-
um um að morðið væri persónulegur
ágreiningur glæpahópa, sem berðust
um yfirráð, og skrifúðu um að
mannslífið væri einskis metið eins og
morðið á Manuel sýndi. Honum væri
fómað án tilgangs að því er virtist,
einungis til að sýna hverjir hefðu
yöldin. Yfirvöld sáu að þau höfðu flot-
ið sofandi að feigðarósi og ákváðu í
kjölfar morðsins að stórauka eftirlit á
hættulegri stöðum borgarinnar, en
það var of seint fyrir Manuel Audelo.
Hann var borinn til grafar föstudag-
inn 31. maí. Um það bil 300 manns
hlýddu á prestinn tala um hversu
mikinn styrk fólk yrði að sýna til að
fyllast ekki hefnigimi og heift og
breytast með því í fólk engu betra en
þann ógæfuhóp, sem mi virti
mannslíf að vettugi.
Allmargir vina og kunningja Manu-
els byrjuðu að hópa sig saman eftir
þvf sem leið á athöfnina. Þrátt fyrir
orð prestsins reis upp æ háværari
Verstunin á mótum Flkjustrætis og Lincoln-breiögötunnar.
kurr um hefndir og endurgjald.
„Við munum ná þeim fyrir þig,
Manny,“ kallaði rödd úr hópnum.
Fjölmennt lögreglulið neyddist til að
leysa upp hópinn áður en athöfninni
var lokið. Allt fór þó þokkalega fríð-
sællega fram og athöfninni lauk án
óeirða.
Þagnarheitið rofið
Tveimur vikum seinna var lögreglan
enn ekki komin á slóð morðingjanna.
Þá hringdu tveir unglingar og kváð-
ust vilja koma á framfæri upplýsing-
um gegn því að þeim yrði heitið nafn-
leynd og þyrftu ekki að tjá sig opin-
berlega síðar meir. John Wilson
heimsótti þá unglingspar þar sem
bæði vom virkir félagar í „klíku", og
þrátt fyrir að faðir stúlkunnar óttaðist
um öryggi þeirra og benti á að ekkert
mundi ,/æra Audelostráknum lífið á
ný“, þá fengust þau að lokum til að
brjóta lykilatriði glæpaklíkanna:
þagnareiðinn.
Saga þeirra var með ólíkindum. Fjöl-
mörg morð komu upp á yfirborðið og
þau nafngreindu hlutaðeigandi, mörg
ár aftur í tímann.
Þrátt fyrir þetta stæðist framburður
þeirra ekki fyrir rétti, þar sem sann-
anir og rökstuðning vantaði. Lögregl-
unni var eigi að síður ljóst að glæpa-
tíðni var mun meiri en opinberar töl-
ur sýndu. Og fyrsta skrefið til að snúa
dæminu við væri að handtaka morð-
ingja Manuels. Krakkamir höfðu
nafngreint hann, en þrátt fyrir eftir-
grennslan lögreglunnar virtist sem
jörðin hefði gleypt hann. Málið var á
mjög viðkvæmu stigi og því var
hvorki vænlegt né mögulegt að lýsa
eftir hinum gmnaða. Lögreglan í Es-
condido og nærliggjandi hverfum
fékk boð um að vera á varðbergi og
nákvæm útlitslýsing fylgdi í kjölfarið.
Almenningur var þó ekki látinn vita
um grunsemdir lögreglunnar.
Bam myrðir bam
Hinn gmnaði var aðeins 17 ára
gamall. Nokkmm af starfsmönnum
morðdeildar lögreglunnar fannst því
sem bam hefði myrt bam. Hann var,
þrátt fýrir ungan aldur, lykilmaður í
einni af glæpaklíkum borgarinnar og
hét Luis Montoya. Eftir fleiri ábend-
ingar ákvað John Wilson loks að taka
stóra skrefið og birti myndir af hon-
um sem eftirlýstum glæpamanni.
Eftir að dagblöð, sjónvarp og vegg-
spjöld höfðu komið skilaboðunum á
framfæri, þótt í raun væri þetta skot
út í bláinn, fóm hlutimir að gerast.
Lögreglan fékk ábendingu um aðset-
ur Montoya. Það urðu nokkur von-
brigði þegar það kom í ljós að hann
hafði flúið til Mexíkó aðeins sex
kiukkustundum eftir morðið. Þar
með þóttist lögreglan viss í sinni sök
að þeir væm á höttunum eftir rétt-
um manni, en það var ekki nóg ef
þeir næðu ekki að hafa hendur í hári
hans. Náinn vinur hans staðfesti, eft-
ir að gengið var á hann, að hann ætti
ættingja í Mexíkó sem hann héldi til
hjá. Vinurinn hafði hjálpað honum
að flýja, sent honum fréttir af rann-
sókn morðsins auk fata og matar-
pakka eftir flóttann. Hann viður-
kenndi að Montoya væri hinn raun-
vemlegi morðingi og var handtek-
inn á þeim forsendum að hann hefði
leynt upplýsingum og hjálpað saka-
manni við að komast undan réttvís-
inni.
Framsalssamningur er í gildi á milli
Norður- og Suður-Ameríku, en
mexíkósk yfirvöld drógu lappimar í
málinu og mánuðir liðu áður en lög-
reglan gat aðhafst nokkuð. Þá kom
upp sú staða að ungur aldur og þrátt
fyrir allt fákænska og sakleysi sak-
bomings varð til þess að Luis
Montoya féllst á að koma aftur til Es-
condido. Hann hafði samband við
ættingja sinn, sem hafði gengið í lið
með lögreglunni og taldi að Montoya
væri betur kominn innan veggja
fangelsis heldur en á götum Mexíkó-
borgar. Þar biði hans ekkert annað
en áframhaldandi glæpastarfsemi,
sem fyrr eða síðar myndi verða hon-
um að fjörtjóni.
Montoya áttaði sig greinilega ekki á
alvöru verknaðar síns, því hann
sneri við í þeirri trú að sín biði ein-
ungis vægur dómur. Hann var sam-
stundis handtekinn og fangelsaður.
Fordæmisgildi?
í ágúst 1992 hófust fýrstu réttarhöld
yfir Luis Montoya. Dómarinn krafðist
þess að mál sakborningsins yrði
meðhöndlað eins og um fullorðinn
mann væri að ræða, því þrátt fyrir
ungan aldur væri alvara málsins slík
að viðeigandi refsing hlyti að fylgja í
kjölfarið, ef Montoya yrði fundinn
sekur. Hann var ákærður um morð af
fyrstu gráðu, samsæri við að fremja
morðið, ofbeldi á götum, flótta und-
an réttvísinni og tvær morðtilraunir.
Þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir
meðan á réttarhöldunum stóð,
reyndist erfitt að hafa hemil á fjölda
unglinga sem létu sig málið varða.
Hvað eftir annað þurfti lögreglan að
hafa afskipti af klíkunum, sem áttust
við í innbyrðis óeirðum fyrir utan
dómshúsið. Hótanir og átök voru
daglegt brauð, en ekki sauð þó upp úr
og tókst lögreglunni að hafa stjóm á
hinum ógæfúsama æskulýð.
Allir, sem stigu inn f dómssalinn,
fóm í gegnum rafeindastýrða vopna-
leiL Auk þess voru allir krafðir um
skilríki, sem olli því að margir þeirra,
sem eflaust ætluðu að vitna í málinu,
hættu við af ótta við að verða hand-
teknir fyrir fyrri afbrot. Fjöldi vopn-
aðra varða var í dómshúsinu.
Sækjandinn í málinu lagði ríka
áherslu á að fangelsisvist væri dapur-
leg sóun á uppvaxtarárum sérhvers
unglings. Yfirvöld hefðu sofið á verð-
inum og því væri Montoya aðeins
hiekkur í keðju, sem best hefði verið
að uppræta mörgum ámm áður.
Hins vegar taldi sækjandi ljóst að
dómurinn hefði mikið fordæmisgildi
fyrir hina fjölmörgu unglinga sem
létu sig málið varða, og því bæri að
refsa Montoya af fullum þunga til að
unglingamir sæju villur síns vegar.
Sækjandinn færði rök fyrir því að
það eina, sem Manny Audelo hefði
„unnið sér til saka“, hefði verið að
hjálpa einum kunningja sínum, sem
hafði verið nefbrotinn af óvinaklíku,
nokkmm klukkustunduym fyrir
morðið. Sjálfur var Manuel ekki í
neinni klíku. Þá minnti sækjandi
kviðdómendur á að 14 skotum,
hvorki meira né minna, hefði verið
skotið á Manuel og vini hans.
Verjandinn benti aftur á móti á að
skjólstæðingur sinn hefði komið af
fúsum og frjálsum vilja frá Mexíkó,
„vegna þess að hann vildi ljúka þessu
máli af,“ og auk þess væm engin bein
sönnunargögn í málinu, aðeins ótrú-
verðugur vtnisburður „krakka af göt-
unni".
Hinn ákærði fylgdist með réttar-
haldinu án sýnilegs áhuga og ekkert
virtist bíta á hann, þótt ættingjar
hins látna grétu yfir horfnum ástvini
sínum.
29. ágúst 1992 var rafmögnuð
spenna í dómshúsinu. Sérhvert sæti
var skipað, meðlimir úr glæpahóp-
unum, ættingjar og vinir hins látna
biðu dómsins með eftirvæntingu.
Þegar Luis Montoya var fundinn sek-
ur um öll fyrrgreind ákæmatriði,
bjóst lögreglan við hinu versta, en
svo virtist sem unglingunum yrði al-
vara málsins ljós, þegar dómarinn Ias
upp lífstíðarfangelsisdóm yfir hinum
unga pilti. Þegjandi yfirgáfu glæpa-
gengin dómshúsið og lögreglan í Es-
condido lítur til framtíðarinnar með
bjartsýni í huga, staðráðin í að sofna
ekki aftur á verðinum.
Leiöi Manuels Audelo, framúrskarandi menntaskóianema sem iét rétt-
vísina til sín taka.