Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 2
2 itlBltti Laugardagur 21. janúar 1995 Tíminn spyr Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands: Veldur Háskólinn hlutverki sínu? Nefnd um þróun Háskóla ís- lands skilaði skýrslu sem kynnt var í vikunni um stefnu og framtíöarsýn Há- skólans. Þar eru lagóar til rót- tækar breytingar á Háskólan- um, en þörfin fyrir breyting- ar er komin til vegna þess ab þjóbfélagib hefur gerbreyst undanfarna áratugi. Sífellt fleiri stúdentar sækja í há- skólamenntun og Háskóli ís- lands er skyldugur til þess ab taka vib þeim. Nú þurfa yfir- völd menntamála annab hvort ab grípa til abgerba, eba sætta sig vib annars flokks háskóla. „Við munura byrja á að kynna þessa skýrslu innan skól- ans," segir Sveinbjörn. „Næsta skref er fundur í háskólarábi þar sem hún verður kynnt fyrir meðlimum ráðsins. Eftir hálfan mánub verður síðan ítarlegri fundur um hana og síðan verð- ur innahald skýrslunnar vænt- anleg^i rætt innan deildanna. Þetta tekur æði langan tíma því Háskóli íslands er stórt samfé- lag. Það eru um 5500 stúdent- ar, um 500 fastráönir kennarar og 1000 stundakennarar. Allir þessir menn fá skýrsluna um stefnu og framtíðarsýn Háskól- ans til lestrar og skoðunar en aö því loknu hefst okkar starf innanhúss. Margt af því sem þarna er lagt til vildum við mjög gjarn- an framkvæma og getum gert það innan okkar eigin verk- sviðs. Ég held að það sé alveg auljóst að það verður fylgi inn- an skólans við margar af þess- um tillögum. Síðan eru aftur önnur atriði í skýrslunni sem varða ekki bara okkur heldur stofnanir atvinnulífsins, abra skóla á háskólastigi, rábuneytið og Alþingi. Það sem þarf að vinna í samráði við þessa aðila tekur alltaf lengri tíma heldur en hitt sem snertir Háskólan eingöngu. Síðast og kannski erfiöast er ab fá samþykki fyrir lagabreytingum. Það getur ver- ið samstaba um lagabreyting- una innnan Háskólans en ekki á Alþingi eða í ríkisstjórn. Ég geri ráð fyrir ab lagabreytingar sem snerta starfssemi Háskól- ans taki alla vega eitt ár." Stærri hluti vill há- skólamenntun -Rauöi þráðurinn íþessum nýju tillögurn er að menn eru að bregð- ast við aukinni aðsókn í menntun á háskólastigi með því að fá at- vinnulífið til að taka þátt í starfi Háskólans í auknum mœli og auka sjálfstœði hans jafhframt. Er þetta sú leið sem menn sjá fyr- ir sér til að bregðast við fjársvelti? „Nei, það held ég ekki. Það hefur alla tíð verið yfirlýstur vilji Háskólans að gagnast at- vinnulífinu. í tíð forvera míns var mörkuð mjög skýr stefna að þesu leyti. Það sem hefur breyst er ab það er mun stærri hluti þjóðarinnar sem vill fá háskóla- menntun en áður var. Ef við förum 30 ár aftur í tímann tóku kannski.innan við 10% úr ald- ursárgangi stúdentspróf. Það fólk lagði ef til vill stund á há- skólanám til þess aö verba sér úti um starfsréttindi, sem lög- fræðingar, læknar, prestar, við- skiptafæðingar o.s.frv. í dag er það hins vegar svo að við flest störf er talið gagnlegt að hafa góða undirstöðumenntun, þótt hún veiti ekki einhver ákveðin starfsréttindi. Mikill hluti starfa í þjóðfélaginu í dag er að verða á sviði þjónsutu og viðskipta. Við þurfum ekki jafn marga og áður til þess að starfa í undir- stöðuatvinnuvegunum. Land- búnaður og fiskveiðar taka til sín kannski innan vib 10% af mannafla. Það þarf hins vegar fólk í þjónustugreinunum í kringum þetta og þar reynir á góða undirstöðumenntun í tungumálum, tölfræði, stær- fræði og að hafa gott vald á ís- lensku máli. Fjölmiblamenn okkar tíma hafa til dæmis ótrú- legasta nám að baki." Vandinn ab Háskól- inn er þjóbskóli - / samantekt í umrœddri þró- unarskýrslu um Háskóla íslands segir að nauðsynlegt sé að há- skólastigið verði endurskoðað í heild sinni og ný löggjöf sett þar um. Þar verði m.a. fjallað um hlutverk rannsókna, námsfram- boð, kennslu og takmarkanir á aðgangi. Að sögn Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra hafa háskólayfirvöld tvívegis beðið um löggjöf til þess að unnt verði að takmarka aðgang að skólanum. Ástœðan er einfóld, vandamálið er að aðsókn hefur aukist en fjár- veitingar ekki. í skýrslu nefndar- innar segir orðrétt: „Hingað til hefur Háskóli íslands staöið sig vel í alþjóðlegum samanburði hvað varðar menntun nemenda sinna en nú virðast vera blikur á lofti vegna fjárhagsvanda hatis." „Vandi okkar í Háskóla ís- lands er sá ab vib erum að upp- runa þjóðskóli," segir Svein- björn Björnsson, rektor. Það hefur veriö til þess ætlast að vib tækjum vib öllum sem lokið hafa stúdentsprófi og byöum þeim nám við sitt hæfi. Nú er bara fjöldi þeirra sem ljúka stúdentsprófi orðinn yfir 40% af árgangi og gæti á næstu ár- um farið upp í 60% af árgangi. Ef Háskólinn á að veita öllu þessu fólki viðtöku hlýtur að þurfa ab auka fjárframlög til skólans. Síðustu ár hafa menn viljað halda útgjöldum Háskólans föstum en á sama tíma hefur nemendafjöldinn aukist um 300 á ári. Það er stefna til glöt- unar ef á að þynna út námib með því að bæta sífellt fleirum á jötuna en auka ekkert hey- fenginn. Við verðum annað hvort að veita meiru fé til Há- skólans til þess að hann geti sinnt þessum nemendum og jafnvel tekið upp nýjar náms- brautir, eða fara hina leiðina sem við höfum einnig verið að ræba, sem er að efla aðra skóla Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. á háskólastigi til þess að taka ab sér skemmra verkmenntunar- og fagnám. Þeir skólar tækju þá mun stærri hluta en þeir gera í dag. Þetta tíðkast í öbrum lönd- um. Ég hef t.d. verið að kynna mér skipulag háskólanáms í Finnlandi að undanförnu. Tveir þriðju háskólanemenda þar eru í fagmenntunar- og verkmenntunarskólum. Ein- ungis einn þriðji nemenda í Finnlandi eru í rannsóknarhá- skólum eins og skýrslan leggur til að Háskóli Islands verði." Þjónustusamningur lausnin? - Felur þetta ekki í sér að það verði að takmarka aðgang að Há- skólanum? „Ekki endilega. Það er hæpiö að ab takmarka aðgang að Há- skólanum ef menn bjóða ekki einhverja aðrar námsleiðir í þjóðfélaginu um leið. En eftir að komnir væru skólar sem byðu nemendum þab sem á vantar, gætu þeir farið ab skipta verkum. Þá væri hægt aö takmarka fjölda þeirra sem Há- skóli íslands tæki við vegna þess að mönnum stæði annað til boöa. Þjónustusamningur á milli ríkisins og Háskólans fæli að mörgu leyti í sér lausn á þessu, því meb honum væri komið samkomulag á milli stjórn- valda og Háskóla um hvaða nám hann býður upp á og hve mörgum hann tekur við," sagði Sveinbjörn Björnsson. Flateyringar uggandi um sinn hag: Flest öryggistœki klikkuöu í ofsanum: Stöð 2 bjargaði Flateyringum „Menn eru skelfingu lostnir yfir þeirri stöbu sem komin er upp, víða eru hús sem eru nú á hættusvæði en ménn töldu sig örugga með áður. Maöur sér ekki fyrir sér að fólk komist í fullkomið örr yggi nema á löngum tíma, þaö veröur varla fjárhagslega gerlegt öbru vísi," sagöi Björn Hafberg, skólastjóri á Flateyri, í samtali vib Tím- ann í gær. Nýlegt hús Valdimars Jóns- sonar á Flateyri eyðilagðist gjör- samlega í snjóflóði, en það var mannlaust, heimilisfólkið hafði leitað skjóls hjá vinafólki á ör- uggari stað í þorpinu. Annab hús skemmdist minna. „Menn eru afskaplega varkár- ir og enginn fer inn á hættu- svæöið sem er afmarkab og þess gætt," sagði Bjöm. Um miðjan dag í gær var hryssingsveður enn að skella á. Björn sagði ab Ríkisútvarpiö hefði náðst gloppótt á Flateyri. Síminn fór út í langan tíma. Sjónvarið frá RÚV sást ekki. Rafmagnsleysi var ekki svo mjög til baga, þar bjargaði dís- elrafstöb bæjarfélagsins. Stöð 2 var eina öryggistækib fyrir Flat- eyringa í nauð. Björn sagði að skólinn heföi legið nibri alla vikuna, þar til í gærmorgun ab krakkarnir mættu aftur. Eldri bekkirnir settust ekki á skólabekk en gengu um og mokuðu snjó frá húsum, ekki síst eldri borgara. Fannfergið er ógurlegt. Og nú lítur út fyrir að enn bæti á. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.