Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 20. mars 1993 Löng erlend lán íslendinga komin í um 167% um síðustu áramót: erlenda skuklahlutfalliö „Búlst er við að erlendar skuldir Finna verði um 188% af útflutn- ingstekjum landsmanna á árinu“. Þessa frétt færði Morgunblaðið okkur á forsíðu um síðustu helgi og fjailaði síðan einnig tun málið í leiðara á jþriðjudag undir fyrir- sögninnl: „Etód verst stödd — etód ennþá“. Hvað erienda skuldahlutfallið snertir virðist munurinn hins vegar efeld stór. Nýjar Hagtölur Seðiabankans upplýsa m.a. að Íöng lán ísiendinga sem hlutfaíl af útflutningstefejum hafi verið kom- in í um 167% f lok sfðasta árs samkvæmt bráðahirgöatöium. Hækki þetta hiutfaU áiíka mikið á þessu ári og það gerði á því síðasta 182% útflutningstekna á árinu, þ.e. nánast sama hlutfall og hjá Finnum. Þetta skuldahiutfall hefur hækk- að mjög hratt sfðustu tvð áriou Fyrir áratug (1982) námu eriend- ar skuidlr 114% útflutnlngstekn- anna. Árið 1984 hafði hlutfallið hækkað í 122%. Það lækkaði svo aftur ár frá ári niður í 112% árið ið 1988 og varð þá aftur svipað hlutfali eins og fjórum árurn áður. En síðan hefur þróunin verðið 1989 137% 1990 140% 1991 152% 1992 167% Eriendar langtímaskuldir, mæld- ar sem hlutfall útflutningstekna, hafa þannig hækkað meira síð- ustu tvö árin en næstu átta árin þar á undan. Viröist stefna hrað- byri I að erlendir fjánnagnseig- endur eigi hjá okkur sem svarar tveggja ára heildar útfiutnings- tekjum þjóðarinnar? - HEI Forseti ASÍ telur að það séu allar forsendur fyrir hendi til að lækka vexti. Tillögur og ábendingar í atvinnumálum: Væntir svara frá ríkisstjórn um helgina Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, segir að það séu allar forsendur fyrir lætónm vaxta. Hann segist ennfremur vænta svara frá ríkisstjórn um þessa helgi við til- lögum aðila vinnumarkaðarins í at- vinnumálum. Þá fínnst forseta ASf lækkun umsýsluþóknunar til út- hlutunamefnda atvinnuleysisbóta vera slæma ákvörðun auk þess sem hún sé etód rökstudd af hálfu stjóm- ar atvinnuleysistryggingasjóðs. „Við sjáum ekki fram á að það séu nokkrar forsendur íyrir því í okkar hreyfingu að koma í gegn samningi um kauplækkun. Við erum sein- þreyttir til vandræða en getum skap- að mikil vandræði ef til þess kemur. En ég vil hinsvegar ekki tímasetja neitt í þeim efnum. Ég tel aftur á móti að þessi meðgöngutími sem orðinn er hjá ríkisstjóminni með þessar ábendingar og tillögur okkar í atvinnumálum ætti að vera orðinn nógu langur þannig að við ættum að fá svör um þessa helgi.“ Enn sem komið er hafa verkalýðs- hreyfingunni ekki borist nein form- leg svör frá samtökum atvinnurek- enda um þau sjónarmið sem formað- ur VSÍ varpaði fram í vikunni um gengisfellingu, kauplækkun eða hvorttveggja vegna bágrar stöðu Fórust í sjóslysi Arangurslaus leit hefur staðið yfir að manninum sem saknað er af Ak- urey AK 134 sem sökk við innsigl- inguna í Akraneshöfn í fyrradag. Þyria Landhelgisgæslunnar leitaði fyrri hluta dags og gengnar voru fjörur fram á kvöld. Eins og kunnugt er fómst tveir sjó- menn er Magnús AK sökk á svipuð- um slóðum. Annar hét Nikulás Kajs- son 44 ára, til heimilis að Vogabraut 10 Akranesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur böm. Hinn sjómaðurinn hét Ólafur Finnbogason 71 árs, til heimilis að Suðurgötu 48. Hann lætur eftir sig eiginkonu, uppkomna dóttur og fósturson. -HÞ efnahagslífsins. Að sama skapi hefur forusta verkalýðshreyfingarinnar ekki viljað taka ummæli fiármálaráð- herra á Alþingi í vikunni, þess efnis að ríkissjóður sé ekki aflögufær til eins eða neins eftir aðgerðir hans í málefnum Landsbankans, sem form- legt svar ríkisstjómarinnar. „Samningagerðin er ekki ennþá orðin mjög löng miðað við það sem hún hefur oft verið. Ef okkur tekst að komast að samningaborðinu ætti þetta geta gerst á stuttum tíma og við emm ekki orðin aiveg vonlaus um að það gæti gerst; ekki alveg, þrátt fyrir ýmsar hrakspár." -grii Kammersveit Hafnarfjarðar á æfingu. Nýr sproti í listalífi Hafnarfjarðar: Kammersveit Hafnarfjarðar með tónleika Fyrstu tónleikar Kammersveitar Hafnarfjarðar verða í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, sunnudaginn 21. mars. 28 hljóðfæraleikarar em í sveitinni, einleikar em Ármann Helgason klarinettuleikari, Guðrún Guðmundsdóttir píanóleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari. Hljómsveitarstjóri er Öm Óskarsson. Mikill vöxtur hefur verið í menn- ingarlífi í Hafnarfirði, einkum í myndlist, en Kammersveit Hafnar- fjarðar er nýjasti sprotinn. Hljóm- sveitina skipar hópur tónlistarfólks sem hefur að baki langt tónlistar- nám hér heima og erlendis. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30 annað kvöld, verða flutt verk eftir Stravinsky, Respighi, Lutoslaw- sky og Saint-Saens. —sá Seint og um síðir kemur yfirlýsing frá bankastjórn Landsbanka: Bankastjórar Landsbanka stjórnvöldum þakklátir Bankastjórar Landsbanka íslands sendu loks í fyrradag frá sér yfir- lýsingu sem fjöimiðlar höfðu beð- ið eftir í tvo daga. í henni er stjómvöldum þakkaður góður stuðningur við Landsbankann, sérstatóega forsætisráðherra og viðskiptaráðherra. Ekkert er vikið að sjálfri málsmeðferð ríkis- stjómarinnar en hún hefur verið harðlega gagniýnd á Alþingi. Hins vegar er lögð áhersla á að viðræð- ur hafi staðið um málið um nokk- urt skeið með það að markmiði að styrkja stöðu Landsbankans. I yfirlýsingu bankastjómar Landsbanka segir orðrétt: „Vegna ákvörðunar ríkisstjómar að bæta eiginfjárstöðu Landsbanka íslands vill bankastjóm Lands- bankans að eftirfarandi komi fram: Allt frá því að alþjóðlegar reglur um eiginfjárstöðu banka vom sett- ar fyrir meira en tveimur ámm hefir bankastjóminni verið full- ljóst, að Landsbankinn myndi eiga í erfiðleikum að uppfýlla þau skil- yrði, en þannig var raunar ástatt fyrir mjög mörgum af bönkum heims að þeir hafa verið í miklum vanda staddir í þessu efni. Þegar að því kom um síðustu áramót, að reglumar gengu í gildi, var brugð- ið á það ráð, að Seðlabanki íslands lánaði Landsbankanum víkjandi lán að fjárhæð kr. 1.250 milljónir. Um Ieið var tekin ákvörðun um, að fyrir 1. maí 1993 yrðu fundin ráð til frambúðarlausnar. Vandi Landsbankans að þessu leyti varð enn ljósari við uppgjör ársins 1992. Þótt bankinn legði á því ári í afskriftasjóð kr. 1.580 millj. og afskriftasjóðurinn næmi þá 2.800 millj. kr., vom banka- stjóm og endurskoðendur sam- mála um að nauðsynleg varúðar- sjónarmið krefðust allmiklu hærri fjárhæðar í sjóðinn. Undir forystu Kjartans Gunnars- sonar, varaformanns og starfandi formanns bankaráðs, vom hafnar viðræður við stjórnvöld um lausn vandans með það fyrir augum að skrefið yrði stigið til fulls og allrar varúðar gætt og skilyrðum full- nægt. Þetta hefur nú verið gert og er bankastjómin þakklát stjórn- völdum, sérstaklega forsætisráð- herra og viðskiptaráðherra fyrir rösklega forystu og framgöngu í málinu. Bankastjómin er einhuga í stuðningi sínum við ráðstafan- irnar eins og þær liggja fyrir. Mjög náið samráð var haft milli Seðla- banka íslands, Landsbankans og viðskiptaráðuneytis um allan und- irbúning málsins, en lokaákvörð- un kom til kasta forsætisráðherra og viðskiptaráðherra og síðan rík- isstjómar. Viðskiptabönkum Landsbankans erlendis hefir verið gerð grein fyrir stöðu mála. Þótt vandamál Landsbankans væm alvarlegs eðlis, vom þau smávægiieg borin saman við bankakreppuna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Engan þarf heldur að undra að erfiðleikar sæki lang- stærsta banka landsins heim, þeg- ar svo djúp og langvarandi lægð ríkir í íslenzkum efnahagsmálum. Að svo komnu verður hins vegar að telja, að íslenzkt bankakerfi í heild standi styrkum fótum og geti orðið sá burðarás í viðreisn at- vinnuveganna sem nauðsyn ber til. Að gefnu tilefni vill bankastjóm Landsbankans taka fram að aukn- um styrk sínum mun bankinn ekki beita til að neyta aflsmunar til óeðlilegrar samkeppni við aðrar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.