Tíminn - 03.04.1993, Síða 5
Laugardagur 3. apríl 1993
Tíminn 5
Sameining sveitarfélaga
Jón Kristjánsson skrifar
Undanfarin tvö ár hef ég átt sæti í tveimur
nefndum á vegum félagsmálaráðuneytisins,
sem fjölluðu um sameiningu sveitarfélaga,
nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og
tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarfélaganefnd
hin síðari hefur nú lokið störfum. Þvf þykir
mér rétt að nota þennan vettvang að þessu
sinni til þess að ræða þá niðurstöðu, sem varð
að lokum, og líklega framvindu mála næstu
mánuðina.
Hvers vegna sameining?
Nokkrar meginástæður eru til þess að rétt
þykir að endurskoða mörk sveitarfélaga. Hin
fyrsta er sú að fólksflutningar úr dreifbýli í
þéttbýli hafa verið miklir síðustu áratugi og
fækkað hefur mjög í mörgum dreifbýlissveit-
arfélögum. Samgöngur hafa batnað mjög og
samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga fjölg-
að. Auknar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga
um þjónustu við íbúana, bæði frá íbúum
sveitarfélaganna og með löggjöf frá ríkisvald-
inu. Má þar til dæmis nefna þjónustu á sviði
umhverfismála, sorphreinsun og fráveitu. Þar
að auki er góð reynsla af þeim verkefnatil-
flutningi sem verið hefur frá ríki til sveitarfé-
laga, sem ýtir undir þá skoðun að sveitar-
stjómarstigið eflist og betur verði stjómað
með meiri verkefnatilflutningi.
Sveitarfélag — samfélag
Hins vegar em mörg ljón í veginum. Sveitar-
félög eru ákaflega misjöfn að stærð og munu
verða það, þótt veruleg sameining eigi sér
stað. Þar af leiðir misjöfn aðstaða þeirra til
þess að takast á við ný verkefni.
Hin litlu sveitarfélög eru samfélag sem íbú-
amir hafa tilfinningu fyrir og þykir vænt um.
Það vita allir, sem hafa alist upp í dreifbýli og
þekkja þær aðstæður sem þar em. Dreifbýlis-
sveitarfélögin verða ekki þurrkuð út með til-
lögum úr ráðuneyti eða stjórnskipaðri nefnd,
eða með lagasetningu frá Alþingi. Fólkið sem
byggir þau verður að ákveða sjálft í lýðræðis-
legum kosningum hvort það vill ganga til
sameiningar við nágranna sína. Ég er ánægð-
ur með að samstaða náðist í sveitarfélaga-
nefndinni og á vettvangi Sambands íslenskra
sveitarfélaga um að þessi háttur verður hafð-
ur. Þvinganir með lögum eða afbrigðilegum
kosningareglum hefðu getað haft hinar verstu
afleiðingar.
Umdæmisnefndir
í nefndarálitinu er lagt til að komið verði á
fót svokölluðum umdæmisnefndum heima-
manna, er verði skipaðar af landshlutasam-
tökum. Þessar nefridir ákveði þau svæði þar
sem kjósa skal um sameiningu. Með starfi
umdæmisnefnda færast málin á vettvang
heimamanna, sem er til bóta. Samþykki tveir
þriðju hlutar sveitarfélaganna á ákveðnu
svæði sameiningu, getur hún farið fram, þótt
hinir sem fella séu ekki með.
Kostir og gallar sameiningar
Ég hef í gegnum starfið í sveitarfélaganefnd
hitt sveitarstjómarmenn víðs vegar um land-
ið. Það hefur verið sérlega lærdómsríkt. Þegar
grannt er skoðað
eru það, þrátt
fyrir mismun-
andi aðstæður,
sömu atriðin
sem upp úr
standa þegar
rætt er um
ókostina við
sameininguna:
Sveitarstjómar-
mönnum fækkar
og hætta er á að fleiri verði óvirkir. Sveitarfé-
lögin verða ópersónulegri og tortryggni er
gagnvart sameiningu dreifbýlis og þéttbýlis.
Ótti er við að þéttbýlið verði sterkara í þeim
viðskiptum og valdið fjarlægist fólkið.
Allt em þetta rök sem þarf að hlusta á og
ræða af fullri hreinskilni.
Með sama hætti má benda á augljósa kosti
við sameiningu: Geta sveitarfélaganna til þess
að veita félagslega þjónustu verður meiri.
Árekstrum út af skiptingu atvinnusvæða eða
öðmm réttindamálum á svæðum, sem em
fyrir löngu orðin eitt þjónustusvæði, ætti að
fækka. Við sjávarsíðuna ætti að draga úr þeim
átökum, sem em varðandi landanir skipa,
kvótamál og fleira sem tilheyrir sjávarútveg-
inum.
Þessi rök með eða á móti verður hinn al-
menni kjósandi að meta, en það hvílir þá sú
skylda á stjómmálamönnum í sveitarstjóm-
um og á Alþingi að halda uppi málefnalegum
og upplýsandi umræðum um þessi mál. Hins
vegar ber að varast í þessum umræðum að
ganga út frá því að af sameiningu sveitarfé-
laga verði stórkostlegur spamaður, jafnvel svo
að þetta sé úrræði í aðsteðjandi vanda í efna-
hagsmálum. Litlu sveitarfélögin hafa ekki
mikla yfirstjóm, og hún mun tæplega verða
ódýrari við sameininguna.
Samvinna — sameining
Margir sveitarstjómarmenn halda því fram
að þeir séu hlynntir samstarfi um einstök
mál, sem geti komið í stað sameiningar. Þetta
getur vissulega verið leið til þess að fást við
stærri verkefni og sameiginleg verkefni. Hún
hefur víða verið reynd, og hægt er að skoða
hana í ljósi þeirrar reynslu.
Þar sem flest samstarfsverkefhi em á milli
sveitarfélaga, er það stjómkerfi orðið mjög
þungt í vöfum og hefur skert vald sveitar-
stjóma og samningar í hinum ýmsu stjómum
um framkvæmd verkefna taka ómældan tíma
sveitarstjómarmanna. Með sama hætti má
benda á ágæta sambúð dreifbýlis og þéttbýlis í
sama sveitarfélagi. Vopnafjörður er dæmi um
slíkt, og einnig má benda á sameiningar á síð-
ustu árum af
þessu tagi sem
tekist hafa ágæt-
lega, t.d. samein-
ing þriggja
hreppa við aust-
anverðan Skaga-
fjörð með Hofsós
sem miðpunkt.
Hitt er svo ann-
að mál að engin
allsherjarregla er
varðandi þessi mál, og eins og áður sagði em
aðstæður ákaflega misjafnar. Þar skiptir auð-
vitað höfuðmáli, ef sameining á sér stað, að
menn gangi ekki nauðugir til þess leiks. Ef
svo væri, getur framhaldið orðið óbærilegt.
Fólkíð þarf að segja álit sitt
Ef frumvarp félagsmálaráðherra um kosn-
ingar um sameiningu nær fram að ganga á Al-
þingi í vor, verður kosið um sameiningarmál-
in fyrir áramót. Það er brýnt að ganga úr
skugga um afstöðu fólksins um þessi mál. Sé
ekki vilji fyrir hendi að taka stór skref nú,
verða stjórnvöld að taka því. Þróunin til
stækkunar sveitarfélaga tekur þá lengri tíma.
Mestu máli skiptir að hún sé friðsamleg og
auki ekki á sundmngu og flokkadrætti í þjóð-
félaginu. Við þurfum ekki á því að halda nú.
Tilflutningur verkefna —
tilraunasveitarfélög
Niðurstaða sveitarfélaganefndar var sú að
gera ekki ákveðnar tillögur um tilflutning
verkefna að sinni. Nefndin lagði þó til að
Menntamálaráðuneyti, Félagsmálaráðuneyti,
Samband íslenskra sveitarfélaga og samtök
kennara ynnu að tillögum um með hverjum
hætti laun kennara við gmnnskóla yrðu flutt
til sveitarfélaga. Þessi tillaga byggist á því að
rekstrarkostnaður grunnskóla er nú á hendi
sveitarfélaganna, en framkvæmd hennar og
frekari verkefnatilflutningur hlýtur að sjálf-
sögðu að byggjast á því hver niðurstaða al-
mennra kosninga um sameiningu sveitarfé-
laga verður.
Hins vegar leggur nefndin til að komið verði
á fót svokölluðum tilraunasveitarfélögum,
fimm talsins. í slíkum sveitarfélögum mætti
reyna verkefnatilfærslu frá ríki. Osk um að
gerast tilraunasveitarfélag verður að koma frá
heimamönnum. Þau sveitarfélög, sem kjósa
að sameinast í þessu skyni, hafa forgang þeg-
ar valið verður um þau sveitarfélög sem taka
þátt í þessari tilraun.
Tilraunasveitarfélög em þekkt á öllum Norð-
urlöndunum, þótt þau hafi þar fremur verið
til þess að reyna aukna sjálfsstjóm sveitarfé-
laga fremur en stækkun þeirra og verkefnatil-
flutning.
Mismunandi áherslur
Eins og áður segir em áherslur sveitarstjórn-
armanna í sameiningar- og verkaskiptamál-
unum mjög misjafnar. Það stafar af mismun-
andi stærð þeirra og ólíkum aðstæðum. Stóru
sveitarfélögin kalla eftir fleiri verkefnum,
meðan forsvarsmenn þeirra minni óttast að
ekki verði jafnræði milli fólks við verkefnatil-
flutning, og ríkið hafi gegnt því hlutverki að
jafna aðstöðuna. Ég er þeirrar skoðunar að
aukin verkefni sveitarfélaga og yfirtaka stórra
málaflokka frá ríkinu hljóti að miðast við
vemlega stækkun sveitarfélaganna.
Það sem mestu máli skiptir
í sameiningar- og verkaskiptamálunum em
nokkur gmndvallaratriði sem hafa verður í
huga. í fyrsta lagi getu sveitarfélaga til þess að
veita íbúum sínum sem besta þjónustu. í öðm
lagi hvaða stærð sveitarfélaga og verkefni
styrkja landsbyggðina og gera hana sem best
mótvægi við höfuðborgarsvæðið. í þriðja lagi
hvaða stærð sveitarfélaga myndar best um-
hverfi fyrir atvinnureksturinn. Ég er þeirrar
skoðunar að það sé byggðamál að efla sveitar-
stjórnarstigið og það eflist með því að sam-
eina kraftana. Hins vegar verður fólkið að
ráða því hvað skrefin verða stór. Ég hef líka
trú á því að þróunin verði sú að sveitarfélögin
taki að sér fleiri verkefni sem ríkið hefur nú
með höndum. Það á hins vegar ekki að flana
að neinu í því efni.
í áfangaskýrslu sveitarfélaganefndar var bent
á ýmsar leiðir varðandi sameiningu og verk-
efnatilflutning sem vom róttækar. Þær vöktu
þarfa umræðu um þessi mál. Niðurstaða
nefndarinnar er hins vegar sú að setja málið f
ákveðinn farveg þar sem heimamenn ráða
ferðinni. Ég tel það farsæla niðurstöðu.