Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 21. janúar 1995 Hagvrbingaþáttur Kynlegir kýrhausar Margt er í kýrhausnum kynlegt að sjá, kostulegt bullið er mönnunum frá. Þeir vitleysu sá og vitleysu fá, en veina ef uppskeran kaffœrir þá. Helgi Bragi Björnsson orðar svipaða hugsun á þennan veg: Linnir ei landsbyggðar nauðum; lífsmynstrið ruglað og flœkt; góðærin ganga afþeim dauðum sem glíma við kartöflurœkt. Vetur f Nú er vetrar kuldakast, komið frost og snjóar. Hrella mig og hlekkja fast hugans gleðiþjófar. Fennir ofan furðuhljótt, fjallahlíðar grána. Drífa kom um dimma nótt, dró upp vetrarfána. Pétur Stefánsson Feluvísa Búa, sem leyndist í síðasta þætti, kemur nú fram í dagsljósið: Það er engin þörfað rœða þetta meir, en verið getur samt að rnargir kaupi kvœða- kverið eftir mig í vetur. (Reyndar er slíkt bókmenntaverk ekki á markaði, því miður.) Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, Skeiðaháholti, sendi línu um feluvísur: „Fyrirbærið kannast ég við, en hef ekki heyrt nafnið áður og tel það vel til fundið. Þetta form er bráðskemmtilegt og ég fór að spreyta mig á því: „Orð mín virðast ekki lýsa andagift. Samt liggur hér undir, falin, ágæt vísa, en enginn virðist trúa mér." Sami botnar fyrripart: Vekja litla von og trú veikir stjórnarliðar. Botn: En varla að Jóa verði sú er víkur þeim til hliðar. Kristinn Gísli Magnússon botnar: Gylliboðin þekkir þú, þeim var ýtt til hliðar. eða: Milli þeirra brestur brú baráttu og friðar. Og Kristinn Gísli yrkir tilbrigði: Oft á þingum, eins og nú, undirstaðan riðar. Gylliboðin þekkir þú, þeim var ýtt til hliðar. Nýr fyrripartur: Oft um helgar einhvem bar á ég til að sœkja. Hér eru vopnin fengin bæði liðsmönnum og and- stæöingum Bakkusar. Geta þeir bæði sótt og varist, og nú er auglýst eftir vopnfimi þeirra en ekki leikslokum. Skál! Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILECA Vandræbagangur og kossaflens Meðal þeirra kennslugreina, sem Heiðar tekur nemendur í, er fram- koma og sómasamleg hegöun í samskiptum við fólk. Það er til lít- ils að ganga í fínum og vel pass- andi fötum með flotta hár- greiðslu, með skartgripi sem bera verðmiðana utan á sér, og vera með kórrétta snyrtingu og parf- um, ef maður kann svo ekki sjálf- sögðustu mannasiði. Skortur á siðlegum samskiptareglum eða vanþekking á þeim gerir fólk kauðskt í framkomu og verði ein- hverjum á þeirri messu í mann- fagnaði, kemur fyrir lítið að ganga á fírtommuhælum undir Gucciskóm, sem greitt var fyrir með krítarkorti hjá Harrods eða Bloomingdales. Það eykur bara á vandræðaganginn. < Oft kemur upp hálfhallærislegt ástand þegar fólk kemur inn í veislur, svo sem í tilefni brúð- kaups, afmælis, fermingar eða jaröarfarar. Á að heilsa öllum eins, ganga um og leita alla gesti uppi til að taka í hönd þeirra? Á að kynna sig fyrir þeim sem mað- ur þekkir ekki, eða kannski veit hver er, en hefur ekki talað við áður? Og hvernig á að yfirgefa samkvæmið? Hvernig eiga húsbændur að hegða sér þegar gestir koma inn? Svar: Vandræðagangurinn er vegna þess hve miklar breytingar hafa orðið í öllu samfélaginu. í dag eru ekki neinar fastar reglur um hvernig fólk hegbar sér í sam- kvæmum. En ef boðið er fá- mennt, við getum miðað við t.d. tóif manns eða þar um bil, heilsar þú hverjum fyrir sig. Ef gestir eru orðnir mikið fleiri, þá eiga gest- gjafar að sjá um að kynna fólkið sem inn-kemur. Þá er ekki hægt að ætlast tii að farið sé að taka í höndina á öllum og troðast um til ab ná til gestanna, hverjir sem þeir kunna að vera. Þá kemur að landlægri óstund- vísi okkar íslendinga. Gestgjafar hafa í mörg horn að líta og hafa ekki tíma til ab sinna þeim, sem koma of seint, sem skyldi. Þeir, sem koma hálftíma of seint eöa síöar, geta ekki búist vib að gest- gjafar geti gengið með þeim um allt og kynnt þá fyrir hverjum gesti fyrir sig. Þegar boðib er komið vel af stað og allir farnir að spjalla, þá virkar þab einfaldlega truflandi ef ein- hverjir fara að ryðjast um og heilsa og kynna sig meö vibhöfn. Þá er best að kinka kolli og brosa sætt framan i fagnaöinn. Svo má vinka kurteislega til þeirra sem maður kannast við. Svo kemur að því að kveðja. Þá gildir það sama. Þegar maður fer Hvernig á ég ab vera? Heiðar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda úr boði, kvebur maður og þakkar gestgjöfum fyrir sig og er þá bú- inn að kveðja þá sem maður þekkir náið. En það er engin ástæba til ab fara ab tilkynna brottför sína með viöhöfn eða kveðja alla. Það er hreinlega ekki til siðs. Ab gleyma og læra Svo eru það faðmlögin og koss- arnir. Sumir eru sífellt að kyssa alla þegar þeir koma og fara, og finnst einhverjum þetta sjálfsagt og eblilegt, en öðrum heldur mið- ur og kæra sig ekkert um kossa- flens og faðmlagakreistingar. Orð um þetta. Heibar: Það er gamall sibur okkar íslendinga ab kyssast í kveðju- skyni og eru sumir útlendingar hissa á þessum aðförum okkar, en svona kossaflens tíbkast raunar meira og minna út um allan heim. Ég hef nú alltaf verið heldur hlynntur þessu kossaflensi innan hóflegra marka. Það er innan fjöl- skyldu og vinahóps þeirra sem þekkjast vel. En það er eitt sem konur þurfa að læra í sambandi við þessa kossa, og það er að kyssa hver aðra á franskan máta. Þessar elsk- ur eru alltaf með varalit og þegar þær smella kossi á andlit annarra verður raubur blettur eftir. Þær verða að læra aö láta kinnar snert- ast og kyssa meö vörunum út í loftið. Og þegar konur eru aö kyssa menn svona kurteisiskossa, verða þær líka að snúa varastútnum út í vindinn. Það er afskaplega hvim- leitt fyrir bæði menn og konur að vera með varalit á vitlausum stöö- um út um allar trissur. Annars get ég varla gefið ákveb- in ráð um þetta. Þar sem ég ólst upp var þaö siður að fjölskyldu- meblimir og nánir vinir kysstust í kveðjuskyni en ekki þar fyrir ut- an. Þegar ég var að alast upp í sveit- inni og fólk kom til kirkju, þá kysstust allir, hvort sem það var fólk nýflutt í sveitina eba þeir sem þekkst höfðu alla ævi. Þetta var kannski fullmikið og þessi sið- ur mátti svo sem missa sig. Nú eru tímar þar sem náiö sam- neyti er talið tortryggilegt og vafasamt. Menn um fimmtugt skilja þetta varla. Þeir eru enda aldir upp við að það hafi verið sjálfsagt að karlar kysstust þegar þeir hittust eða kvöddust og að allir kysstu alla við kirkju eða í réttum. En kossaflensið í kveðjuskyni er að minnka og þeir, sem ekki kæra sig um slíkt, eiga að vera fljótir/fljótar til að rétta fram hönd og snúa sér kurteislega und- an þegar rembingskoss er í upp- siglingu. Svo er þetta yfirspilað og stundum halda konurnar að þetta sé kynferðisleg áreitni og allt lendir í misskilningi og ka- os. Meira um það seinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.