Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 4
4 mmmu Laugardagur 21. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Samhugur í verki Vikan sem liðin er líður fólki seint úr minni, og sannast þar máltækið að „sjaldan er ein báran stök", þegar hörmulegir atburðir gerast. Manntjón hefur orðið í snjóflóði í Reykhóla- hreppi, þrátt fyrir að öðru væri bjargað með harðfengi. Eignatjón hefur einnig orðið á Norðurlandi, bæði á Vatnsnesi og á Siglufirði. Nú, þegar harðasta veðrið er um garð gengið, gefst loks tóm til að meta stöðuna og íhuga næstu skref. Sú staðreynd liggur fyrir að heilt byggðarlag iiefur verið lagt í rúst. Það skiptir ekki máli í því sambandi þótt í jaðri hinna áþreifanlegu rústa standi hús uppi. Það hefur komið fram með skýrum hætti að búseta verð- ur ekki áfram á snjóflóðasvæðinu í Súðavík, og óskir fólksins, sem hyggst snúa aftur, hníga að því að byggja upp á öruggu svæði sem fyrir hendi er í byggðarlaginu. Hvað sem þeim málum líður er ljóst að efna- hagslegt tjón í þessum hamförum er gífurlegt. Það er sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að hjálpa fólkinu til þess að búa sér þá tilveru á ný sem fjármunir megna. í þessu skyni hefur verið efnt til fjársöfnunar undir heitinu „Sam- hugur í verki". Þar er skírskotað til þeirrar samúðar sem er á hverju byggðu bóli með öll- um þeim sem eiga um sárt að binda. Það er enginn efi á því að þessi samhugur verður sýndur í verki, það sýna undirtektirnar við söfnuninni þegar í byrjun. Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af vettvangi og nú hafa birst viðtöl við sumt af því fólki sem harðast var leikið. Fréttaflutningurinn skýrir aldrei allt, en það sem almenningur hefur orð- ið vitni að fyrir milligöngu fjölmiðla er meira en nóg til þess að sýna hverjum manni hverj- ir ógnaratburöir áttu sér stað. Síðastliðin vika er reynslutími fyrir alla þjóð- ina, og atburðir hennar eru alvarleg viðvörun til hennar allrar um að gleyma því ekki að mætti mannsins og tækninnar eru takmörk sett. Enn hafa náttúruöflin yfirhöndina, þar sem þau ná að leika lausum hala. Hitt má ekki heldur gleymast að með hyggindum má búa með náttúrunni, ef henni er ekki storkað. Mest er um vert að halda ró og skýrri hugsun í framhaldi af þessum atburðum, þegar skipu- lag byggðar verður skoðað á ný með tilliti til snjóflóðahættu. Sú skoðun má ekki vega að tilverurétti þeirra byggða sem hlut eiga að máli. Skýr stefnumörkun sveitarstjórans í Súðavík um að færa byggð á öruggan stað í byggðarlaginu, og halda síðan lífsbaráttunni áfram, ætti að vera leiðarljós í þeirri vinnu. Vanhæfur, vanhæfari, vanhæfastur Birgir Guömundsson skrifar Rannveig Gubmundsdóttir hef- ur ákvebib ab víkja úr sæti sem rábherra þegar úrskurba á um kæru forustumanna Alþýbu- bandalags og Sjálfstæbisflokks í Hafnarfirbi á vibskiptum fyrr- um bæjarstjórnarmeirihluta krata vib Hagvirki-Klett. Rann- veig leitabi álits ríkislögmanns um stöbu sína í þessu máli og hugsanlegt vanhæfi vegna óska þar um frá kærendum. Nibur- staban var aö Rannveig yrði lög- um samkvæmt ekki „sjálfkrafa vanhæf" í málinu. Bent er á í álitinu aö óhjákvæmilegt sé aö samflokksmenn félagsmálaráb- herra hljóti á hverjum tíma ab sitja í sveitarstjórnum, ýmist í meiri eba minnihluta víba um land. Engu ab síöur tók Rann- veig þá ákvöröun ab víkja sem var rétt ákvöröun hjá henni og raunar vel rökstudd. Rökstubn- ingur hennar byggbist á hæfnis- reglum stjórnsýslulaganna og vísaö er til þess aö tortryggni kunni ab skapast um hæfi ráb- herra á þeim grundvelli aö hann kunni ab hafa einstaka hagsmuni af úrlausn málsins, svo sem ágóöa, tap eba óhag- ræbi. „Matskennd hæfisregla" Og framvinda þessa kærumáls mun vissulega hafa áhrif á hags- muni núverandi félagsmálaráö- herra, sem nú um helgina stendur í prófkjörsbaráttu vib einn aöalleikarann í því máli sem verib er aö rannsaka, fyrr- um bæjarstjóra í Hafnarfirbi, Guömund Árna Stefánsson. Þau Rannveig og Guömundur eiga eftir ab sitja saman á frambobs- lista Alþýbuflokksins í vor og augljóslega gæti sú staöreynd skapab tortryggni gagnvart hlutlægni mebferöar kærumáls- ins. Hin svokallaöa „mats- kennda hæfisregla" sem fram kemur í stjórnsýslulögum tekur einmitt til þessa og þar kemur fram aö menn verbi vanhæfir ef „aö öbru leyti eru fyrir hendi þzér aöstæöur sem eru fallnar til þess aö draga óhlutdrægni hans í efa meb réttu." Hér skal fullyrt ab ákvörbun Rannveigar var rétt og sibleg. Heföi hún setib áfram og úrks- uröaö í máli samherja á fram- boöslista í kosningum, hefbi hugsanlega mátt verja þaö sem löglegan gerning, en þab hefði augljóslega veriö siölaust og á svig viö hina „matskenndu hæf- isreglu" stjórnsýslulaga. Hinir rábherrarnir? En þó Rannveig víki jafngildir þaö ekki því aö vandamálið sé úr sögunni. Atburbirnir í Hafn- arfiröi undanfarna daga og vik- ur, umgjörö kærunnar, forsaga hennar og eftirmálar eru með þeini hætti að Rannveig Guð- mundsdóttir er alls ekki eini ut- anaökomandi stjórnmálamaö- urinn sem tengist og blandast inn í atburöarásina. ✓ I tímans rás í fyrsta lagi er eðlilegt aö gera ráb fyrir ab abrir Alþýðuflokks- rábherrar séu vanhæfir til aö gerast seturáöherrar fyrir Rann- veigu. Guðmundur Árni er vara- formabur Alþýðuflokksins og þar af leiðandi hlyti það „að skapa tortryggni", svo notað sé orbalag Rannveigar, ef þeir ættu ab fara ab skera úr um hvort siö- ferðisbrestur hafi oröið í viö- skiptum Guömundar Árna og Hagvirkis-Kletts. Þess utan eru kosningar framundan og þaö er satt að segja ekki trúverðugt ab láta Alþýðuflokksráöherra taka fyrir kærumál gegn varafor- manni flokksins, kæru sem yrði til meöferöar á sama tíma og kosningabarátta stendur yfir. Persónuleg afskipti Davíbs Þegar þetta er ritað er ekki bú- iö að taka ákvörðun um hver muni veröa skipaöur seturáð- herra í þessu máli en orðrómur er uppi um aö Þorsteinn Pálsson dómsmálaráöherra veröi settur í máliö. Þorsteinn tengist að vísu ekki Hafnarfjarbarkrötum eöa flokksstjórn Alþýöuflokksins meb sama hætti og Rannveig og hinir krataráöherrarnir. Hins vegar tengist hann, sem einn af helstu forustumönnum Sjálf- stæðisflokksins, með beinum hætti kæruaöilum í málinu, nefnilega bæjarstjórnarmeiri- hlutanum í Hafnarfirði. Raunar tengist hann líka, sem forustu- maöur í Sjálfstæðisflokknum, Jóhanni G. Bergþórssyni sem ásamt Guðmundi Árna er í aðal- hlutverki í því viöskiptasam- bandi sem kært hefur veriö til félagsmálaráðuneytisins. Sam- kvæmt niöurstööu ríkislög- manns eru sjálfstæðisráöherrar ekki „sjálfkrafa vanhæfir" til aö fjalla um málefni bæjarstjórnar- manna í Hafnarfiröi. Hins vegar er Hafnarfjaröarmáliö löngu hætt að vera eins og hvert ann- að tæknilegt kærumál sem kem- ur inn á borð félagsmálaráð- herrans. Hafnarfjarðarmáliö er stórpólitískt mál sem formaöur Sjálfstæöisflokksins hefur sjálf- ur veriö meö inni á sínu borði og lagt sig fram um að knýja fram ákveðna niðurstöðu í. Það er alkunn staðreynd og raunar yfirlýst aö sundrungin í Hafnar- firöi var farin að hafa alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og oddvitar stjórnarflokkanna kölluðust á í fjölmiðlum út af því og báöir báru flokksmenn hins þungum sökum. Þaö er því ekki meö nokkru móti hægt aö segja aö niðurstaðan í þessu kærumáli muni ekki skipta máli fyrir pólitíska hagsmuni sjálf- stæðisráðherranna í ljósi þess hvernig framvindan hefur ver- iö. Allir vanhæfir Hafnarfjaröarmáliö, sem kær- an er einn angi af, er búiö að vera niöri í skúffum og uppi á borðum bæöi í stjórnarráðinu og í Valhöll upp á síökastið, og séu Rannveig og hinir krataráð- herrarnir vanhæfir í málinu vegna flokkslegra hagsmuna, þá eru sjálfstæöisráöherrarnir ekki síður vanhæfir. Ríkisstjórnin öll tengist oröib þessu vandræðalega máli og þar situr ekki einn einasti ráöherra sem uppfyllir þau skilyrði aö vera hafinn yfir tortryggni á grundvelli hinnar matskenndu hæfisreglu stjórnsýslulaganna. Kannski er þetta Hafnarfjarð- armál í raun táknrænt fyrir getu ríkisstjórnarinnar almennt til aö taka á aðkallandi þjóðmálum á þessum lokaspretti sínum. Út- haldið er brostib og uppgjöfin allsráöandi. Vanhæfi viröist ætla aö vera ákaflega gagnlegt lýsingarorö þegar ríkisstjórn Davíös Oddssonar, hina al- ræmdu Viðeyjarstjórn, ber á góma. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.