Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. janúar 1995
13
The Rolling Stones útnefndir bœöi til Brit- og Grammyverölauna:
Nýtt absóknarmet
í Ameríkutúrnum
Hinir síungu rokkarar í The
Rolling Stones gera þaö ekki
endasleppt frekar en fyrri
daginn og m.a. hrannast
upp hjá þeim tilnefningar til
Brit- og Grammyverölauna,
auk þess sem nýtt aösóknar-
met var sett í hljómleikatúr
þeirra í Bandaríkjunum.
Myndbandið viö lagiö Love is
Strong er bæöi tilnefnt til Brit-
og Grammyverðlauna, auk þess
sem Voodoo Lounge skífan er
tilnefnd til Garmmyverölauna
sem besta rokkplata nýliðins árs.
Brit-verðlaunin verða afhent í
London 20. febrúar og afhend-
ing Grammy-verölaunanna fer
fram í Los Angeles í byrjun
mars. Brit-verðlaunin eru ís-
lendingum góökunn frá því í
fyrra þegar enskir verölaunuöu
Björk Guðmundsdóttur.
í Bandaríkjatúrnum í fyrra
spiluðu Stones fyrir hvorki fleiri
né færri en 2,6 miljónir manna
og hafa aldrei fleiri sótt hljóm-
leikatúra þeirra þar í landi. Eftir
smá hlé um jól og áramót taka
þeir upp þráöinn aftur og halda
áfram heimsreisu sinni sem
kennd er við Voodoo Lounge
plötuna. Auk tónleika í borgum
ríkja Suður- Ameríku munu þeir
halda tónleika í ár í Suður-Afr-
íku, Japan, Ástralíu, en þeir
verða í Evrópu í sumar.
í byrjun júní verða þeir á
Norðurlöndum, í Stokkhólmi 3.
júní, Osló 9. júní og í Köben 11.
júní. Ekki er vitað til þess að
Stones hyggi á íslandsferð að
sinni, en þeir hafa aldrei á ára-
tuga löngum ferlinum komið
hingað til lands. Þeir verða í
Hollandi dagana 13. - 18. júní,
Þýskalandi 20. - 22. júní og aftur
1.- 3. ágúst. Þeir veröa á heima-
velli í Englandi 9. - 15. júlí og í
Lissabon í Portúgal 24. júlí. ■
Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverki
sínu.
Oleanna
frumsýnt
í gær frumsýndi Þjóðleikhúsiö
á Litla sviöinu bandaríska
leikritiö Oleanna eftir David
Mamet, verk sem vakið hefur
gífurlega athygli á Vestur-
löndum og mikil viöbrögö.
Ung stúlka í háskólanámi leit-
ar ásjár kennara síns þegar hún
sér fram á aö falla á mikilvægu
prófi. Hann á von á stöðuveit-
ingu og aukinni velgengni, hún
sér hins vegar fram á að margra
ára strit fari í vaskinn. Samskipti
þeirra taka smátt og smátt á sig
ófyrirséða mynd og áhorfendur
standa að lokum frammi fyrir
áleitnum spurhingum um sam-
skipti kynjanna, misbeitingu
valds og teygjanleika þess sem
kallast getur rétt eða rangt. Ekki
síst vakna spurningar um mis-
munandi túlkun manna á hinu
talaöa orði og einu eldfimasta
umræöuefni okkar tíma, kyn-
ferðislega áreitni.
David Mamet þykir með allra
fremstu nútímaleikskáldum
Bandaríkjanna, auk þess sem
hann er þekktur fyrir gerð kvik-
myndahandrita og leikstjórn.
Meðal þekktustu leikverka hans
má nefna American Buffalo,
Glengary Glenn Ross og Duck
Variations en meðal kvik-
myndahandrita hans eru til
dæmis The Postman Always
Rings Twice, The Verdict og The
Untouchables. Mamet hefur ný-
lega lokið viö að leikstýra kvik-
mynd eftir leikritinu Oleanna.
I uppfærslu Þjóðleikhússins á
Oleanna fer Elva Ósk Ólafsdótt-
ir með hlutverk háskólanemans
og Jóhann Sigúrðarson leikur
kennarann.
Lýsing er í höndum Ásmund-
ar Karlssonar, Sigurjón Jóhanns-
son hannar leikmynd og bún-
inga, Hallgrímur H. Helgason
þýddi verkið en Þórhallur Sig-
urðsson leikstýrir því. Önnur
sýning leikritsins er sunnudag-
inn 22. og sú þriðja miðvikudag
25. janúar. ■
•AMHUGUR
ÍVERKI
Faðir ljósanna,
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum,
fátækum, smáum
líkn í lífsstríði alda.
Sálmahók 523: 4
Matthías Jochumsson
LANDSSÖFNUN
VEGNA
NÁTTÚRUHAMFARA
í SÚÐAVÍK
Þjáning og sorg íbúa í
Súðavík og gífurlegt
eignatjón kalla á skjót
viðbrögð okkar allra þeim til
hjálpar og stuðnings.
HRINGDU í SÍMA:
Símaniiðstöð söfnunarinnar er opin:
Laugard. 21. jan. kl. 10.00-22.00
Sunnud. 22. jan. kl. 10.00-22.00
tni tilgreiulr |)á pcniiigaljárliæó scm þií
vilt láta sctja sem f'ramlag |)itt til lijálpar
fjölskyldum í Súðavík - á grciðslukort
cða á hciiiisciidan gíróscðil.
8005050
cða leggiHi frainlag |)itt inn á bankarcikning nr.
1117-26-800
í Sparisjóði Súðavíkur.
Hægt cr að Icggja inn á reikninginn í ölliun sparisjóðum.
bönkum og pósthúsum á landinu.
Sjóðstjórn landssiifnunarinnar er skipuð fulitrúuin Kauða kross Islands. Stöð 2 Hylgjnn Itíkisútvarpið Itikissjómarpið t'M 95,7 Aðalstöðin \-ið
Hjálparstofminar kirkjunnar, opinberra aóila og hjóðkirkjuiinar. lirosið Alþýðublaðið Dagur 1)\ Morgunblaðið Morgunpósturinn Tíniinii
Fjárgæsluaðili söfmiiiariiinar cru sparisjóðiniir á íslandi. Póstur og sími Rauði kross íslands lljálparstofmin kirkjiinnar